NÝR SIÐUR LANDANS

Íslendingar tóku kristna trú árið 1000. Þeir hættu m.a. út­burði barna og mann­fórnum og nýr siður tók við.

Við al­þing­is­hald það ár var mann­blót og 8 mönn­um var fórnað. Menn fengu síðan nóg af þessu og skildu að það var rangt. Á ár­un­um 1970-1980 var nýr sið­ur kynnt­ur til sögunnar sem var andstæður kristni og krossinn tekinn niður. Gerðist það jafnhratt, ef ekki hraðar en þegar kristnin var tekin upp forðum, einnig að mestu fyrir áhrif utan að frá. Það gerðist án átaka og menn skildu ekki hvað var að gerast.

Boðunarmennirnir voru okkar eigin menn og konur og við tókum þeim fagnandi. Þetta voru vinstri menn sem þá réðu og ríktu yfir andlegu lífi þjóðarinnar, og ekki síst voru það konur sem vildu burt hinn gamla sið.

Eitt aðal-kennimerki hins nýja siðar er að okkur finnast mannfórnir vera í lagi aftur á ný og sumir hreinlega berjast fyrir þeim. Hér er ég að tala um fóstureyðingarnar, sem eru taldar miskunnarverk og góðverk í augum manna. Svo góður og mildur er þessi barnadauði að enginn, næstum enginn vogar sér að minnast á hann án þess að vera talinn með þeim sem vilja girða fyrir veginn til betra lífs.

Enda hefur sýnt sig að ekkert virkar til að breyta viðhorfi manna um þessi mál; engin ræða, engin orð, engar myndir, engin samtök eða flokkar. Allir horfa í hina áttina, þangað sem sálinni hefur verið sagt að fara.

Það sem eina sem dugar er það sem sigrar dauðann og hélt okkur uppi um allar aldir og það er Krossinn, miskunnarríkur, eilífur og óútskýranlega sterkur Kross Drottins Jesú Krists, sem er Lífsins tré.

 Þorgeir Ljósvetningagoði – altarismynd í Bessastaðakirkju.

Þessi pistill var fenginn með góðfúslegu leyfi Guðmundar Pálssonar, læknis og félaga í Kristnum stjórnmálasamtökum, af Facebókar-síðu hans.


Bloggfærslur 6. apríl 2017

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Ágúst 2017
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • p01bqmq4
 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (20.8.): 52
 • Sl. sólarhring: 89
 • Sl. viku: 1109
 • Frá upphafi: 377974

Annað

 • Innlit í dag: 41
 • Innlit sl. viku: 876
 • Gestir í dag: 40
 • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband