Fćrsluflokkur: Bćkur

Ljóđskáld og fiđlari fara um landiđ

Feđginin eru samrýnd. Hér bregđa ţau á leik eftir hlaup.

Ljóđskáldiđ Eyţór Árna­son og Sól­veig Vaka fiđluleikari, dóttir hans, fá fína aug­lýsingu um tónleikaferđ sína í Mbl. í gćr og á Mbl.is, en 28/8-8/9 eru ţau međ 11 ljóđa­tónleika og athyglis­vert ađ ţeir verđa allir í kirkjum, hringinn í kringum landiđ.

Ţetta leiđir hugann ađ ţví, ađ í kirkjuhúsum landsins, bćđi safnađarheimilum og kirkjunum sjálfum, fer fram geysimikiđ menningarstarf í hverri einustu viku, ekki ađeins kórastarf viđ messuhald, heldur alls kyns listviđburđir, myndlistar­sýningar, eins og ég sá í Grensáskirkju, ţegar sonur minn var ađ spila ţar um daginn ásamt tveimur félögum sínum, öll á leiđ á píanónámskeiđ í Portúgal, ţví ađ ţar á göngunum var listmálari líka ađ kynna myndir sínar.

Vanmetiđ hefur veriđ, hve mikiđ félags- og fundastarf fer fram í kirkjulegu húsnćđi, m.a. fyrir AA-samtökin, tómstunda- og föndurstarf aldrađra og mömmumorgnar ađ auki, auk margs annars.

En góđa ferđ um landsbyggđina, Eyţór og Sólveig Vaka! Ţiđ hafiđ byrjađ vel á góđum stađ bćnamanna í gćrkvöldi: Strandarkirkju í Selvogi.

Eins og ţeir vita, sem komiđ hafa ađ Strönd, ríkir ţar sérstakt og í raun magnađ andrúmsloft í ţessari sveit sem áđur hafđi sitt mannlíf, en síđan fluttust allir á mölina eđa eitthvert annađ. Ţví var um ţetta ort:

 

Strandarkirkja

 

Ferđamenn á stjákli í kringum kirkjuna

sem lyftir sér björt yfir eyđilegt svćđi

eins og minnisvarđi um liđna trú

sem ţó lifir og sannar sig í reynd

í ţessari algeru auđn

-- rödd hrópandans í eyđimörkinni.

JVJ: Sumarljóđ 1991, s. 35.


mbl.is Síđsumarshressing eftir heyskapinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"Börn skrifa Guđi" (úr bókunum báđum)

Kćri Guđ, pabbi minn er ofsalega klár. Hann getur kannski hjálpađ ţér. - Kalli

Kćri Guđ, kannski hefđu Kain og Abel ekki drepiđ hvor annan svona mikiđ, ef ţeir hefđu haft sérherbergi. Ţetta gengur ágćtlega hjá mér og bróđur mínum. - Beggi

Góđi Guđ, hvers vegna er sunnudagaskólinn á sunnudögum? Ég hélt ađ ţá ćttum viđ ađ hvíla okkur. - Tryggvi

Kćri Guđ. Á grímuballinu ćtla ég ađ vera í djöfla búningi. Er ţađ í lagi ţín vegna? - Magga

Kćri Guđ. Ertu í alvörunni ósýnilegur, eđa ertu bara ađ stríđa okkur? - Lilja Ósk.

Tekiđ úr tveimur útgáfum ţessara vinsćlu safnrita, 1982 og 2002.

Ţýđandi fyrri bókarinnar var sr. Önundur Björnsson, og Tákn gat út.

Ţýđandi ţeirrar seinni var sr. Hreinn Hákonarson; Skálholtsútgáfan gaf út.

Báđar bćkurnar voru teknar saman af sama fólkinu erlendis.


Autos eipen ... Sjálfur sagđi hann ... (Post.20.45)

"Fyrir nálega nítján öldum ritađi Páll postuli Kólossu­mönn­um ţessi áminn­inga­orđ: "Látiđ orđ hins smurđa búa ríku­lega hjá yđur" (Kól.3.16). Sú áminn­ing tekur einnig til vor, er nú erum á lífi. Oss er lífs­nauđ­syn­legt ađ vita, hvađ hann sagđi sjálfur, og ađ láta orđ hans búa í hjörtum vorum, ţví ađ hann hefir ORĐ EILÍFS LÍFS (Jóh.6.68).

Í ritum Nýja testamentisins, einkum í guđspjöllunum, eru enn geymd orđ hins smurđa, drottins vors Jesú Krists, ávörp hans og andsvör, bođ hans og bann, bćnir hans og rćđur, dćmisögur, líkingar, orđskviđir og spádómar hans. Ţau orđ eru oss öruggur leiđar­vísir frá villu­stigum ţessa lífs. Af ţeim getum vér lćrt ađ vanda líferni vort og búa oss undir annađ ćđra líf. Ţau kenna oss ađ ţekkja vilja guđs -- ađ ţekkja hann sjálfan, hinn eina sanna guđ og ţann, sem hann sendi, Jesúm Krist (Jóh.17.3)."

Ţetta eru upphafsorđ formála merkilegs rits og góđs, rits sem kćrt er mörgum sem ţađ eiga og nefnist Orđ Jesú Krists, öll ţau er Nýja testamentiđ geymir. Ţetta er úr formálsorđum síra Ţorvaldar Jakobssonar, sem bjó ritiđ undir prentun. Ţađ kom út hjá hf. Leiftri, Reykjavík, 1948, 316 bls. í snotru bandi, en síđast í verkinu er 12 bls. skrá um nokkur atriđisorđ og fyrirsagnir. Síra Ţorvaldur (1860-1954) var af merkum prestaćttum; hann var lengst prestur í Sauđlauksdal, 1896-1919, en kennari viđ Flensborgarskólann í Hafnarfirđi 1921-1934.  Sýslunefndarmađur var hann í Vestur-Barđastrandarsýslu 1888-1921. Hann varđ riddari af Fálkaorđunni 1. des. 1935. Međ konu sinni Magdalenu Jónasdóttur frá Hallbjarnareyri átti sr. Ţorvaldur sjö börn, og voru ţeirra á međal Finnbogi Rútur, verkfrćđingur og prófessor, fađir Vigdísar, forseta Íslands, og Búi mjólkurfrćđingur, fađir Kristjáns dósents í Nýjatestamentisfrćđum og Ţorvaldar eđlisfrćđings, eins forgöngumanna hinnar merku undirskriftasöfnunar Variđ land. -jvj.


Einslags bćnamál ađ kveldi dags

 

Eins má kalla ţetta Eintal sálarinnar viđ Guđ, en ţá yfirskrift hafa reyndar ýmsar fyrri tíđar hugvekjur áđur haft. Mikil er auđlegđ slíkra bókmennta í raun, á öllum Evrópumálum og ekki sízt á latínu.

 

Oft ţegar engan fýsir

     mig eiga ađ vin,

ljósiđ ţitt veikt mér lýsir

     međ logaskin.

 

Ć, ţegar enginn mér sinnir

     né á mig sér,

trú mín ţví treystir ţú finnir

     til međ mér.

jvj


Talađ af reynslu um innflytjendur, I

"Ţađ er í grunninn mjög jákvćtt ađ fá inn­flytj­end­ur. Sam­félag stađn­ar án innflytj­enda, sem á ótal vegu geta flutt međ sér nýj­ungar. Ađ auki er mann­úđ­ar­skylda ađ koma fólki í neyđ til bjarg­ar. En inn­flytj­endur verđa ekki já­kvćđ viđbót viđ sam­félagiđ nema ţeir ađlagist. Ţađ er ekki ţar međ sagt ađ ţeir ţurfi ađ vera eins og Danir á allan hátt, fjölbreytileiki er einmitt góđur. En velheppnuđ ađlögun snýst um ađ menn sameinist um ţau gildi sam halda sam­félaginu uppi. Ţađ útheimtir ađ nnflytj­endur af mjög ólíkum uppruna gangi í gegnum töluverđa hugarfars­breytingu.

Ef ţessi hugarfarsbreyting á ađ ganga eftir verđur tvennt ađ vera til stađar: Viđtökuríkiđ, Danmörk í ţessu tilviki, ţarf ađ vera međvitađ um umfang verkefnisins. Menn ţurfa ađ viđurkenna ţýđingu menningarmunarins, stjórna fjölda innflytjenda á ţann hátt ađ ađlögun sé raunhćf. Einnig ţarf ađ hjálpa til viđ hugarfars­breyt­inguna, bćđi međ stuđningi og kröfum til innflytjenda. Jafnframt ţurfa innflytjendurnir sjálfir ađ vilja hugarfarsbreytingu og vera opnir fyrir ţví hvernig hlutirnir virka í nýja landinu. En margra ára pólitísk vanrćksla hafđi í för međ sér ađ ţetta fór allt úrskeiđis.

Fjöldi innflytjenda reyndist vera töluvert meiri en stjórnmálamenn höfđu ćtlađ í fyrstu, međal annars vegna sameiningar fjölskyldna. Ţegar fjöldinn óx kom í ljós ađ menningarmunurinn var mun sterkari og varanlegri en menn höfđu taliđ sér og öđrum trú um í rétthugsunaróttanum viđ ţađ ađ hugsa. Afleiđing innflutningsins var sú, ađ landsmenn skiptust í sérsamfélög eftir ţjóđerni og menningu."

Ţetta er úr ritinu Íslamistar og naívistar eftir Karen Jespersen (ţá ţingkonu og ráđherra) og Ralf Pittelkow (lektor viđ Kaupmanna­hafnar­háskóla og ţáverandi pólitískan ráđgjafa forsćtisráđherra Dana), í ţýđingu Brynjars Arnarsonar. Bókafélagiđ Ugla gaf út (Rvík 2007, 264 bls. kilja, bls. 180-181, feitletr.jvj). Birt hér međ góđfúslegu leyfi útgefanda. Bókin fćst ennţá í bóka­verzlunum og ennfremur önnur útgáfu­bók Uglu, sem fjallar ađ miklu leyti um islam á Vesturlöndum: Dýrmćtast er frelsiđ - innflytj­enda­stefna og afleiđ­ingar hennar, eftir Hege Storhaug, í ţýđingu Magnúsar Ţórs Hafsteinssonar, fv. alţm. (Rvík 2008, 359 bls. kilja).

Hege Storhaug, sem hefur ađ bakgrunni ađ vera vinstri sinni og femínisti, m.a. sem blađamađur á róttćka blađinu Klassekampen í Noregi, er einnig höfundur međsölu­bókarinnar Ţjóđaplágan Íslam, sem kom út í ísl. ţýđingu Magnúsar Ţórs Hafsteins­sonar í fyrravetur, hjá forlaginu Tjáningarfrelsiđ. Svo óţćgilegt ţykir ýmsum (t.d. hinum nýja formanni Samfylkingarinnar og Steingrími J.) hvernig hulunni er ţar svipt af karlrembu og afar grófu ofbeldi međal múslimskra innflytjenda í Noregi og víđar, ađ ţeir vilja helzt fela bókina, eins og reyndar sumar bókabúđir hér á landi hafa gert! En endilega spyrjizt fyrir um hana í bókabúđum, hún er gjarnan geymd ţar undir borđum, en ţetta er bráđnauđsynlegt rit og fjallar EKKI af ósann­girni um málin, ţví ađ ef einhver hefur samúđ međ hlut­skipti múslimskra kvenna og hefur barizt fyrir ţćr á ţeirra eigin vettvangi, í Noregi og Pakistan, ţá er ţađ Hege Storhaug.

Hege (Helga) var á fjölsóttum fundi útgefenda ţessarar bókar hennar í Hótel Nordica fyrir um ári og máli hennar ţar afar vel tekiđ. Hér er mynd af Hege Storhaug (lengst til hćgri) og tveimur félögum í Kristnum stjórnmála­samtökum, Jóni Val Jenssyni og Maríu Magnús­dóttur, í lok nefnds fundar:

JVJ.


mbl.is 645 kvótaflóttamenn frá árinu 1956
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Djörfung í trú og kćrleika

Fáum viđ elskađ hvert annađ og lifađ eins og Kristur lifđi hér á jörđ, verđum viđ full djörfungar á degi dómsins. Ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann, ţví ađ óttinn býst viđ hegningu, en sá sem óttast er ekki fullkominn í elskunni.

I. Jóhannesarbréf, 4.17-18 (2007-útgáfan).


Vers

  

Er vantrúin hafnar ţér, Herra, minn Guđ,

og hugleiđir aldrei ţann lífsfögnuđ 

sem heitinn er ţeim, sem hné sín beygja

í hljóđu ţakklćti og frelsiđ eygja

í sjálfum ţér, Kristur, ţá knosast mitt hjarta

ađ kjósi ţeir fávísir myrkriđ svarta.

 
Jón Valur Jensson.

Not to be forgotten! A reminder of one of our education ministers

Jón Arason, Bishop of Hólar, brought the first printing-press to Iceland around the year 1530. By the turn of the next century the Icelanders had acquired many printed books including law-books, hymn-books and a translation of the Bible. The Norwegians did not acquire a printing-press until 1643, and the Bible was not translated into Norwegian until the middle of the nineteenth century. The printing-presses in Iceland were primarily used in the service of the Church. For this reason, the farmers continued to copy the ancient writings, which were in circulation alongside the printed books.

Gylfi Ţ. Gíslason: The Challenge of Being an Icelander, Reykjavík 1990: Almenna bókafélagiđ, p. 46. 

Dr. Gylfi Ţ. Gíslason (1917-2004) taught at the University of Iceland from 1941 to 1956, and from 1972 to 1987, holding the chair of economics from 1946. He was a member of Parliament from 1946 to 1978, minister of education and industry from 1956 to 1958, and of education and trade from 1958 to 1971, being also the leader of the Social Democratic Party from 1968 to 1974. In his leisure time he played the piano and was a composer of melodic songs which have gained much acclaim. His doctoral thesis was published in Frankfurt am Main in 1954. He was married and the father of three sons who became prominent in the country´s academic and political sphere.


Guđs lýđur, krossins tak ţú tré

Langafasta stendur yfir, ţađ er tími sjálfsafneitunar, ef vel á ađ vera, ekki ađeins í mat og drykk. Gjafmildi, lestur í Ritningunni og guđrćkileg íhugun gagnast opnum huga.

Hér er birtur í fyrsta sinn á netinu fallegur sálmur Guđbrands Jónssonar, rithöfundar og prófessors ađ nafnbót, en hann var sonur Jóns Ţorkelssonar, magisters og dr. phil. í íslenzkum frćđum, ţjóđskjalavarđar (skáldsins Fornólfs), merkra ćtta, og fađir Loga lögfrćđings, fv. framkvćmdastjóra St Jósefsspítala í Landakoti.

Guđbrandur var mikilvirkur rithöfundur og annálađur essayisti og hélt oft útvarpserindi um ferđir sínar og hugđarefni, og eru til allnokkur greinasöfn hans á bókum, t.d. Gyđingurinn gangandi, Ađ utan og sunnan og Sjö dauđasyndir. Ennfremur er hann höfundur mikillar ćvisögu Jóns biskups Arasonar, sem kom út hjá Hlađbúđ á fjögurra alda ártíđ herra Jóns og sona hans Ara og Björns, sem allir Íslendingar eru komnir af, en Guđbrandur sjálfur var kaţólskur.

Mun fleira mćtti skrifa um Guđbrand, sem var vel ţekktur mađur á sinni tíđ, en vindum okkur ađ sálminum, sem er ţýddur (frumhöfundur H. Vejser), en vel gerđur og kom undirrituđum á óvart ţennan sunnudag, ţví ađ fyrr hafđi ég ekki séđ kveđskap eftir Guđbrand, en sunginn er hann viđ fallegt lag:

 

Guđs lýđur, krossins tak ţú tré

trútt ţér á herđar, ţótt hann sé

ţungur ađ bera, ţessi raun

ţiggur margföld og eilíf laun.

 

Í laun ţér veitist vegsemd ein,

ađ verđa´ ađ Kristí lćrisvein;

speki og ţróttur vaxa víst,

veita mun ţér af slíku sízt.

 

Tak ţér á herđar Herrans kross,

hljóta munt ţá hiđ ćđsta hnoss:

félag og sćta samanvist

sífellt viđ Drottin Jesúm Krist.

JVJ tók saman.


Guđstrúarmađurinn Einar Benediktsson mćlti, međ glađasta móti:

"Hann var ađ fara frá mér minn gamli vinur og skólabróđir, séra Árni Ţórarinsson,* og afskaplega hafđi ég gaman af ađ tala viđ hann. Ţađ er eins og ég hef alltaf sagt, ţađ er engin menntun í neinu fagi nema í guđfrćđi, ţví okkur varđar ekki um neitt nema ađeins um Guđ almáttugan."

Ţannig, međal annars, skráđi Kristján Albertsson samtal sitt viđ Einar skáld Benediktsson, en ţeir ţekktust mćtavel, og Kristján sagđi Jakob F. Ásgeirssyni frá, sem setti ţađ í bókina ágćtu, Kristján Albertsson. Margs er ađ minnast (AB, 1986, bls. 92). Í sömu bók (s. 95) segir Kristján:

"Einar Benediktsson er mesta guđstrúarskáld á vorri öld. Ekkert annađ skáld hefur ort af svo djúpri trúarvitund og lotningu fyrir guđdómi ćđsta máttarvalds allífs og tilveru. Hann orti fátt sem kallast geti trúarljóđ í venjulegum skilningi en trú hans er sem heitur undirstraumur í nćr öllum af hans mestu ljóđum. Stundum nćgja honum örfáar hendingar eđa ađeins ein til ađ lyfta augliti sínu til Guđs. Ţannig er fegursta bćn sem hann orti ađeins ein hending í löngu kvćđi:

-- Guđ verndi list vors máls og Íslands heiđur.

Hve hátt sé stefnt í óskadraumum ćđstu stundar kemur hvergi fram međ opinskárra móti en í ţessum orđum í kvćđi Einars Öldulíf:

 • Mín innsta hugsun, hún á ekki mál,
 • en ósk og bćn, sem hverfur mér sjálfum, --
 • ađ senda hátt yfir heimsins sól
 • hljómkast af annarrar veraldar orđum,
 • -- ađ standa upp fyrir alveldis stól,
 • ţar eilífđar hirđin situr ađ borđum.

Stórlátari ósk hefur aldrei orđiđ til í brjósti íslensks skálds."

* Séra Árni var prestur á Stóra-Hrauni, bráđskemmtilegur mađur og orđsnillingur. Frćg er ćvisaga hans í sex bindum, skráđ af Ţórbergi Ţórđarsyni.

"Međ glađasta móti" stendur hér í fyrirsögninni, orđ tekin úr inngangi Kristjáns ađ fyrri tilvitnuninni hér fyrir ofan, en ţar segir hann: 

"Áriđ eftir undir haust [1932?] höfđu Hlín [Johnson] og Einar komiđ sér upp litlu timburhúsi í Herdísarvík í stađ gamla bćjarins, og ţar átti Einar efti ađ búa ţađ sem eftir var ćvinnar [d.1940]. Hann kom örsjaldan til Reykjavíkur á nćstu árum og stóđ ţá ađeins viđ í fáa daga. Ţau Hlín og Einar voru ţá ćvinlega gestir Hjalta Björnssonar stórkaupmanns og konu hans. Og ţangađ var ég beđinn ađ koma ţegar ég var látinn vita ađ Einar vildi ađ ég heimsćkti sig. Hann var međ glađasta móti ţegar ég eitt sinn kom til hans, og sagđi:

"Hann var ađ fara frá mér minn gamli ..."" (o.s.frv., hér efst).

Miklu fleira áhugavert er í ţessari bók Kristjáns um Einar, ţ.m.t. allur 5. kaflinn: Einar Benediktsson (s. 65-97), og í lokaţćtti 4. kaflans: Kamban og Einar Benediktsson (s. 60-64).

-jvj.


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Feb. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • 11282531 1589495121310922 376275531 o
 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (19.2.): 5
 • Sl. sólarhring: 219
 • Sl. viku: 788
 • Frá upphafi: 408004

Annađ

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 672
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband