Hversdagsleg trú

 

In my office 004 Dagar mannsins eru marg­breyti­legir. Suma daga er gaman að lifa, margir eru erfiðir, aðrir lítt bæri­legir. Einum hráslaga­legum og gráum degi man ég sér­stak­lega vel eftir.

Þá kom ég þreyttur heim, skömmu eftir hádegi. Ég var þó meira and­lega örmagna. Ískaldur gráminn úti fyrir fyllti hvern krók og kima og þrengdi sér inn í hugskot mitt.

Ég kjökraði og lagðist fyrir í beddann minn og reyndi að skýla mér undir teppi. Guð virtist svo fjarri. Ég bað hann um að lofa mér að finna nærveru sína, leiða mig og sýna mér, að honum væri ekki sama um mig. Það var þrúgandi þögn, utan við smellina í lyftunni, þegar ósýnilegt fólk var að koma og fara. Ég lauk við bænina með augun full af tárum.

Í andlegum óróleika mínum stóð ég upp úr beddanum og sótti Biblíuna ofan úr hillu. Ég ætlaði að sjá hvað Guð myndi við mig tala í orði sínu. Ég tók nokkur skref að glugganum og leit út í bakgarðinn. Grámi, skýjað, rigning. Það sást ekki maður á ferli á þessu hversdagslega eftirmiðdegi. Enginn trúboði bankaði á dyrnar mínar. Enginn hringdi símanum. Ég heyrði ekki rödd Guðs af himnum hugga mig. Aðeins skellina í lyftuhurðinni. Svo opnaði ég hina helgu bók. Það sem ég las varð kraftaverk dagsins. Guð sagði í sínu heilaga orð:

"Ég hef heyrt bæn þína og séð tár þín." (Jesaja 38:5)

Á því augnabliki vissi ég að Guð var hjá mér. Hans lifandi orð hafði opinberað það á svo áhrifamikinn hátt. Hann lét mig vita, að honum stóð ekki á sama um mig. Hann hafði heyrt bæn mína og séð tár mín á þessum drungalega hversdagsdegi. Þegar mér fannst ég einn og yfirgefinn kom hann til mín með þessum líka áhrifamikla hætti og breytti á augabragði tilverunni úr grámyglu og myrkri í sólbjarta veröld gleðinnar, hlýjunnar, ylsins og blæsins mjúka á tárvota vanga.

 

Einar Ingvi Magnússon.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Já Einar Ingvi þannig er Guð, eins og þú lýsir, Hann er trúr Orði sínu. Hversu oft hefur maður ekki upplifað Hann á slíkum stundum sem þessum? Þakka þér fyrir þessa hugvekju þína, hún er uppörvandi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 1.6.2017 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Ágúst 2017
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • p01bqmq4
 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.8.): 28
 • Sl. sólarhring: 172
 • Sl. viku: 1196
 • Frá upphafi: 377526

Annað

 • Innlit í dag: 16
 • Innlit sl. viku: 973
 • Gestir í dag: 15
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband