Vitnisburđur Eiríks Sigurbjörns­sonar sjónvarps­stjóra um frelsun hans

Frábćrt viđtal var viđ Eirík í ţess­um töluđum orđum á Ómega-sjónvarps­stöđ­inni á 7. tím­an­um og verđur ţar vonandi endurtekiđ sem fyrst. Hann hefur sannarlega mikla sögu ađ segja og lćr­dóms­ríka, miđlandi af persónu­legri reynslu. Hann rćđir ţarna viđ séra Guđmund Örn Ragn­arsson, annan Ómega-mann, og talar af lifandi trú og raun­hćfri, sem hrósađ hefur sigri yfir myrkri efasemda og vantrúar og reynd­ist í senn endur­leysandi og gleđi­gefandi og fćrir nú milljónum manna orđ fagnađar­erindis­ins í ófáum sjónvarpsrásum Ómega.

JVJ.


Ţađ er til einskis ađ kjósa flokka sem hatast viđ einkabílinn, algengasta farartćki borgarbúa

Jafnvel ţegar borgar­stjórnar meiri­hlutinn er búinn ađ sóa mestöllu fé borgar­sjóđs, ekki sízt í gćlu­verkefni, heldur borgar­stjórn­in áfram ađ vinna sín skemmd­ar­verk á umferđar­ćđum borg­ar­innar án ţess ađ hafa í raun efni á ţeirri eyđslu.

Fyrir­huguđ borgar­lína á all­an huga vinstri meiri­hlutans í Reykjavík. Ţetta rándýra gćluverkefni ásamt ţrengingu gatna og ađ setja Miklubraut í stokk á ađ fjármagna međ gjaldtöku á stofnbrautum í Reykjavík. Er taliđ ađ ţessi gjaldtaka verđi 200-600 krónur fyrir hverja ferđ og geti ţýtt aukinn kostnađ fyrir fjölskyldur sem nemur 400 ţúsund krónum á ári. Ríkiđ ćtlar ađ ábyrgjast allt ađ helmingi kostnađar viđ borgarlínu, fari kostnađur hennar ekki yfir 70 milljarđa.

Nýjustu fréttir eru ţćr ađ skipu­lags- og sam­gönguráđ Reykjavíkur­borgar samţykkti á fundi sín­um 11. september sl. ađ rukkađ verđi í bíla­stćđi á vin­sćl­ustu stöđunum í borginni til klukk­an 20 á kvöld­in og ađ gjaldskylda verđi tekin upp á sunnudögum sem mun enn frekar auka álögur á bíleigendur. 

Er ţetta vilji borgarbúa? Alveg örugglega ekki.

Ţađ kostulega er ađ meirihluti borgar­stjórnar hefur hingađ til veriđ mjög á móti mislćgum gatna­mótum (jafnvel ţeim sem vegagerđin hefur marg-bođist til ađ kosta) og unniđ skipu­lega gegn greiđ­fćrari samgöngum og ţví fólki sem er á bíl. En nú má allt í einu grafa göng og byggja stokka, reisa brýr og hvađeina vegna ţess ađ borgar­línu­hugmynda­frćđin krefst ţess !!!

Ţeim fullyrđingum hefur oft veriđ fleygt fram ađ: "borgarlína mun bćta umferđar­flćđiđ", "borgarlína er eina nútímalega lausnin sem í bođi er", "ekkert ţýđir ađ bćta viđ fleiri mislćgum gatnamótum, ţađ leysir engan vanda", "borgarlína fer svo vel saman viđ ţéttingu byggđar í miđbćnum".

En hver er rökstuđn­ingurinn fyrir ţví ađ borgarlína muni bćta umferđar­flćđiđ? Hafa áhrif hennar veriđ rannsökuđ međ viđurkenndum ađferđum? Engin hefur sýnt fram á neitt slíkt. Hvađa rökstuđningur liggur á bak viđ ţá fullyrđingu ađ ekki ţýđi ađ bćta viđ fleiri mislćgum gatnamótum? Hvernig er hćgt ađ fullyrđa slíkt án umferđarlíkans?

Sá flokkur sem áđur gagnrýndi borgarlínu­verkefniđ er Sjálfstćđis­flokkurinn. Sá flokkur lagđi til viđ borgarstjórn í mars 2017 ađ vinna viđ slíkt umferđar­líkan hćfist sem fyrst. Einn fundur var haldinn um máliđ og ţađ síđan svćft – og nú er komiđ eitthvađ inn á skipulag sem kallast borgarlína – og engin má hreyfa viđ ţví mótmćlum.

Í frétt Mbl.is í dag 14. september kemur fram ađ sam­komu­lag rík­is og sveit­ar­fé­laga um samgöngur á höfuđ­borgar­svćđinu og fjármögnun ţeirra sé enn óundirritađ. Ástćđan fyrir ţví er ađ efa­semd­ir hafa komiđ upp í ţing­flokki Sjálf­stćđis­flokks­ins viđ kynningu ţessa máls.

Ćtti engan ađ undra.

Steindór Sigursteinsson.


mbl.is Engin sátt um vegtolla í borginni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţjóđin fái ađ endurheimta raforku­sjálfstćđi sitt -- Engan Op.4! -- Leysum upp orku­pakka­regluverkiđ!

Ríkisstjórnin og forsetinn brugđ­ust í orkupakka­málinu. Kann ég ţeim engar ţakkir fyrir svikin viđ land okkar og ţjóđ.
 
Samţykkt OP3 stađ­festir hugleysi, svik og undir­lćgjuhátt viđkom­andi ţingmanna. Stćrsti stjórnmála­flokkur landsins, sem flestir kusu vegna stefnu hans gegn innlimun í ESB, sveik kjósendur sína.
 
Fyrir síđustu alţingiskosningar var ţriđji orku­pakkinn ekki kosninga­mál enda fćstir međvitađir og upplýstir um hugsanlegar afleiđ­ingar ţess sem orku­pakka­regluverkiđ býđur upp á en ţađ eru fjárfestingar ríkra fjárfesta (virkjanavíkinga) í orkugeiranum. Kjósendum var aldrei sagt frá innleiđingu númeruđu pakkanna. En nú er stór hluti ţjóđarinnar vaknađur og á eflaust eftir ađ krefjast ţess ađ Ísland leysi upp orkupakka­regluverkiđ.
 
Ţegar fjórđi orkupakkinn kemur til međferđar hjá sameigin­legu EES-nefndinni ćttum viđ Íslendingar ađ krefjast ţess ađ Ísland verđi undanţegiđ öllum gerđum hans og ađ Ísland standi utan alls orkupakka­regluverksins enda mun OP4 fella eldri orkupakka úr gildi.
 
Međ ţví ađ hamra strax á kröfunni um ađ hafna OP4 getur ţjóđin gefiđ ţau skilabođ til orkufjárfesta ađ orkupakkaregluverkiđ er ekki komiđ til ađ vera og eingöngu tíma­spursmál hvenćr íslenska ţjóđin leysir ţađ upp og sviptir ţá öllum ţeim rétti og gróđavonum sem ţađ veitir ţeim. Í ţví fćlist fćlingar­máttur ađ ţjóđin hóti ađ endur­heimta raforkusjálfstćđi sitt ţannig ađ framleiđsla, dreifing og sala á raforku verđi alfariđ á forsendum almenningshagsmuna.
 

mbl.is Flýta lagningu háspennulínu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Welcome to Iceland, US Vice-President Michael Rich­ard Pence

Mike og Karen Pence viđ komuna til Íslands.

Our nations have been closely connected from 1941, Icelanders enjoying free American military protection since then, as well as important Marshall Aid after WW II. Long before, from the 19th Cent., many Icelanders emigrated to the States and have descendants there. Even by the end of the 10th Cent. Icelanders like Bjarni Herjólfsson and Leifr Eiríksson were there before the days of the great Columbus who had made a journey to North Europe and become cognizant of the old Icelandic sagas narrating the Icelandic-Greenlandic settlement in America.

The markedly democratic nature of the Icelandic Commonweath (Ţjóđveldiđ), AD.930-1262, has been seen by notable scholars as signs of the Nordic spirit of freedom, also apparent in the Anglo-Saxon Magna Charta (1215) and among many of the earliest British settlers of America, carrying this aspiration all the way to the Declaration of Independence in 1776 and ever since.

In AD. 1000 (some 126 years after the first Nordic settlements in Iceland) we formally adopted Christianity, and did this luckily peacefully, at our very Althing, the first among European national legislative parliaments. Even Leifr Eiríksson was a Christian missionary, appointed by the Norse King Ólafr Tryggvason, to Greenland, around AD.1000.

So we are, still so many at least, fortunately a Christian nation, and share with your Excellency your Christian belief, and your concerns for your nation and society, above all for the unborn, who have come under hostile and lethal attacks by leftist radicals and secularists since, almost a century ago, the blood-thirsty Bolshevik Lenin introduced the first abortion law (1922).

May your visit here be a most pleasurable one, and do not, Mr Vice-President, be let down by some fringe, neo-radical groups´ protests here in front of the Parliament building to-day -- they do not speak for the whole nation!

And by all means, highly respected Sir, do attend closely to the security of these Northern countries, Iceland and Greenland, and by influence on the Danish government not to let our security be imprudently jeopardized.

Jón Valur Jensson, theologian, poet and researcher, founding member of the Christian Political Organization.

Mynd: Mbl.is/hari


mbl.is Mike Pence kominn til landsins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Frá Leifi Eiríkssyni kristnibođa til Pence varaforseta USA međ viđkomu í tveimur sorglegum stórtíđindum gćrdagsins

Guđm. Pálsson lćknir ritar morgun­hug­vekju:

LEIFUR HEPPNI, PENCE OG FARSĆLD ÍSLANDS  

Eins og kemur fram í Heimskringlu Snorra Sturlu­sonar var Leifur heppni sendur af Ólafi Tryggva­syni Noregs­konungi til ađ bođa kristna trú á Grćn­landi. Ţetta var um 1000. Á leiđinni ţangađ hitti hann skipreka áhöfn sem hafđi sokkiđ í hafi á brotnu skipi og bjargađi ţeim öllum. Skömmu síđar flutti Leifur kennimenn og presta til Brattahlíđar í Grćnlandi ţar sem fađir hans Eiríkur rauđi bjó og hóf ţar bođun réttrar kristinnar trúar. Eiríkur taldi ţessa tvo atburđi vera merka og samskulda eins og ţađ er orđađ í Heimskringlu.

Ţessa hugmynd, ađ hlutir séu tengdir og samskulda gagnvart Drottni og örlögunum, tel ég vera kristna hugmynd og vert ađ hugleiđa í nútíma samhengi og síđur gćfuríku, ţví í gćr tóku fóstureyđingaólögin alrćmdu gildi og ţann sama dag samţykkti Alţingi ákveđin erlend yfirráđ yfir lífi og afli Íslands. Hvert ţetta leiđir okkur vitum viđ ekki en ţađ á eftir ađ koma í ljós. 

Ţađ er engu líkara en fordćđuskapur hafi hreiđrađ um sig á ćđstu stöđum íslensks samfélags. Fordćđuskapur? Hvađ einkennir hann? Hann leggur hulu ósvinnu og óvisku fyrir vit manna svo ţeir gera sjálfviljugir ţađ sem eyđileggur líf ţeirra. Ţeir fagna ţegar líf ţeirra og annarra gengur í gröfina. 

Ţetta segi ég svo menn geti beint bćnum sínum og kröftum í rétta átt og séđ hlutina skýrt. Ţessi sömu öfl sýna sig einnig, kvarta aumlega og fćrast undan ţegar einn valdamesti kristni mađur samtímans kemur í heimsókn til Íslands og býđur okkur til samvinnu. 

Biđjum fyrir ţessu fólki, ţví ţađ er ţađ eina sem knýr hlutina í rétta átt. Biđjum fyrir ţeim sem gera okkur illt og einnig ţeim sem hjálpa okkur og ţá mun farsćld, Guđs kraftur og gćfa koma yfir okkur á ný. Ţví landiđ er Guđs og ţeirra sem međ honum standa.

Ţessa hugvekju birti Guđmundur lćknir, einn stofnenda Kristinna stjórnmálasamtaka (2007, K2), á Facebókarsíđu sinni eldsnemma í morgun. Hún er endurbirt hér (og međ nýrri yfirfyrirsögn) međ leyfi hans.


Er ekki ljóst, ađ gríđarlegur meirihluti hafnar 3. orkupakkanum?

817 tóku ţátt í tveggja daga skođanakönnun á vef Útvarps Sögu, ţar sem spurt var, hvort menn vilji ađ Alţingi samţykki Ţriđja orkupakkann. Niđurstađan var sem hér segir:

Já sögđu 8,8%.

NEI sögđu 91,06%.

Hlutlaus voru 0,8%.

Skýrara getur ţađ ekki orđiđ í huga ţátttakenda í ţessari könnun!

PS. Hér skal ekki dómur á ţađ lagđur, hversu marktćk vísbending ţetta kann ađ vera um afstöđu fólks almennt, en naumast fer hjá ţví, ađ ţađ verđi taliđ benda til all-víđtćkrar andstöđu viđ orkupakkann, enda vćri ţađ í samrćmi viđ skođanakannanir annarra ađila, s.s. MMR. Útvarp Saga hefur raunar ekki veriđ međ öllu hlutlaus í umfjöllun um pakkann; ţótt bćđi málsvörum hans og andstćđingum hafi veriđ bođiđ ţar í síđdegisviđtöl, er meiri hluti innhringjenda í morgunţátt Péturs Gunnlaugssonar greinilega mjög á móti pakkanum, og hann sjálfur hefur ekki dregiđ af sér viđ ađ tala gegn honum, og gera má ráđ fyrir, ađ ţađ hafi viss áhrif hér.

Ţorsteinn Ásgeirsson ritađi á Facebók: "Hvort er meiri vanvirđing ađ hunza ţingiđ eins og Boris Johnson gerir eđa ţjóđina eins og ríkisstjórn Íslands gerir?"

Hvađ sem dćmist í stjórnlagadómi um ţá gjörđ Borisar (stađfesta af drottningunni) ađ fresta ţinghaldi um tvćr vikur, ţá virđist alveg ljóst, ađ okkar ríkisstjórn er ađ vanvirđa bćđi eigin flokksmenn og ađra landsmenn međ ţví ađ knýja orkupakkann gegnum ţingiđ. 

Ţađ er full ástćđa til ađ allir andstćđingar "pakkans" óvelkomna, bćđi flokkar, félög og einstaklingar, sameinist í einni breiđri fylkingu um kröftugar mótmćla­ađgerđir á Austurvelli á 11. tímanum nk. mánudag 2. september.

Jón Valur Jensson.


Ótrúlegt af Kristi ađ bođa lćrisveinum sínum önnur eins verkefni?

Ýmsir kunna ađ líta á ţađ sem ótrúlegt af Jesú Kristi ađ segja post­ulum sínum ađ gera allar ţjóđir ađ lćri­sveinum og kenna ţeim ađ halda allt ţađ, sem hann hafđi kennt ţeim. 

En kristnir menn eiga ađ fylgja Kristi og upp­fylla ţetta bođ hans. En já, vissu­lega er nćr ótrú­legt, ađ einhver per­sóna bođi lćri­sveinum sínum annađ eins verkefni – ekki sízt ţar sem sama per­sóna er í raun kjarni og höfuđ­inntak ţess bođskapar sem ţeir áttu ađ dreifa út um alla jörđ.

Menn, sem í alvöru lesa Nýja testamentiđ og skođa t.d. bara eitt guđspjall grand­gćfilega, komast ađ ţví, ađ Jesús frá Nazaret var ekki einhver rós­rauđur umburđar­lyndis­náungi sem bođađi ţađ sem allir séu í raun samţykkir, lođin og ţćgileg kćrleiksbođ, heldur gerir hann hinar víđ­feđmustu kröfur sem mennskur hugur getur hugsađ sér. Eins og ýmsir, ţar á međal kristnir trú­varnar­menn, hafa bent á: Annađhvort var hann vit­skertur eđa hann var guđlegs eđlis. 

Úr athugasemd í umrćđu sem áđur birtist hér.

Jón Valur Jensson.


Morđárásir á konur virđast islamistum hugleiknar

Ung kona, Michaela Dunn, 24 ára, var skorin á háls í Sidney í Ástralíu í gćr, og tókst ekki ađ bjarga lífi hennar, gerandinn múslimi sem hrópađi "Allah akbar" (A. er mikill) ađ lokinni ţeirri hnífsárás sinni og annarri, einnig á konu, ţá úti á götu.

 
Sú látna í Sidney, Michaela Dunn

 

Viđ megum minnast ţess, ađ hér á landi hafa ţrír trúfélagar ţessa manns -- sem í heildina eru varla 1500 talsins -- ráđizt hér á fólk og drepiđ:

 • á konuna á Akranesi
 • á konuna á Hagamel
 • og á eldri mann, öll látin.

Viđhorf eins eđa tveggja gerendanna vekja áhyggjur: hafnađ ábyrgđ og glott ađ réttinum. Einhver líkti ţessum ţremur morđum viđ ţađ, ađ Íslendingar í Danmörku og Noregi (sem eins og múslimar hér hafa rifiđ sig upp međ rótum frá ćttlandi sínu) hafi líka framiđ ţrjú morđ á nýliđnum árum. En Íslendingar í ţeim tveimur löndum eru á 11. ţúsund manns, á móti varla 1500 múslimum hér á landi, ţannig ađ ólíku er saman ađ jafna um morđtíđnina. Ţessi ţrjú morđ hafa ţó ekkert spásagnar-, hvađ ţá alhćfingargildi, en ţađ ţarf ađ rannsaka ţessi mál betur, m.a. međ hliđsjón af mörgum s.k. "heiđursmorđum" í Skandinavíu. Er ţađ eitthvađ sem gerir morđárásir á konur hugleiknari en á karla í huga islamista?

Nánar á eftir. En hér er BBC-frétt um árásirnar á áströlsku konurnar, međ myndinni hér ofar af hinni látnu Michaelu Dunn: https://www.bbc.com/news/world-australia-49344703

JVJ.


mbl.is Fórnarlambiđ starfađi í kynlífsiđnađi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Óskaplegt tjón á kirkjum á Akureyri af völdum skemmdar­vargs sem náđist, en ...

Mađur nokkur réđst á ţrjár kirkjur á Akur­eyri fyrir nokkr­um miss­er­um og olli m.a. 20 millj­ón­a tjóni á Akur­eyrar­kirkju. Er nú veriđ ađ grípa til neyđ­ar­ráđstaf­ana til ađ laga hana ţann­ig, ađ verks­ummerki skemmd­ar­vargsins sjáist ekki, en ekki hafđi tekizt ađ afmá ţau međ venju­legum ađferđum.

Sér­stak­lega seg­ir umsjónar­mađur verksins ađ hafi veriđ hvim­leitt ţegar um­merki um veggjakrotiđ á ytra byrđi kirkj­unn­ar hafi sést á brúđkaups­mynd­um nýgifts fólks. (Mbl.is, sjá nánar í tengli neđar).

Vonandi verđur gerandanum ekki sleppt viđ ađ borga ţetta mikla tjón. Sektir og bótafé munu draga úr löngun annarra til ađ skemma helgidóma kristninnar á landi okkar.

JVJ.


mbl.is Múrađ yfir ummerki um skemmdarverk
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fćrri en mađur hélt

Ekki munu lútherskir vera fjöl­menn­ir í Evr­ópu­sam­band­inu. Ţannig skiptast menn ţar eftir trú­félags­ađild:

Roman Catholic 48%, Protestant 12%, Orthodox 8%, other Christian 4%, Muslim 2%, other 1% (includes Jewish, Sikh, Buddhist, Hindu), atheist 7%, non-believer/­agnostic 16%, unspecified 2% (2012 estimate). --Heimild: CIA Factbook.

Atheists getum viđ ţýtt: guđleysingjar eđa guđs­afneitendur, en non-believ­ers/agnostics = trúlausir eđa ţeir sem telja ekkert verđa vitađ um tilvist Guđs eđa guđa. Síkhar og hindúar koma frá Indlandsskaga. "Other Christian" gćti reyndar náđ yfir söfnuđi hvítasunnumanna og ađra frjálsa söfnuđi.

Sem kunnugt er, voru kalvínistar allfjölmennir í Hollandi (og í Sviss, sem er ekki í ESB), en hreinkalvínskir eru reyndar ekki nema 2,9% nú í Hollandi, ađrir mótmćlendur ţar 12%), en múslimar orđnir 5,1%.

En lútherskir eru margir á Norđur­löndunum og í uppruna­landi ţess siđar, Ţýzkalandi (26% ţar), en samt ná ţeir ţví ekki samanlagt (ađ međtöldum kalvín­istum og öđrum mótmćlendum, protestants) ađ vera nema tćplega áttundi hver mađur í Evrópu­sambandinu. Kaţólskir eru ađ međtöldum rétt­trún­ađar­kirkju­mönnum (orţódoxum) 56% íbúa ESB. Munar ţar mikiđ um löndin í Suđur-Evrópu, Írland, Pólland og Frakkland (um 63-66% í ţví landi), en í Belgíu er hálf 11,6 milljóna ţjóđin kaţólsk og í Ţýzkalandi 28,2% (2017) af 80 milljóna ţjóđinni, en 62% hinna 5,5 milljóna íbúa Slóvakíu.

Undirritađur fór ekki ađ átta sig á ţessari heildarmynd fyrr en nú í dag.

JVJ.


Kórvilla kynslóđar

 
Ţjóđfélag okkar er ađ taka stórum breyt­in­gum. Fćri vel ef ţćr vćru all­ar til batn­ađ­ar, en ţví er ekki ađ fagna. Nú ţeg­ar er háska­leg um­bylt­ing orđ­in, sem leiđa mun af sér veru­lega mann­fćkk­un vegna lífs­stíls, sökum pólit­ísks rétt­trún­ađar. Ber ađ nefna ţennan skađ­vald gagnvart mann­fjölgun í nokkrum liđum.
 
Fyrst ber ađ nefna getnađar­varnir, sem koma í veg fyrir fćđingar mikils fjölda mannkyns.
 
Í öđru lagi fóstureyđ­ingar eđa svo kallađ ţung­unar­rof, ţegar fóstur eru slitin úr móđurlífum.
 
Í ţriđja lagi samkynja hjúskapar­form, sem mörg hver eru barnslaus af ţekktum ástćđum. Í fjórđa lagi úti­vinn­andi kvenfólk, sem af skiljan­legum ástćđum hefur ekki tíma til ađ ganga međ börn, né ala ţau upp, eins og var á öldum áđur.
 
Fleira mćtti nefna, eins og lágmarks­laun, sem naumast duga til framfćrslu og viđhaldi lág­stétta, en krefjast aukinnar vinnu og álags á láglaunafólk.
 
Ég hef stundum viljađ flokka ţessa mannfćkk­unar­stefnu í ţjóđ­félaginu undir glćpi stjórnvalda, ef mér leyfist ađ vera svo djarfur í orđi. Allavega er hér á ferđinni afkastamikil mann­fćkk­unar­stefna, sem hefur á stefnuskrá sinni ađ umbylta ţví ţjóđfélagi, sem eldri kynslóđir lifđu í og döfnuđu samkvćmt ćđri bođum og löggjöf Almáttar.
 
Fólksfćkkun ţessi er algjör­lega á skjön viđ orđ hins mesta og besta Hönn­uđar, er hann mćlti viđ verđandi foreldra: "Veriđ frjósöm, marg­fald­ist og uppfylliđ jörđina." (Fyrsta Mósebók 1:28)
 
Ég vil benda á, ađ fólk sem lćtur sér fátt um finnast heilagt lögmál, sem eins mćtti kalla náttúrulögmál alheimsins, mun týna tölunni og útrýma sjálfu sér vegna lögmálsbrota. Ţađ er einfalt en afdrifaríkt náttúrlögmál.
 
Međ ţví ađ rannsaka hinar heilögu ritningar og mannlíf kynslóđar okkar tíma er ljóst, ađ orđ postulans eiga ekki síđur viđ í dag en ţá er hann mćlti ţau yfir mönnum síns tíma fyrir tvö ţúsund árum: "Ţeir hafa umhverft sannleika Guđs í lygi." (Rómverjabréfiđ 1:25) Fólk kallar hiđ góđa illt og hiđ illa gott.
 
Ţađ hefur veriđ brýnt fyrir mannkyni ţessarar jarđar í árţúsundir ađ fara eftir leiđbeiningum Alheimsins Almáttar, sem finna má í heilögum ritningum. Kristur Jesús sagđi, ađ viđ endurkomu sína myndi hann mćla til hóps manna ţessi orđ: "Aldrei ţekkti ég ykkur. Fariđ burt frá mér, ţér sem fremjiđ lögmálsbrot." (Matteus 7:23)
 
Ţađ felst mikil ábyrgđ í ţví ađ stjórna landi og ţjóđ, sem ćtti ađ felast í ţví ađ lúta "Hćstarétti" og kenna ţegnum lögmál lífsins, en ekki hverfular, forgengi­legar og skađvćn­legar tískustefnur nútímans.
 
Orđ Prédikarans ţurfa ţví ekki síđur ađ heyrast í dag en á öldum áđur og eru á ţessa leiđ: "Berđu virđingu fyrir Guđi og haltu hans bođorđ, ţví ađ ţađ á hver mađur ađ gjöra." (Prédikarinn 12:13)
 
Ţetta er skylda mannsins, hver sem stéttar­stađa hans er: ađ fara eftir ţeim lögum, sem Lífgjafinn hefur gefiđ honum, svo ađ mann­inum megi vel farnast í lífinu hér á jörđ. Reglum ćđri máttarvalda ber ađ hlýđa, svo ađ samfélag manna dafni og vaxi undir sól Arkitekts Alheimsins, sem ljósiđ fćrir mann­heimi í myrkri vanţekkingar og hins pólitíska rétttrúnađar samtímans skuggsýnu daga.
 
Einar Ingvi Magnússon

Trúmál

 
 
Í lífi trúađs manns gerast slík kraftaverk, ađ frá mörgu er einfaldlega ekki hćgt ađ greina, ţví svo ótrúleg og lygileg eru ţau öllu venjulegu fólki. Efnis­birt­ingar, ţ.e. birting í efni, eiga sér stađ, t.d. vegna fyrir­bćna, fólk sér sýnir og vilji verđur veruleiki fyrir bćn til Guđs í Jesú nafni.
 
Margt trúađ kristiđ fólk upplifir sitt trúarlíf međ ţessum og svipuđum fyrirbćrum og mćtir ţeim međ brosi á vör og ţakklćti í hjarta međ orđunum: Takk, kćri Jesú.
 
Kristin trú er kraftmikil trú, öfgatrú í vissum skilningi, getum viđ sagt. Hún bođar ríkulegt trúar- og bćnalíf, siđfrćđi og ađrar samfélagsreglur, allt til blessunar fólki og samfélagi. Í Postulasögunni segir, ađ hinir kristnu hafi skipt eigum sínum á međal fátćkra. Slík var trúin í verki, sannkölluđ kraftaverk. (Postulasagan 2:44)
 
En ţví miđur eru ađrar öfgar, sem ráđa för í ţjóđfélaginu og fjötra fólk í ánauđ afla, sem rćna ţađ orku, athygli og skynsemi. Manni kennir í brjósti um kynslóđir samtímans, sem ţrátt fyrir almenna háskólamenntun lifa í ţjóđfélagi, ţar sem vandamálin hrannast upp vegna lögmáls- og siđferđisbrota, ţar sem undirstöđureglur samfélagsins, eins og ţćr birtast í bođorđunum tíu, eru fótumtrođnar af kynslóđum, sem telja sig vita betur en Guđ almáttugur. Kristur Jesús sagđi um fólk sem uppi yrđi viđ endurkomu hans: "Til einskis dýrka ţeir mig, er ţeir kenna ţá lćrdóma, sem eru mannasetningar einar." (Markúsarguđspjall 7:7-8)
 
Kristur birtist lćrisveinum sínum, hann mettađi ţúsundir manna međ tveimur fiskum og fimm brauđhleifum. Hann ummyndađist á fjallinu og lćknađi sjúka. Viđ höfum heyrt af ţví. En nútímafólk rćđur ekki viđ svona veruleika. Ţađ er skólađ í ţví ađ trúa öđru lífsmynstri međ ofurtrú á hagvöxt og sjálfsnautnahyggju. Neyslan er slík, ađ eftir ummyndunarferli mannlífsins vaknar fólk sem öreigar og skuldunautar á öđru tilverusviđi. Sumir segja ţađ. Ţar er ekkert, sem minnir á fyrirheitna sumarlandiđ, nema ţá hitinn, sem ekki er ţćgilegur lengur. En ţar sem fólk hefur almennt ekki menntun í alvöru guđ- og trúfrćđi og ćđri visku guđlegra heima kraftaverkanna, er ţví ómögulegt ađ skilja afleiđingar gjörđa sinna, sem ná langt út yfir gröf og dauđa.
 
"Safniđ yđur ekki fjársjóđum á jörđu," sagđi guđssonurinn góđi, "safniđ yđur heldur fjársjóđum á himni." (Matteusarguđspjall 6:19-20) Ţar átti hann hvorki viđ flugvélar né geimvísindi.
 
Tilveran er guđvera, ţ.e. líf sem lifađ er í Guđi. Viđ erum sköpuđ til ađ lifa í samfélagi viđ skaparann og hvert annađ í kćrleika, ţar sem samhjálp ríkir. Allt annađ getur aldrei leitt af sér neitt gott. Kraftaverk lífsins, allt um kring, bera vitni mćtti, sem er ćđri mannlegum skilningi. Menn eiga hvorki talmál né ritmál til ađ skilgreina guđ fullkomlega, ţví ţeir eiga ekki skynfćri til ađ sjá mikilleik skaparans, hins mikla arkitekts alheimsins heima og geima. Viđ reynum ţó eftir okkar fremsta megni og getu til ađ miđla upplifunum okkar á guđi og til ţess eigum viđ trúmál, ef svo mćtti ađ orđi komast.
 
Saga mannkynsins er kraftaverk og verđur ekki ađskilin frá guđlegum tilgangi, ţví án guđs vćri ekkert mannkyn. Guđveran og mannveran eru samtvinnađar í veruleika kraftaverkanna, hver dagur gjöf, sem viđ mennirnir ćttum ađ mćta međ ţakklćti og lćra ađ njóta á sannan hátt til hinstu stundar.
 
Einar Ingvi Magnússon

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband