Samband

Á vormánuðum ársins 2007 var ég við enskukennslu úti í Brati­slava. Einn einka­nemenda minna var hún Lenka, sem var mjög elsku­leg, ung og falleg kona. Hún var barns­hafandi á þessum tíma. Þegar hún fyrst nefndi með­göngu sína við mig, varð mér ljóst, svona undir niðri, að það væri drengur, sem hún gengi með, og sagði ég henni það. Síðan minnt­ist ég oft á litla strák­inn hennar við hana, þegar við ræddum saman í samtals­tímum okkar, þá venjulega yfir tei og bakkelsi Lenku.

Eins og önnur sumur hélt ég til Íslands í lok maí umrætt ár, til að fara í vinnu heima á Íslandi og vinna mér inn pening fyrir veturinn, þar sem lítið var að hafa fyrir kennsluna og dugði engan veginn fyrir nauðsynjum úti í Slóvakíu. Áður en ég fór kvaddi ég Lenku og óskaði henni alls hins besta og að fæðingin gengi vel, þegar að henni kæmi, þó daginn vissi hvorugt okkar.

Svo var það einhverju sinni á miðju sumri, að mér verður allt í einu hugsað til Lenku og sonarins. Sendi ég henni þá skilaboð á farsímanum mínum og sagði henni að ég væri á Íslandi. Ég sagðist vonast til þess, að henni heilsaðist vel og drengnum hennar. Hafði ekkert heyrt frá henni og engar fréttir fengið af henni í margar vikur, eða síðan ég hafði farið frá Slóvakíu. Hún sendi mér skilaboð klukkustund seinna.

"Mér fæddist sonur fyrir klukkutíma síðan," sagði hún í skilaboðum sínum. Hún hafði verið að fæða drenginn sinn í heiminn, þegar ég fékk hana svona sterkt á tilfinn­inguna og sendi henni skilaboð. Ég gladdist í hjarta við að fá þessar góðu fréttir, brosti með sjálfum mér og hugsaði með mér hversu stórkost­leg tilveran væri og hve samband fólks getur verið hjartanlegt, hin æðri vitund dásamleg og sérstakur yndisauki.

Einar Ingvi Magnússon.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Ágúst 2017
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • p01bqmq4
 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.8.): 2
 • Sl. sólarhring: 70
 • Sl. viku: 1062
 • Frá upphafi: 378016

Annað

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 840
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband