Færsluflokkur: Uppeldis- og fjölskyldumál

Leikskólarnir leysa aldrei móðurina af hólmi



    Illa er komið fyrir þeirri kynslóð sem nú er að alast upp sökum stofnana­væðingar í samfélaginu. Undanfarin ár og áratugi hefur tilhneigingin verið sú að auka sífellt þann tíma sem börn eru innan veggja leikskólanna. Þykir nú í dag sjálfsagt að börn komi til vistunar allt niður í eins árs gömul.

    Stofnanir eins og leikskólar og grunnskólar geta aldrei fríað heimili, einkum mæður, frá ábyrgð á uppeldi barna sinna. Má segja að leikskólar séu orðnir að eins konar geymslum fyrir konur með metnaðargræðgi. Er femínisminn þarna komin algjörlega úr böndunum. Konur þurfa að hafa peninga eða efnahag og tíma til að eignast börn og sinna þeim vel, svo að þörfum þeirra fyrir ást og umhyggju sé mætt. Það er verið að auka sífellt meira kostnað skattgreiðenda með aukinni stofnanavæðingu samfélagsins og afleiðingin af því er algjört ábyrgðarleysi.
    Við sjáum það nú að unga fólkið er að verða veikara og veikara. Það hrannast inn á Landspítalann vegna andlegrar vanlíðunar og rótleysis. Unglingsstúlkur 13-14 ára eru að verða veikar vegna þess að þær eru alltaf að glápa á símann sinn. Þetta er þvílíkt ábyrgðarleysi í skólum, utan skóla og á heimilum. Lestrarkunnáttu grunnskólabarna hefur hrakað undanfarin ár og er orsökina ekki aðeins að finna hjá grunnskólunum heldur ekki síst í ábyrgðarleysi heimilanna einkum útivinnandi mæðra. Það á ekki að henda allri ábyrgð á stofnanir. En tilhneiging hefur verið til þess með aukinni metnaðargirni kvenna til að koma sér út á vinnumarkaðinn.
    Guðmundur Pálsson læknir og félagi í Kristnum stjórnmálasamtökum skrifaði á FB-síðu sína þessi vel ígrunduðu orð um heilsdagsvistun barna 3 ára og yngri frá kl. 8-17:
    "Á andlit allra barna stendur skrifað: ,,Það eina sem ég nauðsynlega þarf er skilyrðislaus ást foreldra minna." Og með smáu letri: ,,Allt annað geta aðrir gefið mér." Og hver er þessi kærleikur til barnsins? Hvað einkennir hann og hvernig lítur hann út? Hann er ekkert annað en umgengni við barnið, að vera með því. Þetta er eins gamalt og mannkynið. 
    Nútíma samfélög hafa reynt með ótrúlega menntuðum hætti að búa til stofnanir sem koma í staðinn fyrir foreldraástina, en það hefur aldrei tekist. Jafnvel með brennandi áhugasömu og fórnfúsu fólki. Nei, það skiptir ekki máli. Ekki þegar barnið er næstum algerlega sett í hendur annarra. Þau einu skipti sem ég sem læknir hef rekist á algerlega brotið ungt fólk andlega eru þau sem foreldrarnir hafa hafnað - eða sem líka kemur fyrir: að börnin/unglingarnir hafa hafnað foreldrum sínum af einhverjum ástæðum. Þau verða úrhrök. Biturð, einsemd og sjálfshatur. Það er sama hvað sagt er og gert er í góðri meiningu til að hjálpa, ekkert bítur á þessu. Og vont að horfa upp á. 
    Svo ég fullyrði: að setja ungt barn frá sér lengi, reglubundið í langan tíma er hættuspil. 

    Hitt skiptir miklu minna máli hvernig foreldrarnir eru, þótt þau geri einhver mistök, séu gallagripir, því þau eru alltaf mamma og pabbi. Og fyrir þennan kærleika skín gleðin og þakklætið úr andliti barnsins."

    Vil ég benda fólki á frétt á DV.is þar sem skrifað er á svipuðum nótum og hér er gert. En þar er greint frá ummælum Viðars Guðjohnsen frambjóðanda í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar um leikskólavistun.
http://www.dv.is/frettir/2018/1/18/vidar-gudjohsen-leikskolar-eru-ordnir-geymslur-fyrir-konur-med-metnadargraedgi/

Steindór Sigursteinsson.


mbl.is Kynjahlutföll ólögleg í ellefu tilvikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeim skjátlast sem agnúast út í trúarlegt uppeldi

Við eigum að leyfa börnunum að koma til Krists og banna þeim það ekki. Kristur er ekki tilbúningur, heldur söguleg staðreynd og veru­leiki í lífi trúaðra, hið æðsta viðmið raunar fyrir mennskuna. Eins og foreldrar leið­beina börnum sínum um hvað­eina nauðsynlegt á viðkvæmum stigum ævigöngunnar, eins er eðlilegt að þeir veiti þeim hlutdeild í því sem er þeim grunnur lífshamingju, hornsteinn lífsstefnu þeirra og réttra ákvarðana, en bíða ekki með það þar til börnin eru komin undir óholl áhrif sjálfala unglingamenningar (og samt ekki frjálsrar í raun), trúlausrar nautnahyggju og jafnvel orðin háð áreiti samskiptamiðla sem fáum hafa veitt mikinn þroska eða andlega dýpt hingað til.

Kristnir foreldrar láta ekki freistast af uppeldisaðferðum dr. Benjamins Spock um að láta börnin alast upp í andlegu tómarúmi afstöðuleysis og þekkingarleysis á því sem traustast hefur reynzt til mannbætandi lífs, enda gafst aðferð Spocks illa, skilaði af sér rótlausri kynslóð.

Jón Valur Jensson.


Árangur Íslands sýnir sig ekki sízt hjá unga fólkinu vegna hollra lífshátta - og um öruggar vinsældir íslenzkunnar


mbl.is BBC dáist að árangri Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessuð börnin

Það steðjar hætta að börnunum okkar. Voði ógnar þeim strax í móðurlífi vegna lögverndaðra fóstureyðinga, misnotkunar í æsku og eiturlyfja og ofdrykkju á unglingsárum og seinna á ævinni. Glaumur og glys lífsins glepja einnig og gengdarlaus auðsöfnun og lúxus, sem orðinn er að daglegri nauðsyn.

Það, sem fólk almennt ekki veit, er það að Guð vitjar misgjörða feðranna á börnunum. Þar er þó ekki illsku skaparans um að kenna, heldur lögmáli orsaka og afleiðinga, sem geymist vandlega í erfðamengi mannsins og er til staðar í frumum afkomendanna. En afkomendur eru nýjar greinar á ættartrénu og bera því einkenni þess.

Guð hefur uppfrætt okkur hvað þetta varðar: "Ætt réttvísra mun blessun hljóta" (Sálmur 112:2) og: "Ég Drottinn Guð þinn auðsýni miskunn þúsundum þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín" (2. Mósebók 20:5-6). Guðstrú foreldra eða guðleysi hefur því afgerandi áhrif á afkomendur þeirra.

Guð hefur í orði sínu gefið fyrirheit um blessun afkomenda þeirra sem trúa á Guð og lifa lífi sínu samkvæmt boðum hans og bönnum. Trú á Guð og líferni, sem er honum að skapi, er í reynd það besta veganesti sem við foreldrar getum gefið börnunum okkar.

Fyrir skömmu var greint frá skoðanakönnun, sem gerð var um trú Íslendinga. Niðurstaðan var sú að 71 prósent Íslendinga trúa á Guð. Ég verð að játa að ég var ánægður með þessa niðurstöðu eftir að hafa um langt skeið heyrt af vantrúarfólki og áróðri þeim sem það hefur rekið fyrir guðleysi. Ef við tökum loforð Guðs, sem getið er um hér að framan, trúanleg, þá er trúleysi varhugavert, eða eins og orð Guðs segir afdráttarlaust: "Guðleysi er heimska" (Prédikarinn 7:25). Ábyrgð foreldra er því mikil. Hún felst ekki eingöngu í því að ferma börnin sín, heldur að kenna þeim að lifa eftir boðum Guðs, svo ættin megi njóta blessana hans um aldur og ævi. Kristur sagði: "Ef þér elskið mig munuð þér halda boðorð mín." (Jóh. 14:15) Þetta er sú formúla, sem leiða mun til farsældar og velgengni.

Einar Ingvi Magnússon.


Kristið 5 ára barn þvingað í fóstrun strang­trú­ar­múslima, svipt krossmarki sínu og heilaþvegið þar

Foreldrarnir voru sviptir for­ræð­inu, barnið sett í fóstur á tveim­ur heim­il­um músl­ima þar sem hús­móðir notar niqab eða búrku; stúlk­an grætur að geta ekki farið heim þar sem hún fær að tala ensku, er ætlað að læra arabísku og inn­rætt að líta niður á jól og páska. Þá var háls­festi tekin af henni með kross­markinu. Greinilega er verið að reyna að gera barnið múslimskt í háttum, og ekki fær hún að borða þar sinn uppáhalds­mat, sem var gefinn henni, "because the carbonara meal contained bacon," en eins og kunnugt er, borða múslimar ekki svína­kjöt. Nýlega sagði stúlkan við móður sína, að jól og páskar væru asnaskapur og að evrópskar konur væru vitlausar og ofdrykkjufólk (“Christmas and Easter are stupid” -- “European women are stupid and alcoholic”)

Frá þessu öllu segir nánar í frétt í hádeginu í dag á vef The Times (of London) eða eins og þar var birt í útdrætti:

A five-year-old girl had her Christian cross taken away and was encouraged to learn Arabic after she was placed by a scandal-hit council into the homes of conservative Muslim foster parentsThe Times can reveal ...

ásamt ýtarlegri frásögn. Þetta er mynd úr fréttinni:

The five-year-old girl, whose identity The Times is protecting, with her present foster carer. Her mother is said to be horrified by the alien cult­ural, religious and linguistic environment in which her daughter has spent the past six months

Ábyrgð á þessari ákvörðun ber sveitarstjórn í borgarhverfinu (borough) Tower Hamlets í Lundúnum. Eins og þarna segir:

The five-year-old girl, a native English speaker, has spent the past six months in the care of two Muslim households in London. The foster placements were made, against the wishes of the girl’s family, by the scandal-ridden council.

The five-year-old girl, whose identity The Times is protecting, with her present foster carer. Her mother is said to be horrified by the alien cult­ural, religious and linguistic environment in which her daughter has spent the past six months.

In confidential local authority reports seen by The Times, a social services supervisor describes the child sobbing and begging not to be returned to the foster carer’s home because “they don’t speak English”.

Þannig eru reglur í Bretlandi, að í tilfellum ákvarðana um fósturheimili fyrir börn skuli yfirvöld á hverjum stað taka tillit til the child’s “religious persuasion, racial origin and cultural and linguistic background”. Þetta virðist alls ekki gert þarna, og viðbrögð þessa bæjarráðs sýna ljóslega, að eitthvað hafa þau að fela:

Tower Hamlets refused to respond to requests to explain why it had chosen to place a white, English-speaking Christian child with Muslim foster carers, including one household where she was unable to understand the language spoken by the family.

Húsmóðir stúlkunnar á fyrra heimilinu klæddist niqab utan húss, en húsmóðirin á hinu múslima­heimilinu klæðist búrku og hylur alveg andlit sitt, þegar hún fylgir barninu á almennings­stöðum. Og eins og hið virta blað The Times segir:

The wearing of a niqab or burka generally indicates adherence to a conservative, Salafi-influenced interpretation of Islam that is often contemptuous of liberal western values.

Blaðið birtir þó ekki nafn stúlkunnar né hennar óvenjulegu heimilis­aðstæður og gerir það henni til verndar. En fjölskylduvini hennar segist svo frá:

“This is a five-year-old white girl. She was born in this country, speaks English as her first language, loves football, holds a British passport and was christened in a church,” said a friend.

“She’s already suffered the huge trauma of being forcibly separated from her family. She needs surroundings in which she’ll feel secure and loved. Instead, she’s trapped in a world where everything feels foreign and unfamiliar. That´s really scary for a young child.”

51.800 börn voru á fósturheimilum í Bretlandi í fyrra, 39.900 þeirra (77%) hvít, eins og líka 52.500 (84%) af hinum 62.400 samþykktu fósturforeldrum.

Related links (í The Times):  Flawed system that fails the vulnerable

Jón Valur Jensson.


"Börn skrifa Guði" (úr bókunum báðum)

Kæri Guð, pabbi minn er ofsalega klár. Hann getur kannski hjálpað þér. - Kalli

Kæri Guð, kannski hefðu Kain og Abel ekki drepið hvor annan svona mikið, ef þeir hefðu haft sérherbergi. Þetta gengur ágætlega hjá mér og bróður mínum. - Beggi

Góði Guð, hvers vegna er sunnudagaskólinn á sunnudögum? Ég hélt að þá ættum við að hvíla okkur. - Tryggvi

Kæri Guð. Á grímuballinu ætla ég að vera í djöfla búningi. Er það í lagi þín vegna? - Magga

Kæri Guð. Ertu í alvörunni ósýnilegur, eða ertu bara að stríða okkur? - Lilja Ósk.

Tekið úr tveimur útgáfum þessara vinsælu safnrita, 1982 og 2002.

Þýðandi fyrri bókarinnar var sr. Önundur Björnsson, og Tákn gat út.

Þýðandi þeirrar seinni var sr. Hreinn Hákonarson; Skálholtsútgáfan gaf út.

Báðar bækurnar voru teknar saman af sama fólkinu erlendis.


Samband

Á vormánuðum ársins 2007 var ég við enskukennslu úti í Brati­slava. Einn einka­nemenda minna var hún Lenka, sem var mjög elsku­leg, ung og falleg kona. Hún var barns­hafandi á þessum tíma. Þegar hún fyrst nefndi með­göngu sína við mig, varð mér ljóst, svona undir niðri, að það væri drengur, sem hún gengi með, og sagði ég henni það. Síðan minnt­ist ég oft á litla strák­inn hennar við hana, þegar við ræddum saman í samtals­tímum okkar, þá venjulega yfir tei og bakkelsi Lenku.

Eins og önnur sumur hélt ég til Íslands í lok maí umrætt ár, til að fara í vinnu heima á Íslandi og vinna mér inn pening fyrir veturinn, þar sem lítið var að hafa fyrir kennsluna og dugði engan veginn fyrir nauðsynjum úti í Slóvakíu. Áður en ég fór kvaddi ég Lenku og óskaði henni alls hins besta og að fæðingin gengi vel, þegar að henni kæmi, þó daginn vissi hvorugt okkar.

Svo var það einhverju sinni á miðju sumri, að mér verður allt í einu hugsað til Lenku og sonarins. Sendi ég henni þá skilaboð á farsímanum mínum og sagði henni að ég væri á Íslandi. Ég sagðist vonast til þess, að henni heilsaðist vel og drengnum hennar. Hafði ekkert heyrt frá henni og engar fréttir fengið af henni í margar vikur, eða síðan ég hafði farið frá Slóvakíu. Hún sendi mér skilaboð klukkustund seinna.

"Mér fæddist sonur fyrir klukkutíma síðan," sagði hún í skilaboðum sínum. Hún hafði verið að fæða drenginn sinn í heiminn, þegar ég fékk hana svona sterkt á tilfinn­inguna og sendi henni skilaboð. Ég gladdist í hjarta við að fá þessar góðu fréttir, brosti með sjálfum mér og hugsaði með mér hversu stórkost­leg tilveran væri og hve samband fólks getur verið hjartanlegt, hin æðri vitund dásamleg og sérstakur yndisauki.

Einar Ingvi Magnússon.


Hreint út sagt

Það er stundum sagt um menn, að þeir hafi eitthvað í blóðinu, þegar talað er um eiginleika þeirra og hæfileika.

Það er ýmislegt, sem fer út í blóðið. Sagt er, að það taki áfengi 17 sekúntur að ná til heilastöðvanna, sem það hefur áhrif á og veldur vímu. Það kemst þangað með blóðinu. En súrefni og næring eru einnig í blóðinu. Andrúmsloftið gefur  líf og holl fæða næringu.

En það er annað sem fer út í blóðið og veitir mönnum heilbrigði, og það er orð Guðs. "Ef maður les lögmálið (TORAH) í barnæsku mun blóðið soga það í sig." (The Living Talmud eftir Judah Goldin, bls. 177) Með öðrum orðum, þá fer lögmálið í genin og er í genunum. Þar veitir það vörn gegn hættum lífsins og ver manninn fyrir sjúkdómum.

Lögmálið kallast Torah á máli gyðinga og kemur þaðan inn í enskuna. Í því orði er orðrótin: ORA, sem er rót orða eins og oral (munnlega), oration (ræða), oratory (mælskulist eða lítið bænahús) svo eitthvað sé nefnt. Athyglisvert er einnig, að þessa rót er að finna og er áberandi í heiti trúarbókar múslima, Koran (k-ora-n) en hann virðist byggja mikið á trúarbókum gyðinga.

Orð (Orð og Word hafa bæði ora-rótina í sér) geta verið bæði til góðs og ills. Það skiptir því máli hvað menn heyra og hvað menn lesa, því það festist í manni, með öðrum orðum, það fer út í blóðið. Orð geta gefið mikinn styrk, en einnig tært manninn upp, eins og ruslfæði líkamann. Fólk hafði því einstaklega gott af húslestrum, sem stundaðir voru hér á landi á sínum tíma og mætti taka upp aftur.

"Orð þitt lætur mig lífi halda." (Sálmur 119:50) Svo segir í okkar helgu bók. "Orð Guðs eru hrein orð," segir á öðrum stað. (Sálmur 12:17)

Það fer út í blóðið og berst um líkamann. Vísindin eiga eftir að segja vantrúarmönnum hvernig það gerist. Við hin trúum því, hreint út sagt.

"Orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggja sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar, anda, liðamóta og mergjar og dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans." (Hebreabréfið 4:12)

Einar Ingvi Magnússon.  


Presturinn, Stalín og Múhameð

Syndsemin sækir á flesta, á presta líka. Kaþólskur prestur fil­ipp­ínsk­ur var staðinn að því í 2. sinn að kaupa þjón­ustu 13 ára stúlku af hór­mang­ara. Stalín barn­aði 13 ára stúlku í Síberíu.* Múhameð lagð­ist með einni 9 ára, gerði hana að eftirlætiskonu sinni. 

Lausnin við þessu er ekki að flýja heil­næma trú, heldur að ástunda hana og íhuga boð Drottins, eins og ungi maðurinn í 1. Davíðssálmi sem vildi halda vegi sínum hreinum. 

Stalin gerðist guðleysingi strax á 2. ári sínu í presta­skólanum í Gori. Eftir það átti hann auðvelt með að láta til­gang­inn helga meðalið, hvort heldur til lyga, samsæra, morða eða (34 ára að aldri) til að fleka barnunga stúlkuna Lidiju, sem hann átti raunar tvö börn með; aðeins það yngra (Alexander, f. 1917) lifði, en Stalín studdi hvorki móður né barn á neinn hátt.

Og þrátt fyrir dufl sitt við Gamla testamentið kaus Múhameð ekki að binda trúss sitt við heilnæma kenningu þess. Þessi maður varð svo fyrirmynd allra múslima.

* Sjá Simon Sebag Montefiore: Stalín ungi (Rvík 2009, Skrudda), 47, (304), 307, 309-10, 312, (314), 316 neðst, 321, 322, 323, 383-4.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Prestur gripinn með 13 ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrír/þrjár/þrjú í sambúð?

Eða kannski sex?! 

Menn taki það ekki sem sjálfgefið að hjóna­band­ið sé aðeins fyrir tvo: karl og konu. Ver­aldar- og nautna­hyggj­an sækir á og vill geta fjölg­að sínum lifn­aðar­kost­um, eins og nú er að koma í ljós. Í sum­um trúar­brögðum leyfist þetta jafn­vel, en í krist­inni trú ekki.

Menn verða kannski ruglaðir sumir hverjir á fram­boðnum "fjölbreyti­leika", en horfum inn á við og til þess, hver eru okkar gildi og samfélagsins sem við erum ein greinin af og þekkjum áhrifamátt þeirra gilda til að ala upp staðfasta einstaklinga og rækta samheldna fjölskyldu. Verum ekki feimin við að játa opinskátt að við þurfum að setja okkur mörk og að kristin gildi eru hér traust og gefandi. Aðrir gætu heldur ekki sýnt okkur á "betri spil" sinna sambúðarforma, fyrr en komin væri áratuga reynsla á uppeldisáhrif þeirra.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Lögleiða samband þriggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Apríl 2018
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Eldri færslur

Nýjustu myndir

  • 11282531 1589495121310922 376275531 o
  • jesus kristur 1301705
  • 13wochen
  • 19d7v3r18h3r1
  • GRHI20UO
  • Pasted Graphic
  • Jón Valur Jensson, maí 2016
  • Steindór Sigursteinsson
  • 1184796 230094733815535 1832625948 n
  • In my office 004

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 454
  • Frá upphafi: 413139

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 383
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband