Hringdans

Ţađ er ekki óalgengt, ađ líf manna hér á ţess­ari plán­etu sé sjö­tíu til átta­tíu hring­ferđir hennar um sólina. Menn nota ţennan tíma sinn mis­jafn­lega, en söfn­unar­árátta virđist öll­um sam­eigin­leg og stund­um engin takmörk sett. Sumir eiga margar möpp­ur og bćkur af frí­merkjum, ađrir safna steinum, margir fast­eignum, fleiri ţó peningum, á međan enn ađrir láta sér nćgja tappa, glasa­mottur, servíettur og svo mćtti lengi telja.

Stundum bregđur af mönnum og eitthvađ vekur ţá til umhugs­unar um hvađ lífiđ snúist, eins og ţađ er eđlilegt ađ jörđin snúist umhverfis sólina.

Eitt er víst, ađ mannlífiđ snýst ekki um peninga, heldur mann­gildi og hjörtu manna, sem ţroskast í áratugi í blóđi, sem nćrt hefur og nćrir lifandi hold, lífsandans mold.

Peningar hafa vissulega áhrif á líf mannanna, en ţeir snúa ekki jörđ­inni í kringum sólu. Ţar eru ađrir kraftar ađ verki, kraftar hins mikla Guđs, sem stjórnar veröldinni.

Einar Ingvi Magnússon.


Ađ fylgja skipunum

 

Flugstjóri á stórri farţega­ţotu fćr marg­ar skip­an­ir frá flug­turn­um á leiđ sinni um há­loftin.

Honum er sagt ađ beygja og hann hlýđir ţví um­svifa­laust. Annađ gćti valdiđ stór­slysi.

Hann rćđir ţađ ekki frekar viđ flug­umferđar­stjóra. Hann tekur ţá stefnu, sem honum er sagt ađ fara og hann setur stefnu­mćlinn nákvćm­lega upp á gráđu.

Sé röng stefna tekin í upphafi ferđar ţó ekki skeiki nema einni gráđu og hún ekki leiđrétt, ber hún fólk langt af leiđ og ţví lengra, sem á ferđina líđur. Ţetta vita flug­menn og sjófar­endur og ţurfa ţví ađ vinna verk sitt af nákvćmni.

Ţađ má segja hiđ sama um smiđi. Millimeters mćli­skekkja setur meistara­stykki úr lagi. Ţađ vita trésmiđir og málmsmiđir.

Mćlingar ţurfa ađ vera hárnákvćmar, eigi meistara­verk ađ vera óađfinnan­legt og fullkomiđ. Ţannig eru meistaraverk, ţví ţannig eru meistarar.

Ónákvćmi getur komiđ fram á ýmsa vegu.

Eitt sinn var ég ađ leita ađ upplýsingum í leitarvél á netinu. Ég sló inn leitarorđiđ. Ţađ sem ég fékk á skjáinn gerđi mér bylt viđ.

Ţegar ég gáđi betur ađ stafsetningunni tók ég strax eftir ţví, ađ einn staf vantađi í leitar­orđiđ, sem gaf mér kolrangar upplýs­ingar og ţar ađ auki mjög ógeđfelldar. Stćrđfrćđingar ţekkja ţađ einnig vel, ađ smá-skekkja í reiknisdćmi gefur rangt svar, svo ekki sé nú minnst á formúlur. Ţetta er öllum svo ljóst í daglegu lífi, ađ varla tekur ađ hafa orđ á ţví. Lögmál lúta vissum reglum og ţćr ber ađ halda.

Snúningur jarđar segir nákvćm­lega til um ţađ hvenćr sólin rís á morgun yfir sjóndeildar­hring og hvenćr hún hverfur af himni frá jörđu séđ. Sólar­upprás og sólarlag má reikna langt fram í tímann. 

Ađeins menn eru óútreiknanlegir, ţví ţeir eru ţeirri ónáttúru haldnir, ađ brjóta náttúru­lögmál, himnesk bođ og bönn.

Drottinn Guđ sagđi um mennina, sem hann hafđi skapađ: "Ó, ađ ţeir hefđu slíkt hugarfar, ađ ţeir óttuđust mig og varđveittu skipanir mínar alla daga, svo ađ ţeim vegni vel og börnum ţeirra um aldur og ćfi." (5. Mósebók 5:29)

Fćrum viđ eftir skipunum skaparans, bođum og bönnum, vćri dásamlegt ađ lifa á ţessari jörđ og samfélag okkar laust viđ öll ţau vandamál, sem gera lífiđ stundum svo óbćrilegt.

Einar Ingvi Magnússon.


Jónsmessa

Í dag er hin ţriđja og síđasta ár­lega Jónsmessa: Fćđingardagur Jóhannesar skírara, eini fćđ­ing­ar­dagur dýrlings sem hald­inn var helgur. Margar kirkjur á Íslandi voru fyrrum helg­ađar Jó­hannesi skír­ara; hann var m.ö.o. nafn­dýrlingur sautján guđs­húsa og vernd­ar­dýrlingur tíu. Jóns­messa var numin úr tölu íslenskra helgidaga áriđ 1770. Í alţýđu­trúnni lifđi hún ţó áfram, eins og margar fornar hátíđir úr kaţólskum tíma, sem lagđar höfđu veriđ niđur upp úr siđbreytingu.

Jónsmessur á Íslandi eru annars ţrjár, sú er áđur er nefnd, en síđan er til Jónsmessa Hólabiskups á föstu, 3. marz, haldin í minningu ţess ađ ţann dag áriđ 1200 voru bein Jóns Ögmundssonar tekin upp. Jónsmessa Hóla­biskups um voriđ, hin síđari, 23. apríl, er andlátsdagur Jóns Ögmundssonar 1121. Ţennan dag áriđ 1000 fór líka fram á Ţingvöllum kristnitakan á Íslandi.

Samkvćmt íslenzkri ţjóđtrú á ţađ ađ vera afar hollt ađ velta sér upp úr dögginni á Jónsmessu­nótt, hvort sem fólk veltir sér upp úr henni nakiđ eđa gengur í henni berfćtt, og ţá er helst von til ađ finna svokallađa náttúrusteina svo sem óskasteina og hulinshjálms­steina og tína grös til lćkninga.

Sumarsólstöđur voru fyrir ţremur dögum, en vegna skekkju í júlíanska tímatalinu var Jónsmessa lengi talinn lengsti dagur ársins.  Sumarsólstöđur eru ţegar sól kemst lengst frá miđbaug og sólargangur er lengstur. Nafniđ sólstöđur mun vísa til ţess, ađ sólin stendur kyrr, ţ.e. hćttir ađ hćkka og lćkka á lofti.

Heiti dagsins er komiđ af nafni Jóhannesar skírara; ţetta er fćđingardagur hans og messudagur. Áđur fyrr nefndist hann í íslenskum heimildum Jóan baptisti eđa skírari, og einnig Jón, međ sömu viđur­nöfnum. Í bókinni Nöfn Íslendinga, eftir Guđrúnu Kvaran og Sigurđ Jónsson frá Arnarvatni, segir um nafniđ Jóhannes: „Nafniđ er sótt til Biblíunnar og er hebreskt ađ uppruna ... og merkir eiginlega „guđ hefur sýnt miskunn“ ... Af ţessu nafni eru leidd nöfnin Jón, Jóhann, Jens, Hannes, Hans.“

Jóhannes skírari var frćndi Jesú í móđurćtt og jafnaldri hans ađ kalla, ekki nema um sex mánuđum eldri. Foreldrar hans voru ţau Sakaría prestur og Elísabet, en hún var fram ađ ţví „óbyrja, og bćđi voru ţau hnigin ađ aldri,“ eins og segir í Lúkasarguđspjalli 1. kafla. "Dag einn, ţegar Sakaría er ađ fćra reykels­isfórn, birtist honum Gabríel erkiengill međ ţau tíđindi, ađ Guđ hafi bćnheyrt ţau hjónin, Elísabet muni verđa ţunguđ og fćđa son og eigi hann ađ fá nafniđ Jóhannes." Spámannlega köllun fékk hann um 27-29 e. Kr. eđa svo, hafandi ţá veriđ lengstum í óbyggđum Júdeu, bíđandi eftir merki frá Guđi. Hann gekk ţar um í klćđum úr úlfaldahári, gyrtur leđurbelti um lendar sér, og nćrđist á engisprettum og villihunangi.

Í Markúsarguđspjalli, kafla 1, segir ađ Jóhannes hafi prédikađ svo: "Sá kemur eftir mig, sem mér er máttugri, og er ég ekki verđur ţess ađ krjúpa niđur og leysa skóţveng hans. Ég hef skírt yđur međ vatni, en hann mun skíra yđur međ heilögum anda."

Á settum tíma fór Jesús ađ hitta ţennan frćnda sinn, og er taliđ ađ fundi ţeirra hafi boriđ saman viđ ána Jórdan, nćrri ţeim stađ er heitir Deir MarYuhanna (Qasr el-Yehud). Ţeir rćđast viđ og Jesús tekur loks skírn af honum og fer síđar um hann miklum viđurkenningarorđum. Međ ţessum atburđi urđu tímamót, algjör ţáttaskil; Jóhannes hafđi áttađ sig á ţví, ađ hér var Messías kominn, og sjálfur yrđi hann ţví ađ "minnka", víkja fyrir hinum bođađa konungi, sem mćttur var ţar til ríkis síns.

Gagnrýni Jóhannesar á Heródes, fjórđungsstjóra í Galíleu, varđ til ţess ađ hann var settur í fangelsi í Makaerusvirkinu í Pereu og hálshöggvinn nokkrum mánuđum síđar, ađ undirlagi Heródíasar, konu Filippusar, bróđur hans.

Ađalheimild ţessarar samantektar er hugvekja eftir sr. Sigurđ Ćgisson í Morgunblađinu 23. júní 2002, en ađrar heimildir stuttar frásagnir ađrar.

Steindór Sigursteinsson.


mbl.is Rigna mun duglega í dag
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Aurahark Dags B. í trássi viđ samninga leiđir til úrslitaskilmála

Borgin er nánast á hvínandi kúpunni eftir lélegan rekstur vinstri flokkanna, safnar gífur­legum skuldum sem geta svipt hana eigin fjár­for­rćđi skv. Bjarna Jónssyni verk­frćđ­ingi, og er í sífelldu aura­harki, sem m.a. leiđir til úrslita­skil­mála nú frá samn­ings­ađila, AFA JCDecaux, sem á og rekur öll biđskýli á höfuđ­borgar­svćđinu, eins og lesa má um í fréttar­tenglinum hér fyrir neđan.

Já, áfram má Dagur B. Eggertsson reyta hár sitt og skegg.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hóta ađ fjarlćgja öll strćtóskýlin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kenndu mér ađ elska


Einn morgun fyrir mörgum árum bađ ég Guđ um ađ kenna mér ađ elska náunga minn, eins og okkur kristnum mönnum er bođiđ ađ stunda. Eins og svo oft áđur svarađi Guđ bćn minni án tafar.

Dagurinn var ekki fyrr byrjađur, en ég fór ađ mćta fólki, sem mér líkađi ekki viđ, svo ekki sé meira sagt.

Ég mćtti ungum manni, sem spýtti á gangstéttina fyrir framan mig, ţegar viđ mćttumst. Ţađ ţótti mér sérstaklega ógeđfellt. Fleiri voru dónalegir í orđum, grimmir, ógnvekjandi. Allan daginn varđ á vegi mínum fólk, sem var árásargjarnt, óvinalegt og hegđađi sér beinlínis eins og vondar manneskjur. Allir dagar voru ekki svona, skildi ekkert í ţessu.

Ég var ţreyttur eftir ţennan dag, vonsvikinn og sćrđur. Ég hafđi gert mér allt ađra hugmynd um námsefniđ.

En ţá laukst ţađ upp fyrir mér hvađ ég hafđi beđiđ um og ég skildi lexíu Guđs.

Ţađ er nefnilega svo, ađ ţađ er auđvelt ađ elska ţá, sem okkur elska. Ţađ sem er erfitt, er ađ elska ţá, sem koma illa fram viđ okkur eđa eru beinlínis óvinir okkar. Ţađ var ţó einmitt ţetta, sem Jesús kenndi lćrisveinum sínum ađ gjöra og kennir í orđi sínu enn í dag, ađ elska óvini okkar. "Elskiđ óvini yđar, gjöriđ ţeim gott, sem hata yđur, blessiđ ţá, sem bölva yđur og biđjiđ fyrir ţeim, sem misţyrma yđur." (Lúkas 6:27-28)

Ekki létt lexía ţetta í skóla lífsins; stutt lesmál, en löng og erfiđ starfsţjálfun, sem stendur yfir í mörg jarđarár.

Einar Ingvi Magnússon.


Ísland sérstök samkynhneigđra-óskanýlenda?

Fráleitt er, ađ ástr­alsk­t fólk geti fengiđ hćli á Íslandi á grund­velli mannúđarsjón­ar­miđa, en Útlend­inga­stofn­un er međ slíka umsókn tveggja kvenna vegna meints hat­urs í garđ sam­kyn­hneigđra í Syd­ney.

Ástralía er lýđrćđissamfélag, sem neitar samkynhneigđum ekki um margvísleg réttindi, og hafi viđkomandi konur lent í of­beldi á krá fyr­ir tveim­ur árum og borizt hótanir, jafnvel frá lögreglu, eins og ţćr fullyrđa,* ţá ćtti ađ vera hćgur vandinn fyrir ţćr ađ flytjast í annađ borgarhverfi eđa annan stađ á ţví landi. Ţađ á ekki ađ vera Íslands ađ taka viđ slíkum kvartana-tilfellum hvađanćfa utan úr heimi, og varla er ţađ hlutverk Útlend­inga­stofn­unar ađ gera Ísland ađ sérstakri samkynhneigđra-óskanýlendu.

Ţađ hefur ennfremur veriđ krafa samkynhneigđra hingađ til ađ fá ađ njóta jafnréttis, en hér er greinilega annađ uppi á teningnum: ađ samkynhneigđir, frá nánast hvađa landi sem er, eigi ađ hafa sérrréttindi hér á Íslandi til ađ fá hćli og ríkisborgararétt, já, ţvílík sérréttindi fram yfir alla gagnkynhneigđa, sem geti bara sćtt sig viđ ađ vera annars flokks!

*  "Ihász [önnur konan] skrif­ar á síđu sína á vefn­um Go Fund Me ađ Stephanie [vinu hennar] hafi ít­rekađ veriđ ógnađ af lög­reglu og hótađ. Lög­regl­an neit­ar hins veg­ar ásök­un­um. - Blađamađur Daily Tel­egraph rćddi viđ pariđ sem býr tíma­bundiđ í Kefla­vík og bíđur eft­ir svari frá Útlend­inga­stofn­un. Ihász vildi hins veg­ar ekki veita blađinu viđtal." (Mbl.is)

Konur ţessar ćttu ađ geta sótt sinn rétt ađ lögum í eigin landi, en ţćr munu hafa frétt af afar frjálslegri međferđ hćlisleitendamála á Íslandi og ađ umsćkjendur geti notađ ýmislegt til ađ réttlćta ţörf sína á mannúđarhjálp til hćlisveitingar. En ađ ţađ sé fjarri lagi, ađ ćđstu dómstólar kyngi hverju sem er til ađ gefa fólki slíkan rétt, sést m.a. af dómafordćmi í Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu,** ţar sem íraskur hćlisleitandi í Svíţjóđ hafđi fullyrt, ađ ef hann yrđi sendur til baka til Íraks, yrđi hann "at risk of persecution for having had a homosexual relationship, the Mujahedin having already killed his partner." En jafnvel í slíku tilfelli úskurđađi Mann­rétt­inda­dóm­stóllinn, ađ "the implementation of the deportation order against the applicant would not give rise to a violation of Article 3 (prohibition of inhuman or degrading treatment) of the Convention. It found that, if removed to Iraq, the applicant would not be at risk as a result of the general situation in the country which was slowly improving. Furthermore, although there was evidence to show that his belonging to a vulnerable minority would expose him to a real risk to inhuman or degrading treatment if removed, the Court held that the applicant could reasonably relocate to other regions in Iraq such as Kurdistan in the north. Lastly, the Court considered that the applicant’s claim concerning the homosexual relationship was not credible." (Feitletrun er frá dómstólnum, undirstrikun er undirritađs.)

** Máliđ M.K.N. v. Sweden (no. 72413/10), finnst hér: http://www.echr.coe.int/Documents/FS_Sexual_orientation_ENG.pdf -- Vísađ var einmitt til ţeirrar vefsíđu hér á Mbl.is í gćrmorgun)

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ástralskt par sćkir um hćli hér
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţjóđin fylgir ekki VG í árásum ţeirra á viđhlítandi lögregluvarnir

58% ađspurđra sem afstöđu taka eru hlynnt ţví ađ vopnađir lög­reglu­menn séu sýni­leg­ir á fjölda­sam­komum, en 42% and­víg. 88% eru já­kvćđ gagn­vart lög­regl­unni. Svar­end­ur voru 1046 í könn­un Maskínu sem fór fram 16.-19. júní.

88% eru já­kvćđ gagn­vart lög­regl­unni og stćrri hluti ţeirra er hlynnt­ur vopna­b­urđi. Nćst­um helm­ing­ur svar­enda myndi upp­lifa sig ör­ugg­ari ef ţađ vćri vopnuđ lög­regla á fjölda­sam­komu á Íslandi sem ţeir vćru stadd­ir á og nćst­um 85% ţeirra er hlynnt­ur ţví ađ hafa vopnađa lög­reglu­menn sýni­lega á fjölda­sam­kom­um. (Mbl.is)

Ţá fá Vinstri grćn ađ heyra ţađ, ađ ţjóđin fylgir ţeim ekki í ţeirra hörđu andstöđu viđ öryggisvarnir lögreglunnar. Reyndar virtist sem lögreglan eđa yfirvöld hefđu lúffađ fyrir ásókn hörđu VG-kvennanna, ţví ađ vopn lögreglu voru ekki sýnileg á 17. júní. Hins vegar má ćtla, ađ međ einhverjum hćtti hafi lögreglan boriđ neyđarvopn til ađ geta gripiđ inn í á neyđarstundu, međ rafbyssu, hefđbundnum byssum eđa öđrum úrrćđum.

Bjarni Benediktsson tók mjög skynsamlega afstöđu í ţessu máli í viđtali á RÚV í gćrkvöldi (Sýnileg vopn verđi tímabundiđ á fjöldasamkomum, sjá ţar.)

Ein helzta ástćđan ađ baki nýrrar fjölgunar hryđjuverka á Vesturlöndum á síđustu tveimur árum er mikiđ innflćđi fólks frá múslimalöndum og endurkoma margra af ţeim ţúsundum manna sem gengiđ höfđu til liđs viđ ISIS-vígasveitirnar. Viđ blasir, ađ of geyst hafi veriđ fariđ í móttöku flóttamanna og hćlisleitenda í nokkrum löndum, m.a. Svíţjóđ og Ţýzkalandi, -- of geyst til ađ unnt vćri ađ hafa reiđur á ţví, hvađ yrđi allt um ţađ fólk, og til ađ kanna nógu vel bakgrunn ţess. Reyndar er mikill meirihluti ţar múslimskir karlmenn, og er ţađ ekki gćfulegt, komandi margir frá stríđssvćđum. 

Miđađ viđ ţađ, sem upplýsingafulltrúi Rauđa krossins segir nú í viđtali viđ RÚV, ţá er ţađ ekki affarasćlast ađ hleypa inn sem flestum inn á ţessi norđlćgu lönd, heldur sé "mikilvćgast ađ hjálpa fólki ađ vera heima hjá sér," og hafa margir komiđ auga á ţetta áđur, sem og, ađ ţannig má međ lang-áhrífaríkustum hćtti nýta ţađ fé, sem lagt er í ađ liđsinna flóttafólki. Fulltrúar Rauđa krossins hafa ekki ávallt talađ međ ţessum hćtti á síđustu misserum, en ţađ er ánćgjulegt, ađ einhverjir ţar eru farnir ađ lesa rétt út úr málum.*

Međ ţessum hćtti er ţá líka veriđ ađ minnka líkurnar á ţví ađ öfgasamtökum Miđ-Austurlanda takist ađ smygla tiltölulega mörgum sinna manna međ flóttafólki til Evrópu.

En hvađ sem ţví öllu líđur, eru margvíslegar varnir íslenzku lögreglunnar gegn hryđjuverkum, m.a. međ vopnaburđi á sérstökum stöđum og stundum, nauđsyn rétt eins og í öđrum löndum. Hafa má ţar t.d. hliđsjón af allt of auđveldum ađgangi hinna ótrúlega mörgu fylgismanna ISIS á Norđurlöndunum ađ Íslandi. Og hryđjuverkamenn tilkynna yfirleitt ekki komu sína fyrir fram, heldur grípa óviđbúna og saklausa ţar sem jafnvel sízt skyldi. Ţar nćgir, ađ viđkomandi séu í Natóríki eđa af annarri trú, ţađ gleđur ISIS ađ geta níđzt á slíkum. Burt ţví međ alla okkar einfeldni og vopnahaturs-barnaskap, hann hjálpar engum, sízt okkar saklausu börnum, og ţađ veit meirihluti landsmanna mćtavel.

„Mikilvćgast ađ hjálpa fólki ađ vera heima”

Jón Valur Jensson.


mbl.is 47% hlynnt sýnilegri vopnađri lögreglu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Séra Bjarni og séra Friđrik um andlega krossferđ hans í ţágu ungmenna

Hann er fćddur á Úrban­us­messu, á ţeim degi, sem nefnd­ur er eftir Úrbanusi páfa, ţeim sem hvatti til krossferđa undir kjörorđinu: "Guđ vill ţađ."

Međ ţetta kjörorđ á vörum hefur séra Friđrik unniđ sitt starf. Ţegar hann átti í baráttu viđ sjálfan sig um ţađ, hvort hann ćtti ađ koma hingađ heim frá Danmörku, ţá hljómađi innri rödd í sálu hans: "Guđ vill ţađ."

Og síđan rakti rćđumađur í stórum dráttum ţađ mikla starf, sem séra Friđrik hefur unniđ samkvćmt sinni sterku innri köllun, samkvćmt ţeirri vissu, ađ Guđ vill ţađ.

Ađ rćđu séra Bjarna lokinni var sunginn sálmurinn "Áfram Kristsmenn krossmenn".

Ţví nćst steig séra Fiđrik í rćđustólinn. Hann rakti međal annars nokkur atriđi ćvi sinnar. Hann var ekki margmáll og ekki skrúđmáll –– en fátćkleg orđ urđu á vörum hans í ţetta sinn sem ótal sinnum áđur einlćg og hrífandi túlkun ţess mikla fagnađar hans ađ hafa orđiđ ţeirrar lífshamingju ađnjótandi, sem hann hefur hlotiđ fyrir trú sína og starf í ţjónustu kristindómsins.

Hann komst međal annars ađ orđi á ţessa leiđ:

Ég finn ţađ vel, og ég er í dag óendanlega ţakklátur fyrir ţađ, hve mikillar hamingju ég hef notiđ í lífinu. Vissulega hef ég notiđ ríkari gleđi en flestir ađrir –– ţví miđur, allir, allir ţyrftu ađ njóta slíkrar hamingju.

Og ennfremur sagđi hann:

Ég er ţakklátur vini mínum, séra Bjarna, fyrir ađ hann skyldi í rćđu sinni hafa vitnađ í kjörorđ krossferđapáfans mikla, "Guđ vill ţađ." Ţví grundvöllurinn í starfi mínu hefur veriđ eins konar hvöt til krossferđa, hvöt til manna ađ frelsa ţađ musteri, sem byggt er í yđur sjálfum, frelsa ţađ frá vantrú, hálfvelgju, kćruleysi.

Ţađ hefur veriđ mark mitt ađ leiđa menn til slíkra krossferđa. Ţegar ţađ hefur tekizt, hefur ţađ orđiđ sigurvinningar mínir, –– mínir einu sigurvinningar.

Langt fannst mér ađ bíđa frá ţví ég hóf starf mitt hér, ţangađ til ég í fyrsta sinn lifđi ţá stund, ađ einn af vinum mínum kraup viđ hliđ mér og bađst fyrir, svo ég heyrđi orđ hans. Sá tími var á fimmta ár. Sá, sem međ mér kraup fyrst, var séra Bjarni Jónsson. Aldrei hef ég fundiđ meiri yl fara um mig, orđiđ ţakklátari í starfi mínu ...

Úr samtalsbókinni Séra Friđrik segir frá eftir Valtý Stefánsson ritstjóra, s. 58-60, sbr. einnig hér (međ mynd séra Friđriks) og hér um krossferđirnar.


Séra Friđrik segir frá

... Ađ endingu segir hann drengj­unum sögu frá starfi sínu í Dan­mörku, hvernig honum tókst ađ hemja og temja stóran stráka­hóp, sem engir höfđu áđur treyst sér til ađ ráđa viđ, -- međ ţví ađ kenna ţeim, ađ ćđri máttarvöld vćru í nálćgđ viđ ţá og litu eftir ţeim.

Úr samtalsbókinni Séra Friđrik segir frá eftir Valtý Stefánsson ritstjóra. Bókfellsútgáfan, án árt., s. 79.

Séra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur átti inngang ađ ţessari bók. Minning leiđtogans lifir, heitir hann (s. 7-12). Ţar segir m.a.:

Hann var sendur af Drottni, íslenzkum ćskulýđ til blessunar. Trúr köllun sinni gat hann einnig sagt: "Um Drottin hljómar ćtíđ lofsöngur minn." Munnur séra Friđriks var fullur af lofgjörđ liđlangan daginn. Međ vekjandi sálmum og hvetjandi ljóđum kallađi hann á ćskuna, og ţessi var bćn hans og eldheit ţrá:

Ó, kallađu á ćskuna, kćrleikans andi,

      ađ koma nú skjótt

til Jesú, ađ frelsist hér lýđur í landi

      og lifni viđ drótt,

legg eld ţeim í hjörtun og heilaga glóđ

      af fjöri og funa,

      svo fram megi bruna

      úr ţokunni ţjóđ.


Ţessari ungu lögreglukonu var banađ í hnífaárás í Jerúsalem

Border Police officer Hadas Malka was killed on June 16, 2017 in a stabbing attack near Damascus Gate. (Courtesy)

23 ára ísraelsk kona, Hadas Malka, varđ fyrir hnífs­atlög­um ISIS-manns í Dam­ask­us-hliđinu í gömlu Jerúsalem ţennan föstu­dag, var flutt á Hadassah-spít­alann, en lézt ţar af sárum sínum. Hún lćtur eftir sig foreldra, ţrjár systur og tvo brćđur. Hún hafđi gegnt sinni herskyldu fyrir 15 mánuđum og var komin í rađir foringja (offisera) í landamćra­lögreglunni.

“Hadas fought her attacker for several seconds, while he stabbed her repeatedly and while trying to reach for her weapon,” the statement read,

segir á vefsíđu Times of Israel.

ISIS-samtökin lýstu ábyrgđ sinni á ódćđis­verkinu og heitir öđrum fleiri. Tilrćđis­mađurinn var skotinn til bana. Ungfrú Malka hafđi komiđ á svćđiđ í útkalli vegna skot­árásar í námunda viđ Damaskus-hliđiđ, viđ Zedakiah-hellinn í múslima­hverfinu, ţar sem tveir árásar­menn skutu ađ landamćra­lögreglu af Carls-Gustafs-vélbyssu og beittu hnífum ađ auki, en vélbyssa ţeirra mun svo hafa stađiđ á sér. Ţeir voru báđir skotnir til bana. Alls voru ţetta fjögur mannslíf og merkilegt hvađ hatriđ getur leitt ISIS langt ađ kosta til slíkra mannfórna.

Viđ vottum Ísraelum og ađstandendum Hadas Malka samúđ okkar.

F.h. KS, Jón Valur Jensson.


mbl.is Ríki íslams lýsir yfir ábyrgđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gott ađ Hafnarfjarđarbćr fćr St. Jósefs­spítala, en ţví fylgir líka ábyrgđ

Ţađ er ánćgjuleg frétt, ađ Hafn­ar­fjarđ­ar­bćr er nú ađ festa kaup á St. Jósefs­spítala, sem um áratuga skeiđ ţjónađi Hafnfirđ­ing­um sem öđrum í sjúkrahjálp og heil­brigđ­is­ţjónustu. Vonandi verđur nú fram­hald á ţví, ţótt međ nýju sniđi verđi ef til vill. 

Á frétt um máliđ mátti skilja, ađ ţarna yrđi hugsan­lega einhver félags­ţjónusta líka. En eitt er á hreinu, ađ myndi ekki samrýmast vilja ţeirra, sem stofnuđu til ţessa spítala, kaţólskra systra af St. Jósefsreglu, og ţađ er, ađ fram fćri ţar annađ af ţessu tvennu:

 • Fósturvíg, dráp hinna ófćddu, en slíkt athćfi er í megnasta ósamrćmi viđ allt siđferđi og ekki sízt kristiđ og kaţólskt.
 • "Hinseginfrćđsla" eđa einhver angi af slíkri starfsemi, sem Hafnarfjarđar­bćr hafđi illu heilli forgöngu um međal sveitarfélaga ađ koma á í grunnskólum bćjarins.

Vonandi virđir Hafnarfjarđarbćr ţá helgi ţessa húss, sem fólst í göfugum ásetningi stofn­enda spítalans og mótađi allt líknar­starf ţeirra, og leyfir ennfremur helgimyndum og krossum ađ haldast ţar óskertir. (Viđ ţetta síđastnefnda má bćta, skv. upplýsingum sem undirritađur fekk í kvöld, ađ eitthvađ af helgimyndum spítalans var gefiđ hinni nýju St. Jósefskirkju í Hafnarfirđi.)

Jón Valur Jensson.


mbl.is Samiđ um kaup á St. Jósefsspítala
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hefur fjölmenningarstefnan mistekizt?

Niđurstađa skođanakönnunar um ţessa spurn­ingu á vef Útvarps Sögu er sláandi. 91,39 prósent svöruđu JÁ, en 4,51 prósent NEI. 4,1 prósent voru hlut­laus. Könn­unin stóđ yfir einn sólar­hring, til há­degis í dag.

Ţetta sýnir greini­lega tak­mark­ađa hrifningu Íslend­inga af fjöl­menn­ingar­stefnunni.

En ćtli Sjö­flokkurinn og Alţingi skelli ekki skollaeyrum viđ slíkum röddum hins valda­lausa almenn­ings (nema á fjögurra ára fresti)?

En "takmörkuđ hrifning" er hér "under­state­ment" og nánast feluorđ um stađ­reyndir. Gríđarleg mót­stađa almennings birtist í ţessari afgerandi eindregnu niđur­stöđu. Úrslit nýlegra kosninga í Banda­ríkjunum og Bretlandi ćttu ađ kenna stjórnmála­mönnum hér ađ hundsa ekki endalaust álit og óskir almennings.

Jón Valur Jensson.


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Júní 2017
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete
 • kristur 919467.gif

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (26.6.): 100
 • Sl. sólarhring: 218
 • Sl. viku: 1535
 • Frá upphafi: 367622

Annađ

 • Innlit í dag: 86
 • Innlit sl. viku: 1280
 • Gestir í dag: 81
 • IP-tölur í dag: 82

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband