Færsluflokkur: Bloggar

Ljóskubrandarar Vopna-Rósu

Sú ljóshærða stendur og nuddar sjampói í hárið á sér.

Eigin­mað­ur­inn spyr: "Hvað ertu að gera?"

"Ég er að þvo hárið," svarar hún.

"Hvað, notar þú ekki vatn?" spyr hann

… "Halló" svarar hún, "það stendur á flöskunni: FYRIR ÞURRT HÁR"

 

* * * * *

 

- Hvernig drepur ljóska fisk?

- Með því að reyna að drekkja honum.

 

* * * * *

 

Einu sinni voru tvær ljóskur úti að ganga. Önnur ljóskan fann spegil á götunni, leit í hann og sagði: 

- Mér finnst ég kannast eitthvað við þessa konu.

Hin ljóskan reif af henni spegilinn og sagði:

- Nú auðvitað, þetta er ég!

 

* * * * *

 

Eldri hjón komu aftur inn í Mercedes Benz-bílaumboðið og komust þá að því að fimm mínútum áður hafði sölumaðurinn selt ungri og fallegri ljósku bílinn sem þau höfðu haft áhuga á.

"En þú sagðir að þú myndir geyma bílinn þar til við kæmum aftur með átta milljónirnar, sem er ásett verð á bílnum," sagði maðurinn. "Þar að auki sé ég hér að þú hefur selt þessari fallegu stúlku bílinn á aðeins sjö milljónir … en þú sagðir okkur áðan að það væri enginn afsláttur gefinn frá þessu verði … hvernig stendur á þessu?"

"Tja, hvað get ég sagt?" sagði sölumaðurinn og glotti. "Hún mætti bara með pening í umslagi, langaði í þennan bíl og … líttu á hana. Það er bara ekki hægt að segja nei við svona glæsilega konu."

Í þeim töluðu orðum gekk unga konan að gömlu hjónunum og rétti þeim bíllyklana.

"Gjörið þið svo vel," sagði hún, "ég sagði ykkur að ég gæti fengið þennan trúð til að lækka verðið á bílnum svo um munaði. Bless, afi og amma!"

Ekki reyna að svindla á gamla fólkinu!

 

Rósa Aðalsteinsdóttir.


Það var ekki rúm fyrir hann, eftir Ásmund Eiríksson


     Af því að það var ekki rúm fyrir hann í gisti­hús­inu. Þetta er hin neikvæða setning í jóla­guðspjall­inu. Gestgjafarnir i Betlehem eru dæmi­gerðir full­trúar fjöldans. Hin almenna og yfirlýsta afstaða flestra manna til Jesú Krists hefur alltaf verið svona. Við höfum ekki rúm fyrir hann. Við höfum ekki tima til að sinna honum. „Ég bið þig, haf mig afsakaðan."

     Betlehem þýðir „Brauðhús". Og svo kemur hann, sem er sjálfur „brauð lífsins". Þá hafa gestgjafarnir i Betlehem enga þörf fyrir hann. Þeir telja sér trú um það, að þeir geti lifað og fengið aðra til þess að lifa án „brauðsins".

     Þetta er hliðstætt þvi og þegar menn tala um kristindóm og boða kristindóm án þess að hafa fundið Krist, án þess að hafa mætt honum, sem frelsara sinum. Þeir halda að þeir geti verið kristnir án Krists. Brauðhús án brauðs og kristindómur án Krists eru fjarstæður sama eðlis. Hve blindir geta mennirnir verið?

     Jólaboðskapurinn er áfrýjun til þess, sem heyrir, til einstaklingsins, um það, að gera það upp við sjálfan sig að taka á móti Kristi, sem frelsara sínum, um það að byrgja hús hjartans upp af „brauði lifsins". Boðskapur engilsins hljómar til þin: Vertu óhræddur því sjá, ég boða ÞÉR mikinn fögnuð. . . . þvi að ÞÉR er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Daviðs.

     Þú þarft að færa „brauð lifs" inn í hús hjarta þins. Þú þarft að finna Krist. Þú þarft að taka á móti Kristi, svo sál þín frelsist. Þangað til það gerist, verður þú ekki kristinn maður, og hús hjarta þins brauðlaust.. Þig brestur það lif, sem, Kristur einn getur gefið, og þann frið, sem aðeins finnst hjá honum. Um þann frið segir Kristur: „Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður, ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist." — Hvern langar ekki að eiga þennan frið?

 

Ásmundur Eiríksson
(hann var forstöðumaður Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík).

Endurbirt grein úr Aftureldingu 1. desember 1963.


Hugleiðing um Íslands fjöll

eftir Guðmund Pálsson lækni.

Guðmundur Pálsson

Mín hugsun er sú að nú næstu árin tekur Ísland nýtt stökk inn í framtíðina. Við þurfum að finna sameiginlegan flöt á markmiðum okkar en forsendan fyrir því er að sættast hvert við annað. Þessir tveir hópar sem hafa tekist á lengi eru sá þolgóði stóri fjöldi landsmanna sem oftast er þögull og hinn sá smái sem miklu ræður og oft fyllir fjölmiðlana.

Hnútuköstin líta svona út: Þessi ráðríka menntaelíta fjölmiðlanna telur sig sjá réttlætið og jafnréttið handan við hornið og kynnir til sögunnar eldgamlar tilfinningahlaðnar hugsjónir sem eru skilgetin afkvæmi sósíalískra drauma. Þær eiga að vera framtíð okkar. Þetta skal vera framtíð Íslands!

Hún talar Ísland jafnan niður og telur okkur trú um að við séum hlunnfarin af spilltum samborgurum; okkur líði mjög illa og framtíðin felist í byltingu allra gilda, siðferðis og fjármála. Þetta er jafnan gert undir yfirskini jafnréttis og sett fram sem hugmynd sem enginn getur staðið gegn.

Þetta er blekking og bull og það er komin tími til að sjá í gegn um þetta; því það er öfundin sem knýr þennan mótor og ekkert annað.

Nýtt Ísland verður aldrei til úr þessum hugsjónum (og ákveðnar ástæður fyrir því) og ef menn velja þessa leið er illt í efni. Ef við fáum forseta sem styður eitthvað af þessum málefnum förum við í gamla farið aftur, sama hvað hver segir.

Aldur forseta skiptir hér engu, heldur hvort hann sjái, styðji og skilji hinn umskapandi kraft og hafni öfundarhyggju og sósíalískum rétttrúnaði.


Lítill vilji er hjá íslenskum stjórnvöldum til að fá hingað hælis­leit­endur sem þjáðst hafa vegna krist­innar trúar sinnar í músl­imskum löndum

 

Ir­ina og Vla­dimir Sei­bel og börn­in þeirra þrjú hafa dvalið hér á landi í átta mánuði en var vísað úr landi síðastliðinn þriðju­dag til Frakk­lands, þar sem þau höfðu milli­lent á komu sinni hingað. Þau höfðu sótt um vega­bréfs­árit­un í heimalandi sínu en fá það ekki viður­kennt hjá ís­lensk­um stjórn­völd­um.  Málið er hjá lög­fræðingi sem seg­ir að það gæti tekið ár að fá dóms­úrsk­urð.  Á meðan bíður fjöl­skyld­an alls­laus í út­hverfi Par­ís­ar þar sem þau hafa enn ekki fengið nein svör frá yf­ir­völd­um um framtíð sína þar. Þau þrá það eitt að fá að snúa til baka til Íslands og fá að lifa í ör­yggi og friðsæld.

Þau hjónin Vladimir og Irina þurftu að yfirgefa Úsbekistan vegna trúarofsókna.  Þar óttuðust þau um líf sitt og sáu engan annan kost en að flýja.  Í Úsbekistan starfaði Irina í ferðamennskugeiranum en Vladimar vann á flugvellinum í innflutnings- og útflutningsdeild.  Þau lifðu eðlilegu lífi, áttu íbúð og tvo bíla og börnin gengu í skóla og í leikskóla.  Það breyttist allt vegna trúarskoðana þeirra.  Fjölskyldan er baptistatrúar en langflestir landsmenn múslimatrúar.  Þau tóku skírn í fyrra og fljótlega fór lögreglan að ofsækja þau.

"Við megum ekki vera baptistatrúar og vorum sökuð um að vera hryðjuverkamenn, ofstækismenn og jafnvel segja þau að við séum eiturlyfjaneytendur og allt af því að við erum baptistar," sögðu hjónin í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. "Maðurinn minn var handtekinn og sat inni í viku.  Hann var barinn þar daglega,“ sagði Irina. "Við fórum og kvörtuðu til háttsettra yfirvalda en það var ekkert hlustað á okkur."

Fjölskyldan kom hingað til lands í gegnum París og var því send aftur þangað af útlendingastofnun.  En þangað vildu þau ekki fara þar sem að sögn Irinu ríkir algjört aðstæðuleysi fyrir hælisleitendur.  Í ljósi nýafstaðinna hryðjuverkaárása og fjölda flóttamanna og hælisleitanda í landinu segir Irina Frakkland ekki öruggan stað fyrir fjölskylduna.

Að sögn Irinu hefur fjölskyldan aðlagast vel á Íslandi. Börnin, hin níu ára gamla Milina og tvíburarnir Samir og Kemal sem eru sex ára, eru byrjuð í skóla og farin að læra tungumálið. "Við viljum byrja að leita okkur að vinnu, við viljum ekki vera háð félagsþjónustunni. Hér göngum við frjáls úti á götu. Við viljum rólegt og öruggt líf fyrir okkur og börnin okkar."
Lögmaður­inn Helga Vala er verj­andi Sei­bel-fjöl­skyld­unn­ar en hún hef­ur tekið að sér fleiri mál fyr­ir flóttamenn. Í frétt á Mbl.is 1. maí sagði hún m.a.: "Við erum að und­ir­búa að þing­festa stefnu og semja og afla frek­ari gagna," seg­ir hún en málið snýst um hvort vega­bréfs­árit­un til Íslands sem þau sóttu um í Úsbekist­an hafi verið lög­leg.

„Þau sóttu um vega­bréfs­árit­un til að koma til Íslands, en til þess fer maður í sendi­ráð í heimalandi.  Við eig­um ekk­ert sendi­ráð í Úsbekist­an held­ur sér franska sendi­ráðið um að af­greiða okk­ar mál.  Þau fóru þangað með far­seðla til Íslands með milli­lend­ingu í Par­ís. Þau eru búin að bóka hót­el og eru með svo­kallað boðsbréf frá ís­lensku ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki. Þau leggja þetta inn og óska eft­ir vega­bréfs­árit­un.  Franska sendi­ráðið af­greiðir þetta og gef­ur út leyfið og af því að franska sendi­ráðið gef­ur út vega­bréfs­árit­un­ina þá fela ís­lensk stjórn­völd sig á bak við það og segj­ast ekki þurfa að taka um­sókn þeirra um hæli til skoðunar á Íslandi.

Helga Vala ætl­ar alla leið til dóm­stóla með málið.  "Ég veit ekki til þess að það hafi áður reynt á þetta ákvæði varðandi vega­bréfs­árit­un­ina.  Hvar er rétt­ur ein­stak­lings til að vera á land­inu á meðan að málið er rekið fyr­ir dóm­stól­um?  Er þetta jafn­ræði aðila fyr­ir dómi, að vera stadd­ur ein­hvers staðar úti í heimi og geta ekki fylgt mál­inu eftir? Fyr­ir utan þær aðstæður sem er verið að bjóða börn­un­um upp á, að vera á göt­unni í Frakklandi," seg­ir hún og tel­ur að verið sé að brjóta þar lög. "Það er í sjálfu sér brot af því að við meg­um ekki senda börn frá land­inu út í óvissu".

Við í Kristnum stjórnmálasamtökum viljum benda þeim á sem hafa með málefni flóttafólks og hælisleitenda að gera hér á landi að veita kristnu fólki hæli sem á við ofsóknir að stríða í heimalandi sínu. En það virðist vera stefna yfirvalda að hunsa ofsótt kristið fólk en veita frekar múslimum hér hæli. Lítill vilji er fyrir hendi hjá íslenskum stjórnvöldum til að fá hingað þá flótta­menn og hælis­leit­endur sem eiga í senn auðveldast með að aðlag­ast okkur (og við þeim) og hafa þjáðst vegna krist­innar trúar sinnar í músl­imskum löndum.

Steindór Sigursteinsson.


mbl.is Lögbrot að senda börn á götuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg jól !

Kristin stjórnmálasamtök

óska landsmönnum öllum 

gleðilegra jóla

og gæfuríks komandi árs

með þökk til lesenda sinna

og fyrir samskiptin á árinu sem er að líða

 

IMG_1166


Hann komst lífs af - Guði sé lof

Þvílík gleðifrétt, að maðurinn, sem margir töldu af, eins og enn var nánast gert í útvarpsfréttum í morgun, eftir að bifreið hans hafði steypzt í Ölfusá rétt hjá Selfosskirkju í gærkvöldi, fannst í dag kaldur og hrakinn þremur km neðar við ána, skammt frá Selfoss-flugvelli.

Ó, hve giftusamlegt fyrir alla hans aðstandendur og vini og þjóðina alla, eftir öll slysin sem hér gerast og hafa einnig gerzt með hörmulegum hætti í Ölfusá.

Til hamingju með þessa gleðifrétt, allir viðkomandi.

jvj


mbl.is Fannst á lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann ...

En hann, sem var þakklátur fyrir bikar af köldu vatni, gefinn í hans nafni ;  hann, sem vísaði eigi á bug konu, er sökum hjátrúar snerti fald klæða hans, en lét lækninguna koma fyrir hina ófullkomnu snertingu ;  hann, sem gladdist af trú manns, sem var fyrir utan vébönd Ísraels, og sagði að hann hefði ekki fundið svo mikla trú í Ísrael og gaf honum það, sem hjarta hans þráði ;  hann, sem vildi ekki brjóta sundur hinn brákaða reyr, né slökkva hinn rjúkandi hörkveik ;  hann, sem sá dýpri þýðingu í því, er þakklát kona smurði fætur hans, heldur en hún sjálf og kunngerði, að smurning hennar hefði þýðingu fyrir greftrun hans ;  hann, sem heyrði og svaraði hrópi iðrandi ræningja um að minnast hans ;  – hann mun vissulega ekki fyrirlíta þennan dag lítilla, en spámannlegra byrjana ...

 

E. Stanley Jones: Kristur á vegum Indlands,

þýð. síra Halldór Kolbeins, 

sérpr. úr tímaritinu Jörð,

Akureyri, POB, 1935, bls. 51–2.

Gleðilegt nýtt ár, allir lesendur okkar! 


Vinnur Jón Gnarr fyrir 1.180.000 kr. mánaðarlaunum sínum? NEI!

Þá hafa álagningarseðlarnir afhjúpað launaþjenustu manna. Sorglegt er að sjá, að sá, sem narraði borgarbúa til að kasta á sig og fylginauta sína ótrúlega mörgum atkvæðum, skuli hirða af okkur 14,16 millj. kr. árslaun (og margfaldið svo með 4 árum!).

Sami maður baðst fljótt undan því að gegna borgarstjórastöðunni, þ.e. starfsskyldum sínum, eins og þær höfðu þá lengi verið; hann vildi ekki hafa með framkvæmdamál að gera, heldur fyrst og fremst veizluhöld og að koma fram sem fulltrúi borgarinnar.

Eftir ítrekaðar stjórnkerfisbreytingar í Ráðhúsinu við Tjörnina hefur hann nú komið upp ýmsum silkihúfum í kringum sig, sem taka þungann og erfiðið af honum, og getur nú haft það náðugt í Ráðhúsinu (en þarf þá að breyta um nafn á því? Grin).

Og svo er bara að bæta enn við álögurnar á borgarbúa, eins og gert var í dag með 50% hækkun stöðumælagjalda, a.m.k. við Laugaveginn og á háskólasvæðinu.

Já, jafnvel byltingin hans Jóns Gnarr er farin að éta börnin sín!

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Tekjur Jóns Gnarrs 1.180 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi talaði af reynslu

Unnt er að bjargast vel með ófullkomin lög, en góða embættismenn, en illt að komast af með lélega embættismenn, þótt löggjöf sé fullkomin. --Bismarck. (Hér eftir bókinni Kjarnyrði. Pétur Sigurðsson tók saman, Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík 1964, s. 75.)

Aumara verður það varla: 26% stuðningur við trausti rúna, ráðvillta ríkisstjórn

74% aðspurðra í nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins eru andvíg ríkisstjórninni. 26% fylgið er hrap frá 43% fylgi ríkisstjórnarflokkanna í apríl sl. Og lesið ÞETTA:
  • Innan við helmingur þátttakenda tók afstöðu til spurningar um hvað þeir ætluðu að kjósa í næstu þingkosningum. Um helmingur sagðist óákveðinn, ætla að skila auðu eða vildi ekki svara.
  • Af þeim sem svöruðu sögðu tæp 14% að þeir myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Rúm 50% Sjálfstæðisflokkinn, um 1% Hreyfinguna, tæp 23% Samfylkinguna og um 12% Vinstri-græna. (Mbl.is).

Þessi 800 manna könnun er nú ekki eldri en svo, að hún var gerð í gærkvöldi.

Sú staðreynd, að innan við helmingur þátttakenda hirti um að velja á milli nefndra flokka, sýnir glöggt, að þörf er á nýjum flokkum hér. Einn þeirra er sá, sem við í Kristnum stjórnmálasamtökum höfum hug á að stofna. Við erum 15 talsins, höfum ekki staðið í útbreiðslu samtakanna um árs skeið, en á því verður breyting, svo að eftir verði tekið.

Og nú er full ástæða til að minna á nýbirta krufningu hér á nýauglýstum aðal-stefnumálum Jóhönnu Sigurðardóttur í endurnýjuðu formannsframboði í Samfylkingunni, sjá hér: Jóhanna aftur í framboð með eilífu augnakarlastefnuna, en enga skjaldborg fyrir heimilin!

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Ríkisstjórnin með 26% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Apríl 2018
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Eldri færslur

Nýjustu myndir

  • 11282531 1589495121310922 376275531 o
  • jesus kristur 1301705
  • 13wochen
  • 19d7v3r18h3r1
  • GRHI20UO
  • Pasted Graphic
  • Jón Valur Jensson, maí 2016
  • Steindór Sigursteinsson
  • 1184796 230094733815535 1832625948 n
  • In my office 004

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 454
  • Frá upphafi: 413139

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 383
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband