Hreint út sagt

Það er stundum sagt um menn, að þeir hafi eitthvað í blóðinu, þegar talað er um eiginleika þeirra og hæfileika.

Það er ýmislegt, sem fer út í blóðið. Sagt er, að það taki áfengi 17 sekúntur að ná til heilastöðvanna, sem það hefur áhrif á og veldur vímu. Það kemst þangað með blóðinu. En súrefni og næring eru einnig í blóðinu. Andrúmsloftið gefur  líf og holl fæða næringu.

En það er annað sem fer út í blóðið og veitir mönnum heilbrigði, og það er orð Guðs. "Ef maður les lögmálið (TORAH) í barnæsku mun blóðið soga það í sig." (The Living Talmud eftir Judah Goldin, bls. 177) Með öðrum orðum, þá fer lögmálið í genin og er í genunum. Þar veitir það vörn gegn hættum lífsins og ver manninn fyrir sjúkdómum.

Lögmálið kallast Torah á máli gyðinga og kemur þaðan inn í enskuna. Í því orði er orðrótin: ORA, sem er rót orða eins og oral (munnlega), oration (ræða), oratory (mælskulist eða lítið bænahús) svo eitthvað sé nefnt. Athyglisvert er einnig, að þessa rót er að finna og er áberandi í heiti trúarbókar múslima, Koran (k-ora-n) en hann virðist byggja mikið á trúarbókum gyðinga.

Orð (Orð og Word hafa bæði ora-rótina í sér) geta verið bæði til góðs og ills. Það skiptir því máli hvað menn heyra og hvað menn lesa, því það festist í manni, með öðrum orðum, það fer út í blóðið. Orð geta gefið mikinn styrk, en einnig tært manninn upp, eins og ruslfæði líkamann. Fólk hafði því einstaklega gott af húslestrum, sem stundaðir voru hér á landi á sínum tíma og mætti taka upp aftur.

"Orð þitt lætur mig lífi halda." (Sálmur 119:50) Svo segir í okkar helgu bók. "Orð Guðs eru hrein orð," segir á öðrum stað. (Sálmur 12:17)

Það fer út í blóðið og berst um líkamann. Vísindin eiga eftir að segja vantrúarmönnum hvernig það gerist. Við hin trúum því, hreint út sagt.

"Orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggja sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar, anda, liðamóta og mergjar og dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans." (Hebreabréfið 4:12)

Einar Ingvi Magnússon.  


Bloggfærslur 2. ágúst 2017

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Ágúst 2017
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • p01bqmq4
 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.8.): 2
 • Sl. sólarhring: 70
 • Sl. viku: 1062
 • Frá upphafi: 378016

Annað

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 840
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband