Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 30. júlí 2017
Ljóskubrandarar Vopna-Rósu
Sú ljóshærða stendur og nuddar sjampói í hárið á sér.
Eiginmaðurinn spyr: "Hvað ertu að gera?"
"Ég er að þvo hárið," svarar hún.
"Hvað, notar þú ekki vatn?" spyr hann
… "Halló" svarar hún, "það stendur á flöskunni: FYRIR ÞURRT HÁR"
* * * * *
- Hvernig drepur ljóska fisk?
- Með því að reyna að drekkja honum.
* * * * *
Einu sinni voru tvær ljóskur úti að ganga. Önnur ljóskan fann spegil á götunni, leit í hann og sagði:
- Mér finnst ég kannast eitthvað við þessa konu.
Hin ljóskan reif af henni spegilinn og sagði:
- Nú auðvitað, þetta er ég!
* * * * *
Eldri hjón komu aftur inn í Mercedes Benz-bílaumboðið og komust þá að því að fimm mínútum áður hafði sölumaðurinn selt ungri og fallegri ljósku bílinn sem þau höfðu haft áhuga á.
"En þú sagðir að þú myndir geyma bílinn þar til við kæmum aftur með átta milljónirnar, sem er ásett verð á bílnum," sagði maðurinn. "Þar að auki sé ég hér að þú hefur selt þessari fallegu stúlku bílinn á aðeins sjö milljónir … en þú sagðir okkur áðan að það væri enginn afsláttur gefinn frá þessu verði … hvernig stendur á þessu?"
"Tja, hvað get ég sagt?" sagði sölumaðurinn og glotti. "Hún mætti bara með pening í umslagi, langaði í þennan bíl og … líttu á hana. Það er bara ekki hægt að segja nei við svona glæsilega konu."
Í þeim töluðu orðum gekk unga konan að gömlu hjónunum og rétti þeim bíllyklana.
"Gjörið þið svo vel," sagði hún, "ég sagði ykkur að ég gæti fengið þennan trúð til að lækka verðið á bílnum svo um munaði. Bless, afi og amma!"
Ekki reyna að svindla á gamla fólkinu!
Rósa Aðalsteinsdóttir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4. desember 2016
Það var ekki rúm fyrir hann, eftir Ásmund Eiríksson
Af því að það var ekki rúm fyrir hann í gistihúsinu. Þetta er hin neikvæða setning í jólaguðspjallinu. Gestgjafarnir i Betlehem eru dæmigerðir fulltrúar fjöldans. Hin almenna og yfirlýsta afstaða flestra manna til Jesú Krists hefur alltaf verið svona. Við höfum ekki rúm fyrir hann. Við höfum ekki tima til að sinna honum. „Ég bið þig, haf mig afsakaðan."
Betlehem þýðir „Brauðhús". Og svo kemur hann, sem er sjálfur „brauð lífsins". Þá hafa gestgjafarnir i Betlehem enga þörf fyrir hann. Þeir telja sér trú um það, að þeir geti lifað og fengið aðra til þess að lifa án „brauðsins".
Þetta er hliðstætt þvi og þegar menn tala um kristindóm og boða kristindóm án þess að hafa fundið Krist, án þess að hafa mætt honum, sem frelsara sinum. Þeir halda að þeir geti verið kristnir án Krists. Brauðhús án brauðs og kristindómur án Krists eru fjarstæður sama eðlis. Hve blindir geta mennirnir verið?
Jólaboðskapurinn er áfrýjun til þess, sem heyrir, til einstaklingsins, um það, að gera það upp við sjálfan sig að taka á móti Kristi, sem frelsara sínum, um það að byrgja hús hjartans upp af „brauði lifsins". Boðskapur engilsins hljómar til þin: Vertu óhræddur því sjá, ég boða ÞÉR mikinn fögnuð. . . . þvi að ÞÉR er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Daviðs.
Þú þarft að færa „brauð lifs" inn í hús hjarta þins. Þú þarft að finna Krist. Þú þarft að taka á móti Kristi, svo sál þín frelsist. Þangað til það gerist, verður þú ekki kristinn maður, og hús hjarta þins brauðlaust.. Þig brestur það lif, sem, Kristur einn getur gefið, og þann frið, sem aðeins finnst hjá honum. Um þann frið segir Kristur: „Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður, ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist." — Hvern langar ekki að eiga þennan frið?
Ásmundur Eiríksson
(hann var forstöðumaður Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík).
Endurbirt grein úr Aftureldingu 1. desember 1963.
Bloggar | Breytt 5.12.2016 kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. maí 2016
Hugleiðing um Íslands fjöll
eftir Guðmund Pálsson lækni.
Mín hugsun er sú að nú næstu árin tekur Ísland nýtt stökk inn í framtíðina. Við þurfum að finna sameiginlegan flöt á markmiðum okkar en forsendan fyrir því er að sættast hvert við annað. Þessir tveir hópar sem hafa tekist á lengi eru sá þolgóði stóri fjöldi landsmanna sem oftast er þögull og hinn sá smái sem miklu ræður og oft fyllir fjölmiðlana.
Hnútuköstin líta svona út: Þessi ráðríka menntaelíta fjölmiðlanna telur sig sjá réttlætið og jafnréttið handan við hornið og kynnir til sögunnar eldgamlar tilfinningahlaðnar hugsjónir sem eru skilgetin afkvæmi sósíalískra drauma. Þær eiga að vera framtíð okkar. Þetta skal vera framtíð Íslands!
Hún talar Ísland jafnan niður og telur okkur trú um að við séum hlunnfarin af spilltum samborgurum; okkur líði mjög illa og framtíðin felist í byltingu allra gilda, siðferðis og fjármála. Þetta er jafnan gert undir yfirskini jafnréttis og sett fram sem hugmynd sem enginn getur staðið gegn.
Þetta er blekking og bull og það er komin tími til að sjá í gegn um þetta; því það er öfundin sem knýr þennan mótor og ekkert annað.
Nýtt Ísland verður aldrei til úr þessum hugsjónum (og ákveðnar ástæður fyrir því) og ef menn velja þessa leið er illt í efni. Ef við fáum forseta sem styður eitthvað af þessum málefnum förum við í gamla farið aftur, sama hvað hver segir.
Aldur forseta skiptir hér engu, heldur hvort hann sjái, styðji og skilji hinn umskapandi kraft og hafni öfundarhyggju og sósíalískum rétttrúnaði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 1. maí 2016
Lítill vilji er hjá íslenskum stjórnvöldum til að fá hingað hælisleitendur sem þjáðst hafa vegna kristinnar trúar sinnar í múslimskum löndum
Irina og Vladimir Seibel og börnin þeirra þrjú hafa dvalið hér á landi í átta mánuði en var vísað úr landi síðastliðinn þriðjudag til Frakklands, þar sem þau höfðu millilent á komu sinni hingað. Þau höfðu sótt um vegabréfsáritun í heimalandi sínu en fá það ekki viðurkennt hjá íslenskum stjórnvöldum. Málið er hjá lögfræðingi sem segir að það gæti tekið ár að fá dómsúrskurð. Á meðan bíður fjölskyldan allslaus í úthverfi Parísar þar sem þau hafa enn ekki fengið nein svör frá yfirvöldum um framtíð sína þar. Þau þrá það eitt að fá að snúa til baka til Íslands og fá að lifa í öryggi og friðsæld.
Þau hjónin Vladimir og Irina þurftu að yfirgefa Úsbekistan vegna trúarofsókna. Þar óttuðust þau um líf sitt og sáu engan annan kost en að flýja. Í Úsbekistan starfaði Irina í ferðamennskugeiranum en Vladimar vann á flugvellinum í innflutnings- og útflutningsdeild. Þau lifðu eðlilegu lífi, áttu íbúð og tvo bíla og börnin gengu í skóla og í leikskóla. Það breyttist allt vegna trúarskoðana þeirra. Fjölskyldan er baptistatrúar en langflestir landsmenn múslimatrúar. Þau tóku skírn í fyrra og fljótlega fór lögreglan að ofsækja þau.
"Við megum ekki vera baptistatrúar og vorum sökuð um að vera hryðjuverkamenn, ofstækismenn og jafnvel segja þau að við séum eiturlyfjaneytendur og allt af því að við erum baptistar," sögðu hjónin í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. "Maðurinn minn var handtekinn og sat inni í viku. Hann var barinn þar daglega,“ sagði Irina. "Við fórum og kvörtuðu til háttsettra yfirvalda en það var ekkert hlustað á okkur."
Fjölskyldan kom hingað til lands í gegnum París og var því send aftur þangað af útlendingastofnun. En þangað vildu þau ekki fara þar sem að sögn Irinu ríkir algjört aðstæðuleysi fyrir hælisleitendur. Í ljósi nýafstaðinna hryðjuverkaárása og fjölda flóttamanna og hælisleitanda í landinu segir Irina Frakkland ekki öruggan stað fyrir fjölskylduna.
Að sögn Irinu hefur fjölskyldan aðlagast vel á Íslandi. Börnin, hin níu ára gamla Milina og tvíburarnir Samir og Kemal sem eru sex ára, eru byrjuð í skóla og farin að læra tungumálið. "Við viljum byrja að leita okkur að vinnu, við viljum ekki vera háð félagsþjónustunni. Hér göngum við frjáls úti á götu. Við viljum rólegt og öruggt líf fyrir okkur og börnin okkar."
Lögmaðurinn Helga Vala er verjandi Seibel-fjölskyldunnar en hún hefur tekið að sér fleiri mál fyrir flóttamenn. Í frétt á Mbl.is 1. maí sagði hún m.a.: "Við erum að undirbúa að þingfesta stefnu og semja og afla frekari gagna," segir hún en málið snýst um hvort vegabréfsáritun til Íslands sem þau sóttu um í Úsbekistan hafi verið lögleg.
„Þau sóttu um vegabréfsáritun til að koma til Íslands, en til þess fer maður í sendiráð í heimalandi. Við eigum ekkert sendiráð í Úsbekistan heldur sér franska sendiráðið um að afgreiða okkar mál. Þau fóru þangað með farseðla til Íslands með millilendingu í París. Þau eru búin að bóka hótel og eru með svokallað boðsbréf frá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki. Þau leggja þetta inn og óska eftir vegabréfsáritun. Franska sendiráðið afgreiðir þetta og gefur út leyfið og af því að franska sendiráðið gefur út vegabréfsáritunina þá fela íslensk stjórnvöld sig á bak við það og segjast ekki þurfa að taka umsókn þeirra um hæli til skoðunar á Íslandi.
Helga Vala ætlar alla leið til dómstóla með málið. "Ég veit ekki til þess að það hafi áður reynt á þetta ákvæði varðandi vegabréfsáritunina. Hvar er réttur einstaklings til að vera á landinu á meðan að málið er rekið fyrir dómstólum? Er þetta jafnræði aðila fyrir dómi, að vera staddur einhvers staðar úti í heimi og geta ekki fylgt málinu eftir? Fyrir utan þær aðstæður sem er verið að bjóða börnunum upp á, að vera á götunni í Frakklandi," segir hún og telur að verið sé að brjóta þar lög. "Það er í sjálfu sér brot af því að við megum ekki senda börn frá landinu út í óvissu".
Við í Kristnum stjórnmálasamtökum viljum benda þeim á sem hafa með málefni flóttafólks og hælisleitenda að gera hér á landi að veita kristnu fólki hæli sem á við ofsóknir að stríða í heimalandi sínu. En það virðist vera stefna yfirvalda að hunsa ofsótt kristið fólk en veita frekar múslimum hér hæli. Lítill vilji er fyrir hendi hjá íslenskum stjórnvöldum til að fá hingað þá flóttamenn og hælisleitendur sem eiga í senn auðveldast með að aðlagast okkur (og við þeim) og hafa þjáðst vegna kristinnar trúar sinnar í múslimskum löndum.
Steindór Sigursteinsson.
![]() |
Lögbrot að senda börn á götuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 2.5.2016 kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 25. desember 2014
Gleðileg jól !
Kristin stjórnmálasamtök
óska landsmönnum öllum
gleðilegra jóla
og gæfuríks komandi árs
með þökk til lesenda sinna
og fyrir samskiptin á árinu sem er að líða
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14. nóvember 2014
Hann komst lífs af - Guði sé lof
Þvílík gleðifrétt, að maðurinn, sem margir töldu af, eins og enn var nánast gert í útvarpsfréttum í morgun, eftir að bifreið hans hafði steypzt í Ölfusá rétt hjá Selfosskirkju í gærkvöldi, fannst í dag kaldur og hrakinn þremur km neðar við ána, skammt frá Selfoss-flugvelli.
Ó, hve giftusamlegt fyrir alla hans aðstandendur og vini og þjóðina alla, eftir öll slysin sem hér gerast og hafa einnig gerzt með hörmulegum hætti í Ölfusá.
Til hamingju með þessa gleðifrétt, allir viðkomandi.
jvj
![]() |
Fannst á lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 1. janúar 2014
Hann ...
En hann, sem var þakklátur fyrir bikar af köldu vatni, gefinn í hans nafni ; hann, sem vísaði eigi á bug konu, er sökum hjátrúar snerti fald klæða hans, en lét lækninguna koma fyrir hina ófullkomnu snertingu ; hann, sem gladdist af trú manns, sem var fyrir utan vébönd Ísraels, og sagði að hann hefði ekki fundið svo mikla trú í Ísrael og gaf honum það, sem hjarta hans þráði ; hann, sem vildi ekki brjóta sundur hinn brákaða reyr, né slökkva hinn rjúkandi hörkveik ; hann, sem sá dýpri þýðingu í því, er þakklát kona smurði fætur hans, heldur en hún sjálf og kunngerði, að smurning hennar hefði þýðingu fyrir greftrun hans ; hann, sem heyrði og svaraði hrópi iðrandi ræningja um að minnast hans ; – hann mun vissulega ekki fyrirlíta þennan dag lítilla, en spámannlegra byrjana ...
E. Stanley Jones: Kristur á vegum Indlands,
þýð. síra Halldór Kolbeins,
sérpr. úr tímaritinu Jörð,
Akureyri, POB, 1935, bls. 51–2.
Gleðilegt nýtt ár, allir lesendur okkar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. júlí 2012
Vinnur Jón Gnarr fyrir 1.180.000 kr. mánaðarlaunum sínum? NEI!
Þá hafa álagningarseðlarnir afhjúpað launaþjenustu manna. Sorglegt er að sjá, að sá, sem narraði borgarbúa til að kasta á sig og fylginauta sína ótrúlega mörgum atkvæðum, skuli hirða af okkur 14,16 millj. kr. árslaun (og margfaldið svo með 4 árum!).
Sami maður baðst fljótt undan því að gegna borgarstjórastöðunni, þ.e. starfsskyldum sínum, eins og þær höfðu þá lengi verið; hann vildi ekki hafa með framkvæmdamál að gera, heldur fyrst og fremst veizluhöld og að koma fram sem fulltrúi borgarinnar.
Eftir ítrekaðar stjórnkerfisbreytingar í Ráðhúsinu við Tjörnina hefur hann nú komið upp ýmsum silkihúfum í kringum sig, sem taka þungann og erfiðið af honum, og getur nú haft það náðugt í Ráðhúsinu (en þarf þá að breyta um nafn á því? ).
Og svo er bara að bæta enn við álögurnar á borgarbúa, eins og gert var í dag með 50% hækkun stöðumælagjalda, a.m.k. við Laugaveginn og á háskólasvæðinu.
Já, jafnvel byltingin hans Jóns Gnarr er farin að éta börnin sín!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Tekjur Jóns Gnarrs 1.180 þúsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 14. apríl 2012
Þessi talaði af reynslu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. september 2011
Aumara verður það varla: 26% stuðningur við trausti rúna, ráðvillta ríkisstjórn
- Innan við helmingur þátttakenda tók afstöðu til spurningar um hvað þeir ætluðu að kjósa í næstu þingkosningum. Um helmingur sagðist óákveðinn, ætla að skila auðu eða vildi ekki svara.
- Af þeim sem svöruðu sögðu tæp 14% að þeir myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Rúm 50% Sjálfstæðisflokkinn, um 1% Hreyfinguna, tæp 23% Samfylkinguna og um 12% Vinstri-græna. (Mbl.is).
Þessi 800 manna könnun er nú ekki eldri en svo, að hún var gerð í gærkvöldi.
Sú staðreynd, að innan við helmingur þátttakenda hirti um að velja á milli nefndra flokka, sýnir glöggt, að þörf er á nýjum flokkum hér. Einn þeirra er sá, sem við í Kristnum stjórnmálasamtökum höfum hug á að stofna. Við erum 15 talsins, höfum ekki staðið í útbreiðslu samtakanna um árs skeið, en á því verður breyting, svo að eftir verði tekið.
Og nú er full ástæða til að minna á nýbirta krufningu hér á nýauglýstum aðal-stefnumálum Jóhönnu Sigurðardóttur í endurnýjuðu formannsframboði í Samfylkingunni, sjá hér: Jóhanna aftur í framboð með eilífu augnakarlastefnuna, en enga skjaldborg fyrir heimilin!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Ríkisstjórnin með 26% fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Kristinn þjóðarflokk !
Nýjustu færslur
- Þess vegna
- Bann við umskurði drengja gæti leitt til ofsókna gegn gyðingum
- Dómsdagsfréttir
- Eru NATO-þjóðir að láta toga sig á asnaeyrum um meinta efnavo...
- Skáldið George Herbert mælti:
- Tollasamningur um landbúnaðarvörur við ESB er Íslendingum óha...
- Af Guðna Má Henningssyni og Händel
- Frábær heimildarmynd um Martin Luther King Jr.
- Gegn "líflátsstefnunni"
- Þetta er dagurinn sem Drottinn hefur gjört
- Sigur lífsins
- Andleg hungursneyð
- Er Mahmud Abbas ekki með öllum mjalla? Og hann er víst "mun h...
- Sjálfkeyrandi bíll getur drepið fólk
- Nú brást yfirlýsingagjörnum Óttari geðlækni bogalistin og ekk...
Færsluflokkar
- Alræðisstefnur
- Andleg mál; Biblíutextar
- Áfengis- og fíkniefnamál
- Álver, stóriðja
- Bandaríkin
- Biblíutextar
- Bloggar
- Borgarmálefni
- Bretland (UK)
- Bækur
- Downs-heilkenni
- Dýravernd
- Dægurmál
- ESB
- Eva S. Einarsdóttir: pistlar, greinar, hugvekjur
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fiskveiðar, útvegsmál
- Fíkniefnaneyzla og -varnir
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Fólksfækkunarvandi
- Fullveldi og sjálfstæði þjóðar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hryðjuverk og öfgastefnur
- Icesave-málið
- Innflytjendamál
- Ísrael, Gyðingar, Mið-Austurlönd, islam
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kommúnismi, sósíalismi, Marxismi
- Konur, kvennabarátta, kvenréttindi
- Kristnir Íslendingar
- Kvikmyndir
- Kynhneigðamál
- Landbúnaður, jarðamál
- Lífstíll
- Líknardráp eða líknandi meðferð?
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Miðaldasaga og kristni
- Nazismi, fasismi, Þriðja ríkið
- Norræn málefni
- Ófæddir, lífsvernd
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Samtökin, skipulag, félagslífið
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Spilling, hugsanleg spilling
- Spil og leikir
- Staðgöngumæðrun
- Stjórnarskrármál
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Sveitarstjórnarmál
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Uppeldis- og fjölskyldumál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Varnarmál og hernaður
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Vændi
- Þróunaraðstoð, 3. heimurinn
Tenglar
Mikilvæg fréttamálefni
- Stjórnarskrármálið, fréttaknippi Mbl.is
- Vín í verzlanir? (fréttaknippi)
- Staðgöngumæðrun, fréttaknippi Mbl.is
- Afglæpavæðing vændis, fréttaknippi Mbl.is
- Viðskiptaþvinganir v. Krímskaga? Fréttaknippi Mbl.is
- Umsókn um ESB, fréttaknippi á Mbl.is Um Össurarumsóknina og framgang málsins
- Fréttaknippi um Icesave Hér má sjá margar Icesave-fréttir á Mbl.is, og um sumar þeirra höfum við bloggað á Krist.bloggi
- Knippi á Mbl.is um Reykjavíkurflugvöll Þarna má finna ýmsar fréttir Mbl.is um málið, þær nýjustu efst á síðunni
Áhugavert um kristna stjórnmálaflokka
- Kristnir stjórnmálaflokkar í 36 löndum Evrópu - en ekki hér? Hugleiðingar um hvort kristinn flokkur sé tímabær hér sem víðar, með svörum gegn gagnrýni
- Kristnir stjórnmálaflokkar í Evrópu Þetta er langur listi, litríkur og fróðlegur!
Lífsverndarmál
- Fyrstu vikur lífsins Rekur þroskaferil mannslífs í móðurkviði (með mynd)
Yfirlit fyrri greina:
- 15.10.200920.11.2009 Þriðja yfirlitið um greinar á Krist.blog.is
- 19.5. 200914.10. 2009 2. greinayfirlitið á Krist.blog.is
- 9.3. 200715.4. 2009 Yfirlit pistla á Krist.blog.is frá upphafi 2007 til vors 2009
Bloggvinir
-
Guðmundur Pálsson
-
Jón Valur Jensson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Hafsteinn V Eðvarðsson
-
Ólafur Þórisson
-
Snorri Óskarsson
-
Steindór Sigursteinsson
-
Arnar Styr Björnsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Lífsréttur
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Aida.
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Aðalbjörn Leifsson
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Baldur Hermannsson
-
Benedikta E
-
Bergur Thorberg
-
Bjarni Kjartansson
-
Björn Heiðdal
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Böðvar Ingi Guðbjartsson
-
Davíð Örn Sveinbjörnsson
-
Dóra litla
-
Elvar Atli Konráðsson
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Eygló Hjaltalín
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
-
Helga Ingadóttir
-
Guðmundur Júlíusson
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Haraldur Hansson
-
Guðni Karl Harðarson
-
Guðni Már Henningsson
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Haraldur Baldursson
-
Helena Leifsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Jónsson
-
Högni Jóhann Sigurjónsson
-
Hörður Finnbogason
-
Janus Hafsteinn Engilbertsson
-
Ingibjörg
-
Ingvar Leví Gunnarsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Sigurjónsson
-
Jeremía
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
-
Karl V. Matthíasson
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Kristján Björnsson
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Mofi
-
Ragnar Kristján Gestsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Páll Vilhjálmsson
-
Ragnar Geir Brynjólfsson
-
Ragnhildur Kolka
-
Ruth
-
Rödd í óbyggð, kristilegt félag
-
Samtök Fullveldissinna
-
Sigríður Laufey Einarsdóttir
-
Sigurlaug B. Gröndal
-
Sigurður G. Tómasson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Sverrir Halldórsson
-
Theódór Norðkvist
-
Tryggvi Hjaltason
-
Unifer
-
Árni þór
-
Ívar Pálsson
-
Ólafur Jóhannsson
-
Ómar Ragnarsson
-
Úlfar Þór Birgisson Aspar
-
Þormar Helgi Ingimarsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórdís Ragnheiður Malmquist
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Jóhann Hauksson
-
Þórður Guðmundsson
-
Óskar Sigurðsson
-
Tómas
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Óttar Felix Hauksson
-
Júlíus Björnsson
-
Kristinn Ásgrímsson
-
Gestur Halldórsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Heimssýn
-
S. Einar Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Birna M
-
Snorri Magnússon
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Jón Ríkharðsson
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Högni Hilmisson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir
-
Nonni
-
Tímanna Tákn
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
-
Samstaða þjóðar
-
Bleika Eldingin
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Lárusson
-
Bjarni Harðarson
-
Ómar Gíslason
-
Haraldur Haraldsson
-
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n
-
Örn Ægir Reynisson
-
Barði Bárðarson
-
Birgir Viðar Halldórsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Gunnar Heiðarsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Hörður Sigurðsson Diego
-
Kristinn D Gissurarson
-
Birgir Þór Júlíusson
-
Vera
-
Jónas Pétur Hreinsson
-
Páll Þorvaldsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Jón Valur Jensson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Kristinn Eysteinsson
-
K listi Skagafjarðar
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Halldór Þormar Halldórsson
-
Valdimar Samúelsson
-
Íslenska þjóðfylkingin
-
Eyjólfur Jónsson
Eldri færslur
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 3
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 454
- Frá upphafi: 413139
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 383
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar