Fćrsluflokkur: Menning og listir

Fulltrúar kristinnar kirkju eru ekki mállausir opinberlega!

Hláleg netumrćđa:

 • "Ađ verja kirkjuna er vondur málstađur, enda fćst enginn fulltrúi hennar til ađ taka slaginn opinberlega."

Alrangt! Sjá greinar sr. Ţóris Stephensen* o.fl. presta um og fyrir jól!

Sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur var í frábćru viđtali** í Reykjavík vikublađi 19. des. sl., blađi sem dreift er ókeypis til allra heimila í höfuđborginni, –– bara svo ađ eitthvađ sé nefnt!

* T.d. http://www.visir.is/afskorin-jol-/article/2015151229171. Sama á viđ um fleiri greinar séra Ţóris í Fréttablađinu í nóvember sl.: visir.is/samskipti-rikis-og-kirkju-i/article/2015151109498 og visir.is/samskipti-rikis-og-kirkju-i-odrum-londum-iii-/article/2015151119709.

** http://fotspor.is/.../2015/12/Reykjavik-34-2015-1912.pdf (bls.10-11).

Hér er tilefni til ađ endurbirta nýjasta pistil undirritađs, međ einni viđbót:

Mikill er heiđur kristinna kirkna - en hvađ verđskuldar 20 upphrópunarmerki?

Merkilegt, ađ STUNDIN er orđin málpípa fyrir andstćđinga kristinnar trúar, sem ţó hefur átt meginţátt í ađ grundvalla bókmenningu á Íslandi, var megin-bakhjarl myndlistar og byggingarlistar á miđöldum og lengur, auk ţess ađ halda uppi sjúkra- og fátćkrahjálp öllum öđrum fremur, ađ ógleymdum áhrifum kristninnar til ađ afnema barnaútburđ og hólmgöngur (einvígi) og gefa ţjóđinni marga friđardaga; og viđ ţetta má bćta uppfrćđslu og skólahaldi kirkjunnar allt frá 11. öld, sem og áhrifum kirkjunnar á myndlist fyrr og síđar.
 
Og ţađ var ađ frumkvćđi lúthersks biskups frá Danmörku sem nánast allur ćskulýđur landsins lćrđi ađ lesa frá 18. öld og áfram.
 
En ţetta vilja trúleysingjar helzt, ađ verđi ţaggađ niđur, eins og ţeirra líkar hafi mest gert fyrir ţjóđina! Og ţetta verđskuldar 20 upphrópunarmerki fremur en tvö eđa ţrjú!

Jón Valur Jensson.


Mikill er heiđur kristinna kirkna - en hvađ verđskuldar 20 upphrópunarmerki?

Merkilegt, ađ STUNDIN er orđin málpípa fyrir andstćđinga kristinnar trúar, sem ţó hefur átt meginţátt í ađ grundvalla bókmenningu á Íslandi, var megin-bakhjarl myndlistar og byggingarlistar á miđöldum og lengur, auk ţess ađ halda uppi sjúkra- og fátćkrahjálp öllum öđrum fremur, ađ ógleymdum áhrifum kristninnar til ađ afnema barnaútburđ og hólmgöngur (einvígi) og gefa ţjóđinni marga friđardaga; og viđ ţetta má bćta uppfrćđslu og skólahaldi kirkjunnar allt frá 11. öld. Og ţađ var ađ frumkvćđi lúthersks biskups frá Danmörku sem nánast allur ćskulýđur landsins lćrđi ađ lesa frá 18. öld og áfram.
 
En ţetta vilja trúleysingjar helzt, ađ verđi ţaggađ niđur, eins og ţeirra líkar hafi mest gert fyrir ţjóđina! Og ţetta verđskuldar 20 upphrópunarmerki fremur en tvö eđa ţrjú!
 
Jón Valur Jensson.

Til hamingju međ fullveldiđ!

Ţađ hefur ekki fariđ hátt í fjölmiđlum ađ í dag 1. desember er fullveldisdagur okkar Íslendinga.  Ekki eru nema 71 ár síđan viđ yfirgáfum danska kóngsríkiđ sem viđ höfđum tilheyrt síđan á 14. öld. Ţetta gerđist áriđ 1944 ţegar viđ stofnuđum lýđveldi hér á landi og kusum okkur forseta í fyrsta sinn. En ţá höfđum viđ veriđ “frjálst og fullvalda ríki” í tćp 26 ár. Íslendingar fengu nefnilega ađ mestu leyti sjálfstćđi frá Dönum 1. desember 1918. Sjálfstćđisbarátta okkar hafđi ţá stađiđ síđan á 19. öld.

Fullveldisdagurinn er svo nefndur til minningar um ađ 1. desember 1918 tóku gildi milli Íslands og Danmerkur Sambandslögin, sem voru lög um ţađ hvernig Ísland stóđ í sambandi sínu viđ Danmörku. Í ţeim kom međal annars fram viđurkenning Danmerkur á ţví ađ Ísland vćri fullvalda og frjálst ríki. Dagurinn varđ smám saman ađ almennum ţjóđhátíđardegi fram ađ lýđveldistíma og var íslenski fáninn dreginn ađ húni í fyrsta sinn sem fullgildur ţjóđfáni ţennan dag.

Mér finnst viđ hćfi ađ birta hérna fćrslu sem félagi í Kristnum stjórnmálasamtökum skrifađi á Facebook-síđu sína í dag. Er hann búsettur í Svíţjóđ fjarri ástkćra föđurlandinu sínu, og eru orđ hans á ţessa vegu:

“Til hamingju međ fullveldiđ !
Smávinir fagrir eftir Jónas Hallgrímsson er fallegt íslenskt lag á fullveldisdaginn og takiđ eftir textanum. 
Ţađ er fallegt landiđ sem viđ eigum og menning okkar dýrmćt, ekki satt? 
Líf manns vćri nú örlítiđ annađ án ţessarar ţjóđar og ţessa lands. 
Er ekki óhćtt ađ segja ađ mađur elski ţađ? Jú, ţađ er víst alveg áreiđanlegt.”

SMÁVINIR FAGRIR

Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauđ og blá
brekkusóley, viđ mćttum margt
muna hvort öđru ađ segja frá.
Prýđiđ ţér lengi landiđ ţađ,
sem lifandi guđ hefur fundiđ stađ
ástarsćlan, ţví ástin hans
allstađar fyllir ţarfir manns.

Vissi ég áđur voruđ ţér,
vallarstjörnur um breiđa grund,
fegurstu leiđarljósin mér.
Lék ég ađ yđur marga stund.
Nú hef ég sjóinn séđ um hríđ
og sílalćtin smá og tíđ. -
Munurinn raunar enginn er,
ţví allt um lífiđ vitni ber.

Fađir og vinur alls, sem er,
annastu ţennan grćna reit.
Blessađu, fađir, blómin hér,
blessađu ţau í hverri sveit.
Vesalings sóley, sérđu mig?
Sofđu nú vćrt og byrgđu ţig.
Hćgur er dúr á daggarnótt.
Dreymi ţig ljósiđ, sofđu rótt!

Smávinir fagrir, foldarskart,
finn ég yđur öll í haganum enn.
Veitt hefur Fróni mikiđ og margt
miskunnar fađir. En blindir menn
meta ţađ aldrei eins og ber,
unna ţví lítt, sem fagurt er,
telja sér lítinn yndisarđ
ađ annast blómgađan jurtagarđ.

Texti: Jónas Hallgrímsson
 
 
Preview YouTube video Hamrahlíđarkórinn - Smávinir Fagrir
 
 
Hamrahlíđarkórinn - Smávinir Fagrir
 
Steindór Sigursteinsson.

 


"Í ţínu nafni uppvaknađur" - Bára Grímsdóttir syngur töfrandi morgunvers Hallgríms

Í ţínu nafni uppvaknađur
er ég, Jesú, Guđ og mađur.
Lof sé ţér fyrir líf og gćđi,
líkamans heilsu, föt og fćđi

og allt ţađ ţín óţreytt mildi
aumum mér til leggja vildi.
Biđ ég ţig, minn blíđi herra,
blessun ţína ei lát ţverra.                       Smelliđ á myndbandiđ! (meiri texti neđar)

 

Vernda mig frá vođa öllum,
vondum dauđa og slysaföllum,
englar ţínir ađ mér gćti,
engum svo ég meiđslum mćti.

Mitt verklag og miskunn ţína
mér lát vera unun mína.
Auk mér skilning orđa ţinna,
eru ţau lampi fóta minna.

Gef mér jafnan gott ađ lćra,
góđlyndum viđ alla vera,
varfćrum í velgengninni,
vongóđum, ţó raunir finni.

Ljúfi Jesú, međ lífi og öndu
legg ég mig í ţínar hendur,
ţar vil ég fús ađ lyktum lenda.
Lofađur sértu utan enda. 

 

           Hallgrímur Pétursson.

Hér eru 6 af 8 versum (og eins og Bára syngur ţau).

Sbr. einnig fyrri birtingu (ýtarlegri) H É R !

 


Menningarnótt ţjóđar

Vel heppnuđ var tilkomumikil flugeldasýning í lok Menningarnćtur í gćrkvöldi. Geysilegur mannfjöldi var í bćnum, um 120.000 manns ađ sögn lögreglu, ţrefalt til fjórfalt fleiri en viđ síđustu fjöldasamkomu ţar, á Gay Pride.

Íslendingarnir voru yfirgnćfandi margir, ólíkt venjulegum virkum degi ađ undanförnu í miđbćnum, ţar sem erlendir ferđamenn hafa veriđ í miklum meirihluta.

Allnokkuđ var um ölvun, er á leiđ kvöldiđ, og er ţađ ekki án vansa, en var ţó blessunarlega stórslysalaust.

Menningarnótt býđur upp á marga sameiginlega skemmtun fyrir fjölskyldur og vini, en einnig rólegri stundir á góđum stöđum eins og ţeim sem undirritađur sótti, í Gallerí Borg viđ Rauđarárstíg, ţar sem listakonan Gunnella var á stađnum međ frumleg og fyndin verk sín, listilega gerđ, í einum sýningarsalnum, og í öđrum sal var ţar yngri listakona, Unnur Ýrr Helgadóttir, međ mjög falleg og fersk verk sín. Eitthvađ var ţar líka af klassískari verkum, en ţau var einnig ađ finna í drjúgum mćli í Ţjóđmenningarhúsi (Gamla Safnahúsinu viđ hliđ Ţjóđleikhússins) og margt dýrmćtra hluta ţar ađ finna úr Ţjóđminjasafni, Ţjóđskjalasafni, Landsbókasafni og Náttúrugripasafni, sem áđur áttu sitt húsaskjól í ţessu merka og fallega húsi. Síđast alls skođađi undirritađur Landnámssýninguna á horni Ađalstrćtis og Túngötu, frá einu alfyrsta bćjarstćđi á Íslandi, en ađ öllum ţessum söfnum var ókeypis ađgangur á Menningarnótt. Ţakkir fyrir ţađ allt.

Ţá sótti ég tvćr leiksýningar, föstudag og laugardag, sem Ethos, heimilislausa leikhúsiđ, stóđ fyrir: Verđ ađ heiman í dag, og Ég er Jón, og voru ţetta frumsýningar leikhússins, í sal Hjálprćđishersins, og tókust báđar mjög vel.

Ávallt er ţörf ađ biđja, ekki sízt á helgum degi. Í fornri bćn segir:

Parce populo tuo, domine -- hlíf ţú lýđ ţínum, Drottinn; og ekki ađeins ţjóđ ţinni, heldur ţjóđ minni og öllum mönnum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Flugeldarnir dönsuđu um himininn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Guđstrúarmađurinn Einar Benediktsson mćlti, međ glađasta móti:

"Hann var ađ fara frá mér minn gamli vinur og skólabróđir, séra Árni Ţórarinsson,* og afskaplega hafđi ég gaman af ađ tala viđ hann. Ţađ er eins og ég hef alltaf sagt, ţađ er engin menntun í neinu fagi nema í guđfrćđi, ţví okkur varđar ekki um neitt nema ađeins um Guđ almáttugan."

Ţannig, međal annars, skráđi Kristján Albertsson samtal sitt viđ Einar skáld Benediktsson, en ţeir ţekktust mćtavel, og Kristján sagđi Jakob F. Ásgeirssyni frá, sem setti ţađ í bókina ágćtu, Kristján Albertsson. Margs er ađ minnast (AB, 1986, bls. 92). Í sömu bók (s. 95) segir Kristján:

"Einar Benediktsson er mesta guđstrúarskáld á vorri öld. Ekkert annađ skáld hefur ort af svo djúpri trúarvitund og lotningu fyrir guđdómi ćđsta máttarvalds allífs og tilveru. Hann orti fátt sem kallast geti trúarljóđ í venjulegum skilningi en trú hans er sem heitur undirstraumur í nćr öllum af hans mestu ljóđum. Stundum nćgja honum örfáar hendingar eđa ađeins ein til ađ lyfta augliti sínu til Guđs. Ţannig er fegursta bćn sem hann orti ađeins ein hending í löngu kvćđi:

-- Guđ verndi list vors máls og Íslands heiđur.

Hve hátt sé stefnt í óskadraumum ćđstu stundar kemur hvergi fram međ opinskárra móti en í ţessum orđum í kvćđi Einars Öldulíf:

 • Mín innsta hugsun, hún á ekki mál,
 • en ósk og bćn, sem hverfur mér sjálfum, --
 • ađ senda hátt yfir heimsins sól
 • hljómkast af annarrar veraldar orđum,
 • -- ađ standa upp fyrir alveldis stól,
 • ţar eilífđar hirđin situr ađ borđum.

Stórlátari ósk hefur aldrei orđiđ til í brjósti íslensks skálds."

* Séra Árni var prestur á Stóra-Hrauni, bráđskemmtilegur mađur og orđsnillingur. Frćg er ćvisaga hans í sex bindum, skráđ af Ţórbergi Ţórđarsyni.

"Međ glađasta móti" stendur hér í fyrirsögninni, orđ tekin úr inngangi Kristjáns ađ fyrri tilvitnuninni hér fyrir ofan, en ţar segir hann: 

"Áriđ eftir undir haust [1932?] höfđu Hlín [Johnson] og Einar komiđ sér upp litlu timburhúsi í Herdísarvík í stađ gamla bćjarins, og ţar átti Einar efti ađ búa ţađ sem eftir var ćvinnar [d.1940]. Hann kom örsjaldan til Reykjavíkur á nćstu árum og stóđ ţá ađeins viđ í fáa daga. Ţau Hlín og Einar voru ţá ćvinlega gestir Hjalta Björnssonar stórkaupmanns og konu hans. Og ţangađ var ég beđinn ađ koma ţegar ég var látinn vita ađ Einar vildi ađ ég heimsćkti sig. Hann var međ glađasta móti ţegar ég eitt sinn kom til hans, og sagđi:

"Hann var ađ fara frá mér minn gamli ..."" (o.s.frv., hér efst).

Miklu fleira áhugavert er í ţessari bók Kristjáns um Einar, ţ.m.t. allur 5. kaflinn: Einar Benediktsson (s. 65-97), og í lokaţćtti 4. kaflans: Kamban og Einar Benediktsson (s. 60-64).

-jvj.


Karlmannsnöfn á meybörnum? Kvennanöfn á strákum? Ćttarnöfn á öllum?!

Eitt af ýmsum vitlausum frumvörpum nýliđins ţings var mannanafnafrumvarp um "ađ manna­nafna­nefnd yrđi lögđ niđur og hver sem er gćti ţar međ til ađ mynda tekiđ upp ćtt­ar­nafn," en fyrsti flutn­ings­mađur ţess var Ótt­arr Proppé, ţingmađur Bjartr­ar framtíđar, en auk sam­flokks­manna hans komu ađrir flutn­ings­menn úr Sjálf­stćđis­flokkn­um, Fram­sókn­ar­flokkn­um og frá Pír­öt­um. (Mbl.is)

Ţetta er ófarsćlt fumvarp og mundi međ fáeinum nćstu kynslóđum hafa í för međ sér, ađ hiđ gamla, norrćna föđurnafnakerfi leggist af. Vilja menn ţađ í alvöru?

Ennfremur er ţarna í einu vitlausa hugdettukastinu (og ţó yfirlesnu og samţykktu af af nokkrum öđrum) talađ um ađ leyfa karlmannsnöfn á meybörnum og kvennanöfn á strákum! Hafa viđkomandi ţingmenn hugsađ út í ţađ einelti, sem ţetta getur valdiđ á viđkvćmum ćviskeiđum viđkomandi barna? Svo tala ţessir ţingmenn um "ađ for­eldr­um sé treyst til ađ velja börn­um sín­um nafn og ađ jafn­rćđis­regla stjórn­ar­skrár­inn­ar sé virt.“ Ţvílík yfirborđsmennska! Ţvílíkt yfirskin réttlćtis til ađ verja ţeirra skammsýni! En ţeir kunna ađ taka jafnvel höfuđiđ af skömminni:

Ţá sé ţađ tíma­skekkja ađ gera ţá kröfu ađ dreng­ir beri karl­manns­nöfn og stúlk­ur kven­manns­nöfn sem ţurfi ađ leiđrétta. „Ţađ er ekki hlut­verk lög­gjaf­ans ađ skil­greina hvađ eru kven­manns­nöfn og hvađ karl­manns­nöfn. Međ ţví er lög­gjaf­inn ađ tak­marka frelsi ein­stak­lings­ins til ađ skil­greina sig og sitt kyn [sic, aths. JVJ] og gera til­raun til ţess ađ hólfa marg­breyti­leg­an raun­veru­leik­an niđur í form sem hent­ar ekki mann­ver­unni sem um rćđir hverju sinni.“ (Önnur Mbl.is-frétt.)

Er ţetta ekki heimskan í félagspólitískum rétttrúnađi 101-liđsins í essinu sínu?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Mannanöfn, áfengi og breytt klukka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lítil hrifning af "Rás 3"

86,4% í hlustendakönnun Útvarps Sögu sl. sólarhring vildu EKKI, ađ opnuđ verđi Rás 3, ađeins 11,2% voru ţví hlynnt. Á 5. hundrađ manns tók ţátt í ţeirri netkönnun.

Allvíđa er skrifađ um máliđ, og ţykir mörgum eđlilega kyndugt, ađ stofnun eins og Rúv, sem er svo illa stödd, ađ hún biđur ríkiđ ađ taka á sig ŢRIGGJA MILLJARĐA króna lífeyrisskuldbindingar vegna sinna hundrađa starfsmanna, skuli ćtla ađ leggja út í ţá útţenslu sem fólgin vćri í stofnun nýrrar rásar.

Sú góđa frétt var í DV sl. mánudag, ađ leiđandi fólk fjárlaganefndar hafi engan hug á ţví ađ kasta ţremur milljörđum úr ríkissjóđi í fyrirhugađ bruđl Illuga ráđherra í Rúv-hítina, ţ.e.a.s. ađ láta ríkiđ taka á sig ţriggja milljarđa lífeyrisskuldbindingar Rúv. Ţetta fyrirbćri hefur veriđ rekiđ af ţvílíku ábyrgđarleysi, sem ekkert einkafyrirtćki getur leyft sér, og svo leyfa forráđamenn ţess sér jafnvel ađ gera sér vonir og áćtlanir um ţessa nýju útrás og ađ leggja ţar út í enn meiri ósanngjarna samkeppni viđ einkastöđvarnar og einkum ţćr sem miđa á áheyrn unga fólksins.

Já, vitaskuld er sú "samkeppni" Rúv allsendis óeđlileg sem byggir á voldugri auglýsingaskrifstofu Rúv, ţrátt fyrir ađ fyrirbćriđ, eitt allra, hrifsi 18.000 kr. eđa meira frá hverjum skattborgara 18 ára og eldri og njóti alls síns forskots gegnum árin og hafi ţar ađ auki veriđ ítrekađ bjargađ međ ţví, ađ ríkissjóđur hefur veriđ látinn taka á sig skuldir fyrirbćrisins.

Frá ţví ađ Ríkisútvarpiđ var "háeffađ" (gert ađ hlutafélagi) hafa ţessar lífeyrisskuldbindingar eđlilega tilheyrt Rúv, og fyrirtćkinu var ţá ćtlađ ađ standa sig međ sína ársreikninga og rekstur, ţ.m.t. ađ borga eigin starfsmönnum lífeyri, eins og önnur fyrirtćki ţurfa ađ gera. En Rúv hefur fengiđ ađ komast upp međ ađ óvirđa ţessar skyldur sínar og halda bara áfram sinni lítt hömdu eyđslustefnu.

Afstađa ábyrgđarmanna fjárlaganefndar er mjög eđlileg: ađ halda sér viđ lögin og ćtlast til ađ stjórnendur Rúv fari eftir ţeim, en juđi ekki í menntamálaráđherranum ţar til hann "ţjóđnýtir tapiđ", eins og vinstri menn tala stundum um, ađ gert hafi veriđ í ákvörđunum ýmissa ráđamanna og forstöđumanna fjármálastofnana.

Rúv hefur lengstum notiđ mikillar velvildar landsmanna, og ţar eru sannarlega margir hćfileikamenn og áheyrilegir útvarpsmenn. En í vaxandi mćli hafa margir áttađ sig á vinstri slagsíđu útvarpsins, félagspólitískum "rétttrúnađi" margra starfsmanna ţar og lítt leyndri fylgd ţeirra viđ róttćkni og ofurfrjálshyggju í siđferđis- og kynferđismálum.

Rúv glatađi trausti margra međ ţví ađ gera málsvörum Icesave-samninganna hátt undir höfđi, og ţađ sama á viđ um Evrópusambands-međvirkni margra talsmanna ţar, í fréttum og dagskrárţáttum. Ţađ hefur síđan fariđ geyst í međvirkni međ "hinsegin"-stefnumálum og í niđrandi tali um kristna menn vegna ţeirra mála og annarra, enda stendur Rúviđ alveg jafn-nálćgt múslimum og trúleysingjum eins og Fréttablađiđ.

Halda mćtti, ađ Rúv hafi hér vinstrimennskuna á BBC sér til fyrirmyndar, en ţó ađ róttćknin ţar sé ekki eins einhliđa og gróf og viđ heyrum á Rúv, ţá er ţađ álit manna í Bretlandi, ađ starfsmenn BBC hafi löngum tekiđ umrćđuna í The Guardian sér til fyrirmyndar, rétt eins og ćtla mćtti, ađ starfsmenn Rúv taki hiđ illa unna, áróđurskennda og neikvćđa Fréttablađ sér til fyrirmyndar um efnismeđferđ og pólitískar áherzlur.

Hitt er ljóst, ađ fráleitt er ađ telja meirihluta fólks hlynntan ţví, ađ stofnuđ verđi enn ein rás á ţessu Ríkisútvarpi. Réttara telja margir ađ selja frá ţví Rás 2.

Jón Valur Jensson.


Ímynd Krists birtist í norđurljósunum

Mynd 787101

Svo er ađ sjá á ţeirri mynd Jóns Hilmars­sonar sem hann náđi af norđurljósunum yfir Akranesi. Ţađ vakti sérstaka athygli hans, ađ hér var ađ sjá sem geislarnir tćkju á sig lögun líka ţeirri sem menn ţekkja af Kristsstyttunni miklu í Rio De Janeiro í Brazil.

Myndina má sjá stćrri (og stćkka) á fréttartenglinum hér neđar.


mbl.is Image of Christ appears in Northern Lights
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vafasöm uppfćrsla Sjónvarpsins á fćđingu Jesú Krists

í ţćttinum í gćrkvöldi kom undirrituđum afkáralega fyrir sjónir. Lítil virđing virtist manni í slíku fólgin, tilgangurinn vandséđur. Gamanmál eđa helgistund? eđa ćtlunin ađ draga úr virđingu hins heilaga? Rautt nef á leikara gefur ekki grćnt ljós á hvađ sem er í Sjónvarpinu fyrir alla landsmenn í ađdraganda jóla!

Börn og unglingar virđast ţó ekki hafa séđ neitt háđslegt viđ ţáttinn, og kannski var hann slík hugsun fjarri honum. Vonandi, skulum viđ segja.

Ekki var ástandiđ skárra hjá Fréttablađinu međ skopmynd ţess frá fyrra degi. Viđ ţá mynd Halldórs á leiđarasíđu blađsins 17. desember tengdi undirritađur á Facebók međ ţessum orđum: Er ţetta opinber skođun Fréttablađsins á ţví, sem kristin kirkja hefur ađ bjóđa? Ţar var presturinn á myndinni látinn segja viđ jólasveininn: "Ég trúi ţessu ekki!! Viltu frekar alvöru jólagjöf frá platjólasveini heldur en platjólagjöf frá alvöru presti?!" En ţađ, sem stóđ á bókinni, sem presturinn hélt á, var: "FRIĐUR Á JÖRĐ OG EILÍFT LÍF". – Kannski var ţessu ćtlađ ađ vera "bara fyndiđ", en var ekki um leiđ veriđ ađ lćđa trúleysis-árás á ţađ sem kristindómurinn hefur ađ gefa? Ţessu var líka slegiđ upp sem stćrđar-mynd á leiđarasíđunni.

Í athugasemd sagđi Facebókarvinur: "Mér finnst ţetta ekki fyndin mynd," og undirritađur svarađi: "Sammála – ég lít á hana sem skot á kristna trú eđa sem gćlur viđ ţann hluta lesendahóps Frbl. sem hefur ţörf fyrir ađ niđra kristinni trú." Enn einn kom ţá međ ţessa athugasemd:

 • "Auđvitađ er ţetta skot á kristna trú og ekkert annađ, aularnir geta leyft sér ţetta og fá eflaust einhverja fullnćgju út úr ţví en ef hiđ sama yrđi gert gagnvart islam eđa spámanninum ţá yrđi allt vitlaust ..."

Ţurfa ţessir fjölmiđlar ekki ađ taka sér tak?

Jón Valur Jensson.


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Feb. 2016
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29          

Nýjustu myndir

 • 11282531 1589495121310922 376275531 o
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • IMG_1166
 • MBL0121255

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.2.): 29
 • Sl. sólarhring: 137
 • Sl. viku: 752
 • Frá upphafi: 285826

Annađ

 • Innlit í dag: 16
 • Innlit sl. viku: 507
 • Gestir í dag: 14
 • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband