Er það eftirsóknarvert að Evrópuþjóðir deyi út?

Afgerandi sigrar vinnast ekki aðeins með vopnum. Kristin­dóm­urinn lagði undir sig Evrópu, að miklu leyti án vopna. Islam mætti á sviðið sem ráð­andi afl í Mið-Austur­lönd­um, Norður-Afríku og víðar við Miðjarðarhaf austan- og vestan­vert, fór að mestu um með valdi sverðsins og myndaði eitt mesta heimsveldi sögunnar.

En Erdogan Tyrklandsforseti sér þetta rétt: að islam getur lagt undir sig Evrópu með því að hver múslima­kona eignist fimm börn. Það sama hafði Ghaddafi bent á með sinni forspá. Geldneytin, sem kalla mætti í Evrópu, virðast ætla að gefa islam sigurinn eftir. Það tekur þá ekki margar kynslóðir, ef viðnámið verður ekkert.

Jafnvel þótt múslimskar konur taki ekki allar því kalli að eignast fimm börn hver, kemur annað á móti: að þær byrja miklu fyrr en evrópskar konur að eignast sín börn, strax upp úr 16 ára aldri, en evrópskar nálgast nú 30 ára aldurinn að meðaltali í fyrstu barneignum. Einnig þetta stuðlar að margföldun múslimska þjóðamassans (hefur t.d. sýnt sig ótrúlega hratt í Egyptalandi frá því um 1900) og hraðar enn meir yfirburðum hans yfir evrópsku þjóðirnar, sem allmargar eru nú komnar undir "replacement level" vegna fárra og síðbúinna fæðinga: fer sem sé fækkandi og með mun stór­stígari hætti eftir 15-25 ár, þegar saxa fer hratt á hina fjölmennu "baby boom"-kynslóð eftirstríðsáranna.

Samvizka Evrópu má horfa til óneitanlegra glæpa sinna með milljónatuga-fósturvígum síðustu 40-50 ára.

Afturhvarfs er þörf, iðrunar og yfirbótar. Kristindómurinn, með heilnæmri, heilbrigðri kenningu sinni, var allan tímann með orð sannleikans í þessum efnum og það sem þjóðunum, okkur öllum, var í raun fyrir beztu. 

Virðum ófædda lífið, þá virðum við lögmál Skapara okkar. Leyfum honum þannig að vernda þessar þjóðir og umfram allt börnin okkar og aðra afkomendur, að þau megi áfram búa við trygga tilveru.

Ekki vantar að kynlífið sæki mjög á vestrænar þjóðir, að miklu leyti undir formerkjum sjálfselskrar nautnahyggju. En nautnahyggja byggir ekki upp þjóðir. Kynlífið er verðmætt gildi, en þar til heyrir sönn umhyggja og ábyrgð. Um það er hjónabandið fagur rammi, en hvert barn er þó ómetanlega mikils virði.

Jón Valur Jensson.

(Upphaflega athugasemdir við pistil Páls Vilhjálmssonar.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það vantar þjóðernisástina en flestar þjóðir myndu ekki leggja það á sig í dag að eiga börn þótt þeir væru að missa land sitt. Langafi og amma áttu 8 börn og tvö ár á milli allra sem sínir að þetta var fyrirfram planað.

Hugtakið varnir er ekki til lengur og ekki hægt að berjast við óvopnað fólk heldur né að svelta það.

Þessir menn í suðaustri vita vel hvað þeir eru að gera.   

Valdimar Samúelsson, 20.3.2017 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Ágúst 2017
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • p01bqmq4
 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (20.8.): 52
 • Sl. sólarhring: 89
 • Sl. viku: 1109
 • Frá upphafi: 377974

Annað

 • Innlit í dag: 41
 • Innlit sl. viku: 876
 • Gestir í dag: 40
 • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband