Fćrsluflokkur: Biblíutextar

Autos eipen ... Sjálfur sagđi hann ... (Post.20.45)

"Fyrir nálega nítján öldum ritađi Páll postuli Kólossu­mönn­um ţessi áminn­inga­orđ: "Látiđ orđ hins smurđa búa ríku­lega hjá yđur" (Kól.3.16). Sú áminn­ing tekur einnig til vor, er nú erum á lífi. Oss er lífs­nauđ­syn­legt ađ vita, hvađ hann sagđi sjálfur, og ađ láta orđ hans búa í hjörtum vorum, ţví ađ hann hefir ORĐ EILÍFS LÍFS (Jóh.6.68).

Í ritum Nýja testamentisins, einkum í guđspjöllunum, eru enn geymd orđ hins smurđa, drottins vors Jesú Krists, ávörp hans og andsvör, bođ hans og bann, bćnir hans og rćđur, dćmisögur, líkingar, orđskviđir og spádómar hans. Ţau orđ eru oss öruggur leiđar­vísir frá villu­stigum ţessa lífs. Af ţeim getum vér lćrt ađ vanda líferni vort og búa oss undir annađ ćđra líf. Ţau kenna oss ađ ţekkja vilja guđs -- ađ ţekkja hann sjálfan, hinn eina sanna guđ og ţann, sem hann sendi, Jesúm Krist (Jóh.17.3)."

Ţetta eru upphafsorđ formála merkilegs rits og góđs, rits sem kćrt er mörgum sem ţađ eiga og nefnist Orđ Jesú Krists, öll ţau er Nýja testamentiđ geymir. Ţetta er úr formálsorđum síra Ţorvaldar Jakobssonar, sem bjó ritiđ undir prentun. Ţađ kom út hjá hf. Leiftri, Reykjavík, 1948, 316 bls. í snotru bandi, en síđast í verkinu er 12 bls. skrá um nokkur atriđisorđ og fyrirsagnir. Síra Ţorvaldur (1860-1954) var af merkum prestaćttum; hann var lengst prestur í Sauđlauksdal, 1896-1919, en kennari viđ Flensborgarskólann í Hafnarfirđi 1921-1934.  Sýslunefndarmađur var hann í Vestur-Barđastrandarsýslu 1888-1921. Hann varđ riddari af Fálkaorđunni 1. des. 1935. Međ konu sinni Magdalenu Jónasdóttur frá Hallbjarnareyri átti sr. Ţorvaldur sjö börn, og voru ţeirra á međal Finnbogi Rútur, verkfrćđingur og prófessor, fađir Vigdísar, forseta Íslands, og Búi mjólkurfrćđingur, fađir Kristjáns dósents í Nýjatestamentisfrćđum og Ţorvaldar eđlisfrćđings, eins forgöngumanna hinnar merku undirskriftasöfnunar Variđ land. -jvj.


KROSS KRISTS

GUĐ HEFUR ÚTVALIĐ ŢAĐ SEM HEIMURINN TELUR HEIMSKU TIL AĐ GERA HINUM VITRU KINNROĐA - 1. Korintubréf 1:27

KROSSFESTING KRISTS og upprisan leiđir okkur til umhugsunar og bendir okkur á ţađ sem viđ sjáum yfirleitt ekki. Hiđ veika er sterkt og afliđ sem er mikils metiđ er tímanlegt og veikt ţegar allt kemur til alls.

Guđ hvíslar og hann sáir frći sem varla sést en verđur ţó stćrst alls. Konungarnir beygja sig og hefđarmennirnir deyja en orđ Guđs varir. Og meira ađ segja mađurinn getur lifađ ađ eilífu.

Hér er kafli úr 1 Korintubréfi heilags Páls postula sem talar um kross Krists:

"Ţví ađ orđ krossins er heimska ţeim er stefna í glötun en okkur sem hólpin verđum er ţađ kraftur Guđs. Ritađ er:

Ég mun eyđa speki spekinganna og hyggindi hyggindamannanna mun ég ađ engu gera. Hvar er vitringur? Hvar frćđimađur, orđkappi ţessa heims? Er ekki ţađ sem heimurinn telur speki heimska í augum Guđs?

Enda ţótt speki Guđs sé í heiminum gátu mennirnir ekki ţekkt Guđ međ sinni speki. Ţess vegna ákvađ Guđ ađ bođa ţađ sem er heimska í augum manna og frelsa ţá sem trúa. Gyđingar heimta tákn og Grikkir leita ađ speki en viđ prédikum Krist krossfestan, Gyđingum hneyksli og heiđingjum heimsku en okkur sem Guđ hefur kallađ, bćđi Gyđingum og Grikkjum, Krist, kraft Guđs og speki Guđs. Ţví ađ heimska Guđs er mönnum vitrari og veikleiki Guđs mönnum sterkari.

Minnist ţess, brćđur hvernig ţiđ voruđ ţegar Guđ kallađi ykkur: Mörg ykkar voru ekki vitur ađ manna dómi, ekki voldug eđa ćttstór. En Guđ hefur útvaliđ ţađ sem heimurinn telur heimsku til ađ gera hinum vitru kinnrođa og hiđ veika í heiminum til ţess ađ gera hinu volduga kinnrođa. Og hiđ lítilvćga í heiminum, ţađ sem heimurinn telur einskis virđi, hefur Guđ útvaliđ til ţess ađ gera ađ engu ţađ sem er í metum.

Enginn mađur skyldi hrósa sér fyrir Guđi. Honum er ţađ ađ ţakka ađ ţiđ eruđ í samfélagi viđ Krist Jesú. Hann er orđinn okkur vísdómur frá Guđi, bćđi réttlćti, helgun og endurlausn. Eins og ritađ er: "Sá sem vill hrósa sér hrósi sér í Drottni."


Orđ ţessa pistils voru fengin međ góđfúslegu leyfi Guđmundar Pálssonar lćknis af facebókar síđu hans.


Úr ritningartextum dagsins

„Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.“ (Jóh. 8.12.)

Í -Jesajabók segir svo:

1Sú ţjóđ, sem í myrkri gengur,
sér mikiđ ljós.
Yfir ţá sem búa í landi náttmyrkranna
skín ljós.
2Ţú eykur stórum fögnuđinn,
gerir gleđina mikla.
Menn gleđjast fyrir augliti ţínu
eins og ţegar uppskeru er fagnađ,
eins og menn fagna ţegar herfangi er skipt.
3Ţví ađ ok ţeirra,
klafann á herđum ţeirra,
barefli ţess sem kúgar ţá
hefur ţú brotiđ í sundur eins og á degi Midíans.
4Öll harkmikil hermannastígvél
og allar blóđstokknar skikkjur
skulu brenndar
og verđa eldsmatur.
5Ţví ađ barn er oss fćtt,
sonur er oss gefinn. 
Á hans herđum skal höfđingjadómurinn hvíla,
hann skal nefndur:
Undraráđgjafi, Guđhetja, 
Eilífđarfađir, Friđarhöfđingi.
6Mikill skal höfđingjadómurinn verđa
og friđurinn engan enda taka
á hásćti Davíđs
og í ríki hans.
Hann mun reisa ţađ og efla međ réttvísi og réttlćti,
héđan í frá og ađ eilífu. (9.1-6)

Guđspjall dagsins, Matth.4.12-23:

Ţegar Jesús heyrđi ađ Jóhannes hefđi veriđ tekinn höndum hélt hann til Galíleu. 13Hann fór frá Nasaret og settist ađ í Kapernaúm viđ vatniđ í byggđum Sebúlons og Naftalí. 14Ţannig rćttist ţađ sem Jesaja spámađur mćlti: 
Sebúlonsland og Naftalíland viđ vatniđ, 
landiđ handan Jórdanar, Galílea heiđingjanna. 
 Sú ţjóđ sem í myrkri gengur sér mikiđ ljós. 
Yfir ţau sem búa í skuggalandi dauđans skín ljós. 
Upp frá ţessu tekur Jesús ađ prédika og segja: „Takiđ sinnaskiptum, himnaríki er í nánd.“ 
Jesús gekk međ fram Galíleuvatni og sá tvo brćđur, Símon, sem kallađur var Pétur, og Andrés, bróđur hans, vera ađ kasta neti í vatniđ en ţeir voru fiskimenn. Hann sagđi viđ ţá: „Komiđ og fylgiđ mér og mun ég láta ykkur menn veiđa.“ Og ţegar í stađ yfirgáfu ţeir netin og fylgdu honum. 
Hann gekk áfram ţađan og sá tvo ađra brćđur, Jakob Sebedeusson og Jóhannes, bróđur hans. Ţeir voru í bátnum međ Sebedeusi, föđur sínum, ađ búa net sín. Jesús kvaddi ţá til fylgdar viđ sig og ţeir yfirgáfu jafnskjótt bátinn og föđur sinn og fylgdu honum. 
Jesús fór nú um alla Galíleu, kenndi í samkundum ţeirra, prédikađi fagnađarerindiđ um ríkiđ og lćknađi hvers kyns sjúkdóm og veikindi međal fólksins.

 


40. Davíđssálmur er magnţrunginn í áköllum sínum og sálarumbreytandi bćnheyrslu

1Til söngstjórans. Davíđssálmur.
2Stöđugt vonađi ég á Drottin
og hann laut niđur ađ mér og heyrđi ákall mitt.
3Hann dró mig upp úr glötunargröfinni,
upp úr fúafeni,
veitti mér fótfestu á kletti
og gerđi mig styrkan í gangi.
4Hann lagđi mér ný ljóđ í munn,
lofsöng til Guđs vors. 
Margir sjá ţađ og óttast
og treysta Drottni.
5Sćll er sá mađur sem gerir Drottin ađ athvarfi sínu
og snýr sér ekki til dramblátra
eđa ţeirra sem fylgja falsguđum.
6Drottinn, Guđ minn, mörg eru máttarverk ţín
og áform ţín oss til handa,
ekkert jafnast á viđ ţig.
Ég vil segja frá ţeim, kunngjöra ţau,
en ţau eru fleiri en tölu verđi á komiđ.
7Á sláturfórn og kornfórn hefur ţú enga ţóknun,
ţú hefur gefiđ mér opin eyru, 
brennifórnar og syndafórnar krefst ţú ekki.
8Ţá sagđi ég: „Hér er ég.
Í bókinni er skrifađ hvađ ég á ađ gera. 
9Ađ gera vilja ţinn, Guđ minn, er mér yndi
og lögmál ţitt er innra međ mér.“
10Ég hef flutt fagnađarbođin um réttlćti í stórum söfnuđi,
ég lauk ekki vörunum aftur,
ţađ veist ţú, Drottinn.
11Ég leyndi eigi réttlćti ţínu í hjarta mér,
ég vitnađi um trúfesti ţína og hjálp
og dró eigi dul á náđ ţína og tryggđ
í hinum mikla söfnuđi.
12Tak ţú eigi miskunn ţína frá mér, Drottinn,
lát náđ ţína og trúfesti ćtíđ vernda mig
13ţví ađ ótal hćttur umkringja mig,
misgjörđir mínar hafa náđ mér,
svo ađ ég má eigi sjá,
ţćr eru fleiri en hárin á höfđi mér,
mér fellst hugur.
14Drottinn, lát ţér ţóknast ađ frelsa mig,
Drottinn, skunda mér til hjálpar.
15Lát ţá verđa til skammar og hljóta kinnrođa,
er sitja um líf mitt,
lát ţá hverfa aftur međ skömm,
er óska mér ógćfu.
16Lát ţá sem hrópa ađ mér háđsyrđi
hrylla viđ eigin smán.
17En ţeir sem leita ţín
skulu gleđjast og fagna yfir ţér.
Ţeir sem unna hjálprćđi ţínu
skulu sífellt segja: „Mikill er Drottinn.“
18Ég er hrjáđur og snauđur,
en Drottinn ber umhyggju fyrir mér.
Ţú ert fulltingi mitt og frelsari,
tef eigi, Guđ minn. 

 

 

40.2 Drottinn heyrđi Sálm 4.4+ 40.3 Glötun Sálm 18.5; 69.3 40.4 Ný ljóđ Sálm 33.3+ - treysta Drottni Sálm 9.11+ ; 55.24+ 40.5 Sćll Sálm 1.1+ - athvarf mitt Sálm 71.5+ 40.6 Enginn ţinn líki Sálm 35.10+ - fleiri en Sálm 71.15+ ; Jóh 20.30; 21.25 40.7 Hvorki sláturfórnir né matfórnir Sálm 50.8-10; 51.18-21; 69.31-32; Hós 6.6; Am 5.22; Hebr 10.5 – opin eyru Jes 50.4-5; Esk 12.2; Okv 20.12; Matt 11.15+ 40.8 Í bókrollunni 2Kon 22.13 40.10 Í miklum söfnuđi Sálm 35.18+ 40.11 Ég leyndi eigi Sálm 78.4 40.12 Vernda Sálm 25.21+ - náđ og trúfesti Sálm 25.10+ 40.13 Misgjörđir mínar Sálm 38.5 40.14 Til hjálpar Sálm 22.20+ 40.15 Til skammar Sálm 35.4 40.16 Háđsyrđi Sálm 35.21,25+ 40.17 Leita Drottins Sálm 9.11+ - gleđjist Sálm 35.27 40.18 Frelsari minn Sálm 18.3; 144.2

Ađ halda sáttmála Guđs

"Ć, ađ ţú vildir gefa gaum ađ bođorđum mínum, ţá mundi heill ţín verđa sem fljót og réttlćti ţitt sem bylgjur sjávarins." (Jes. 48.19)

Um ţetta segir lútherska reglusystirin M. Basilea Schlink (Dýrmćtara en gull, 1988, 1996, s. 66):

Haltu sáttmálann sem Drottinn Guđ ţinn hefur gert viđ ţig í Kristi Jesú međ ţví ađ láta bođorđ hans vera ţér heilög og fara eftir ţeim, ţví ađ mikil bölvun og refsing bíđur ţeirra sem virđa sáttmála hans og bođorđ ađ vettugi, og mikill friđur og blessun hvílir yfir ţeim sem halda bođorđ hans.

Jesús sagđi: "Ég hef elskađ yđur, eins og Fađirinn hefur elskađ mig. Veriđ stöđugir í elsku minni. Ef ţér haldiđ bođorđ mín, verđiđ ţér stöđugir í elsku minni, eins og ég hef haldiđ bođorđ Föđur míns og er stöđugur í elsku hans." (Jóh.15.9-10).

 


Sá sem trúir á Soninn ...

Sá sem Guđ sendi talar Guđs orđ, ţví ađ ómćlt gefur Guđ andann. Fađirinn elskar Soninn og hefur lagt allt í hönd honum. Sá sem trúir á Soninn hefur eilíft líf, en sá sem óhlýđnast Syninum mun ekki öđlast líf, heldur varir reiđi Guđs yfir honum.

Jóhannesarguđspjall, 3.34-36.


Djörfung í trú og kćrleika

Fáum viđ elskađ hvert annađ og lifađ eins og Kristur lifđi hér á jörđ, verđum viđ full djörfungar á degi dómsins. Ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann, ţví ađ óttinn býst viđ hegningu, en sá sem óttast er ekki fullkominn í elskunni.

I. Jóhannesarbréf, 4.17-18 (2007-útgáfan).


Hćttum ađ hygla andkristnum trúarbrögđum

Rétt er ţađ hjá Árna Thoroddsen í Útvarpi Sögu í morgun, ađ islam er andkristin trú. Hann benti á, ađ ţar er ţví hafnađ ađ Kristur sé sonur Guđs. En Kóraninn hafnar líka krossdauđa og upprisu hans, hafnar heilagri Ţrenningu og gerir hlut Maríu meyjar annan og lakari en gert er í kristindómi, fyrir utan hitt, ađ ţar er hún samsömuđ Miriam, systur Arons, samstarfsmanns Móse!

Múhameđ ţóttist viđurkenna Jesúm međal spámannanna, en ţađ stenzt ekki, ađ islam viđurkenni ţađ í alvöru. Ţar er hvorki veriđ ađ fylgja spádómum spámannanna né Jesú, eins og sést af ţví sem hann sagđi sjálfur (Lúk.18.31-33):

En hann tók ţá tólf til sín og sagđi viđ ţá: "Sjá, vér förum upp til Jerúsalem, og mun ţá allt ţađ, sem skrifađ er af spámönnunum, koma fram viđ manns-soninn, ţví ađ hann mun verđa framseldur heiđingjunum, og hann mun verđa hćddur, og honum mun verđa misţyrmt, og ţađ mun verđa hrćkt á hann; og ţeir munu húđstrýkja hann og deyđa, og á ţriđja degi mun hann upp rísa."

Af ţessu er ljós andstćđa islamstrúar og kristindóms. Mćttu kristnir menn vera sér ţessa međvitandi, ţegar rćtt er um fyrrnefnd trúarbrögđ og sókn ţeirra inn í Vesturlönd.

Einn stjórnmálaflokkur öđrum fremur hefur gert sér dćlt viđ islamstrú: Samfylkingin, sem nánast hrundi í nýafstöđum kosningum, rétt náđi ţremur ţingmönnum út á einn kjördćmiskosinn, og fyrrverandi ráđherrar flokksins og máttarstólpar, eins og Össur og Árni Páll, Valgerđur Bjarnadóttir og Helgi Hjörvar, hrundu eins og hver önnur spil í spilaborg. Dađur ţessa flokks viđ herskáa stefnu Semu Erlu Serdar, sem fordćmt hefur gagnrýnendur islamsvćđingar fyrir "kynţáttahatur" (!), trúlega í ţágu ţess ađ réttlćta sem mestan straum múslimskra innflytjenda, hefur greinilega ekki bjargađ ţessari Samfylkingu. 

En flokkurinn hefur svo sem stađiđ utan ríkisstjórnar síđan voriđ 2013. Hitt er ţó ljóst hvernig hann beitir sér í borgarstjórn, og ţar er beinlínis um herskáa stefnu hans ađ rćđa gagnvart kristindómi, en hikstalaust veriđ ađ hygla Múhameđstrú! Flokkurinn hefur tekiđ ţátt í ţví ađ flćma Gídeonmenn frá skólum borgarinnar, ţar sem ţeir höfđu áratugum saman fengiđ ađ gefa skólabörnum Nýja testamentiđ, auk ţess sem sami borgarstjórnarmeirihluti hefur beitt sé gegn litlu-jólum í skólum og heimsókn skóla- og leikskólabarna í kirkju fyrir jólin.

Augljósast er ţó, hvernig Samfylkingar-borgarstjórinn og félagar hans hygla islam međ ţví ađ gefa nánast Félagi múslima á Íslandi eina dýrmćtustu lóđ borgarinnar og undanţiggja ţađ frá gatnagerđargjöldum, en hafna hins vegar umsókn Hjálprćđishersins um slíka međferđ til uppbyggingar ţjónustu hans á nýjum stađ, og er ţó Hjálprćđisherinn skráđ, kristiđ trúfélag! -- fyrir nú utan hitt, ađ hann hefur ţjónađ borgarbúum og einkum fátćkum og fólki á hrakhólum međ húsnćđi í meira en 100 ár, ólíkt söfnuđum múslima. "Herinn" hefur jafnvel létt á álagi á félagsţjónustu borgarinnar međ ţví ađ taka viđ mönnum sem sú stofnun hefur beđiđ um hjálp fyrir, rétt eins og lögreglan hefur einnig átt innhlaup í húsnćđi Hjálprćđishersins fyrir menn sem illa var komiđ fyrir. Og hér var ekkert minnzt á málsverđi sem fátćkir hafa átt kost á hjá hinu elskulega starfsfólki ţessara hjálparsamtaka, sem einnig bjóđa öllum, sem ţess óska, upp á fría jólamáltíđ árlega.

Dagur B. Eggertsson, fv. varaformađur Samfylkingarinnar, er klárlega múslimavinur, ekki vinur kristinna manna sem slíkra. Athafnir hans í ţágu múslima eiga sér reyndar enga stođ í lögum. En nú geta ţau, sem vegna fylgishruns og peningaleysis eru ađ hrekjast úr Tortólasjóđa-húsnćđi flokksins viđ Hallveigarstíg, velt ţví fyrir sér, hvort ţau eigi ađ halda ótrauđ áfram sinni herskáu stefnu gegn kristindómi, en í ţágu islams.

Međvitađ kristiđ fólk á hins vegar ekkert val um ţađ lengur ađ kjósa ţennan flokk, nema hann taki sinnaskiptum, er ţađ ekki borđleggjandi?

Jón Valur Jensson.


Okrurum refsađ. Rćđa móti ţeim sem kaupa hina snauđu fyrir silfur

Heyriđ ţetta, ţér sem trođiđ fá­tćklingana niđur og geriđ út af viđ ţurfa­menn í landinu, ţér sem segiđ: „Hvenćr tekur tungl­komu­hátíđin enda, svo ađ vér getum haldiđ áfram ađ selja korn, og hvíldar­dagurinn, svo ađ vér megum opna korn­hlöđurnar?" 

- ţér sem minnkiđ kornmćlinn og hćkkiđ verđiđ og falsiđ svikavogina og kaupiđ hina umkomulausu fyrir silfur og fátćklinginn fyrir eina ilskó,

- ţér sem segiđ: "Vér seljum ţeim ađeins úrganginn úr korninu.“

Drottinn hefur svariđ viđ vegsemd Jakobs: Aldrei nokkru sinni mun ég gleyma verkum ţeirra. 

Úr spádómsbók Amosar, 8.4-7. Ţetta var međal messutexta sl. sunnudags.


Vanvirđingargrein úr guđfrćđideild HÍ

Ţađ er ótrúleg vanvirđa fólgin í niđ­ur­lags­orđ­um fyrstu inn­komu pró­fess­ors í Nýja­testa­ment­is-frćđ­um viđ guđ­frćđi­deild HÍ á rit­völl dag­blađa í dag. Hvergi í Ritn­ing­unni og aldrei í kirkju­sög­unni hefur Jesús veriđ kall­ađur "bast­arđur", en ţađ ţykir ţessum prófessor hćfa nú (Um femín­isma Biblí­unnar og "bastarđa", Fréttablađiđ 25.5. 2016) og virđist láta sér nćgja ţađ tilefni ađ vera móđgađur út í einhvern Ameríkana sem kallar Íslendinga bastarđa af ţví ađ svo margir ţeirra séu getnir utan hjónabands. 

Jesús var getinn af Heilögum Anda samkvćmt Ritningunum. Guđi skapara okkar er ekkert ómáttugt, ţar á međal hvorki ađ kveikja nýtt líf međ máttarorđi sínu né heldur ađ vekja menn upp frá dauđum, eins og hann mun gera viđ upprisuna á efsta degi og eins og Kristur gerđi sjálfur í sínu lífi, a.m.k. í tilfelli Lazaruar og dóttur Jaírusar.

Já, vanvirđa prófessorsins er ekki lítil, og ţađ tekur hann mörg ár ađ endurvinna traust trúađra í landinu eftir ţessa vćgast sagt kjánalegu uppsláttargrein sína.

Hvađ varđar Ameríkanann hefđi fremur mátt benda honum á, ađ trúlofunarsambúđ á sér langa sögu á Íslandi og er e.k. framhald ţess ađ búa í festum, eins og dr. Björn heitinn Björnsson, prófessor í félagslegri siđfrćđi viđ guđfrćđideild HÍ, benti á og rökstuddi í doktorsritgerđ sinni varinni í Edinborg. Má segja, ađ ţetta kallist á viđ ţađ atriđi í kaţólskri sakramenta- og siđfrćđi, ađ gerendur (agentes) hjónabandsins eđa hjónavígslunnar eru ekki prestar, heldur hjónaefnin sjálf: Heit ţeirra eđa ásetningur ađ gefast hvort öđru í trausti, m.ö.o. án skilyrđa, er sjálft efni vígslunnar, en presturinn er ađeins vígsluvottur, fer međ bćnarákall og flytur hinum nýgiftu blessunarorđ Guđs og áminningu eđa öllu heldur frćđslu um tilgang og mikilvćgt hlutverk hjónabandsins. En ţegar fólk trúlofast eđa gengur í óvígđa sambúđ án skilyrđa, er ţađ ađ gefast hvort öđru og ţeirri lífsstefnu ekki ćtlandi af neinum frćđimanni međ sjálfsvirđingu ađ vera jafnađ viđ skyndikynni einnar nćtur.

Nýjatestamentis-prófessorinn hefđi mátt snúa ţessum stađreyndum ađ ţeim ameríska í stađ ţess ađ vega í ţann knérunn ađ varpa rýrđ á sjálfan Jesúm Krist og heilaga Maríu, móđur hans. Hann virđir heldur ekki vitnisburđ Jósefs, hins réttláta festarmanns meyjarinnar (Mt.1.20–24), sem fengiđ hafđi vitrun frá engli Drottins, ađ barniđ, sem heitkona hans gekk međ, vćri getiđ af Heilögum Anda. Menn trúir Ritningunni láta sér ekki til hugar koma ađ blanda ţví saman viđ lauslćti.  

Fleira er rangt hermt í ţessari Fréttabađsgrein eins og höfnun prófessorsins á ţví, ađ Fyrra Tímótheusarbréf sé verk Páls postula. Og ţótt lćrisveinar hans kunni ađ hafa unniđ ađ frágangi sumra ritanna eđa átt meiri eđa minni ţátt í ţeim eins og Hebreabréfinu, eru ţau frá upphafi viđurkennd sem hafandi kennivald frumkirkjunnar. Hitt er rétt, ađ vitnisburđur kvenna skipti miklu máli um atburđi upprisunnar og ađ ţćr hafa frá upphafi kristinnar kirkju ţjónađ ţar sínu mikilvćga hlutverki viđ varđveizlu og útbreiđslu trúarinnar.

Jón Valur Jensson.


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Júní 2017
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete
 • kristur 919467.gif

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (26.6.): 17
 • Sl. sólarhring: 263
 • Sl. viku: 1452
 • Frá upphafi: 367539

Annađ

 • Innlit í dag: 13
 • Innlit sl. viku: 1207
 • Gestir í dag: 13
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband