Missum ekki af ţví ađ hafa áhrif

Jón Valur Jensson, maí 2016Kristin stjórnmála­samtök styđja Íslensku ţjóđ­fylk­ing­una og hvetja menn til ađ taka ţátt í lands­fundi hennar 2. apríl nk. Ár­gjald­iđ* ţarf ađ greiđa í síđ­asta lagi í dag. Helzti tals­mađ­ur KS er í fram­bođi, Jón Val­ur Jens­son (mynd), og enn er til miđ­nćtt­is opiđ á fram­bođ til for­mennsku, vara­for­mennsku, gjald­kera­starfs og í 12 manna flokks­stjórn. A.m.k. ţrír ađrir félagar í KS voru á listum fyrir Ís­lensku ţjóđ­fylk­inguna í haust, María Magn­ús­dóttir, Stein­dór Sigur­steins­son og Tómas Ibsen Hall­dórsson.

Auk Jóns hafa bođiđ sig fram í ţessum kosn­ingum ÍŢ tveir efstu menn Suđur­lands­listans frá í haust, Guđ­mundur Ţor­leifs­son og Reynir Harđ­ar­son á Selfossi, einnig efsti mađur list­ans í Norđ­vestur­kjördćmi, Jens G. Jens­son skip­stjóri, og Hjördís Diljá Beck. HÉR má fylgjast međ fram­bođum í flokknum.

Vel skipuđ flokksstjórn er ómissandi burđarás í starfi flokks­ins. Ţeir, sem hafa áhug­ann og tök á ţví ađ stunda félags­starf í ţágu flokks­ins og hafa sín áhrif á frammi­stöđu hans, ćttu nú ađ gefa kost á sér til ţess. 

Ţađ er kannski lygilegt í sumra augum, en SATT, ađ kristnir menn geta nú haft sín ein­dregnu áhrif á stjórn­mála­flokk hér á landi. Til ţess ţarf bćđi vilja­ákvörđun og sam­stöđu. Ţetta ćtti ekki ađ vera mikiđ mál fjár­hags­lega, árgjaldiđ fyrir allt áriđ 2017 er ađeins 3.000 kr. og greiđist inn á banka­reikning Íslensku ţjóđ­fylk­ingarinnar, nr. 1161-26-4202 (kennitala  420216-0330), og bćta má viđ skýringunni "árgjald".

Veriđ alveg handviss um ađ ţađ er enginn annar flokkur sem vill styđja í verki "kristin gildi og viđhorf," eins og segir í grunn­stefnu ÍŢ. Flokkurinn virđir vissulega trúfrelsi, "en hafnar trúar­brögđum sem eru andstćđ stjórnar­skrá," eins og ţar segir.

Eitt helzta stefnumál undirritađs er ađ gera Íslensku ţjóđ­fylk­inguna ađ vaxta­lćkkunar­flokkn­um öllum öđrum fremur, í ţágu íbúđa­kaupenda sem búa viđ vaxtaokur bank­anna, ekki sízt međ langtíma-hand­stýringu seđla­banka­stjóra á stýri­vöxtum í landinu. Nánar um ţađ og fleiri málefni hér neđar (og hér), en fyrst ţetta:

Um fósturvíg. Komist undirritađur til leiđandi áhrifa í flokknum, mun hann beita sér ţar eindregiđ fyrir öđrum lausnum en ţeim, sem hér hafa veriđ algeng­astar vegna "slysa­ţung­ana". Félagsleg vandamál fólks á ekki ađ "leysa" međ ţví ađ níđast á veik­asta ađil­anum í ţessu sambandi, ófćdda barninu. Ţvert á móti ber ađ leysa félagsleg vandamál međ félagslegum hćtti, svo sem

 • međ sérstakri fjárhagsađstođ, ef í ljós kemur, ađ viđkom­andi eigi of takmark­ađan rétt á félags­legri ađstođ ríkis og sveit­ar­félags; sú opinbera ađstođ, auk međlaga, er reyndar miklu meiri en margir gera sér grein fyrir (sjá hér: Ađstođ viđ einstćđar mćđur er mun meiri en margar ţung­ađar konur vita), en undantekningar ţó til, s.s. hjá ţeim konum sem ekki eiga rétt á fullu fćđingar­orlofi, ađeins fćđ­ingar­dag­pen­ingum; 
 • međ međal­göngu um ađ umsćkjendur um barn til ćttleiđingar geti tekiđ ađ sér "óvel­komiđ" barn ţung­ađrar konu sem býr viđ erfiđar ađstćđur til ađ ala upp barn;
 • einnig má hafa međalgöngu um ađ barniđ geti fengiđ fósturforeldra, án ţess ađ móđirin missi rétt til umgengni viđ ţađ;
 • međ útvegun húsnćđis til ţungađra og ein­stćđra kvenna sérstak­lega, eins og sjálfseignarstofnunin Móđir og barn stóđ fyrir um árabil og eins og Félag einstćđra foreldra hefur rekiđ af myndarskap um áratuga skeiđ fyrir einstćđa foreldra (sími 551-1822, netfang fef@fef.is);

Ţar ađ auki má nefna, ađ veruleg takmörkun fóstureyđinga af félagslegum ástćđum myndi fljótt hafa áhrif til fćkkunar óráđ­gerđra ţung­ana, ţegar vitađ vćri, ađ "útleiđ" fóstur­eyđ­ingar úr klípunni er ekki lengur til stađar og meiri ástćđa fyrir óbundiđ fólk til varkárni. Leiđin ađ ţessu marki kann ađ vera löng og erfiđ, en öll frćđsla um líf og ţroska­feril hinna ófćddu er ţar ómiss­andi ţáttur, og einn áfanga­sigurinn gćti veriđ fólginn í ţví, ađ umsćkj­endur um fóstur­eyđingu veriđ sjálfir ađ bera af henni kostn­ađinn í stađ ţess ađ velta honum yfir á ríkiđ og skatt­greiđendur.

Ţađ er fráleitt ađ ţessi ađgerđ sé öđrum fremur undanţegin kostnađar­hlutdeild viđkomandi, enda er ţađ ekki svo, ađ ríkiđ og samfélagiđ allt eigi einhverra hagsmuna ađ gćta af ţví ađ láta deyđa ófćdd börn. Ţvert á móti fćđast hér of fá börn: ţyrftu ađ vera 2,1 ađ međaltali á hvert par/hjón eđa hverja konu, til ţess ađ ţjóđin bara standi í stađ í mann­fjölda, en skv. síđustu tiltćku tölum, áriđ 2015, fćddist hér ađeins 1,81 barn á hverja konu!**

Nýtt áhlaup fósturdeyđinga­sinna á lífsrétt ófćddra barna hefur nú veriđ bođađ, og standa ađ ţví m.a. fulltrúar International Planned Parenthood hér á landi, einhverra mestu fóstur­vígs­samtaka heims, og hefur veriđ fjallađ um ţetta hér og víđar í nýlegum pistlum. Ráđherraskipuđ nefnd vill nú gefa konum algert sjálfdćmi um ađ láta eyđa fóstri sínu allt til loka 22. viku međgöngu, og ţađ ódćđis­verk leyfir nefndin í hrćsni sinni ađ kalla "ţungunarrof"! En hér sjáiđ ţiđ mynd af 21 viku gömlu fóstri: 

  (sjá fleiri myndir HÉR og HÉR!).

Er Íslenska ţjóđfylkingin "eins máls flokkur"?

Sumir ímynda sér, ađ Íslenska ţjóđfylkingin sé "eins máls flokkur", međ alla áherzlu á inn­flytjenda­mál, en ţví fer víđs fjarri, ţótt varkár fyrir­hyggja í ţeim efnum einkenni ţennan flokk í meira mćli en nokkurn annan flokk íslenzkan. En áhersla okkar er á hag og rétt ţjóđar­innar og allra stétta í öllum málum: ađ standa međ heimil­unum, gegn okur­vaxta­stefnunni sem leggur óhóflegar byrđar á jafnt yngra fólk sem eldra, og ađ vinna gegn fátćkt á Íslandi: ţađ og mannsćmandi heilsugćzla er í forgangi hjá flokknum.

Sú áherzla er rétt ađ styđja og efla Land­helg­is­gćsluna, ţyrlu­sveitina og lögregluna međ verulega auknum framlögum úr ríkis­sjóđi til ađ bćta upp fyrir nćr áratugs langa vanrćkslu.

Ennfremur ađ standa gegn stórfelldri einka­vćđingu ríkis­eigna, sem núverandi stjórnar­flokkar eru međ í pípunum. Viđ í ÍŢ viljum hvorki selja Lands­virkjun né Landsbankann og heldur engan rafstreng til útlanda.

En aftur ađ íbúđa- og vaxta­málunum: Ef farin yrđi sú leiđ ađ lögfesta hámarksvexti á verđ­tryggđum íbúđalánum verđi 2%, yrđu afleiđ­ing­arnar m.a.:

 1. Af 15 millj. kr. láni hjá Íbúđalánasjóđi myndi ţessi lćkkun úr 5 í 2% ţýđa lćkkun vaxtanna úr 48.719 kr. á mán. í 19.488 kr. Sparn­ađ­urinn af ţví eina láni yrđi ţannig hátt í 30.000 kr. á mánuđi; fjölskyldur munar um minna! Fyrir ungt fólk, sem er ađ kaupa sér sína fyrstu íbúđ af ódýrasta tagi, á um 20-25 millj. króna, og ţurfa a.m.k. 15. millj. króna Íls.-lán, ţá fćli ţessi vaxta­lćkk­un í sér, ađ mánađ­arleg afborgun međ öllum kostnađi myndi lćkka úr um 98.000 kr. í um 65.000, sem er allt annađ ađ kljást viđ. Ţá getur ţetta unga fólk veriđ ađ borga af sinni eigin íbúđ framvegis í stađ ţess ađ vera á rándýrum leigumarkađi. Í stuutu máli sagt: Ţetta myndi gerbreyta ađstöđu ungs fólks til ađ kaupa sína fyrstu íbúđ.
 2. Á sama tíma vćri ţetta verđugt viđnám gegn oki og ofur­gróđa bankanna og vogunar­sjóđ­anna sem fjárfesta í ţeim á kostnađ íslenzks almennings!
 3. Trúlega yrđi ţetta almikilvćgasta ađgerđ til ađ standa gegn ţví ađ krónan ofreisi sig.
 4. Ţar međ styrkjast útflutnings­greinar okkar, en međal gagnrýnenda hávaxtanna eru ekki ađeins varđliđar alţýđunnar eins og Vilhjálmur Birgisson á Akranesi og Rúnar Ţór Ingólfsson í VR, heldur einnig fram­kvćmda­stjóra allra helztu atvinnu­rekenda­samtaka (SI, SA, SAF, SFS og SVŢ), sem berjast nú opinberlega fyrir lćkkun vaxta.

Ţađ kórónar svo ágćti Íslensku ţjóđfylk­ing­ar­innar, ađ hún er eindregiđ fylgjandi áfram­hald­andi sjálf­stćđi landsins og hafnar hispurs­laust öllu tali um "Evrópu­sambands­ađild"

Neđanmálsgreinar:

Árgjaldiđ, til ađ tryggja mönnum at­kvćđa­rétt og áhrif í flokknum, skal greiđa inn á bankareikning, 1161-26-4202, kennitala Ís­lensku ţjóđfylk­ingar­innar er 420216-0330 (geymiđ kvittunina og sendiđ helzt netbréf, e-mail, ţessari greiđslu til stađfestingar, í net­fangiđ thjodfylking@gmail.com).

** Fleiri eru ţćttir ţessa máls, m.a. sá, ađ hér hefur um margra ára skeiđ veriđ unniđ ađ ţví ađ koma í veg fyrir barns­fćđ­ingar stúlkna undir 20 ára aldri, og hefur ţađ án efa haft áhrif inn í ráđgjöfina sem á ađ veita barns­hafandi konum á kvenna­deild Land­spítalans. Sjálfur yfirmađur kvenna­deildar var fyrir nokkrum áratugum byrjađur ađ tala gegn barns­fćđ­ingum ungra stúlkna, og nú er ţađ einnig gert í nefndar­álitinu um endur­skođun fóstur­eyđinga­laganna. Ţó eru, eins og áđur kom fram, fćđingar hér á landi komnar undir "replacement level", ţ.e.a.s. hefur fćkkađ svo, ađ ţjóđinni fer međ sama áfram­haldi fćkkandi. Sbr. einnig í ţessu sambandi gagnrýni unglćknis á ţá stefnu sem uppi er hjá yfirvöldum gagnvart ţungunum kvenna undir tvítugu.

Jón Valur Jensson.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Júní 2017
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete
 • kristur 919467.gif

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (26.6.): 17
 • Sl. sólarhring: 263
 • Sl. viku: 1452
 • Frá upphafi: 367539

Annađ

 • Innlit í dag: 13
 • Innlit sl. viku: 1207
 • Gestir í dag: 13
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband