Fćrsluflokkur: Ljóđ

Brot úr kristindómi Látra-Bjargar

Kjarnyrt var hún flestum skáldum fremur, en hrjúf í máli iđulega eins og árferđi 18. aldar.

 

Öllu er stoliđ ár og síđ,

eins ţó banni Kristur.

Ţelamörk og Ţjófahlíđ,

ţađ eru gamlar systur. 

 

***

Fagurt er í Fjörđum,

ţá frelsarinn gefur veđriđ blítt,

hey er grćnt í görđum,

grös og heilagfiskiđ nýtt.

En ţá veturinn ađ ţeim tekur sveigja,

veit ég enga verri sveit

um veraldar reit.

Menn og dýr ţá deyja.

 

***

Reykjadalur er sultarsveit,

sést hann oft međ fönnum.

Ofaukiđ er í ţeim reit

öllum frómum mönnum.

 

***

Loddarar ţeir á Langanesi búa,

ađ liđnum ţeirra lífdögum

legstađ eiga í kvölunum.

 

***

Langanes er ljótur tangi,

lygin er ţar oft á gangi.

Margur ber ţar fisk í fangi,

en fáir ađ honum búa.

-- Svo vil ég heim til sveitar minnar snúa.

 

Á Látrum

                      

Látra aldrei brennur bćr,

bleytan slíku veldur,

allt ţar til ađ Kristur kćr

kemur og dóminn heldur.

 

Björg Einarsdóttir (f. í nóvember 1716, d. 26. sept. 1784) var dóttir Einars skálds Sćmundssonar prests Hrólfssonar og konu hans Margrétar Björnsdóttur prests yngra á Hvanneyri nyrđra, Björnssonar prests ţar. Björg átti lengi heima á Látrum á Látraströnd, S-Ţing., en var aldrei í vistum og var umferđarkona, einkum á efri árum. 

Sjá: Helgi Jónsson: Látra-Björg, 1949.

Guđrún P. Helgadóttir: Skáldkonur fyrri alda, II, 1963.

Íslenzkar ćviskrár I, 201. (Ţar er og vísađ í Handritaskrár Landsbókasafns og ţátt eftir Gísla Konráđsson í Lbs.; sjá og Blöndu III; Amma II.)

Sól er á morgun. Kvćđasafn frá átjándu öld og fyrri hluta nítjándu aldar. Snorri Hjartarson setti saman. Rvík: Leiftur 1945, s. 86-89.

Íslenzkt ljóđasafn, II. bindi (Almenna bókafélagiđ 1975, ritstj. Kristján Karlsson og Hannes Pétursson), bls. xiv, 160-165, 454.

Kannski er rétt ađ enda ţetta međ talandi vísu úr lífsbaráttu Látra-Bjargar:

 

Fljót og Sléttuhlíđ

   

Kvíđi ég fyrir ađ koma í Fljót,

kvíđi ég fyrir Sléttuhlíđ,

kvíđi ég ríđa kulda mót,

kvíđvćnleg er ţessi tíđ.

 

JVJ tíndi saman.


Lokaorđ Kristjáns Karlssonar um Stein Steinarr sem trúarskáld

"Steinn orti sig í ţá ađstöđu, ađ guđs­trú virtist eina út­göngu­leiđ­in, og sú leiđ er opin, af ţví ađ af­neit­un hans er lif­andi til­finn­ing en ekki tóm­lćti. Ef kvćđi hans sanna nokk­uđ, er ţađ gildi trú­ar fyrir mann­inn. Steinn Stein­arr er miklu skyld­ari Hall­grími Pét­urs­syni en hinum upp­lýstu, "víđ­sýnu" skáldum 19. aldar, sem voru honum ţó hugstćđ. Kvćđi hans eru trúar­ljóđ -- međ neikvćđu for­teikni. Trúađur eđa trúlaus er hann í flokki hinna mestu trúar­skálda vorra."

Svo sagđi Kristján Karlsson, í inngangi hans ađ Kvćđasafni og greinum Steins Steinarr, Rvík: Helgafell, 1964, bls. xxvii. Ţetta er einn bezti inngangur ađ kvćđabók, sem finna má, og eru ţó margir góđir, m.a. ađrir eftir ţennan sama Kristján, sem sjálfur var skáld. En á undan ţessum tilvitnuđu orđum hans reit hann: "Steinn yrkir meiri raunveru­lega gođgá en nokkurt annađ íslenzkt skáld -- ađ Ţorsteini Erlingssyni ekki undanskildum. Og Ţorsteinn trúđi á ýmislegt annađ." -- Nćstu blađsíđur á undan í inngang­inum tengjast líka ţessum trúar­ţrćđi og hugmynda­baráttu skáldsins. Og ţađ verđa allir ađ eiga ţessa öndvegisbók, Kvćđasafn og greinar Steins Steinarr. Hún er međal annars vinsćl til fermingar- og útskriftar­gjafa, og fátt er betra andlegt nesti ungmennum. Hún er jafnan fáanleg í bókabúđum landsins.-jvj.


Skáldiđ George Herbert mćlti:

Prayer should be the key of the day

and the lock of the night.

 


Fegurđ náttúrunnar er ekki ástćđa til ađ hafna Guđstrú

Fallega hugsar hún Telma Tóm­asson* um sjálfa sig úti í nátt­úr­unni. Ţađ gerđi líka annar Borg­firđingur međ enn djúp­stćđ­ari hćtti og fegurri, Snorri Hjart­ar­son, án ţess ađ gera ljóđ sín ađ predikun fyrir guđleysi. Fegurđ náttúr­unnar er engin ástćđa til ađ hafna Guđstrú, ţvert á móti. Eđa hverjir lýsa náttúrunni međ innlifađri og meira hughrífandi hćtti en Guđs-trúarmennirnir Jónas Hallgríms­son, Einar Bene­diktsson, Stefán frá Hvítadal og Snorri?

JVJ.

* http://www.visir.is/g/2017171119544/eg-trui-


FRÚ (Fréttastofa DDRúv) tekin á beiniđ, í framhaldi af skrifum hér  

 

Já, stađan á FRÚ ţeirri versnar á hall­andi hausti,

höll er hún undir land­ráđa­flokka of marga.

Sízt vill hún okkur frá múslima­bylgj­unni bjarga.

Brussel hún fylgir---lýđ­veld­is­arf­ur­inn trausti

mćtir ţar af­gangi. Krist­in­dóms­leiđ­sögn ţeir lasta,

leiđ­ir í fjöl­margra húsi. Punktur og basta!

 

Jón Valur Jensson.


Ljóđskáld og fiđlari fara um landiđ

Feđginin eru samrýnd. Hér bregđa ţau á leik eftir hlaup.

Ljóđskáldiđ Eyţór Árna­son og Sól­veig Vaka fiđluleikari, dóttir hans, fá fína aug­lýsingu um tónleikaferđ sína í Mbl. í gćr og á Mbl.is, en 28/8-8/9 eru ţau međ 11 ljóđa­tónleika og athyglis­vert ađ ţeir verđa allir í kirkjum, hringinn í kringum landiđ.

Ţetta leiđir hugann ađ ţví, ađ í kirkjuhúsum landsins, bćđi safnađarheimilum og kirkjunum sjálfum, fer fram geysimikiđ menningarstarf í hverri einustu viku, ekki ađeins kórastarf viđ messuhald, heldur alls kyns listviđburđir, myndlistar­sýningar, eins og ég sá í Grensáskirkju, ţegar sonur minn var ađ spila ţar um daginn ásamt tveimur félögum sínum, öll á leiđ á píanónámskeiđ í Portúgal, ţví ađ ţar á göngunum var listmálari líka ađ kynna myndir sínar.

Vanmetiđ hefur veriđ, hve mikiđ félags- og fundastarf fer fram í kirkjulegu húsnćđi, m.a. fyrir AA-samtökin, tómstunda- og föndurstarf aldrađra og mömmumorgnar ađ auki, auk margs annars.

En góđa ferđ um landsbyggđina, Eyţór og Sólveig Vaka! Ţiđ hafiđ byrjađ vel á góđum stađ bćnamanna í gćrkvöldi: Strandarkirkju í Selvogi.

Eins og ţeir vita, sem komiđ hafa ađ Strönd, ríkir ţar sérstakt og í raun magnađ andrúmsloft í ţessari sveit sem áđur hafđi sitt mannlíf, en síđan fluttust allir á mölina eđa eitthvert annađ. Ţví var um ţetta ort:

 

Strandarkirkja

 

Ferđamenn á stjákli í kringum kirkjuna

sem lyftir sér björt yfir eyđilegt svćđi

eins og minnisvarđi um liđna trú

sem ţó lifir og sannar sig í reynd

í ţessari algeru auđn

-- rödd hrópandans í eyđimörkinni.

JVJ: Sumarljóđ 1991, s. 35.


mbl.is Síđsumarshressing eftir heyskapinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sade syngur í ţágu mannúđar

p01bqmq4Sade Turned Down Jay-Z Collabo Because She's 'Scared'  

Hér er hin einstaklega hćfileika­mikla tónlistarkona Sade, sem er hálf­brezk og hálf­nígerísk, f.1959, međ söng sinn og mynd­band međ góđri og vekj­andi hvatn­ingu til ađ hjálpa fátćk­um og bág­stöddum í Afríku: https://www.youtube.com/watch?v=yoLoEw8D0Bg

Međal frćg­ustu laga hennar (og félaga) eru Smooth operator (nr.2 hér á eftir) og eins lag nr.3: Your Love Is King, á eftir­farandi myndbandi međ miklu fleiri vin­sćlum lögum hennar: https://www.youtube.com/watch?v=qVv_9jGbgfU  En ţetta er enn betra myndband, leikiđ og međ henni, glćsilegri í kvikmynd, međ Smooth Operator. Ţarna sem víđar nýtur saxófónninn í bandinu hennar sín vel.

Og hér er grein um hana á Wikipediu  Og svo geta menn séđ hana syngja hér á skemmti­legu mynd­bandi sem er komiđ međ yfir 45 milljónir áhorfa og 197 ţúsund lćk! : https://www.youtube.com/watch?v=C8QJmI_V3j4

Nćsta lag er ţar kannski No Ordinary Love, eitt af hennar fallegu, ţar sem einstök röddin nýtur sín vel, verđur nćstum himnesk og lífsgleđin smitandi. Og hér er í beinu framhaldi vísa undirritađs til hennar:

 • You gave us all the love that you could give,
 • and so you help us that we better live,
 • illumined by your voice so clear in th´ air
 • and haunted by your sweetness everywhere,
 • forgetting no small sister, brother in your art,
 • crying for their rescue from your solid heart.

Sade nýtur mikillar virđingar í heimalandi sínu, Bretlandi, hefur hlotiđ fjölda tónlistar­verđlauna og er heiđruđ sem Commander of the British Empire (CBE).

JVJ.


A reparation stanza

 

Of all those needed amendments

for our personal constitution

 

Our lives are not that bad, my friend,

though short of sheer perfection,

and of all wrongs, before the end,

we may get full correction,

both what you´ve done and others hurt,

may Christ wash off as any dirt.

12. ágúst 2017,

Jón Valur Jensson.


Meistarinn

Dýrt kveđiđ ljóđ eftir Ólöfu frá Hlöđum:

 

Meistarinn kennir samtíđ sinni, 

sýnir henni lífsins brunna.

Gengu menn frá götu ţinni,

gullţyrst menning kann ei unna.

 

Alda rennur elfa í hrönnum,

alltaf menn ţín sporin finna,

ljós ţín brenna, lýsa mönnum,

ljósin kenninganna ţinna.

 

Stendurđu enn á međal manna,

mildur, ennishár og fagur,

áttu ađ kenna enn og sanna,

er ađ renna upp mikill dagur?

 

Ritsafn, Reykjavík 1945 (Helgafell), bls. 154-5.

Image result for Ólöf frá Hlöđum

Ólöf Sigurđardóttir frá Hlöđum var fćdd á Sauđadalsá á Vatnsnesi (Hún.) 9. apríl 1857, en lézt í Reykjavík, hálfáttrćđ ađ aldri, 23. marz 1933.

Í ofangreindri bók er ćvi hennar rakin af sr. Jóni Auđuns í 16 blađsíđna inngangi.

Hér á yfirliti má finna fimm fćrslur á bloggi undirritađs  međ ljóđum eftir hana, ţar á međal falleg baráttuljóđ í glímu hennar viđ Guđ.

Hér má finna nokkrar myndir af henni, međ gúgli ţar sem beđiđ er um ´images´.

JVJ.


Áköll syndarans

Allir erum viđ mennirnir (án ámćlis hinnar heilögu fjölskyldu) syndum og brestum hlađnir, breyzkir og brotlegir. Ţess vegna er eđlilegt, ađ beđiđ sé, fyrir sér og sínum ("á ţínum degi" = á efsta degi):

Leyfđu mér, Drottinn, lífiđ finna,

lćrisveinn međal trúrra ţinna.

Verndađu mig á mínum vegi,

málsbót ađ gefist á ţínum degi.

 

Engin svo börn mín illu mćti,

ó, viltu leiđa ţau, Jesú sćti  !

Glađzt ađ ég fái´ yfir gćfu minna,

gćttu ţar handarverka ţinna!


Jón Valur Jensson.


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband