Fortilvera á fósturstigi

Ég get fullyrt, að ég var til áður en ég fæddist. Í níu mán­uði óx ég og dafn­aði í móður­lífi, lifði og mótaðist í full­vaxið fóst­ur, sem varð til­búið að koma í heim­inn, sem nýburi.

Líf mann­eskju byrjar við getn­að, því þá byrjar hún að mótast stig af stigi og hefur byrjað tilveru sína, þó ófædd sé. Enda segir í Genfarheiti lækna, að þeir heiti því, að vernda líf, allt frá getnaði. Því er það hefð margra asíuþjóða, að bæta níu mánuðum meðgöngutímans við aldur manns.

Ég hef átt bágt með að skilja, hvers vegna svokölluðu sið­menntuðu fólki finnst mörgu hverju í lagi, að slíta fóstur, ófædd börn úr móðurlífi og fleygja þeim á sorp­haugana. Borið er við óhag­kvæmum félags­legum aðstæðum, til að réttlæta eyðingu, eða líflát mannlífs fyrir fæðingu.

Fóstur eru lifandi ófæddar verur, mann­eskjur á fyrstu stigum lífsins, sem hafa byrjað að vera til og eru í mótun. Þær eiga fullan rétt á því að lifa og vera vernduð af yfir­völdum, eins og aðrar manneskjur. Kannski það þurfi að vera til sérstök deild innan barna­verndar­nefnda, sem sérhæfi sig í barnavernd ófæddra barna.

Ég fæ ekki skilið hvers vegna sprenglært fólk, sem kennir sig við siðmenningu og háskóla­gráður, fram­kvæmi eyðingu á lifandi ófæddum börnum. Þarna hlýtur að vera á ferðinni tíðarandi andskotans, sem hertekið hefur hugi þeirra, sem með völdin fara, þeirra sem taka sér vald, sem Guði einum leyfist að nota.

Fyrir löngu var ég fóstur og er maður í dag, því ég átti mér kærleiksríka foreldra, sem virtu guðslög. Ég átti fortilveru á fósturstigi og fékk að lifa.

Einar Ingvi Magnússon.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Ágúst 2017
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • p01bqmq4
 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.8.): 2
 • Sl. sólarhring: 70
 • Sl. viku: 1062
 • Frá upphafi: 378016

Annað

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 840
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband