Dásamleg tveggja ára stúlka með Downs-heilkenni verður andlit Matalan eftir að vinna á landsvísu í samkeppni sem miðar að því að "breyta ásýnd fegurðar"

Tveggja ára gömul ensk stúlka með Downs-heilkenni hefur verið valin til að vera eitt af andlitum í auglýsingaherferð fyrirtækis sem hefur umboð fyrir tískuvörur. Myndir af Lily Beddall eru nú til sýnis í öllum 217 búðum verslunarkeðjunnar í Englandi.

Fjölskylda hennar sagði að þetta væri það besta sem komið hefði fyrir þau. Stolt móðir hennar, Vicki Beddall, 37 ára heimavinnandi húsmóðir og fyrrum prófarkalesari frá Sawbridgeworth, sagði að samningur dóttur hennar við Matalan snúist um það að breyta ímynd fegurðar. "Það er dásamlegt að Matalan valdi barn með Downs-heilkenni".

Það var leitað til Lilly Beddal frá Harlow, Essex í Englandi, af umboðsskrifstofu, í gegnum ættingja úr smábarnahópnum hennar.

Ásamt því að hefja feril sem fyrirsæta, er Lily einnig stjarna á Facebook-síðu sem styður við foreldra barna með Downs-heilkenni.

Móðir hennar, Vicki, vill að fólk viti að það að lifa við þessar kringumstæður "er ekki skelfilegt" og "getur verið dásamlegt".

Simon Lee, frá Matalan, sagði: "Það var gaman að vinna með Lily. Hún var dásamleg fyrirsæta og við erum spennt að heyra að Lily og foreldrar hennar hafa notið þess að sjá myndirnar af henni í verslunum okkar."

Eddie Beddall with daughter Lily in a Matalan store with the picture of Lily which is being used for the toddler range

Hér er Lily á háhesti á pabba sínum í fatabúð, líka efst t.h. á auglýsingaspjaldi frá Matalan.


Við gerð þessa pistils studdist ég við 2 erlendar fréttir:
http://www.dailymail.co.uk/femail/article-4319812/Girl-s-syndrome-face-Matalan.html
http://www.bbc.com/news/uk-england-essex-39309690?SThisFB

Ég vil einnig benda á grein sem ég skrifaði á síðasta ári um Noelia Garella leikskólakennara frá Argentínu sem er með Downs-heilkenni.
http://krist.blog.is/blog/krist/category/3684/

Steindór Sigursteinsson.


Bloggfærslur 20. mars 2017

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Ágúst 2017
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • p01bqmq4
 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (20.8.): 52
 • Sl. sólarhring: 89
 • Sl. viku: 1109
 • Frá upphafi: 377974

Annað

 • Innlit í dag: 41
 • Innlit sl. viku: 876
 • Gestir í dag: 40
 • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband