Fćrsluflokkur: Ljóđ

Til vantrúarmanns

 

Hér vađa menn villu og svíma,

en vonin er alla tíma,

ađ sannleik menn finni og fagni.

En til ţess er trúin nauđsyn,

já, og til ţess noti menn auđ sinn

ađ gefa hann, öđrum ađ gagni.

 

Ţinn auđur er guđlega gjöfin :

ţín greind sem um löndin og höfin

til ţjónustu drífur til dáđar.

En varastu ađ villa ţig hremmi

og vantrú ţitt hugarfar skemmi.

Heill njóttu svo Drottins náđar.

                                     22.-30. sept. 2016,

                                     Jón Valur Jensson.


Vers

  

Er vantrúin hafnar ţér, Herra, minn Guđ,

og hugleiđir aldrei ţann lífsfögnuđ 

sem heitinn er ţeim, sem hné sín beygja

í hljóđu ţakklćti og frelsiđ eygja

í sjálfum ţér, Kristur, ţá knosast mitt hjarta

ađ kjósi ţeir fávísir myrkriđ svarta.

 
Jón Valur Jensson.

Guđs undir lögum allir eru

Einn í Íslensku ţjóđfylkingunni kvađst vilja, ađ "á Íslandi gildi bara íslensk lög sem Alţingi Íslendinga hefur samţykkt," ekki lög trúfélaga. Undirritađur svarađi ţannig:

 

Guđs undir lögum allir eru,

einsćtt ađ honum lútum vér.

Í bođorđum tíu blessun er;

brjótum viđ ţau, ţá illa fer!

–––Talađu einlćgt í ţá veru.

Allt, sem viđ hugsum, Drottinn sér.

 

JVJ.


Guđs lýđur, krossins tak ţú tré

Langafasta stendur yfir, ţađ er tími sjálfsafneitunar, ef vel á ađ vera, ekki ađeins í mat og drykk. Gjafmildi, lestur í Ritningunni og guđrćkileg íhugun gagnast opnum huga.

Hér er birtur í fyrsta sinn á netinu fallegur sálmur Guđbrands Jónssonar, rithöfundar og prófessors ađ nafnbót, en hann var sonur Jóns Ţorkelssonar, magisters og dr. phil. í íslenzkum frćđum, ţjóđskjalavarđar (skáldsins Fornólfs), merkra ćtta, og fađir Loga lögfrćđings, fv. framkvćmdastjóra St Jósefsspítala í Landakoti.

Guđbrandur var mikilvirkur rithöfundur og annálađur essayisti og hélt oft útvarpserindi um ferđir sínar og hugđarefni, og eru til allnokkur greinasöfn hans á bókum, t.d. Gyđingurinn gangandi, Ađ utan og sunnan og Sjö dauđasyndir. Ennfremur er hann höfundur mikillar ćvisögu Jóns biskups Arasonar, sem kom út hjá Hlađbúđ á fjögurra alda ártíđ herra Jóns og sona hans Ara og Björns, sem allir Íslendingar eru komnir af, en Guđbrandur sjálfur var kaţólskur.

Mun fleira mćtti skrifa um Guđbrand, sem var vel ţekktur mađur á sinni tíđ, en vindum okkur ađ sálminum, sem er ţýddur (frumhöfundur H. Vejser), en vel gerđur og kom undirrituđum á óvart ţennan sunnudag, ţví ađ fyrr hafđi ég ekki séđ kveđskap eftir Guđbrand, en sunginn er hann viđ fallegt lag:

 

Guđs lýđur, krossins tak ţú tré

trútt ţér á herđar, ţótt hann sé

ţungur ađ bera, ţessi raun

ţiggur margföld og eilíf laun.

 

Í laun ţér veitist vegsemd ein,

ađ verđa´ ađ Kristí lćrisvein;

speki og ţróttur vaxa víst,

veita mun ţér af slíku sízt.

 

Tak ţér á herđar Herrans kross,

hljóta munt ţá hiđ ćđsta hnoss:

félag og sćta samanvist

sífellt viđ Drottin Jesúm Krist.

JVJ tók saman.


Bróđurleg uppörvun

(exhortatio fraterna)

 

Treystum, brćđur, krafti Kristí,

kemur náđin Guđs von bráđar,

ef í trú vér til hans flýjum,

tryggir reynumst lćrisveinar.

Guđs er mildi mest á foldu,

minnist Drottinn barna sinna.

Gefumst honum, hann er lífiđ,

hjartans leit sem fylling veitir.

 

Jón Valur Jensson.

Áđur birt í Kirkjuritinu um 1990 međ tveimur öđrum hrynhendum, sbr. hér.


O nata lux de lumine - međ nótum, texta og ţýđingu m.m.

Mikilfenglegur var Thomas Tallis (c.1505–1585) í tónsköpun sinni. Birtist ţađ ekki hvađ sízt í ţessum smásálmi:

 

Tallis er ekki sá eini, sem samiđ hefur lag viđ 10. aldar sálminn O nata lux. En um hann hef ég ritađ nánar HÉR á Kirkjunetinu (ennfremur hér: Kaţólsk tónlist endurreisnartímans). Sjá einnig smá­skemmti­legt og fróđlegt blogg um sálminn HÉR (Why the O Nata Lux?) međ tónlistar­frćđilegum upplýs­ingum um sérstöđu ţessa litla verks (og ţó mikla!)

Ég kaus ađ birta hér myndband ţar sem á eftir mynd af Tallis sést ađeins nótna­setning verksins (sem kemur einmitt um sumt á óvart vegna dissonance-tilfella, sbr. framangreint blogg). Flytjendur eru The Tallis Scholars. (Takiđ upp heyrnartćkin til ađ njóta fullra tóngćđa.)

Hér eru versin tvö, sem Tallis lét sér nćgja ađ hafa međ úr sjö erinda messu­sálminum frá 10. öld, og ţýđing mín, einföld ţó:

 

O nata lux de lumine,

Iesu redemptor saeculi,

Dignare clemens supplicum

Laudes precesque sumere.

 

Qui carne quondam contegi

Dignatus es pro perditis,

Nos membra confer effici

Tui beati corporis.

 

        Ţú, Jesú, ljós af ljósi fćtt,

       sem leysir heim frá allri synd,

       heyr mildur ákall: ţókknist ţér

       ađ ţiggja lofs- og bćnarmál.

 

       Í hold ţú íklćđzt hefur manns,

       til hjálpráđs sonum glötunar.

       Sem limi sćls ţíns líkamans

       veit líkjumst ţér til helgunar.

 

Hátignarlegur er miđaldasálmurinn Salvator Mundi, hann er (ţó ekki alltaf) nćstur á vefslóđinni á eftir O nata lux. Ţar er einnig O magnum mysterium (et admirabile sacramentum) eftir Tomas Luis de Vict­oria (1572, einnig međ nótum) og Ubi caritas et amor, sem m.a. hefur veriđ sunginn á kyrrđar­dögum eđa stórhátíđum hérlendis, helzt kannski af kaţólskum nunnum og nýlega fariđ ađ syngja hann viđ altaris­gönguna í sumum messum í Kristskirkju. En sálmurinn er mjög fíngerđur og fallegur ... Ţarna á vefslóđinni er einnig fleira, t.d. Ave Maria.

Jón Valur Jensson.


Á efstu dögum

 

Vittu, ađ Kristur ţjáđum, ţreyttum

ţjóđum býđur lausn frá stríđi,

alheims ţegar á efstu dögum

aftur kemur međ nýjum krafti.

Englahljómur hátt ţá glymur.

Héđan lyftumst burt međ gleđi,

lýđum hans ţví ljúf er bođin

lausn frá helsi – andans frelsi.

 

1975(+1990), birt um 1990 í Kirkjuritinu,

ásamt tveimur öđrum hrynhendum.

Jón Valur Jensson.


Af fjárplógsstarfsemi

 

Undirrót allra lasta
ágirndin kölluđ er.
Frómleika frá sér kasta
fjárplógsmenn ágjarnir
sem freklega elska féđ.
Auđi međ okri safna,
andlegri blessun hafna,
en setja sál í veđ.

 

Hallgrímur Pétursson : Passíusálmar, 16,8.


mbl.is Óţverraviđskipti og hefnigirni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Af hringsnúningi Agnesar biskups - og smellin vísa séra Skírnis

Ekki er ţađ sneypulegt fyrir vindhana ađ hringsnúast í breyttum vindi, ţađ er hlutverk hans. Hitt er ekki hlutverk neins biskups ađ hringsnúast frá kenningu Nýja testamentisins til veraldarhyggju sem er í klárri mótsögn viđ kenningu Jesú Krists og postula hans.

Snjöll er vísa séra Skírnis Garđarssonar (sem var samferđa undirrituđum viđ nám í guđfrćđideild Háskóla Íslands á 8. áratugnum, en hefur lengstum starfađ sem prestur í norsku ţjóđkirkjunni), vísa sem birtist í Vísnahorni Halldórs Blöndal í Morgunblađinu í dag. Ţar segir fyrst, ađ eins og bćndur vilji gjarnan reikna kálf í kú, ţannig hafi kirkjuţingsmenn taliđ, ađ hagkvćmara verđi ađ reka kirkjuna sem stofnun, ef samvizkufrelsi presta er afnumiđ. Og svo kemur vísa Skírnis.

Á vanda hverjum má vinna bug,
međ vopnunum deilur leysa.
Međ samvizkuleysi í sóknarhug
má söfnuđi endur-reisa.

En um hringsnúning Agnesar í málinu má lesa hér í annarri grein: Á biskup Íslands ađ vera eins og vindhani í kenningarmálum?

 

JVJ.


Sonur barinn til dauđs af trúarofstćkis-foreldrum

Međal rúmlega tveggja milljarđa kristinna manna á jörđu eiga glćpir sér óneitanlega stađ á jafnvel ţeim stöđum sem heita ćttu helg vé trúarinnar - og í nafni hennar! Ţannig var um hrćđilegt dráp foreldra á syni sínum 19 ára í kirkju í New York-ríki nú í vikunni. Markmiđiđ međ margra klukkustunda barsmíđum á piltinum var ađ fá hann til ađ iđrast synda sinna! Merkileg ađferđ af foreldra hálfu ađ berja son sinn til bana! Og ekki dugđi ţeim ađ berja hann einan -- 17 ára bróđir hans liggur nú á sjúkrahúsi, ţungt haldinn af öđru eins. Ţađ var mesta mildi ađ lögreglu tókst ađ finna hann ţar sem hann var falinn í kirkjunni.

Úr nýrri frétt: "... police now say Lucas suffered serious blunt force trauma to his head, chest, abdomen and genital areas." Sagt er, ađ ţetta hafi átt ađ vera "refsing" piltanna. Nokkrir ađrir í söfnuđinum tóku ţátt í ţessu.

Já, ţetta er sannarlega trúarofstćki og blygđunarefni fyrir kristna menn. En ţađ er ekkert í kristinni kenningu sem ýtir undir neitt af ţessu tagi. Viđ verđum ađ eigna einstaklingunum, sem í hlut áttu, alla siđferđislega ábyrgđ á ţessum glćpum. Og látum orđ skáldsins (eins okkar vitrustu) verđa okkur til varnađar gegn allsherjar-dómssýki, sem gerir ekki mun á hinum seku og öđrum:

 • Lastaranum líkar ei neitt,
 • lćtur hann ganga róginn.
 • Finni hans laufblađ fölnađ eitt,
 • fordćmir hann skóginn.            (Stgr. Th.)

Ţessi orđ mćttu líka margir neikvćđismenn í ýmsum öđrum málum hafa hugföst, ţar á međal ýmsir árásarmenn kristinnar trúar, sem leita uppi ljóđ á ráđi ýmissa trúađra til ađ fóđra sitt eigiđ dómsorđ yfir trúnni eđa kirkjunni sem slíkri.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Barinn til bana á safnađarfundi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Apríl 2017
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Pasted Graphic
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (28.4.): 29
 • Sl. sólarhring: 106
 • Sl. viku: 909
 • Frá upphafi: 356048

Annađ

 • Innlit í dag: 22
 • Innlit sl. viku: 744
 • Gestir í dag: 21
 • IP-tölur í dag: 21

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband