Ekki í okkar nafni - Borgarstjórn ætti að sinna brýnustu málum, ekki sýndarmennsku

Áfram heldur vanhæf borgarstjórn að sólunda útsvarsfé borgarbúa í óþarfa hluti og gagnslausa, svo sem í þrengingu gatna og nú að spandera í máln­ingu göngustíga í litum eins þeirra þrýstihópa sem vinstri flokkarnir gera hosur sínar grænar fyrir, trúlega í von um að atkvæði þeirra geti gert útslagið um að bjarga þeim frá yfirvofandi hruni eftir afar slælega frammistöðu fyrir borgarana.

Miklu nær væri fyrir borgarstjórn að bæta úr sárri vöntun á húsnæði og reyna að stuðla að lækkandi fasteigna- og leiguverði. Til þess þarf hún (meðan hún enn fær að sitja) að 

 1. hætta að leggja á allt of há byggingarleyfa- og gatnagerðargjöld,
 2. úthluta miklu fleiri lóðum,
 3. láta byggja miklu fleiri leiguíbúðir,
 4. hætta að reka íslenzkt lágtekjufólk úr félagslegu leiguhúsnæði og að setja inn ólöglega hælisleitendur í staðinn,
 5. hætta að bjóða Útlendingastofnun húsnæði fyrir hælisleitendur, það gerir okkur bara það ógagn að auka straum þeirra hingað, gengur um of á fáanlegt leiguhúsnæði, hækkar því leiguverð, okkar eigin leigjendahópum til óþurftar og fjárhagsbyrðar og að endingu borginni til aukinna útgjalda í formi húsaleigubóta. Þá tapa útsvarsgreiðendur einnig, ýmist í formi hækkaðra álagna eða skertrar þjónustu.

Þá væri mjög óskandi, að Dagur B. Eggertsson færi að lesa gríska heimspeki, Lögin eftir Platón væru t.d. kjörið lesefni fyrir hann.

Það bagar mjög alla umræðu, hversu fáfróðir jafnvel leiðandi menn margir eru um vizku og spekirit aldanna. Mannkynið fæddist ekki í gær og hefur verið yfir 30 aldir að safna sér í sjóð þekkingar, reynslu og vísdóms á sviði mannlífs og siðfræði, heimspeki, trúar og vísinda. Einfaldar patent­lausnir og tilrauna­starfsemi, sem lítil reynsla er komin á, njóta oft hylli lýðskrumara og illa upplýstra, en boðunar­gjarnra blaðamanna, en vizku aldanna er vísað frá í hugsunarlitlu yfirlæti.

Jón Valur Jensson.

PS. 500 gestir voru þennan dag á Krist.blog.is, flestir eflaust á þessa grein. Fleiri hafa þeir ekki verið frá 5. marz (602) og 28. febr. (664) og 11. sept. 2016 (632). Þennan dag hækkaði því Krist.bloggið úr 13. sæti á vinsældalista Moggablogga upp í það níunda.


mbl.is Regnbogalitir við Ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. ágúst 2017

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Ágúst 2017
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • p01bqmq4
 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.8.): 2
 • Sl. sólarhring: 70
 • Sl. viku: 1062
 • Frá upphafi: 378016

Annað

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 840
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband