Fćrsluflokkur: Menning og listir

Góđ grein Steinunnar Jóhannesdóttur um Hallgrím Pétursson

Steinunn telur ađ "ţađ ćtti ađ heyra undir Reykjavík bókmenntaborg UNESCO ađ kynna skáldiđ Hallgrím Pétursson fyrir gestum sínum og rökstyđur ţađ vel í grein sinni í gćr, Hallgrímsvegurinn.* Hefst hún ţannig:
 • „Ţađ hefur ekki enn komiđ inn á okkar borđ“. Ţannig svarađi mér fulltrúi Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO ţegar ég innti eftir ţví hvernig fólk ţar á bć hefđi eđa hygđist minnast ţess ađ 400 eru liđin ár frá fćđingu Hallgríms Péturssonar. Er ţó runninn upp níundi mánuđur afmćlisársins og um ađ rćđa eitthvert lífseigasta skáld sem ţjóđin hefur aliđ. Í Reykjavík stendur ađ auki stćrsti minnisvarđi sem nokkru íslensku skáldi hefur veriđ reistur, Hallgrímskirkja á Skólavörđuholti. Ţar er alla daga stríđur straumur ferđamanna frá morgni til kvölds og kirkjan mun vera sú bygging á landinu sem oftast er ljósmynduđ, smellt er af á um 10 sekúndna fresti samkvćmt lauslegri talningu ljósmyndara Mbl. (18. ágúst). 
Ennfremur ritar hún m.a.:
 • Reykjavík bókmenntaborg telur ef til vill ađ ţćr bókmenntir sem Hallgrímur Pétursson skapađi komi sér ekki viđ af ţví hann fékkst viđ ađ yrkja sálma. Sálmakveđskapur var ţó fyrirferđarmikil bókmenntagrein um daga Hallgríms, bćđi hérlendis og erlendis, og heyrir sem slíkur undir almenna bókmenntafrćđi. Og alveg fram undir okkar daga gegndu sálmar Hallgríms einstöku hlutverki í lífi ţjóđarinnar, ekki ađeins sem ástarljóđ til almćttisins, heldur sem huggun í hvers kyns mótgangi, lćkning viđ andlegum og (afleiddum) líkamlegum meinum, sem fjölgreint liđ sérfrćđinga skiptir nú á milli sín ađ fást viđ. Hallgrímur Pétursson, sem vissulega var „glađur á góđri stund“, varđ fremsti sérfrćđingur ţjóđarinnar í sorginni og ţjáningunni í meira en ţrjár aldir.
 • Hallgrímur ţjóđareign
 • Ţađ er misskilningur ađ ţjóđkirkjan eigi ein ađ halda uppi merki Hallgríms Péturssonar. Skáldskapur Hallgríms var og er ţjóđareign. ... Enn hefur ekkert skáldverk veriđ oftar prentađ og gefiđ út hér á landi en Passíusálmarnir, útgáfurnar slaga í hundrađ!"
Steinunn hefur ritađ vinsćlt leikrit um ćvi Guđríđar Símonardóttur (Tyrkja-Guddu) og bók um Hallgrím sjálfan og nefnist Heimanfylgja : skáldsaga um uppvöxt Hallgríms Péturssonar byggđ á heimildum um ćttfólk hans (2010). Endilega lesiđ ţessa grein hennar í heild.*  --jvj.
 
Steinunn Jóhannesdóttir
Steinunn Jóhannesdóttir, leikkona og rithöfundur
 
http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/bl_grein.html?grein_id=1523158  

Tónleikaferđ Kristinna stjórnmálasamtaka (e.k. fundargerđ)

   

Fundur er settur í samtökum vórum

á sinfóníu-tónleikum stórum.

Hagbarđur undir hallar flatt,

   er hátignar hrífa

   hljómar sem svífa

            um Hörpu geim.

Af hinum ţó hvorki draup né datt ...

            Svo héldum viđ heim!

 

 

 

Ţú hringana berđ á bendifingri

sem benda til ţess ţú sért hrifin af glingri

innst inn viđ beiniđ, ţótt andleg sértu,

ágćta María–––skrautleg vertu !

 

(Eitt auknefniđ á vísifingri er bendifingur. Ţar ber María hringana.) 

 

Ort í Eldborgarsal Hörpu á frábćru tónleikakveldi 18. ág. 2014.

Heitustu ţakkir fyrir verkiđ himneska 'Hugleiđingu' Jóns Leifs

sem var međal uppklappsverkanna eftir dagskrána. –– jvj. 

 
 
Viđaukavísur (19/8):
  
Ef einhver á ţađ, sem er á viđ Seifs
eldinga- og ţrumugnýinn,
hygg ég ţađ vera hann Jón Leifs,
er hljómar hans 'Geysir' tiginn.
 
----------
 
Minnisvert áttum viđ ánćgjukvöld,
ţótt Arvo Pärt sé mestur
tónskálda' er lifa' á okkar öld,
í andlegu flugi beztur.
 

Karl Sigurbjörnsson hefur upp raust sína á ný

Ánćgjulegt er ađ herra Karl Sigurbjörnsson bendir á ţađ í góđu viđtali viđ Sunnudags-Mogga ađ ţegar trúnni er sópađ undir teppi ţá taki fáfrćđin viđ og fordómar fylgi í kjölfariđ.

 • „Viđ verđum líka ađ muna ađ viđ skiljum ekki veraldarsöguna nema viđ horfum á hinn trúarlega ţátt. Viđ skiljum ekki vestrćna menningu, listir, bókmenntir, mannskilning, samfélagssýn án ţess ađ gefa kristninni gaum, sögu Biblíunnar, táknkerfi kristninnar,“ segir hann réttilega.

Ţá segir hann einnig í viđtalinu og vert ađ taka hér undir:

 • Ţađ er ein af blekkingum okkar tíma ađ fjármál og pólitík skipti mestu máli í veraldarsögunni. Ţađ er ekki ţannig. Hin kristna trú er samfélagslegt fyrirbćri. Ţađ getur enginn veriđ kristinn sem einstaklingur ţví kristin trú er alltaf í fleirtölu: Fađir vor. Viđ erum til í samhengi viđ ađra og enginn stendur alveg einn frammi fyrir almćttinu.
 • Einstaklingshyggja er ráđandi í menningu okkar og ţađ er erfitt umhverfi fyrir hinn kristna siđ sem snýst um ađ byggja samfélag ţar sem fólk lćtur sig hag náungans varđa. 

mbl.is Guđleysiđ líka ofstćkisfullt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hátt í 1% Íslendinga mćtt á einni samkomu!

Fréttablađiđ, trútt ţeirri trúarniđrunar-stefnu sem er ţar allt of algeng međal blađamanna, reynir enn ađ blekkja lesendur sína í dag, nú međ falskri mynd teiknarans Halldórs á leiđarasíđu blađsins. Myndin er af Laugardalshöll í hálf-dapurlegu umhverfi rigningar, 9-12 manns einungis á leiđ inn í húsiđ og hangandi fánar Hátíđar vonar ekki upplífgandi.

Ekki sést nú af ţessari háđs- eđa "fréttamynd", hvílíka stórsamkundu ţarna var um ađ rćđa. Undirritađur taldi vel sćtarađirnar í ţéttskipuđum salnum og á svölunum og fann út, ađ ekki vćru fćrri en um 2.500 manns í höllinni. Engin frétt er finnanleg í Fréttablađinu af ţessari gríđarlegu fundarsókn -- ađeins hin blekkjandi mynd Halldórs. Svo er ţar ein frétt um yfirlýsingu róttćks prests í Laugarneskirkju, annađ ekki -- jú, reyndar er enn einn niđrunarpistillinn um Franklin Graham, ásamt skotum á biskup Íslands, skrifađur efst á leiđarasíđunni. Hvergi er ţó eitt orđ um fjölmenniđ á samkomunni; ţađ hentađi víst ekki!

Eins og HÉR segir undir mynd í myndasyrpu Golla ljósmyndara á Mbl.is var "fullt út úr dyrum á Hátíđ vonar." Ţađ vakti međal annars athygli undirritađs, hvílíkur fjöldi var ţar af ungu fólki, á aldrinum 15 ára til 35 og alveg niđur í barnsaldur.

Já, sannarlega var fjölmenni á Hátíđ vonar, hátt í 1% ţjóđarinnar mćtt á fyrri samkomuna eina saman, laugardaginn 28. september, og ţá var sunnudagssamkonan einnig til viđbótar!

Ţarna sést einhverjum bregđa fyrir úti viđ ađ rćđa málin, stuttu fyrir hátíđina, en Steinţór Als og félagar úr Miđbćjartrúbođinu buđu upp á kaffi, kakó og kleinur viđ innganginn.

Ţađ var sannkölluđ stemming á svćđinu. Ţví fćr neikvćđni og ekkifréttamennska Fréttablađsins engu um breytt!

Kristiđ fólk hefur ávallt haft gott af hressandi og gefandi hópefli, ţar sem leitađ er róta trúarinnar og lifandi vitnisburđir fluttir, eins og ţarna var, ekki ađeins í ávarpi Franklins Graham og söngvavitnisburđi félaga hans, heldur einnig í rćđum annarra á svćđinu, Íslendinga, međal annars Geirs Jóns Ţórissonar lögregluţjóns og Sigurđar Björnssonar óperusöngvara, en einnig var öflugur söngur 100 manna gospelkórs, einsöngur Ţorvaldar Halldórssonar, Páls Rósinkranz, Ţóru Gísladóttur Hrannar Svansdóttur (sem var frábćr) og fiđluspil Gretu Salóme Stefánsdóttur og margt fallegt á bođstólum.

Kristnir menn eru vćntanlega enn meira vakandi nú fyrir ţví, ađ ţeir ţurfa međ vitnisburđi sínum og verkum ađ láta enn meira til sín taka í samfélaginu en hingađ til. Ţögnin er ekki ţađ, sem einkenna á kristna menn út á viđ, ţótt ţeir leiti Guđs og kraftlyftingar hans í ţögulli bćn, orkulind lćrisveina Jesú.

Jón Valur Jensson. 


Kirkjuleg ţjónusta í skólahúsnćđi

Kirkja og skóli hefur löngum átt samleiđ hér á landi sem annars stađar í Evrópu. Enginn hneykslast yfir ţví á Drangsnesi ţar sem tekizt hefur ágćtt samstarf um nýtingu húsnćđis í beggja ţágu. Kirkjuhaldiđ er ţar í stórri stofu sem unnt er ađ breyta á skömmum tíma í hvora áttina sem er, skólastofu eđa samkomusal til helgihalds, međ altari, predikunarstól og öllu saman.

Ţađ er gaman ađ hlusta á viđtaliđ viđ tvćr konur ţar, skólastjórann og formann sóknarnefndar, um ţađ fyrirkomulag. Ţar er ekki fyrir neinum pempíuskap ađ fara eins og ţeim, ađ skólahaldiđ eitt sér sé bara 'heilagt' (svo ađ viđ grípum til undarlegs orđalags Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um skipulagsvald sveitarfélaga, m.a. yfir Reykjavíkurflugvelli) og ađ ekki megi nálćgt ţví koma međ trúariđkun af neinu tagi. Slíkur ţankagangur ţrífst hins vegar í latte-kaffihúsakređsum 101-Reykjavíkur, eins og margir vita.

En ţađ er löng hefđ fyrir ţví ađ nota skólastofur í fleira, sem nýtist viđkomandi samfélagi, nágrannabyggđ eđa sveitarfélagi. AA-fundir fara t.d. mjög oft fram í skólahúsnćđi -- og reyndar er ekki síđur algengt, ađ ţeir fari fram í safnađarheimilum og jafnvel kirkjum. Ţađ sama getur átt viđ um önnur fundahöld eins og björgunarsveita, auk margs konar funda sem tengjast safnađarstarfi, t.d. sorgarhópa. Ţetta stuđlar í raun iđulega ađ fyllri og betri nýtingu félagslegs húsnćđis. Í Drangsnesi, 60 manna byggđ, hagar svo til, ađ praktískt er ţetta umfram allt ađ fá ţessa samnýtingu.

Ađ bregđast viđ slíku međ hneykslan minnir einna helzt á uppskrúfađa, gervilega fordild eđa yfirdrepsskap. Ţađ er eins og ţeir, sem fara hamförum í slíkum málum, eins og jafnvel sumir í s.k. mannréttindaráđi Reykjavíkurborgar, séu einfaldlega ekki í sambandi viđ ţađ ţjóđfélag sem ţeir lifa ţó í.

Fólk á sjávarplássum landsins veit vel af gefandi hlutverki kirkjulegrar samveru og ţjónustu prests, oft á neyđar- eđa sorgarstundum.

Bregđum ţví ekki ađ fćti á neinn hátt fyrir samstarf kirkju og skóla. Játum einnig hina miklu ţakkarskuld sem ţjóđfélagiđ stendur í viđ kirkjulegar stofnanir og starfsmenn, bćđi fyrir og eftir 16. öldina, í menntunar- og menningarmálum landsmanna og félagslegri ţjónustu, m.a. fátćkrahjálp, nú sem fyrr. Gegnum kirkjuna bárust hingađ ýmsar fagrar listir, bókmenningin jafnvel á hámiđöldum, og fyrir tilstuđlan Ludvigs biskups Harboe varđ lćsi almennt hér á Íslandi á örskömmum tíma á 18. öld, eins og menn geta m.a. frćđzt um í ritsmíđum Lofts Guttormssonar sagnfrćđings.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Kirkjuhald í skólastofu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kristin áhrif í skólum - og lögin

Borgaryfirvöld hafa brotiđ námsskrá skóla í ţessum ţćtti frćđslumála, en eru undir ţá námsskrá sett ađ lögum. Trúlausir aktívistar hafa í raun veriđ ađ krefjast lögbrota međ framferđi sínu, ţví ađ Ţjóđkirkjan og ţar međ kristinn siđur á ađ njóta verndar hér á landi skv. stjórnarskrá.

Ţađ ţarf ađ fara vel í saumana á öllum ţessum málefnum, og ţađ munu Kristin stjórnmálasamtök gera. Hér er ein vefmappan á vefsíđu samtakanna: Menntun og skóli (og hćgt ađ smella á framhald neđst á yfirlitinu): http://krist.blog.is/blog/krist/category/1610/ eđa: Menntun og skóli.

Mćla má t.d. međ ţessari grein, Mannréttindaráđ Reykjavíkur er ráđvillt, eftir Jón Magnússon hrl. (eldra), í Mbl. 5.11. 2010 = hér: http://krist.blog.is/blog/krist/entry/1113709/

Og ţađ eru margar greinar sem tengjast ţessu hér:

http://krist.blog.is/blog/krist/category/1610/?offset=10

og hér: http://krist.blog.is/blog/krist/category/1610/?offset=20 - einkum ţessi: ‘Trúar- og siđferđisáhrif í skólum – og gildisafstađa stjórnarskrár’ =http://krist.blog.is/blog/krist/entry/954806/

J.V.J. 


Ađalfundur Hins íslenska biblíufélags

Ađalfundur 2013

Ađalfundur Hins íslenska biblíufélags verđur haldinn í Safnađarheimili Dómkirkjunnar

Lćkjargötu 14a, ţriđjudaginn 23. apríl 2013, klukkan 20.00.

 

Dagskrá fundarins:

Ađalfundarstörf í samrćmi viđ 10. gr. laga félagsins.

Önnur mál

 

Stjórn Hins íslensk biblíufélags.

 

Ţađ er óhćtt ađ mćla međ ţátttöku í ţessu ţarfa og góđa, samkirkjulega, elzta eđa nćstelzta menningarfélagi landsins. Kynniđ ykkur starf ţess. ––KS.


Föđurást - og 'Móđurást' Jónasar Hallgrímssonar

Hér er frétt sem snerti viđ mörgum. Japanskur fađir á leiđ međ barn sitt heim úr skóla lendir í kafaldsbyl og festir bíl sinn, en reynir ađ komast fótgangandi međ barniđ heim. Ekki tekst honum ţađ, heldur verđur hann ţar úti, ađeins 300 metra kippkorn frá bílnum. Hafđi hann ţá vafiđ jakka sínum utan um barniđ til ađ halda á ţví hita. Ţar fundust ţau, hann helfrosinn, en barniđ viđ góđa heilsu. 

Ţetta minnir strax á tilefni kvćđisins Móđurást eftir Jónas Hallgrímsson (1807-1845), hér er sláandi líking međ ţessu tvennu, umfram allt í fórnandi og lífgefandi kćrleika foreldranna.

Já, sannarlega er ástćđa til ađ rifja upp ţetta undurfallega kvćđi ţjóđskálds okkar öllum öđrum fremur. Hann orti ţađ á sínu 30. aldursári, sem viđbragđ viđ raunverulegri frétt frá Íslandi, og birti í Fjölni sama ár :

 

 • Móđurást

 • Fýkur yfir hćđir og frostkaldan mel,
 • í fjallinu dunar, en komiđ er él,
 • snjóskýin ţjóta svo ótt og ótt;
 • auganu hverfur um heldimma nótt
 • vegur á klakanum kalda.
 •  
 • Hvur er in grátna sem gengur um hjarn,
 • götunnar leitar, og sofandi barn
 • hylur í fađmi og frostinu ver,
 • fögur í tárum, en mátturinn ţverr –
 • hún orkar ei áfram ađ halda.
 •  
 • „Sonur minn góđi! ţú sefur í vćrđ,
 • sérđ ei né skilur ţá hörmunga stćrđ
 • sem ađ ţér ógnar og á dynja fer;
 • eilífi guđssonur! hjálpađu mér
 • saklausa barninu’ ađ bjarga.
 •  
 • Sonur minn blíđasti! sofđu nú rótt;
 • sofa vil eg líka ţá skelfingarnótt;
 • sofđu! ég hjúkra og hlífi ţér vel;
 • hjúkrar ţér móđir, svo grimmasta él
 • má ekki fjörinu farga.“
 •  
 • Fýkur yfir hćđir og frostkalda leiđ,
 • fannburđinn eykur um miđnćturskeiđ;
 • snjóskýjabólstrunum blásvörtu frá
 • beljandi vindur um hauđur og lá
 • í dimmunni ţunglega ţýtur.
 •  
 • Svo, ţegar dagur úr dökkvanum rís,
 • dauđ er hún fundin á kolbláum ís;
 • snjóhvíta fannblćju lagđi’ yfir lík
 • líknandi vetur – en miskunnarrík
 • sól móti sveininum lítur.
 •  
 • Ţví ađ hann lifir og brosir og býr
 • bjargandi móđur í skjólinu hlýr,
 • reifađur klćđnađi brúđar – sem bjó
 • barninu vćrđir, og lágt undir snjó
 • fölnuđ í frostinu sefur.
 •  
 • Neisti guđs líknsemdar ljómandi skćr,
 • lífinu bestan er unađinn fćr,
 • móđurást blíđasta! börnunum háđ,
 • blessi ţig jafnan og efli ţitt ráđ
 • guđ, sem ađ ávöxtinn gefur.

 

Einnig hér finnum viđ brot af guđfrćđi og heitri Guđstrú Jónasar, eins og í fleiri ljóđum hans.

jvj. 


mbl.is Fraus til bana viđ ađ verja dóttur sína
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ó, Guđ vors lands

Hátignarlegur er ţjóđsöngur okkar Íslendinga. Hann er jafnan spilađur í lok dagskrár Sjónvarpsins á sunnudögum og sýnd međ honum falleg myndskeiđ frá Ţingvöllum. Ţađ myndrćna getur ţó jafnvel dregiđ úr áhrifum tónverksins á ţann sem á barnsaldri tókst oft ađ heyra hljóma ţessa máttuga lags berast inn í lítiđ barnaherbergi í fátćklegu húsi. Meira ađ segja óţroskađur barnshugurinn lćrđi ađ meta töfrana og tilfinninguna, sem ţar var flutt međ hreinni virđingu fyrir landi og ţjóđ, og skynja ţó ađeins í óljósri mynd ţann Guđdóm sem ţar var talađ til -- nei, ákallađur.

Undarlegt ađ svo vilja sumir afnema ţennan ţjóđsöng okkar! En ţeir eru fáir og eiga ekki ađ ráđa ţessu máli gegn vilja fjöldans. Samkvćmt nýjustu könnun eru ţeir, sem telja, ađ Guđ/guđ sé ekki til (aţeistar), 10% Íslendinga, en 57% trúhneigđir.

Hér ţarf líka ađ hvetja til ţess, ađ börn okkar fái ađ heyra ţjóđsönginn; hann er ţeim fćstum ađgengilegur nema stundum í söngnámi grunnskólans og ţegar spilađir eru landsleikir í íţróttum, en hljómgćđin ţá oft harla dapurleg. Leyfum ţeim ađ upplifa hágćđa-sköpunarkraftinn sem birtist í ţessu listaverki Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar og Matthíasar Jochumssonar.

Kristin stjórnmálasamtök myndu aldrei taka deginum lengur ţátt í stjórnarsamstarfi međ öđrum flokkum sem reyna myndu ađ komast upp međ ađ rýma burt okkar 138 ára ţjóđsöng.

Ţetta kann ađ hljóma eins og hrćđsluórar, en stađreyndin er sú, ađ sitthvađ hefur ţegar átt sér á sviđi trúar, siđferđis, löggjafar og stjórnsýslu, sem fáir hefđu haldiđ mögulegt fyrir aldarfjórđungi. Á einu svćđi hafa t.d. ţau umskipti orđiđ, ađ ţađ kallađi fram ţessi ummćli kunningja undirritađs á nýliđnum sunnudegi: "Borgin er rekin af aţeistum í dag!" Verst er ţó ekki, ađ ţá skortir trú á Guđ, heldur hitt, ađ ţeir hafa fylgt ţessu eftir í verki og á fleiri sviđum en einu.

Af ţessu er ljóst, ađ kristnir menn ţurfa ţeim mun fremur ađ vakna til umhugsunar og athafna. Samráđ, samstađa og samtök eru svo fyrir mestu, ţegar menn hafa skynjađ skyldu sína.

Jón Valur Jensson, netfang: lifsrettur@yahoo.com


Vinnur Jón Gnarr fyrir 1.180.000 kr. mánađarlaunum sínum? NEI!

Ţá hafa álagningarseđlarnir afhjúpađ launaţjenustu manna. Sorglegt er ađ sjá, ađ sá, sem narrađi borgarbúa til ađ kasta á sig og fylginauta sína ótrúlega mörgum atkvćđum, skuli hirđa af okkur 14,16 millj. kr. árslaun (og margfaldiđ svo međ 4 árum!).

Sami mađur bađst fljótt undan ţví ađ gegna borgarstjórastöđunni, ţ.e. starfsskyldum sínum, eins og ţćr höfđu ţá lengi veriđ; hann vildi ekki hafa međ framkvćmdamál ađ gera, heldur fyrst og fremst veizluhöld og ađ koma fram sem fulltrúi borgarinnar.

Eftir ítrekađar stjórnkerfisbreytingar í Ráđhúsinu viđ Tjörnina hefur hann nú komiđ upp ýmsum silkihúfum í kringum sig, sem taka ţungann og erfiđiđ af honum, og getur nú haft ţađ náđugt í Ráđhúsinu (en ţarf ţá ađ breyta um nafn á ţví? Grin).

Og svo er bara ađ bćta enn viđ álögurnar á borgarbúa, eins og gert var í dag međ 50% hćkkun stöđumćlagjalda, a.m.k. viđ Laugaveginn og á háskólasvćđinu.

Já, jafnvel byltingin hans Jóns Gnarr er farin ađ éta börnin sín!

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Tekjur Jóns Gnarrs 1.180 ţúsund
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök
Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru ţví ađeins samţykktar ađ ţćr fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orđađar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuđi né heldur lögbrot eđa grófar persónuárásir eđa hćpnar fullyrđingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til ađ útiloka menn kunna ađ árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifiđ undir fullu nafni! - Skođiđ eftirfarandi neđar í ţessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina.

Bloggvinir

Sept. 2014
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • In my office 004
 • fig03face5mos
 • ...20zierniete
 • ...s_zierniete
 • ...190

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.9.): 0
 • Sl. sólarhring: 30
 • Sl. viku: 187
 • Frá upphafi: 201792

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 142
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband