Fćrsluflokkur: Trúmál

Enginn annar leiđtogi hefur náđ svo langt í baráttu fyrir náungakćrleika

"Jesús var einn öflug­asti mann­rétt­inda­frömuđur sem heimurinn hefur aliđ. Ţađ er útilokađ ađ segjast styđja mann­rétt­indi en vinna gegn áhrif­um og kenn­ingu Jesú Krists. Enginn annar hefur gengiđ jafn langt í ađ sýna í verki hvernig elska skuli óvini sína. Ég er ein ţeirra sem telja ađ Jesús hafi sagt satt. En ţó svo ađ ađrir telji hann hafa sagt ósatt og vilji afmá spor hans í skólastarfi á ađventunni ţá er siđferđis­bođskapur hans ţess virđi ađ gefa gaum ađ og kenna. Enginn annar leiđtogi, hvorki fyrr né síđar, hefur náđ svo langt ađ tímatal hins vest­rćna heims sé miđađ viđ fćđingu hans."

Ţannig ritar Dögg Harđardóttir í grein sinni í Fréttablađinu í dag: Jesús, jólin og skólinn, og tekur ţar kunnáttusamlega á málum. Hér var nýlega fjallađ um málefni mannrétt­inda­ráđs og Mannréttinda­skrifstofu Reykja­vík­ur­borgar, og ţar kemur Jesús frá Nazaret og bođskapur hans einnig viđ sögu og tálmanir nefndra apparata vinstri manna í Reykjavík gegn ţví ađ skólabörn fái ađ gjöf ţá fallegu bók sem getur veitt ţeim innsýn í bođskap Krists. Hvađ ţykjast mann­réttinda­hópar ţessir hafa umfram kenningu og áhrif Krists og lćrisveina hans? Hvađ gera ţeir sjálfir fyrir fátćka í Reykjavík? Ekkert?! Skođiđ ţessa síđustu grein hér á vefnum, en gleymiđ ekki ađ lesa grein Daggar til fulls, hún er reyndar ekki "gargandi snilld", en snilld er hún samt! byrjar t.d. snilldarlega (smelliđ á hana).

Nýja testamentiđ misvirt ţar sem sízt skyldi - og af vanrćkslu mannrétt­inda óbreyttra borgara!

PS. Dögg Harđardóttir er hjúkrunarfrćđingur, međ ýmis próf á ţví sviđi, og var í frambođi til stjórnlagaţings áriđ 2010, fekk 5.039 atkvćđi í kosningunni.

JVJ.


Nafniđ öllum ćđra

Međal ómetanlegra verđmćta, sem bćkur Biblíunnar flytja, er bođskapurinn um Jesúm Krist. Ríkjandi ţáttur í Postulasögunni er nafniđ Jesús. Viđ rannsókn ţeirrar bókar tekur mađur eftir ađ líf og starf frumkristninnar var tengt nafninu Jesús og persónu hans.

Ţegar menn ţúsundum saman fundu til ţjáninga vegna synda og ţörf á lausn, benti Pétur postuli á leiđ til fyrirgefningar og til nýs lífs, fyrir trúnađ á nafniđ Jesús: "Snúiđ ykkur og látiđ skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda ykkar og ţér munuđ öđlast gjöf Heilags Anda."

Ţetta hafđi áhrif. Ţrjúţúsund einstaklingar međtóku ţann dag náđ til trúar á Jesú nafn, leystust frá syndum og öđluđust nýtt líf í Jesú og söfnuđinum.

Ţađ sama átti sér stađ međ einstaklinginn, sem í örvćntingu og myrkri sjálfsmorđshugsana fékk ađ heyra frá sendibođum Drottins: "Trú ţú á Drottinn Jesúm og ţú munt verđa hólpinn og heimili ţitt." Ţetta hafđi stórkostleg áhrif. Örvćntingarfulli fangavörđurinn í Filippíborg fékk ađ reyna ađ í nafni Jesú er öryggi og friđur. Sá, sem kominn var í örlög andlegs myrkurs og algjöra örvćntingu, umbreyttist ţarna um nóttina, til lífs í Jesú Kristi.

Sami ţráđurinn heldur áfram á síđum Postulasögunnar. Ţar sem nafniđ Jesús komst ađ, urđu algjörar breytingar. Viđ lesum hvernig lamađir fá kraftinn í Jesú nafni. Illir og afvegleiđandi andar eru reknir út af mönnum, sem voru haldnir. Ţeir voru reknir í nafni Jesú Krists. Umfram allt voru hópar fólks sem eignuđust fyrirgefningu synda og lausn frá áhrifavaldi synda í nafni Jesú.

Píslarvćtti varđ stađreynd, vegna nafns Jesú. Ţeir sem stóđu međ nafni Jesú voru teknir til fanga, húđstrýktir, smánađir og nokkrir deyddir. Ţađ var andi undirdjúpanna, sem ekki ţoldi nafniđ Jesús. Ekkert nafn hefur veriđ svo elskađ sem nafniđ Jesús. Ţess vegna voru ţeir glađir, sem álitust verđir ađ líđa fyrir nafniđ Jesús.

Andstađan varđ sigruđ. Nafniđ Jesús var bođađ heiđingjum, sonum í Ísrael og fram fyrir ráđamenn og konunga. Nafniđ Jesúm náđi lengra og lengra.

Bođskapurinn um nafniđ Jesús náđi til norrćnna manna.  Hjá ţeim var fyrir trú, á Óđin og Ţór, Frigg og Freyju, Valhöll, miđsvetrarblót og mannfórnir, drykkjuskap, siđleysi og ofbeldi. Ţegar nafniđ Jesús komst inn í ţessar rađir, ţá fóru hlutirnir ađ breytast. Kćrleikur til nafnsins Jesús skapađi ţýđu og umbreytingu frá hinu illa til hins góđa og ekkert er betra en nafniđ Jesús.

Ađ endingu: "Jesús Kristur er í dag og í gćr hinn sami og um aldir." Hebr.13,8. Ákallađu Jesú nafn.  Allt fer ađ breytast og verđur ţeim hagstćđara, sem ákalla nafniđ Jesús.

Afturelding 4. tbl. 1985. Höf. Karl Erik Heinerborg, fyrrum forstöđumađur (prestur) Fíladelfíukirkjunnar í Stokkhólmi. Endurbirt hér af Moggabloggs-síđu Steindórs Sigursteinssonar.


INNFLYTJENDAMESSA?

Undarleg var upplifun af kirkju­ferđ í Lindakirkju 26. nóv. Söng­ur­inn var hreinasta unun á ađ hlusta, en ýmislegt var gagnrýni vert, "sem ég gerđi aldrei fyrr," segir kirkju­gestur í bréfi. Í ­rćđu sinni lagđi prest­urinn út frá fjölgun innflytjenda, "og skyldu menn ekki hrćđast ţá. Nefndi dćmi um versl­anir ţar sem afgreiđslu­fólk var ađ mestu múslimar og vćru svo almenni­legir, og fór öll rćđan í ţađ.

Ég verđ ađ segja einhverjum sem ég treysti hvađ ţetta er alvarlegt. Aldrei nefndi hún JESÚ á nafn í rćđunni nema ţađ sem hún varđ ađ gera vegna messu­hefđar," segir sú sem sendi bréfiđ og kvartađi yfir "hvađ viđ hin smáu verđum ađ ţola."

"Ţau nefna oft miskunn­sama Sam­verjann," bćtti hún viđ. "Ég segi: ferđa­mađurinn varđ á vegi hans, en ţetta fólk er sótt hingađ í pólitískum tilgangi o.s.frv.," segir hún ađ lokum.


Snorri Óskarsson vann sigur í bótamáli sínu gegn Akureyrarbć vegna ólögmćtrar uppsagnar hans

 Snorri skýrir frá ţessu á Facebók sinni, og fjöldi manns óskar honum ţar til hamingju. Honum voru dćmdar 6,5 millj.kr. í bćtur, tvöfalt meiri en bćjarstjórnin hafđi bođiđ honum. Í stađinn fengu ţeir stöđu menn á sig dóm sem kveđinn var upp í Hérađsdómi Norđurlands eystra í fyrradag.

Snorri ritar á Facebók sína:

Akureyrarbćr ţarf ađ greiđa mér bćtur uppá 6,5 milljónir og 500 ţúsundir í miskabćtur. Ég ţóttist setja fram rökstuddar og hóflegar kröfur, en dómskerfiđ er greinilega á öđru máli. 
Ég velti ţví fyrir mér ađ ef dómararnir hér í HDNA vćru dómarar í Kjararáđi hvort launahćkkanir ţćr sem dćmdar voru ţingheimi og ráđherrum hefđu ekki veriđ mun lćgri og róađ stéttarfélög alţýđunnar?
Svona fór um sjóferđ ţá. Ég alla vega fékk tvöfalt hćrri bćtur en Akureyrarbćr var tilbúinn ađ greiđa!

Viđ í Kristnum stjórnmálasamtökum gleđjumst međ félaga okkar Snorra, til hamingju, bróđir í andanum.

Vonandi fer bćjarstjórnin -- og allar slíkar -- eftir landslögum um réttindi starfsmanna sinna hér eftir.

Jón Valur Jensson.


Fegurđ náttúrunnar er ekki ástćđa til ađ hafna Guđstrú

Fallega hugsar hún Telma Tóm­asson* um sjálfa sig úti í nátt­úr­unni. Ţađ gerđi líka annar Borg­firđingur međ enn djúp­stćđ­ari hćtti og fegurri, Snorri Hjart­ar­son, án ţess ađ gera ljóđ sín ađ predikun fyrir guđleysi. Fegurđ náttúr­unnar er engin ástćđa til ađ hafna Guđstrú, ţvert á móti. Eđa hverjir lýsa náttúrunni međ innlifađri og meira hughrífandi hćtti en Guđs-trúarmennirnir Jónas Hallgríms­son, Einar Bene­diktsson, Stefán frá Hvítadal og Snorri?

JVJ.

* http://www.visir.is/g/2017171119544/eg-trui-


Reynir sterki ţáđi krafta sína frá Jesú

Stórmerkilegur var ćvi­ferill Reynis sterka í Kefla­vík, sem kunnugir verđa ađ játa, ađ búiđ hafi yfir kröftum sem kallast verđa yfir­náttúr­legir. Sem drengs var hans, ađ hans eigin sögn, vitjađ af Jesú, sem gaf honum kraft­ana. Kvikmynd hefur nú veriđ gerđ öđru sinni um feril hans, og hefur oft gefizt minna tilefni til ađ seguja frá afrekum manna á sýningar­tjaldinu, ţví ađ svo ótrúlegir voru kraftar ţessa manns, lyfti 300 kílóa tunnum og heilum vörubíl, sló fleiri en eitt heimsmet í raun, en í ćsku lyfti hann hrossum og nautum!

Beyond Strength heitir kvikmyndin, í samantekt Baldvins Z, sem er hér í mjög skemmtilegu viđtali hans viđ útvarps­manninn Sigga Gunnars í morgun, á K100 og hér í mynd:

http://k100.mbl.is/frettir/2017/11/10/jesus_gaf_reyni_kraftana/

Sjá einnig tengilinn hér fyrir neđan.

Kvikmyndin sjálf verđur frum­sýnd í Háskóla­bíói í kvöld, einnig í Smára­bíói og Bćjarbíói á Akureyri. Áđur hafđi Vilhjálmur Knudsen, sonur Osvalds kvik­mynda­gerđar­manns, gert stutta kvikmynd um Reyni.

Reynir sterki var landsmönnum kunnur á sjöunda og áttunda áratug ...
Reynir sterki var landsmönnum kunnur á sjöunda og áttunda áratug síđustu aldar. Úr Morgunblađinu 1974 (mbl.is).
 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Jesús gaf Reyni kraftana
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Undarlegt af bandarískum yfirvöldum ađ veita guđlastara sem ţessum "pólitískt hćli"

Greinilega er viđkomandi eitthvađ vanstilltur og hefur nánast kallađ á ađ vera dreginn fyrir dóm sakir fram­hleypni sinnar og ókvćđ­is­orđa um sjálfan Jesúm Krist, en međ ţví er ljóst, ađ hann hefur sćrt trúar­tilfinningar ótalmargra samlanda sinna.

Sjá nánar fréttartengil hér fyrir neđan.

JVJ.


mbl.is Ađgerđarsinna veitt hćli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hyglum ekki söfnuđum múslima sem kenna ţvert gegn góđu siđferđi og allsherjarreglu

Verđum viđ ekki, félagar og ađrir les­endur, ađ taka af­stöđu GEGN ţví, ađ söfn­uđir músl­ima njóti hér fullra rétt­inda sem skrá­sett trú­félög? Ţótt 63. gr. stjórn­ar­skrár­innar segi: "Allir eiga rétt á ađ stofna trú­félög og iđka trú sína í sam­rćmi viđ sann­fćr­ingu hvers og eins," ţá segir hún líka í seinni setn­ing­unni: "Ţó má ekki kenna eđa fremja neitt sem er gagn­stćtt góđu siđ­ferđi eđa alls­herjar­reglu."

Og ţađ er alveg ljóst, ađ ţegar Salmann Tamimi, sjálfur forstöđu­mađur Sogamýrar­mosku­hóps­ins, hefur ţrívegis stađfest ţađ í íslenzkum fjölmiđlum, ađ hann er fylgjandi handar­höggi ţjófa, ţá talar hann ţvert gegn góđu siđferđi og alls­herjar­reglu okkar Íslendinga (sem fram undir ţetta höfum veriđ langt yfir 90% kristnir í trú­félags­ađild). En ţetta ákvćđi er beinlínis í sjálfum Kóraninum! (súrah 5,38; ţess vegna getur Salmann ekki talađ gegn ţví, enda myndu Saudi-Arabar ţá láta safnađar­menn hans kippa undan honum fótunum sem foringja ţeirra, ţví ađ ella fengju mosku-byggingar­áformin engan fjárstyrk ţađan).

Ennfremur er ljóst, ađ Kóraninn upphefur Múhameđ (t.d. langt umfram Krist), sem merkasta mann af mannkyni og mikla fyrirmynd trúađra, og var hann ţó fjölda­morđingi Gyđinga. En er ţađ í samrćmi viđ allsherjarreglu hér og gott siđferđi?!

Jón Valur Jensson.


Francis Chan segir frá - Viđ erum kirkjan

Francis Chan hélt magnađa rćđu 3. janúar 2016. Ţar sagđi hann međal annars frá ţví ađ í Kína eru 1600 - eittţúsund og sexhundruđ - fátćkir unglingar sem vinna á hrísgrjónaökrum og eru einnig í kristnum skóla, og ţessir 1600 unglingar kunna Nýja testamentiđ utanađ, ţau sem sagt eru búin ađ lćra NT utanađ og geta haft ţađ eftir án ţess ađ lesa í Biblíunni.  Hér fyrir neđan er vefslóđin á Youtube ţar sem hćgt er ađ hlusta á Francis Chan. Hann er mikill Guđs ţjónn, auđmjúkur og flytur Guđs Orđ á skiljanlegan hátt.

https://www.youtube.com/watch?time_continue=1165&v=U4ZBkQl3XRs

Kćr kveđja í Jesú nafni. 

Tómas Ibsen.


Kristnifrćđikennsla en ekki ađeins trúarbragđakennsla ćtti ađ vera kennd í grunnskólum landsins

Grunnskólarnir eru ađ hefja göngu sína. Yngstu nem­end­urn­ir, eldri börnin og ung­ling­arnir hafa ţegar sótt ţá um nokkurt skeiđ. Viđ hin eldri stöndum hjá sem áhorfendur og virđum fyrir okkur ţennan mikla skara íslenskrar ćsku.

Verđur okkur ţá ósjálfrátt ljóst, ađ viđ erum allt annađ og meira en ađeins áhorfendur. Viđ erum međábyrg. Framtíđ ţeirra veltur ađ verulegu leyti á okkur. Ţađ er skylda okkar ađ búa ţau sem best undir framtíđina, og sá undirbúningur fer á okkar dögum ađ verulegu leyti fram í skólunum. Ţess vegna hljótum viđ ađ spyrja, hvort sá undirbúningur sé svo góđur sem skyldi. Fá ţau ţar ţađ veganesti, sem best og lengst mun endast ţeim á langri leiđ? Um ţessi atriđi er sífellt mikiđ rćtt og ritađ, en eitt virđist mér ađ oft sé ţagađ um. Á ég ţar viđ gildi kristindómsins fyrir uppvaxandi ćskulýđ og stöđu kristinfrćđinnar í grunnskólunum. Ţađ er vitađ mál, ađ sú námsgrein, sem um langan aldur var hyrningarsteinn frćđslukerfisins hérlendis sem annars stađar á Norđurlöndum, sé í vissri kreppu eđa hornreka í mörgum grunnskólum. Hefur kristnifrćđikennsla veriđ látin víkja fyrir trúarbragđafrćđi ţar sem kristin trú er kynnt lítillega ásamt öđrum trúarbrögđum.

Eitt sinn var kristin kirkja brautryđjandi á sviđi almenningsmenntunar og frćđslumála yfirleitt.

Sú var tíđin ađ kristin kirkja setti svip á skólana einnig hjá okkur, og er ekki svo ýkja langt síđan.

Nú er öldin önnur. Breytt ţjóđskipulag hefur víđa komiđ róti á samfélagiđ. Kirkjan hefur af ţeim sökum misst mikiđ af ţví áhrifavaldi, sem hún hafđi áđur fyrr. Ţess vegna eru ţeir nú of margir, sem gleymt hafa gildi kristilegs uppeldis bćđi fyrir einstaklingana og ţjóđina í heild. Fleira kemur ţar líka til. Námskröfurnar aukast frá ári til árs. Undirbúningurinn undir líf og starf í nútímaţjóđfélagi verđur sífellt meiri og erfiđari og samkeppnin harđari, ţegar út í lífiđ er komiđ. Og svo hefur hin aldna grundvallarkennslugrein, sem eitt sinn var talin jafn mikilvćg og móđurmálskennslan, orđiđ ađ víkja.

En er ţađ til góđs ađ börnin eyđi meiri tíma í ađ lćra ađ tala vel ensku og dönsku í stađ ţess ađ eyđa dýrmćtum tíma í ađ lesa um Pétur og Pál og samtíđ ţeirra? Ţessu verđur best svarađ međ ţví ađ benda á forsendur kristinfrćđikennslunnar og tilgang hennar.

Fyrsta og veigamesta forsenda kristinfrćđikennslunnar er sú, ađ ţjóđ okkar vill enn vera kristin ţjóđ, en til ţess ţarf ćskan hverju sinni ađ frćđast um höfuđatriđi kristindómsins og mótast af bođskap hans. Fái hún ekki tćkifćri til ţess, afkristnast hún međ einni kynslóđ. Ţess vegna byggist kristinfrćđikennslan einnig á skýlausu bođi Drottins sjálfs: "Fariđ ţví og gjöriđ allar ţjóđir ađ lćrisveinum, skíriđ ţá í nafni föđur, sonar og heilags anda, og kenniđ ţeim ađ halda allt ţađ, sem ég hef bođiđ yđur." Matteusarguđspjall 28,19-20a.

Hin forsendan er sú, ađ hér er enn ţjóđkirkja eđa ríkiskirkja. Međan viđ kjósum ađ halda ţví skipulagi, verđur hiđ opinbera ađ ábyrgjast kristilegt uppeldi ćskunnar. Í ţví kemur sérstađa kristinfrćđikennslunnar aftur í ljós. Ef breytt yrđi um kirkjuskipulag hér, svo ađ hér yrđi fríkirkja og ekki ţjóđkirkja, hyrfi skylda skólanna á ţessu sviđi. Ţá yrđi kristinfrćđikennsla í opinberum skólum blátt áfram hlutleysisbrot. Slíkt yrđi aldrei heimfćrt upp á söguna eđa dönskuna.

Ţađ eru margir sem enn telja kristinfrćđina međ ţví mikilvćgasta, ef ekki ţađ mikilvćgasta, sem börnum okkar ćtti ađ vera kennt. Ţetta fólk er sannfćrt um, ađ máttur kristindómsins til ţess ađ móta persónuleika mannsins sé enn óbreyttur. Vandamál lífs og dauđa verđa aldrei leyst međ stćrđfrćđilegum útreikningi. Ekki verđa menn heldur betri viđ ţađ eitt ađ lćra erlend tungumál. Og ţađ munu vissulega vera margir foreldrarnir, sem nú eiga börn í grunnskólum, sem myndu óska ţess ađ skólarnir legđu ekki einhliđa áherslu á ađ auka ţekkingarforđa nemendanna, heldur leituđust viđ ađ móta ţá og gera ţá ađ sjálfstćđum og siđferđilega fullţroska borgurum. Í ţeirra augum er kristinfrćđikennslan ekki aukanámsgrein. Hún er höfuđ-námsgreinin, hornsteinn kennslunnar.

Viđ gerđ ţessa pistils studdist undirritađur ađ nokkru leyti viđ grein úr Morgunblađinu 8. október 1963, bls. 10, eftir Felix Ólafsson trúbođa.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1353379

Steindór Sigursteinsson.


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Des. 2017
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

 • 11282531 1589495121310922 376275531 o
 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (12.12.): 0
 • Sl. sólarhring: 10
 • Sl. viku: 485
 • Frá upphafi: 399775

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 384
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband