Sunnudagur, 8. desember 2019
Þingmenn með og móti lífinu: Þess skal minnzt hvernig einstakir þingmenn greiddu atkvæði um líf og dauða ófæddra nú í vor!
ALLIR þingmenn VG, Framsóknarfl., Samfylk., Pírata og Viðreisnar sögðu JÁ, en báðir þingmenn Flokks fólksins, átta af 9 þingmönnum Miðflokksins og 8 af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sögðu NEI. Í þremur síðastnefndu flokkunum sögðu engir JÁ nema fjórir í Sjálfstæðisflokki. Miðflokkskonan greiddi ekki atkvæði, eins og tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks, en tveir í þeim flokki voru fjarverandi.
Atkvæði féllu þannig: Já 40, nei 18, þrír greiddu ekki atkv., fjarvist 0, fjarverandi 2. Hér er heildar-nafnalistinn (í þeirri hlutkestis-röð þingmanna, þegar nafnakall fór fram um málið, en að öðru leyti í stafrófsröð):
Njáll Trausti Friðbertsson: greiðir ekki atkvæði, Oddný G. Harðardóttir: já, Ólafur Þór Gunnarsson: já, Ólafur Ísleifsson: nei, Óli Björn Kárason: nei, Páll Magnússon: nei, Rósa Björk Brynjólfsdóttir: já, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: nei, Sigríður Á. Andersen: nei, Sigurður Ingi Jóhannsson: já, Jón Þór Þorvaldsson: nei, Silja Dögg Gunnarsdóttir: já, Smári McCarthy: já, Halla Gunnarsdóttir: já, Svandís Svavarsdóttirr: já, Vilhjálmur Árnason: fjarverandi, Willum Þór Þórsson: já, Þorgerður K. Gunnarsdóttir: já, Þorsteinn Sæmundsson: nei, Þorsteinn Víglundsson: já, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir: fjarverandi: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir: já, Hjálmar Bogi Hafliðason: já, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir: já, Andrés Ingi Jónsson: já, Anna Kolbrún Árnadóttir: greiðir ekki atkvæði, Ari Trausti Guðmundsson: já, Ágúst Ólafur Ágústsson: já, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttr: já, Ásmundur Einar Daðason: já, Ásmundur Friðriksson: nei, Bergþór Ólason: nei, Birgir Ármannsson: nei, Birgir Þórarinsson: nei, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir: já, Bjarni Benediktsson: nei, Björn Leví Gunnarsson: já, Bryndís Haraldsdóttir: já, Brynjar Níelsson: nei, Guðjón S. Brjánsson: já, Guðlaugur Þór Þórðaron: já, Guðmundur Ingi Kristinsson: nei, Guðmundur Andri Thorsson: já, Gunnar Bragi Sveinsson: nei, Halla Signý Kristjánsdóttir: já, Halldóra Mogensen: já, Hanna Katrín Friðriksson: já, Haraldur Benediktsson: greiðir ekki atkvæði, Helga Vala Helgadóttir: já, Helgi Hrafn Gunnarsson: já, Inga Sæland: nei, Jón Gunnarsson: nei, Jón Þór Ólafsson: já, Jón Steindór Valdimarsson: já, Karl Gauti Hjaltason: nei, Katrín Jakobsdóttir: já, Kolbeinn Óttarsson Proppé: já, Kristján Þór Júlíusson: já, Alex B. Stefánsson: já, Lilja Rafney Magnúsdóttir: já, Líneik Anna Sævarsdóttir: já, Logi Einarsson: já, Steingrímur J. Sigfússon: já.
Heimild: https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/atkvaedagreidsla/?nnafnak=57254
Fjörutíu þingmenn vilja EKKI gefa ófæddum, fullkomlega mannlegum fóstrum á þessum aldri líf, ef móðurinni (eða einhverjum sem þrýstir nógu fast á hana*) þókknast að láta fyrirkoma barninu (sjá um aðferðirnar hér).
20 vikna fóstur með fullt sársaukaskyn:

Ófæddir, lífsvernd | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. desember 2019
Hvers lags barnamálaráðherra er það sem samþykkir ólög um þjáningarfulla deyðingu 22ja vikna ófæddra barna?
--- og það af hvaða ástæðu sem er! Það þarf mann eins og Ásmund Einar Daðason til slíks verks! Sjá:
Þingmenn með og móti lífinu: þess skal minnzt hvernig þingmenn greiddu atkvæði um líf og dauða ófæddra!
Ásmundur Einar situr á þingi fyrir Framsóknarflokkinn, en áður fyrir Vinstri græna.
Hvernig getur barnamálaráðherra tekið afstöðu með því að deyða ófætt barn, sem komið er á sjötta mánuð meðgöngu, allt til loka 22. viku meðgöngunnar, þegar vitað er, að það er jafnvel komið með fullt sársaukaskyn? Er barnamálaráðherrann fylgjandi pyntingum ófæddra barna?
Það er eðlilegt að spurt sé. Í 68. grein stjórnarskrárinnar segir svo:
"Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu."
Nú er vitað mál að 8 vikna er fóstrið komið með skynnema í andlitið (facial sensory receptors) og mikilvægar tengingar mænu og upp í heila orðnar til staðar í 14 vikna fóstri. Þegar það er orðið 20 vikna er það komið með sársaukanema (pain receptors) um allan líkamann og taugatengingar þeirra upp í heila. Sjá t.d. samantekt erlendra heimilda hér: https://lifsrettur.blog.is/blog/lifsrettur/entry/2233598/ þar sem lesa má upplýsingar frá dr. Colleen Malloy, MD, nýburafræðingi og aðstoðarprófessor við Northwestern University, og dr. Kanwalkeet Anand, svæfingalækni og leiðandi sérfræðingi í sársaukaskyni ófæddra.
Ekki seinna en 20 vikna er fóstrið því komið með fullt sársaukaskyn. Lengi vel fóru flest fósturvíg fram með útskafi eða sogskafi. Fósturvígsaðgerðir eftir 12.-14. viku eru hættulegri en þær sem fyrr eru gerðar með sogskafsaðferð; áhættan eykst með hærri aldri. D & E-aðferðin er varasöm, þar sem notaðar eru tengur til að rífa útlimi einn eftir annan af fóstrinu, og þó teljast salt-eitrunar- og prostaglandín-aðferðirnar hafa meiri áhættu. Sú síðarnefnda framkallar samdrætti í leginu og fyrirburafæðingu sem yfirleitt, en ekki alltaf leiðir til andvana fædds barns. Sú fyrrnefnda, notuð eftir 16. viku, með sprautu gegnum kviðinn, eitrar legvatnið, svíður og brennir yzta lag hörunds fóstursins, sem gleypir saltvatnið, streitist á móti, með krampaflog, en deyr eftir rúma klukkustund; sólarhring seinna fær móðirin hríðir og fæðir andvana barnið. Langdreginn dauðdaginn er grimmilegur. Enn ein aðferð er legnám. Tilfellum aðgerða með lyfjum hefur fjölgað mikið hér á seinni árum.
Allt frá stuttmyndinni Hljóða ópið, gerðri 1984 undir leiðsögn fyrrum mikilvirks fóstureyðingalæknis, dr. Bernards Nathanson, hefur verið kunnugt hvernig fóstur bregzt heiftarlega við árásum á líf þess, einkum þegar notaðar eru tangir til að rífa það í sundur, unz ekkert er eftir, legið hreinsað, til að ekki komi upp sýkingar og bólgur.
Að ráðast með löggjöf, eins og gert var í vor, á 20-22 vikna fóstur (já, til loka 22 viku, þegar dæmi eru um, að fóstur geti lifað af fyrirburafæðingu) er ekki aðeins ómannúðlegt, heldur stríðir gegn ákvæðum 68. greinar stjórnarskrár, banninu gegn pyntingum.
En erum við í alvöru með barnamálaráðherra, sem styður pyntingar ófæddra barna? Hversu vel eða illa fer það barnamálaráðherra að hafa slíka afstöðu? Hvar er samvizka hans og sannfæring í velferðarmálum barna?
Hvers vegna greiddi Ásmundur Einar atkvæði með þessari löggjöf? Svo virðist sem sú afstaða hans sé annað tveggja:
a) leifar af vinstrimennsku hans (í Vinstri grænum) -- eða
b) til komin vegna flokksaga í þingflokki Framsóknarflokksins að greiða atkvæði með þessari dauðalöggjöf, sem þeirra framlag til að þókknast ráðherrum Vinstri grænna í stjórnarsamstarfinu, Svandísi Svavarsdóttur, sem að sínum Lenínistahætti flutti þetta frumvarp, og formanninum Katrínu Jakobsdóttur, sem vildi jafnvel persónulega ganga lengra, eins og alræmt er orðið.
Eigi seinna tilfellið hér við, að Ásmundur hafi greitt um þetta atkvæði til að lúta flokksaga, þá er skömmin ekki aðeins Framsóknarflokksins að þvinga þingmenn sína til slíkrar svívirðu, heldur einnig Ásmundar Einars, sem með þessu hefur þá líka brotið aðra stjórnarskrárgrein, þá fertugustu og áttundu, sem hljóðar svo:
Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.
Alveg er ljóst, að þessi "barnamálaráðherra" þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum. Bæði alþjóð og umbjóðendum hans og annarra Framsóknar-þingmanna skulda þeir skýringar á sinni róttæku fósturdrápsafstöðu, sem á eftir að valda þjáningu og dauða fjölda ófæddra barna og jafnframt koma í bakið á þessari þjóð.
Sem þingmaður og félags- og barnamálaráðherra þiggur Ásmundur Einar hartnær 2,3 milljónir í meðallaun á mánuði úr ríkissjóði!!* -- Er það til að verðlauna hollustu hans við þetta vanheilaga stjórnarsamstarf?
* Ásmundur Einar Daðason er með í föst mánaðarlaun 2.280.000 kr. og jólabónus í des. 190 þúsund. Dreift yfir allt árið gerir þetta tæplega 2,3 millj. á mánuði (2.295.840). Fyrir hvað fekk hann jólabónusinn (sem ýmsir fátækari fengu ekki)? Fyrir að taka virkan þátt í að koma í veg fyrir, að einhver jólabörn fengju að fæðast?
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 22. nóvember 2019
Alveg kostulegt að sjá eina stjórnarskrártillöguna talaða niður með snilldarhætti rökræðumanns
Hér gaf Pétur Gunnlaugsson, cand.jur., Útvarps Sögu-maður, þá fulltrúi í s.k. stjórnlagaráði, álit sitt á þeirri tillögu, að "stjórnvöldum ber[i] að vernda öll lífsskoðunarfélög"!
Endilega horfið á þetta myndband.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 07:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. nóvember 2019
Samherjar okkar í Noregi taka afstöðu með frelsi samkynhneigðra til að fara í meðferð
Kristilegi þjóðarflokkurinn í Noregi neitar að taka þátt í því með hinum þremur stjórnarflokkunum (Hægri, Vinstri og Framfaraflokknum) að banna meðferð við samkynhneigð. Með slíku banni hefur það verið haft sem röksemd, að dæmi séu um, að við slíka meðferð hafi verið beitt óeðlilegum, þvingandi aðferðum. Svokölluð homoterapi, sem þar er mest rætt um, er þó fjarri því að vera eina aðferðin, sem beitt er á þessu sviði (sbr. hér um mismunandi aðferðir ýmissa fagaðila), og sömuleiðis fer því fjarri, að meirihluti aðferðanna taki á samkynhneigð meðal unglinga undir lögaldri eða gefi foreldrum þeirra færi á að ráðskast með börn sín.
Ropstad, barna- og fjölskyldumálaráðherra ríkisstjórnarinnar, telur að bann við "kynferðislegri leiðréttingarmeðferð" (n. seksuell reorientering eða konverteringsterapi) þjóni engum tilgangi; ofbeldi og meðferðarúrræði, sem skaðað geti fólk, sé þegar bannað með lögum í Noregi.
"Ég sé ekki þörfina fyrir að banna eitthvað sem er þegar bannað," sagði Ropstad í viðtali við Verdens Gang í gær.
Slíkar meðferðir fyrir samkynhneigða mættu þó vel sæta eftirliti að mati undirritaðs, en of langt er gengið að ætla sér að banna þær allar án greinarmunar, enda hafa menn almennt haft valfrelsi til að velja sjálfir slíkar leiðir og að endurskipuleggja líf sitt í átt til gagnkynhneigðar, rétt eins og mönnum er nú gefið frelsi til að fara í fegrunaraðgerðir og það jafnvel borgað að meira eða minna leyti af ríkisfé.
En um þetta mál er nú deilt í Noregi, eins og lesa má í frétt Mbl.is (tengill hér neðar), en málið verður tekið fyrir í norska Stórþinginu nú í desember.
Til Kristilega þjóðarflokksins norska, eins og til annarra slíkra á hinum Norðurlöndunum, höfum við í Kristnum stjórnmálasamtökum (KS) löngum litið sem andlega skyldra, rakið upphaf og framgang þess norska flokks allt frá fyrri hluta 20. aldar og vitnað til stefnumála hans í greinum á þessu vefsetri. Því er eðlilegt að tala hér um norska flokkinn sem samherja okkar, þótt enn hafi engin ákvörðun verið tekin um að stofna hér kristilegan þjóðarflokk. En í KS, sem starfar sem málfundafélag, eru nú 25 félagsmenn.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Deilt um meðferð við samkynhneigð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kynhneigðamál | Breytt s.d. kl. 04:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. nóvember 2019
Huggunarstef
eftir Hjalta Magnússon (1839-1899). Eftirfarandi inngangsorð hefur hann að þessu stutta kvæði sínu:
Ekkja ein bað mig í raunum sínum að gera fyrir sig vísur:
Þeir sem rekast raunir í
reiði sig á þetta:
Alvalds náð er ávallt ný
og hans miskunn rétta.
Ef þeir trúa´ og treysta á
trygga vininn hæða,
meðulunum miðlar sá,
er mýkja allt og græða.
Þegar neyðin þykir stærst --
það hef ég oft mátt reyna --
er hans náðin ávallt næst,
með úrlausn flestra meina.
Hjalti var Vestfirðingur, Djúpmaður fyrst og fremst, af prestaættum miklum (m.a. sjö prestum að langfeðgatali og þrefaldur frændi Jóns forseta). Hann var allvíða vinnumaður, einnig við Breiðafjörð, og formaður til sjós, en fekkst við barnakennslu á efri árum. Kvæntur var hann Friðrikku, dóttur Kristjáns sterka á Borg í Arnarfirði; þau skildu, en eitt barna þeirra var Magnús, skáldið á Þröm, en auk þess átti hann tvo syni, fyrir og eftir sína hjúskapartíð (og var annar þeirra afi undirritaðs). Ekki mun annað út gefið eftir hann en 16 blaðsíðna ljóðakver: Einfeldningur. Nokkur ljóðmæli (Ísaf. 1898, eiginútgáfa), en svo sem til skýringar á kversheitinu hefur hann þessa vísu á forsíðu:
- Einföldum og óupplýstum, efnasmáu
- bjóðast þessar bögur fáu,
- en brögnum ekki menntaháu.
(Bragnar: menn.) Sjá nánar um Hjalta: færslu á Kirkjunetinu í fyrrasumar með einu lengra trúarkvæði hans.
Jón Valur Jensson.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 17. nóvember 2019
Talað af reynslu
Stephan G. Stephansson (1853-1927), vestur-íslenzka Klettafjallaskáldið, orti:
Lát þig ei lygasögn gruna.
Leitaðu innst þér í muna:
Hefirðu ei sungið þér sálarbætur
svartar illra veðra nætur?
í skeri, við skiptjón beðið,
skjálfhent kveðið?
Úr kvæði hans: Skjálfhendan (Andvökur, VI, 1938, bls.252). Muni = hugur, sál.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. nóvember 2019
Af raunverulegri orsök þeirrar kollsteypu vestrænna þjóða sem þær stefna óðfluga í
Engum á Eyjusíðunni og hvorki hr. Charles Kenny né Agli Helgasyni dettur í hug að benda á orsökina ljótu og augljósu sem vitaskuld hefnir sín: milljónadráp á ófæddum börnum þessara þjóða á hverju einasta ári!
Það er jafnan til bölvunar að brjóta gegn vilja Guðs, þess sem skapaði okkur og þarf sannarlega að hafa vit fyrir okkur. En kristin trúarafstaða er ekki "vinsæl" meðal sjálfskipaðra álitsgjafa hins pólitíska rétttrúnaðar 21. aldar -- sama hversu oft og margfaldlega sá falski "rétttrúnaður" afsannast í verki með hrikalegum afleiðingum fyrir vinnumarkaðinn og getu þessara þjóðfélaga til að halda uppi velferðarkerfi, sjúkraþjónustu og framfærslu sífjölgandi aldraðra!
Fólksfækkunarvandi | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. nóvember 2019
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fer út fyrir verksvið sitt og á að biðja þjóðkirkjufólk afsökunar
Í opnu bréfi Ómars Torfasonar á Vísi.is til dóms- og kirkjumálaráðherra: "Er kirkjan hlaðin mistökum?"sýnir hann enn og aftur, að hann er kenningartrúr kristinn maður og Lútherani, eins og mjög trúaður, þekktur langafi Áslaugar Örnu, en greinilega hefur hún ekki þann anda. Hún hefur enga sanna forsendu þess að ætlast til þess að kristin kirkja flytji veraldlega villukenningu um samlífi karls og karls eða konu og konu. Slíkt þekkist ekki í bók Guðs, Biblíunni, og Jesús Kristur staðfestir, að hjónabandið er aðeins fyrir pör af sínu hvoru kyninu.
Andstæð stefna er einber óskhyggja og breytir ekki því, sem Jesús kenndi. Það er rétt hjá Ómari, að þessi fulltrúi veraldlega valdsins, stjórnarráðs Íslands og ríkisstjórnarinnar, hefur ekkert vald yfir kenningar- og andlegum málum Þjóðkirkjunnar. Þetta er m.a. ljóst af íslenzkum lögum um skipulag og starfshætti Þjóðkirkjunnar, en einnig af vígsluheiti presta.
Jón Valur Jensson.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. nóvember 2019
Einhliða áróðursstarfsemi Rúv um mál Ísraels og Palestínu sýnir sig hér að vera einhæf lygastarfsemi, þó kostuð af íslenzkum almenningi!
Frábært er að eiga aðgang að markverðum staðreyndum, sem Auður Arna Höskuldsdóttir hefur tekið saman um þann hlutann af samskiptum Ísraels og Gaza- og Palestínumanna, sem aldrei fær að komast í sviðsljósið hjá fréttastofu RÚV --- þar er nánast alfarið einblínt á árekstra og átök og Ísraelsmönnum jafnan kennt um allt saman. Til samanburðar eru þessar staðreyndir eins og opinberun fyrir þá, sem óvitandi jafnvel hafa mátt una því, að árum saman hefur Rúvið matreitt ofan í þá sérvaldar Palestínu-"fréttir" og þöggunarviðleitni sína. Mál er að linni, og lesið textann, stuttan en upplýsandi, frá Auði Önnu. Einn þolandi Rúv-áróðurins er svo sjálfur forseti ASÍ, Drífa Snædal, sem nú hljómar eins og spiladós Rúvara!
"Staðreyndir um Ísrael/Palestínu: (Endilega deilið sem víðast)
1. Ísraelar hafa reist fjölda skóla fyrir Palestínumenn, meðal annars háskóla, einnig sjúkrahús, rafveitur og vatnsveitur, þar sem ekkert vatn var áður, og símkerfi, vegi og marga innviði nútímaþjóðfélags.
2. Ísraelar reistu heilt verksmiðjuhverfi á mótum Gaza og Ísraels, gagngert til að lyfta efnahagslífi þeirra og veita þeim reynslu af iðnrekstri.
3. Við brottflutning Gyðinga frá Gaza buðust stjórnvöld til að gefa Palestínumönnum íbúðarhús og byggingar á svæðinu, hundraða milljarða virði. Það var ekki þegið.
4. Æðri menntastofnanir Ísraels hafa fram á síðustu ár verið alveg opnar Palestínumönnum og veitt þeim mikla aðstoð.
5. Heilbrigðiskerfi Ísraels er alveg opið Palestínumönnum þegar öryggisástand leyfir og það kerfi og ísraelsk mannúðarsamtök hafa veitt þeim gríðarlega aðstoð í gegnum tíðina.
6. Fjöldi Palestínuaraba, einkum í Austur-Jerúsalem, þiggur bætur og stuðning úr velferðarkerfi Ísraels.
7. Strax eftir sjálfstæðisstríðið 1948 komu fram meðal Ísraela (meðal annars frá Ariel Sharon) hugmyndir um að Ísraelar byggðu með aðstoð alþjóðasamfélagsins fullbúnar, velskipulagðar nútímaborgir fyrir palestínska flóttafólkið, en að vísu utan landamæra Ísraels þess tíma. Ísraelar hafa síðan ítrekað svipaðar tillögur, en ekki fengið hljómgrunn. UNWRA stofnun Sameinuðu þjóðanna um málefni Palestínuaraba hefur hafnað stuðningi við þær á þeim forsendum að þær séu pólitísk afskipti af þjóðernisdraumum Palestínumanna." [Tilvitnun lýkur]
Og svo er það hin einhæfa sýn Drífu Snædal, komin til af einhæfum fréttaburði Rúvsins öðru fremur (og ekki hefur Sólveig Anna Jónsdóttir í Eflingu orðið skár úti vegna stanzlauss áróðursflaums úr Efstaleiti!):
Ísrael, Gyðingar, Mið-Austurlönd, islam | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 2. nóvember 2019
Blákaldur sannleikurinn sagður um fóstureyðingar (m/ísl. þýðingu)
Sigurður Ragnarsson deildi innleggi:
Katie Olson Wilson á heima í Nýja Íslandi og er af íslenzkum ættum.

ABORTION IS HATE. Hatred of Life, hatred of Love, hatred of the Child, hatred of God, hatred of His plan. It is a rejection of goodness and beauty, a despairing of faith and hope and love. It is the Child Sacrifice so abhorred by God in the Old Testament, a Sacrament of Satan, a cornerstone of the neo-pagan worldview. It is the ugliest side of us. People who promote abortion are showing us who they are, and it is not pretty.
Ófæddir, lífsvernd | Breytt s.d. kl. 05:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 29. október 2019
Brot úr kristindómi Látra-Bjargar
Kjarnyrt var hún flestum skáldum fremur, en hrjúf í máli iðulega eins og árferði 18. aldar.
Öllu er stolið ár og síð,
eins þó banni Kristur.
Þelamörk og Þjófahlíð,
það eru gamlar systur.
***
Fagurt er í Fjörðum,
þá frelsarinn gefur veðrið blítt,
hey er grænt í görðum,
grös og heilagfiskið nýtt.
En þá veturinn að þeim tekur sveigja,
veit ég enga verri sveit
um veraldar reit.
Menn og dýr þá deyja.
***
Reykjadalur er sultarsveit,
sést hann oft með fönnum.
Ofaukið er í þeim reit
öllum frómum mönnum.
***
Loddarar þeir á Langanesi búa,
að liðnum þeirra lífdögum
legstað eiga í kvölunum.
***
Langanes er ljótur tangi,
lygin er þar oft á gangi.
Margur ber þar fisk í fangi,
en fáir að honum búa.
-- Svo vil ég heim til sveitar minnar snúa.
Á Látrum
Látra aldrei brennur bær,
bleytan slíku veldur,
allt þar til að Kristur kær
kemur og dóminn heldur.
Björg Einarsdóttir (f. í nóvember 1716, d. 26. sept. 1784) var dóttir Einars skálds Sæmundssonar prests Hrólfssonar og konu hans Margrétar Björnsdóttur prests yngra á Hvanneyri nyrðra, Björnssonar prests þar. Björg átti lengi heima á Látrum á Látraströnd, S-Þing., en var aldrei í vistum og var umferðarkona, einkum á efri árum.
Sjá: Helgi Jónsson: Látra-Björg, 1949.
Guðrún P. Helgadóttir: Skáldkonur fyrri alda, II, 1963.
Íslenzkar æviskrár I, 201. (Þar er og vísað í Handritaskrár Landsbókasafns og þátt eftir Gísla Konráðsson í Lbs.; sjá og Blöndu III; Amma II.)
Sól er á morgun. Kvæðasafn frá átjándu öld og fyrri hluta nítjándu aldar. Snorri Hjartarson setti saman. Rvík: Leiftur 1945, s. 86-89.
Íslenzkt ljóðasafn, II. bindi (Almenna bókafélagið 1975, ritstj. Kristján Karlsson og Hannes Pétursson), bls. xiv, 160-165, 454.
Kannski er rétt að enda þetta með talandi vísu úr lífsbaráttu Látra-Bjargar:
Fljót og Sléttuhlíð
Kvíði ég fyrir að koma í Fljót,
kvíði ég fyrir Sléttuhlíð,
kvíði ég ríða kulda mót,
kvíðvænleg er þessi tíð.
JVJ tíndi saman.
Ljóð | Breytt 30.10.2019 kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 25. október 2019
Kristið og farsælt hjónaband -- munið eftir ástarorðunum
"Þú þiggur það eitt sem þú þakkar. Án þakkar er gjöfin þér engin gjöf. Þú verður snauðari en ella."
Svo mælti herra Sigurbjörn Einarsson biskup við brúðkaup dóttur hans Rannveigar og Bernharðs Guðmundssonar 1959. Hún var þá orðin hjúkrunarkona, en hann á leið með að verða prestur.
Eftir að hafa verið gift í rúma hálfa öld voru þau hjónin í viðtali í Morgunblaðinu, sérlega áhugaverðu að lesa, hlýju og gefandi. Þar segir m.a. undir lokin:
En hver eru ráð þessara farsælu hjóna til þeirra sem nú eru að ganga í hjónaband?
"Ekki taka það sem sjálfsagðan hlut að lífið sé dans á rósum, reyna að láta sér þykja vænt um maka sinn eins og hann er og finna svo hvernig kærleikurinn dýpkar með árunum," segir Rannveig.
"Við höfum haft það fyrir sið að biðja hvort fyrir öðru og við biðjum alltaf saman á kvöldin áður en við förum að sofa. Hafi eitthvað komið upp á þá er það leyst áður en gengið er til svefns," segir Bernharður. "Sagan um gulleplið er góð, um leiðarhnoðað sem þar er farið eftir; taka eftir hvað makinn gerir fyrir mann og þakka það líka hið hversdagslega. Kunna að fyrirgefa, þá er það fyrirbænin og loks: munið eftir ástarorðunum."
Greinin er ÖLL HÉR og fleiri myndir þar.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Kristinn þjóðarflokk?
Nýjustu færslur
- Þingmenn með og móti lífinu: Þess skal minnzt hvernig einstak...
- Hvers lags barnamálaráðherra er það sem samþykkir ólög um þj...
- Alveg kostulegt að sjá eina stjórnarskrártillöguna talað...
- Samherjar okkar í Noregi taka afstöðu með frelsi samkynhneigð...
- Huggunarstef
- Talað af reynslu
- Af raunverulegri orsök þeirrar kollsteypu vestrænna þjóða sem...
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fer út fyrir verksvið sitt og á...
- Einhliða áróðursstarfsemi Rúv um mál Ísraels og Palestínu sýn...
- Blákaldur sannleikurinn sagður um fóstureyðingar (m/ísl. þýð...
- Brot úr kristindómi Látra-Bjargar
- Kristið og farsælt hjónaband -- munið eftir ástarorðunum
- "Drag Queen Storytime" fyrir 3ja ára er nýtt innrætingarpróg...
- Ekki hefur verið nógsamlega unnið að velferð barna og fjölsky...
- Á að tryggja réttindi allra barna til þess að þekkja uppruna ...
Færsluflokkar
- Abortion
- Alræðisstefnur
- Andleg mál; Biblíutextar
- Áfengis- og fíkniefnamál
- Álver, stóriðja
- Bandaríkin
- Biblíutextar
- Bloggar
- Borgarmálefni
- Bretland (UK)
- Bækur
- Downs-heilkenni
- Dýravernd
- Dægurmál
- ESB
- Eva S. Einarsdóttir: pistlar, greinar, hugvekjur
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fiskveiðar, útvegsmál
- Fíkniefnaneyzla og -varnir
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Fólksfækkunarvandi
- Fullveldi og sjálfstæði þjóðar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hryðjuverk og öfgastefnur
- Icesave-málið
- Innflytjendamál
- Ísrael, Gyðingar, Mið-Austurlönd, islam
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kommúnismi, sósíalismi, Marxismi
- Konur, kvennabarátta, kvenréttindi
- Kristnir Íslendingar
- Kvikmyndir
- Kynhneigðamál
- Landbúnaður, jarðamál
- Lífstíll
- Líknardráp eða líknandi meðferð?
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Miðaldasaga og kristni
- Nazismi, fasismi, Þriðja ríkið
- Norræn málefni
- Ófæddir, lífsvernd
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Samtökin, skipulag, félagslífið
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Spilling, hugsanleg spilling
- Spil og leikir
- Staðgöngumæðrun
- Stjórnarskrármál
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Sveitarstjórnarmál
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Uppeldis- og fjölskyldumál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Varnarmál og hernaður
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Vændi
- Þróunaraðstoð, 3. heimurinn
Tenglar
Mikilvæg fréttamálefni
- Stjórnarskrármálið, fréttaknippi Mbl.is
- Vín í verzlanir? (fréttaknippi)
- Staðgöngumæðrun, fréttaknippi Mbl.is
- Afglæpavæðing vændis, fréttaknippi Mbl.is
- Viðskiptaþvinganir v. Krímskaga? Fréttaknippi Mbl.is
- Umsókn um ESB, fréttaknippi á Mbl.is Um Össurarumsóknina og framgang málsins
- Fréttaknippi um Icesave Hér má sjá margar Icesave-fréttir á Mbl.is, og um sumar þeirra höfum við bloggað á Krist.bloggi
- Knippi á Mbl.is um Reykjavíkurflugvöll Þarna má finna ýmsar fréttir Mbl.is um málið, þær nýjustu efst á síðunni
Áhugavert um kristna stjórnmálaflokka
- Kristnir stjórnmálaflokkar í 36 löndum Evrópu - en ekki hér? Hugleiðingar um hvort kristinn flokkur sé tímabær hér sem víðar, með svörum gegn gagnrýni
- Kristnir stjórnmálaflokkar í Evrópu Þetta er langur listi, litríkur og fróðlegur!
Lífsverndarmál
- Fyrstu vikur lífsins Rekur þroskaferil mannslífs í móðurkviði (með mynd)
Yfirlit fyrri greina:
- 15.10.200920.11.2009 Þriðja yfirlitið um greinar á Krist.blog.is
- 19.5. 200914.10. 2009 2. greinayfirlitið á Krist.blog.is
- 9.3. 200715.4. 2009 Yfirlit pistla á Krist.blog.is frá upphafi 2007 til vors 2009
Bloggvinir
-
Guðmundur Pálsson
-
Jón Valur Jensson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Hafsteinn V Eðvarðsson
-
Ólafur Þórisson
-
Snorri Óskarsson
-
Steindór Sigursteinsson
-
Arnar Styr Björnsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Lífsréttur
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Aida.
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Aðalbjörn Leifsson
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Baldur Hermannsson
-
Benedikta E
-
Bergur Thorberg
-
Bjarni Kjartansson
-
Björn Heiðdal
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Böðvar Ingi Guðbjartsson
-
Davíð Örn Sveinbjörnsson
-
Dóra litla
-
Elvar Atli Konráðsson
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Eygló Hjaltalín
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
-
G.Helga Ingadóttir
-
Guðmundur Júlíusson
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Haraldur Hansson
-
Guðni Karl Harðarson
-
Guðni Már Henningsson
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Haraldur Baldursson
-
Helena Leifsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Jónsson
-
Högni Jóhann Sigurjónsson
-
Hörður Finnbogason
-
Janus Hafsteinn Engilbertsson
-
Ingibjörg
-
Ingvar Leví Gunnarsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Sigurjónsson
-
Jeremía
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
-
Karl V. Matthíasson
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Kristján Björnsson
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Mofi
-
Ragnar Kristján Gestsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Páll Vilhjálmsson
-
Ragnar Geir Brynjólfsson
-
Ragnhildur Kolka
-
Ruth
-
Rödd í óbyggð, kristilegt félag
-
Samtök Fullveldissinna
-
Sigríður Laufey Einarsdóttir
-
Sigurlaug B. Gröndal
-
Sigurður G. Tómasson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Sverrir Halldórsson
-
Theódór Norðkvist
-
Tryggvi Hjaltason
-
Unifer
-
Árni þór
-
Ívar Pálsson
-
Ólafur Jóhannsson
-
Ómar Ragnarsson
-
Úlfar Þór Birgisson Aspar
-
Þormar Helgi Ingimarsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórdís Ragnheiður Malmquist
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Jóhann Hauksson
-
Þórður Guðmundsson
-
Óskar Sigurðsson
-
Tómas
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Óttar Felix Hauksson
-
Júlíus Björnsson
-
Kristinn Ásgrímsson
-
Gestur Halldórsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Heimssýn
-
S. Einar Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Birna M
-
Snorri Magnússon
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Jón Ríkharðsson
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Högni Hilmisson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir
-
Nonni
-
Tímanna Tákn
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
-
Samstaða þjóðar
-
Bleika Eldingin
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Lárusson
-
Bjarni Harðarson
-
Ómar Gíslason
-
Haraldur Haraldsson
-
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n
-
Örn Ægir Reynisson
-
Barði Bárðarson
-
Birgir Viðar Halldórsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Gunnar Heiðarsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Hörður Sigurðsson Diego
-
Kristinn D Gissurarson
-
Birgir Þór Júlíusson
-
Vera
-
Jónas Pétur Hreinsson
-
Páll Þorvaldsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Jón Valur Jensson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Kristinn Eysteinsson
-
K listi Skagafjarðar
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Halldór Þormar Halldórsson
-
Valdimar Samúelsson
-
Íslenska þjóðfylkingin
-
Ásgrímur Hartmannsson
-
Eyjólfur Jónsson
-
Gunnlaugur I.
Eldri færslur
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.12.): 1
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 594
- Frá upphafi: 471614
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 499
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar