Færsluflokkur: Staðgöngumæðrun
Mánudagur, 12. júní 2017
Staðgöngumæðrun er bönnuð með lögum á Íslandi
Samkvæmt íslenskum lögum er sú kona sem alið hefur barn, hvort sem það er með tæknifrjóvgun eða með náttúrulegum hætti, móðir barnsins og aðrar konur ekki. Kona sem gengur með og elur af sér barn er ekki staðgengill. Hún er í aðalhlutverki.
Undanfarin ár hefur verið reynt að koma í gegn á Alþingi frumvarpi um svonefnda staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni, en það frumvarp hefur ekki verið samþykkt enn sem komið er.
Er það skoðun undirritaðs að ef staðgöngumæðrun verði leyfð á Íslandi muni íslenska þjóðfélagið hægt og rólega breytast í grundvallaratriðum. Í frumvarpi þessu er látið að því liggja að um sé að ræða góðverk sem nokkrir einstaklingar munu koma að á hverju ári. Mun þetta að mínu mati leiða af sér ófyrirsjáanlegar breytingar á hugsun okkar allra um barneignir, meðgöngu, fjölskyldulíf, ábyrgð á börnum og uppeldi þeirra. Þetta eru grunngildi sem menn eiga ekki að róta í, því við vitum ekki hvaða afleiðingar það hefur. Það munu koma sífellt nýjar kröfur um hverjum verði leyfilegt að nýta sér þessi úrræði.
Með frumvarpinu er ætlunin að breyta lagalegri skilgreiningu á móðurhlutverkinu, enda hefði þurft að breyta barnalögum ef frumvarpið hefði náð fram að ganga. Í stað hefðbundins skilnings, að móðir sé sú kona sem elur barn, verður hugtakið útvíkkað og sagt að það sé einnig sú sem fær aðra konu til að ganga með barn og á erfðaefnið. Og sú sem elur barnið (staðgöngumóðirin) skal þá ekki teljast móðir þess (að skilningi barnalaga). Þetta þykir rétt að gera svo staðgöngumóðirin geti ekki krafist barnsins að lokinni meðgöngu.
Hér fyrir neðan er vitnað í andmæli fyrrverandi biskups Íslands Karls Sigurbjörnssonar sem hann ritaði Alþingi 5. desember 2011 gegn frumvarpi Ragnheiðar Elínar um staðgöngumæðrun.
"Ég vil sérstaklega taka undir sjónarmið Þjóðmálanefndar, að barn er ekki réttur - barn hefur rétt.
Ég vil taka undir með Þjóðmálanefnd kirkjunnar sem varar við því að vikið verði frá barnalögum og farið á svig við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem leggur megináhersla á hagsmuni barnsins - að það megi alast upp í öryggi og kærleika.
Þar er og sala á börnum (og verslun með...) bönnuð og sala á börnum skilgreind í viðauka: "hvers kyns aðgerð eða viðskipti þar sem einstaklingur eða hópur fólks framselur öðrum barn gegn þóknun eða hvers kyns öðru endurgjaldi.""
Og herra Karl tók enn sterkar til orða:
"Ég tel fortakslaust að við séum skuldbundin þeim grundvallarsjónarmiðum, sem Barnasáttmálinn og barnalögin byggja á, að hagsmunir barnsins eigi að vera ráðandi. Samkvæmt því eru grundvallarréttindi að barn þekki foreldra sína. Setja verður hagsmuni barnsins í forgang, þannig að ekki verði hætta á að barn verði þrætuepli meðgöngumóður og kynmóður.
Ég tel fulla ástæðu til að óttast markaðsvæðingu í þessum efnum. Barnið er verðlagt, þó það sé skilgreint sem uppbót fyrir vinnutap, t.d. þó að um velgjörð sé að ræða. Það eru nú þegar alþjóðleg fyrirtæki sem annast milligöngu í þessum efnum, hér er um alþjóðaviðskipti að ræða sem velta háum fjárhæðum. Barnið og líkami konunnar verður að söluvöru. Það er óhæfa.
Það eru brýnir hagsmunir í húfi að koma í veg fyrir verslun með börn og móðurlíf."
Alþingi ætti ekki að samþykkja umrætt frumvarp um staðgöngumæðrun, því með frumvarpinu er verið að stíga eitt skref afturábak í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Það er verið að gera kvenlíkamann að verkfæri til að uppfylla óskir og þrár annarra. Þrá ófrjórra para til þess að eignast barn er vel skiljanleg en það er varasamt að líta á barneignir sem rétt. Á alþjóðlegum vettvangi er litið svo á að réttur barna til foreldra sé ríkari en réttur fólks til að stofna fjölskyldu.
Frumvarpið býður að mínu mati upp á það að staðgöngumæðrun verði misnotuð til að hagnast á. því samkvæmt frumvarpinu er heimilt að borga staðgöngumóður gjald fyrir tilföllnum kostnaði á meðgöngunni. Það er í raun ekkert sem getur komið í veg fyrir að leynileg greiðsla verði innt af hendi til móður eða jafnvel þriðja aðila. Þar að auki getur staðgöngumóðir orðið fyrir ófyrirsjáanlegum kostnaði, t.d. vegna vinnutaps eða jafnvel örorku í kjölfar meðgöngu eða fæðingar.
Staðgöngumæðrun er konum ekki náttúruleg og veldur andlegum og líkamlegum fylgikvillum, t.d langvarandi sorg og depurð. Konan þarf að berjast gegn eðli sínu sem er að elska það barn sem hún gengur með. Það eru til dæmi um annað, en það eru undantekningar. Staðgöngumæðrun hefur áhrif á börn þeirra mæðra, sem það gera. "Mamma gengur með barn, en það er ekki systkini mitt."
Steindór Sigursteinsson.
![]() |
Ronaldo faðir tveggja nýfæddra barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Staðgöngumæðrun | Breytt s.d. kl. 03:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 22. október 2016
HUGLEIÐINGAR UM STAÐGÖNGUMÆÐRUN
eftir Guðmund Pálsson lækni.
Sérstök lög um staðgöngumæðrun eru að mínu áliti mikil mistök. Hér eru taldar til nokkrar ástæður:
1. Það mun verða greitt fyrir meðgönguna þrátt fyrir tal um annað.
2. Fleiri og fleiri munu telja sig eiga rétt á að eignast barn með staðgöngumæðrun, t.d veikt fólk, með sykursýki, offitu, háan blóðþrýsting, þrönga grind o.s.frv. Einnig óhamingjusamir menn, einstæðingar, fólk með afbrigðilegar kynhvatir og geðkvilla - sem undir venjulegum kringumstæðum hefðu ekki eignast barn og munu eiga erfitt með að taka á sig foreldraábyrgð.
3. Bróðurpartinn mun verða gengið með erlendis. Auðvitað þarf að greiða fyrir það. Veit einhver dæmi um annað?
4. Í mörgum tilfellum mun ríkið þurfa að bera kostnað til að bjarga hlutunum fyrir horn þegar eitthvað bregður út af. Til dæmis alvarlegir fylgikvillar á meðgöngunni, fæðingareitrun, "gallað" barn o.s.frv., þegar móttakandinn treystir sér ekki lengur til að taka þátt og móðirin jafnvel ekki heldur.
5. Börnin munu í mörgum tilfellum missa af eðlilegu fjölskyldulífi, til dæmis umgengni við bæði kynin. Það er í lagi þegar hlutirnir æxlast þannig í lífinu, en það er ekki í lagi að ríkið skipuleggi það þannig með lagasetningu og veiti því brautargengi með greiðslu úr sameiginlegum sjóðum.
6. Staðgöngumæðrun er konum ekki náttúruleg og veldur andlegum og líkamlegum fylgikvillum, t.d langvarandi sorg og depurð. Konan þarf að berjast gegn eðli sínu sem er að elska það barn sem hún gengur með. Það eru til dæmi um annað, en það eru undantekningar.
7. Staðgöngumæðrun hefur áhrif á börn þeirra mæðra, sem það gera. "Mamma gengur með barn, en það er ekki systkini mitt."
8. Lögfest staðgöngumæðrun mun breyta samfélaginu, hugmyndum okkar um móðurhlutverkið, foreldrahlutverkið og fjölskylduna. Það mun breyta hugmyndum um ábyrgð á börnum og uppeldi þeirra, hvernig það verður best gert og hvaða kröfur eru eðlilegar í því sambandi.
Þegar það breytist - breytist margt annað í leiðinni. Það munu koma upp fylgikvillar.
Athugið að gagnrýni mín lýtur að staðgöngumæðrun sem er kerfisbundin með þátttöku löggjafans og ríkisins. Það er hún sem er vafasöm.
Einstaka tilfelli staðgöngumæðrunar getur heppnast, innan fjölskyldu meðal fólks sem þekkist og gerir þetta af kærleika eða vináttu. En þetta sem við erum að fara út í er allt annað mál.
Staðgöngumæðrun | Breytt s.d. kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. febrúar 2016
Kristilegs þjóðarflokks er þörf hér á landi sem aldrei fyrr
Mér finnst vera full ástæða til þess að stofna kristilegan stjórnmálaflokk á Íslandi. Það er á svo mörgum sviðum sem lög Guðs eru brotin í samfélagi okkar. Flokkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafa tekið skref til lægra siðferðis. En þar má nefna framlagningu áfengisfrumvarpsins, frumvarp um lögleiðingu spilavíta, tillögur um staðgöngumæðrun, afglæpavæðingu vímuefnaneyslu o.fl.
Mikil umræða er hjá mörgum stjórnmálaflokkum um breytingar á stjórnarskrá og aðskilnað ríkis og kirkju. Unnið er að eyðileggingu Reykjavíkurflugvallar og miðar þeim áróðri og því sérhagsmunapoti hægt, en ákveðið áfram.
Skaðlegt viðskiptabann er í gildi gagnvart Rússum sem skaðar engan nema okkur Íslendinga.
Allt eru þetta mál sem þarf að standa gegn. Og að sjálfsögðu ber að vinna gegn fóstureyðingum og afkristnun í skólum, með nýtilkominni kennslu Samtakana 78, í sumum grunnskólum.
Steindór Sigursteinsson.
Fimmtudagur, 5. nóvember 2015
Alþingi ætti ekki að samþykkja frumvarp um staðgöngumæðrun
Mikið hefur verið rætt upp á síðkastið á Alþingi um frumvarp um svonefnda staðgöngumæðrun sem heilbrigðisráðherra mælti fyrir í síðasta mánuði. Liggur umsögn um frumvarpið nú fyrir Alþingi. Ljóst er af umræðum á þingi að skoðanir eru mjög skiptar um þetta mál. Hafa menn m.a. gagnrýnt að verið sé að gera líkama kvenna að vettvangi fyrir aðra til þess að ná óskum sínum og markmiðum fram.
Frumvarpið var samið af starfshóp sem skipaður var í september 2012, en nái það fram að ganga verður sett á laggirnar þriggja manna nefnd, sem verður m.a. falið að veita leyfi til staðgöngumæðrunar. Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að nýta staðgöngumæðrun erlendis en refsivert verður að nýta sér staðgöngumæðrun í löndum þar sem löggjöfin er ólík þeirri íslensku. Verður hlutverk nefndarinnar að fjalla um mál þeirra sem koma heim með barn eftir að hafa nýtt sér staðgöngumæðrun erlendis.
Eðlilega hefur þeirri spurningu verið varpað fram, hvað gert verði ef fólk kemur heim með barn frá landi þar sem löggjöf um staðgöngumæðrun er ólík þeirri Íslensku. Verður barnið sent til baka eða sett í fóstur hérlendis? Þessari spurningu varpaði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar fram þegar heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpinu þann 20 október sl. Undir þetta tók Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna en hún sagði að með löggjöfinni væri verið að opna á það að börn lentu hjá barnaverndarnefndum og í reiðuleysi.
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, varpaði fram þeirri tímabæru spurningu: Hverju sætir það að við erum komin hingað í þessu máli? Gagnrýndi hann að menn hefðu lagt fram þingsályktunartillögu 2012 þrátt fyrir að vinnuhópur sem skipaður var 2009 til að fjalla um þessi mál komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri tímabært að heimila staðgöngumæðrun. Sagði hann "að í þessu máli ætti þingið að láta það eftir sér að spóla til baka", önnur Norðurlönd hefðu verið að þokast í þveröfuga átt þegar kæmi að lagasetningu og ekki ríkti samfélagssátt um málið.
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði hvaða skilaboð væri verið að senda með því að setja lög til að geta samningsbundið konur til að gegna því hlutverki að uppfylla óskir og drauma annarra. Sagði hún að þetta væri helsta ástæða þess að önnur Norðurlönd hefðu valið að leggja ekki í þessa vegferð, en um væri að ræða grundvallarspurningu um rétt barna til foreldra og hvernig samfélagið horfði á konur og karla.
Þessi ummæli þingmanna Samfylkingar og Vinstri grænna eiga fullan rétt á sér að mínu mati. Það á ekki að gera kvenlíkamann að verkfæri eða framleiðslutæki, en frumvarpið gerir ráð fyrir að kona geti þrisvar sinnum gengið með barn fyrir annað fólk. Það eru takmörk fyrir því hversu langt eigi að ganga til að koma til móts við þá sem ekki geta átt barn. Konur geta ekki verið vettvangur réttinda annarra einstaklinga, eins og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna sagði á Alþingi þann 20. október.
Samkvæmt frumvarpinu þarf kona sem gerist staðgöngumóðir að hafa átt barn áður a.m.k. einu sinni, vera heil heilsu, og vera á aldrinum 25-39 ára. Hefur kona rétt á að halda barninu þar til barnið verður 2 mánaða og hefur hún rétt á að skipta um skoðun fram að þeim tíma. Ef álitamál koma upp þá er í fjölda tilfella vísað til dómstóla samkvæmt frumvarpinu. En þar er verið að hlutgera líkama kvenna og ætlast til þess að konur aftengdu sig móðurlífi sínu eins og Steingrímur J. sagði svo listavel.
Alþingi ætti ekki að samþykkja umrætt frumvarp um staðgöngumæðrun, því með frumvarpinu er verið að stíga eitt skref afturábak í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Það er verið að gera kvenlíkamann að verkfæri til að uppfylla óskir og þrár annarra. Þrá ófrjórra para til þess að eignast barn er vel skiljanleg en það er varasamt að líta á barneiginir sem rétt. Á alþjóðlegum vettvangi er litið svo á að réttur barna til foreldra sé ríkari en réttur fólks til að stofna fjölskyldu.
Frumvarpið býður að mínu mati upp á það að staðgöngumæðrun verði misnotuð til að hagnast á. Því samkvæmt frumvarpinu er heimilt að borga staðgöngumóður gjald fyrir tilföllnum kostnaði á meðgöngunni. Það er í raun ekkert sem getur komið í veg fyrir að leynileg greiðsla verði innt af hendi til móður eða jafnvel þriðja aðila. Þar að auki getur staðgöngumóðir orðið fyrir ófyrirsjáanlegum kostnaði td. vegna vinnutaps eða jafnvel örorku í kjölfar meðgöngu eða fæðingar. Og hvar er réttur hennar þá?
Steindór Sigursteinsson.
Helztu heimildir auk viðtengdrar fréttar:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/10/20/deilt_a_og_um_stadgongumaedrun/
og http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/10/22/myndi_virka_best_i_oruggum_ramma/
Höfundur talar hér ekki aðeins í eigin nafni, heldur samtakanna.
![]() |
Meðgöngumæðrun, ekki staðgöngumæðrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Staðgöngumæðrun | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 1. maí 2015
Staðgöngumæðrun er enn lögbrot
- Í skýrslu sem sálfræðingurinn skilaði frá sér eftir heimsóknina kemur fram að hann gruni að þarna hafi verið framinn glæpur
segir í frétt Mbl.is af staðgöngumæðrun erlendrar konu fyrir tvo samkynhneigða karlmenn. Ugglaust kemur það til af því, að gerningurinn er ekki löglegur hér á landi.
Ríkisstjórnin hefur í marz lagt fram frumvarp um löggildingu slíks, en margir eru á móti því, m.a. Vinstri grænir.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem fer með heilbrigðismál, er hins vegar ákaflega fylgjandi þessu máli, ugglaust ólíkt mörgum kristnum í flokki hennar, en seint sjá þeir raunar tekið tillit til sín í stefnu flokksins í ýmsum málum og eiga jafnvel naumast þar heima vegna andkristinna aðgerða flokksins í málefnum ófæddra barna, í vændismálum og um hjúskaparlöggjöf sem þvingandi áhrif hefur á Þjóðkirkjuna og er þó í beinni andstöðu við boð Nýja testamentisins.
Meðal þeirra, sem hafa andmælt frumvarpi Ragnheiðar Elínar áður um staðgöngumæðrun, er Karl Sigurbjörnsson, fyrrv. biskup Íslands, sem 5. des. 2011 ritaði Alþingi mjög skörulegt álit um þetta málefni, sem ýmislegt er birt úr hér neðar.*
Greinilega hefur fæðingin í þessu tilfelli átt sér stað með óvenjulegasta móti. Lesið af athygli:
- Konan átti barnið í sundlaug í eldhúsi hjónanna og var nánasta fjölskylda viðstödd, í heildina fimmtán manns.
Rúmgott eldhús það, sem hýsir ekki aðeins sundlaug, heldur 15 manna áhorfendaskara. Engin furða að sýslumaður hafi viljað láta kanna betur heimilisaðstæður mannanna tveggja. Sálfræðingur var sendur á vettvang, og af skýrslu hans segir hér stuttlega í fyrstu setningu þessa pistils.
Mál ríka fólksins - og dílemma róttæklinganna
Staðgöngumæðrun er ekki sízt illa þokkuð vegna margra dæma um að ríkt fólk í Vesturheimi og í Evrópu hefur keypt fátækar konur til að lána sér líkama sinn gegn greiðslu; neyð viðkomandi er þannig nýtt til þægindaauka fyrir viðkomandi ríkiskonur; ekki tognar á kviðnum á meðan, karríerinn ótruflaður, sálarálag lítið sem ekkert. Ljótustu dæmin eru þau, að viðkomandi staðgöngumóðir gengur með og fæðir barnið, en þegar í ljós kemur, að á því eru fæðingargallar, þá vilja viðkomandi ríkishjón ekkert hafa með barnið að gera, ætla meðgöngukonunni að sitja uppi með það og þess galla! Hafa mjög umtöluð slík tilfelli komizt í hámæli.
Ekki er þetta nú í takti við meinta samstöðu vinstri manna með fátækum, enda er VG-flokkurinn heilli í þessu máli en Samfylkingin (flokkur félagsráðgjafa, femínista, ríkisstarfsmanna og jötufólks kerfisins).
Samt eru ýmsir ofurróttæklingar á þessu máli, m.a. þeir sem vilja fá það í gegn til að það geti þjónað samkynhneigðum pörum, sem af náttúrunnar hendi geta ekki átt barn saman. Og þar sem viðhorfið er, að látið skuli undan öllum kröfum samkynhneigðra (eða háværra einstaklinga í hópnum), þá er bara keyrt á þetta mál, enda hefur hörð efnishyggja oft einkennt sósíalista ekkert síður en ofurfrjálshyggjumenn á hægri vængnum.
En skoðið þessar undarlegu kringumstæður við samgöngumæðrun fréttarinnar:
- Í viðtalinu við hjónin kom fram að konan vildi ekki fara í tæknisæðingu heldur kaus hún að þau myndu sjálf framkalla sæðingu heima hjá henni. Hún hafði sjálf eignast fjögur börn og vildi láta gott af sér leiða en þá [sic] er faðir hennar einnig samkynhneigður líkt og hjónin.
- Hjónin borguðu konunni ekkert, hvorki fyrir meðgönguna né ferðalög og segja þeir að hún hafi alltaf leitt talið að öðru þegar þeir vildu ræða greiðslu.
Annaðhvort trúum við því eða ekki, að engin greiðsla hafi verið innt af hendi. Hvort heldur sem er, birtir þetta í raun dílemmu róttæklinganna í hnotskurn: Þeim finnst það í himnalagi að kona gangi þannig með barn annarra í 9 mánuði, en samt er þetta sama fólkið sem talar hátt um rétt kvenna til fósturdeyðingar, jafnvel af hvaða ósk sem er, en eitt af því, sem fylgismenn þess sjónarmiðs hafa sett algerlega fyrir sig, er að það sé hin mesta ósvífni af lífsverndarsinnum að ætlast til þess að kona gangi með barn sem hún vilji ekki. En hér í þessu máli finnst "róttæklingunum" alveg rétt að ríkt fólk fái í krafti auðs síns slíkt tangarhald á móðurlífi fátækra kvenna! (Sbr. einnig hér: Ef "staðgöngumæðrun" gengur upp, þá getur kona allt eins gefið barn í stað þess að fara í fósturdeyðingu.)
Úr áliti Karls Sigurbjörnssonar, þáv. biskups Íslands
Þar* segir m.a. (leturbr. jvj):
- "Ég vil sérstaklega taka undir sjónarmið Þjóðmálanefndar, að barn er ekki réttur - barn hefur rétt. [...]
- Ég vil taka undir með Þjóðmálanefnd kirkjunnar sem varar við því að vikið verði frá barnalögum og farið á svig við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem leggur megináhersla á hagsmuni barnsins - að það megi alast upp í öryggi og kærleika.
- Þar er og sala á börnum (og verslun með...) bönnuð og sala á börnum skilgreind í viðauka: "hvers kyns aðgerð eða viðskipti þar sem einstaklingur eða hópur fólks framselur öðrum barn gegn þóknun eða hvers kyns öðru endurgjaldi."
Og herra Karl tók enn sterkar til orða:
- Ég tel fortakslaust að við séum skuldbundin þeim grundvallarsjónarmiðum, sem Barnasáttmálinn og barnalögin byggja á að hagsmunir barnsins eigi að vera ráðandi. Samkvæmt því eru grundvallarréttindi að barn þekki foreldra sína. Setja verður hagsmuni barnsins í forgang, þannig að ekki verði hætta á að barn verði þrætuepli meðgöngumóður og kynmóður.
- Ég tel fulla ástæðu til að óttast markaðsvæðingu í þessum efnum. Barnið er verðlagt, þó það sé skilgreint sem uppbót fyrir vinnutap, td. þó að um velgjörð sé að ræða. Það er nú þegar alþjóðleg fyrirtæki sem annast milligöngu í þessum efnum, hér er um alþjóðaviðskipti að ræða sem velta háum fjárhæðum. Barnið og líkami konunnar verður að söluvöru. Það er óhæfa.
- Það eru brýnir hagsmunir í húfi að koma í veg fyrir verslun með börn og móðurlíf.
Tökum eftir því líka, að aðeins tveir umsagnaraðilar af 16 mæltu með staðgöngumæðrun!
Einnig þetta úr áliti Þjóðmálanefndar kirkjunnar tók herra Karl undir:
- "Það má líka geta þess að bæði systurþjóðir okkar og systurkirkjur á Norðurlöndum hafa ekki séð ástæðu til þess að leyfa staðgöngumæðrun. Reglugerðir eru ekki alveg samhljóða en afgerandi þegar kemur að staðgöngumæðrun. (Leturbr. jvj.)
Skoðið hér einnig efnisflokkinn Staðgöngumæðrun sem sýnir stefnu Kristinna stjórnmálasamtaka í þessu máli, en í drögum að stefnuskrá þeirra segir stutt og skorinort: " Við erum andvíg staðgöngumæðrun. [Sjá greinar á vefnum Krist.blog.is.]"
* Álit Karls biskups: https://www.althingi.is/pdf/erindi/?lthing=140&dbnr=643
Jón Valur Jensson tók saman.
![]() |
Notuðu staðgöngumóður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Staðgöngumæðrun | Breytt s.d. kl. 05:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 15. febrúar 2015
Aðeins tveir umsagnaraðilar af 16 mæltu með staðgöngumæðrun!
Það hefur vart farið fram hjá öðrum en blindum og heyrnarlausum í senn, að hart hefur verið keyrt á áróður fyrir staðgöngumæðrun í fjölmiðlum í vetur. Nokkrir hafa þó orðið til andmæla, m.a. Femínistafélag Íslands. Veturinn 2011 var verið að vinna að þessu máli fyrir Alþingi, og í tilefni af því birtist hér pistill 26. febr. 2011 sem hér er endurbirtur og því einu breytt, að sagnorðið "mæla" í fyrirsögninni er nú "mæltu". Fleiri greinar verða birtar hér um málið bráðlega ekki veitir af, því að einþykk er Ragnheiður Elín Árnadóttir í þessu máli rétt eins og náttúrupassanum og keyrir á að koma þeim báðum í gegn fyrir vorið. Megi það aldrei verða! JVJ.
Sagt var líka frá þessu í hádegisútvarpi Rúv í dag, en undarlegt nokk kaus fráttamaðurinn (Björn Malquist) að ræða bara við Ragnheiði Elínu Árnadóttur um málið, rétt eins og hún hafi ekki fengið ærinn tíma til þess í Rúv og öðrum fjölmiðlum frá áramótum og sannarlega notfært sér það út i yztu æsar! Ekki getur undirritaður kallað þetta fréttaflutning þar sem gætt er jafnvægis. Svo lét þingkonan eins og fjallað hefði verið nægilega vel um málið fram undir þetta! Svo rangt hjá henni! En að þetta sé hennar stóra áhugamál, um það þarf ekki að efast.
- Aðeins Staðganga - stuðningsfélag staðgöngumæðrunar á Íslandi og Tilvera - samtök um ófrjósemi mæla með að tillagan verði samþykkt. (Mbl.is.)
Og hér má lesa allar umsagnir um tillöguna á vef Alþingis. Frumvarpið er hér: staðgöngumæðrun.
Guðmundur Pálsson læknir hefur fjallað vel um þetta mál á vef sínum, gp.blog.is:
- Full staðgöngumæðrun
- Hefðbundin staðgöngumæðrun
- Staðgöngumæðrun: ný tegund frjálsræðis hjá áttavilltri þjóð eða mannréttindi?
- Staðgöngumæðrun - hvað á að leyfa og hvað á að banna.
Það gerði einnig Ástríður Stefánsdóttir, læknir og siðfræðingur (Álitamál er lúta að staðgöngumæðrun, einnig HÉR).
Jón Valur Jensson.
Staðgöngumæðrun | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 24. febrúar 2013
Frábært hjá Vinstri grænum að leggjast gegn staðgöngumæðrun
Frétt var að berast um það af landsfundi þeirra í dag, á sama tíma og sorgleg frétt barst af landsfundi sjálfstæðisflokksins. VG leggjast gegn staðgöngumæðrun bæði í hagnaðar og velgjörðaskyni. Kvenréttindakonur flokksins lögðu réttilega áherzlu á þetta, gegn þeirri "frjálslshyggju" Ragnheiðar Elínar Árnadóttur sjálfstæðiskonu, sem vill að sumar konur fái að binda sig og sinn líkama við barneignaþjónustu fyrir aðrar konur, sem eru þá gjarnan ríkari.
Ragnheiður kemur úr kjördæmi ArtMedica, sem vill bjóða upp á þessa "þjónustu". Er eitthvert samband þar á milli?
Jón Valur Jensson.
![]() |
Leggjast gegn staðgöngumæðrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Staðgöngumæðrun | Breytt 25.3.2013 kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. janúar 2012
Klofningur í röðum þingmanna um "staðgöngumæðrun"
Staðgöngumæðrun | Breytt 25.3.2013 kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 17. september 2011
Var staðgöngumæðrun það sem Sjálfstæðisflokkurinn var mýktur með til að samþykkja aukin völd Jóhönnu?!
Svo mætti ætla. Jóhanna dirfðist að hóta því, að það frumvarp yrði ekki afgreitt, ef einræðisfrumvarp hennar yrði ekki samþykkt! Augljósari verða vart hrossakaupahættir stóru þingflokkanna né siðleysið. Nú í dag er staðgöngumæðrun skyndilega orðið forgangsmál, eftir að stjórnarráðsfrumvarp Jóhönnu var samþykkt í gær (sbr. stutta greiningu HÉR í umfjöllun undirritaðs). Merkileg tilviljun eða hitt þó heldur!!!
Samt var sagt í byrjun þessa mánaðar í fréttum frá Alþingi: "Meirihluti [heilbrigðis]nefndarinnar samþykkti tillöguna með nokkrum orðalagsbreytingum og að kveðið yrði á um að frumvarpið yrði lagt fram í síðasta lagi í mars 2012," sjá nánar hér: Illu heilli er reynt að afgreiða frumvarp um staðgöngumæðrun. En nú hefur Ragnheiði Elínu Árnadóttur alþm. legið svo mikið á kannski fyrir fyrirtækið ArtMedica í hennar kjördæmi að það varð að setja þetta mál í forgang strax í dag! Já, og sennilega klára það í dag!
Tveir þingmenn voru með múður þess vegna: Álfheiður Ingadóttir, sem vildi ekki, að þetta frumvarp gengi fyrir einhverju öðru um tryggingarmál, og mótmælti hástöfum í þinginu nú í morgun, og Þór Saari, sem kvað þetta frumvarp um staðgöngumæðrun þurfa miklu meiri umræðu en hér stendur til. Um það erum við honum sammála hér í Kristnum stjórnmálasamtökum, en margt hefur verið ritað um málið á vefsíðuna hér (sjá tengilinn ofar).
Svo halda sumir, að það sé óþarfi að hafa kristinn flokk á Alþingi !!! Eiga menn kannski að treysta á hinn efnishyggjulega Sjálfstæðisflokk, að hann slá skjaldborg um kristið siðferði í lífsverndar- og fjölskyldumálum?!!! Hefur reynslan sýnt mönnum, að það hafi gefizt vel? Halda ekki öfgarnar á jaðri vestræns siðferðis í þeim efnum sífellt áfram í þeim flokki, eftir að bandalag þar við kristna áhrifamenn, allt fram yfir 1960, leið undir lok? Hvert eftir annað hafa andkristnu lagafrumvörpin oltið í gegnum þingið fyrir tilverknað Sjálfstæðisflokksins. Það er langur listi, og þetta getur aðeins versnað, góðir lesendur. Kristið fólk þarf að kippa sér úr sambandi við þennan flokk og löngu kominn tími til.
Jón Valur Jensson.
Staðgöngumæðrun | Breytt 25.3.2013 kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. september 2011
Illu heilli er reynt að afgreiða frumvarp um staðgöngumæðrun
Ofurfrjálshyggjuhugmyndir Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, um staðgöngumæðrun mætir misjöfnum undirtektum, en samþykki fyrir því rétt marðist í gegn í heilbrigðisnefnd Alþingis sem er "klofin þvert á flokka í afstöðu sinni. Í [þingsályktunar]tillögunni leggur þingmaðurinn til að heilbrigðisráðherra verði falið að skipa starfshóp sem undirbúi frumvarp til laga sem heimili staðgöngumæðrun" (Mbl.is).
Í heilbrigðisnefnd Alþingis eiga sæti:
Aðalmenn | ||||
139 | 6 | h | Guðfríður Lilja Grétarsdóttir 3, SV, Vg, | |
139 | 2 | h | Guðlaugur Þór Þórðarson 5, RS, S, | |
139 | 1 | h | Jónína Rós Guðmundsdóttir 10, NA, Sf, varaform. | |
139 | 8 | h | Kristján L. Möller 3, NA, Sf, | |
139 | 7 | h | Ragnheiður Ríkharðsdóttir 8, SV, S, | |
139 | 9 | h | Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 4, RS, Sf, | |
139 | 5 | h | Siv Friðleifsdóttir 6, SV, F, | |
139 | 4 | h | Þórunn Sveinbjarnardóttir 7, SV, Sf, | |
139 | 3 | h | Þuríður Backman 5, NA, Vg, form. |
- "Meirihluti nefndarinnar samþykkti tillöguna með nokkrum orðalagsbreytingum og að kveðið yrði á um að frumvarpið yrði lagt fram í síðasta lagi í mars 2012 í stað mars 2011 áður."
HÉR! má lesa um allan feril málsins. En hvernig féllu atkvæði núna í nefndinni?
- Voru fimm atkvæði gegn fjórum atkvæðum minni hlutans. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar-Græns framboðs og formaður nefndarinnar, er samþykk tillögunni ásamt Kristjáni L. Möller þingmanni Samfylkingarinnar. Hinir þrír þingmennirnir koma úr flokki Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna.Fjórir stjórnarþingmenn leggjast gegn samþykkt tillögunnar, vegna þeirrar eindregnu afstöðu sem þar birtist um að heimila eigi staðgöngumæðrun þótt með ströngum skilyrðum sé. (Mbl.is).
Með tillögunni hafa þá greitt atkvæði þessi fimm: Guðlaugur Þór Þórðarson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Siv Friðleifsdóttir úr stjórnarandstöðu ásamt Guðfríði Lilju og Kristjáni Möller úr stjórnarflokkunum, en á móti voru Jónína Rós Guðmundsdóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir (nema varamaður hafi tekið sæti hennar) úr Samfylkingu og Þuríður Backman úr Vinstri grænum.
Lesendur þurfa ekki að fara í grafgötur um afstöðu Kristinna stjórnmálasamtaka í þessu máli. Um það hafa verið skrifaðar hér þó nokkrar greinar, eins og hér má sjá, með upphafsorðum hverrar (smellið á fyrirsögn til að komast inn í grein):

Af hverju ættum við að hugsa okkur tvisvar um, áður en staðgöngumæðrun er leyfð. Fyrri hluti
Nýlega var auglýst eftir staðgöngumóður í íslensku dagblaði og kom til stuttrar umræðu hvort leyfa ætti staðgöngumeðgöngu á Íslandi. Í fyrstu virðist um afar fagra og rómantíska hugmynd að ræða en sú er sannarlega ekki reyndin ef málin eru skoðuð nánar.

Hér er skrifað af viti um staðgöngumæðrun
Á þessum kalda þrettánda vill undirritaður vekja athygli á frábærri lesningu eftir heilsugæzlulækni: Staðgöngumæðrun: ný tegund frjálsræðisorgíu hjá áttavilltri þjóð eða mannréttindi? og ennfremur í þessari nokkrum dögum eldri grein: Staðgöngumæðrun -

Staðgöngumæðrun rædd í Neskirkju
Mjög góður hádegisfundur í safnaðarheimili Neskirkju í gær er nú endurfluttur á Rás 1, hófst kl. 20.30. Sr. Baldur Kristjánsson er fyrstur ræðumanna, þá Sólveig Anna Bóasdóttir siðfræðingur, svo sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og loks frjálsar umræður.

Aðeins tveir umsagnaraðilar af 16 mæla með staðgöngumæðrun
Þetta er mikilvæg staðreynd. Félög og samtök hvetja til þess í umsögnum sínum til heilbrigðisnefndar Alþingis, "að farið verði varlega í að leyfa staðgöngumæðrun. Þörf sé á meiri umræðu um málið. Af 16 umsögnum sem borist hafa eru 14 neikvæðar í garð

Staðgöngumóðir heldur barninu
Hér er frétt, sem birtist á nýliðnum degi á Vísi.is: " Staðgöngumóðir heldur barninu Jón Hákon Halldórsson skrifar: Dómari í Bretlandi hefur dæmt að staðgöngumóðir sem ákvað að ganga með barn fyrir par skuli halda barninu. Konan samþykkti að ganga með

Rjúpan við staurinn þrammar inn á þjóðina eftir rauða dreglinum
Ragnheiður Elín Árnadóttir alþm. ætlar greinilega að keyra áfram á staðgöngumæðrun "no matter what", með 14 af 16 umsögnum um málið andstæðar því og þrátt fyrir að flest lönd, m.a. Norðurlöndin, leyfi þetta ekki. Á rauða dreglinum er henni boðið í alla

Ef "staðgöngumæðrun" gengur upp, þá getur kona allt eins gefið barn í stað þess að fara í fósturdeyðingu
Í þessari frétt á Rúv í hádeginu í dag er sagt frá auglýsingu ónefnds pars eftir staðgöngumóður. Notaður yrði fósturvísir frá parinu, en íslensk lög leyfa þetta ekki, svo að það yrði að gerast erlendis. Stöldrum aðeins við. Hér er greinilega stefnt að

Af hverju ekki staðgöngumæðrun? Hugleiðingar um siðferðilegan vanda. Seinni hluti.
Eftir Guðmund Pálsson heilsugæslulækni. Hér skulu endurtekin þau atriði sem nefnd voru til sögunnar í fyrri greininni og var ósvarað: III. Í þriðja lagi að ekki yrði greitt fyrir þetta nema fyrir óþægindum og kostnaði sem næmi lítilli upphæð.
Umræðan verður svo sannarlega áfram í gangi og fram undir vor!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Staðgöngumæðrun þvert á flokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Staðgöngumæðrun | Breytt 25.3.2013 kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Kristinn þjóðarflokk?
Nýjustu færslur
- Þingmenn með og móti lífinu: Þess skal minnzt hvernig einstak...
- Hvers lags barnamálaráðherra er það sem samþykkir ólög um þj...
- Alveg kostulegt að sjá eina stjórnarskrártillöguna talað...
- Samherjar okkar í Noregi taka afstöðu með frelsi samkynhneigð...
- Huggunarstef
- Talað af reynslu
- Af raunverulegri orsök þeirrar kollsteypu vestrænna þjóða sem...
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fer út fyrir verksvið sitt og á...
- Einhliða áróðursstarfsemi Rúv um mál Ísraels og Palestínu sýn...
- Blákaldur sannleikurinn sagður um fóstureyðingar (m/ísl. þýð...
- Brot úr kristindómi Látra-Bjargar
- Kristið og farsælt hjónaband -- munið eftir ástarorðunum
- "Drag Queen Storytime" fyrir 3ja ára er nýtt innrætingarpróg...
- Ekki hefur verið nógsamlega unnið að velferð barna og fjölsky...
- Á að tryggja réttindi allra barna til þess að þekkja uppruna ...
Færsluflokkar
- Abortion
- Alræðisstefnur
- Andleg mál; Biblíutextar
- Áfengis- og fíkniefnamál
- Álver, stóriðja
- Bandaríkin
- Biblíutextar
- Bloggar
- Borgarmálefni
- Bretland (UK)
- Bækur
- Downs-heilkenni
- Dýravernd
- Dægurmál
- ESB
- Eva S. Einarsdóttir: pistlar, greinar, hugvekjur
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fiskveiðar, útvegsmál
- Fíkniefnaneyzla og -varnir
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Fólksfækkunarvandi
- Fullveldi og sjálfstæði þjóðar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hryðjuverk og öfgastefnur
- Icesave-málið
- Innflytjendamál
- Ísrael, Gyðingar, Mið-Austurlönd, islam
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kommúnismi, sósíalismi, Marxismi
- Konur, kvennabarátta, kvenréttindi
- Kristnir Íslendingar
- Kvikmyndir
- Kynhneigðamál
- Landbúnaður, jarðamál
- Lífstíll
- Líknardráp eða líknandi meðferð?
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Miðaldasaga og kristni
- Nazismi, fasismi, Þriðja ríkið
- Norræn málefni
- Ófæddir, lífsvernd
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Samtökin, skipulag, félagslífið
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Spilling, hugsanleg spilling
- Spil og leikir
- Staðgöngumæðrun
- Stjórnarskrármál
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Sveitarstjórnarmál
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Uppeldis- og fjölskyldumál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Varnarmál og hernaður
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Vændi
- Þróunaraðstoð, 3. heimurinn
Tenglar
Mikilvæg fréttamálefni
- Stjórnarskrármálið, fréttaknippi Mbl.is
- Vín í verzlanir? (fréttaknippi)
- Staðgöngumæðrun, fréttaknippi Mbl.is
- Afglæpavæðing vændis, fréttaknippi Mbl.is
- Viðskiptaþvinganir v. Krímskaga? Fréttaknippi Mbl.is
- Umsókn um ESB, fréttaknippi á Mbl.is Um Össurarumsóknina og framgang málsins
- Fréttaknippi um Icesave Hér má sjá margar Icesave-fréttir á Mbl.is, og um sumar þeirra höfum við bloggað á Krist.bloggi
- Knippi á Mbl.is um Reykjavíkurflugvöll Þarna má finna ýmsar fréttir Mbl.is um málið, þær nýjustu efst á síðunni
Áhugavert um kristna stjórnmálaflokka
- Kristnir stjórnmálaflokkar í 36 löndum Evrópu - en ekki hér? Hugleiðingar um hvort kristinn flokkur sé tímabær hér sem víðar, með svörum gegn gagnrýni
- Kristnir stjórnmálaflokkar í Evrópu Þetta er langur listi, litríkur og fróðlegur!
Lífsverndarmál
- Fyrstu vikur lífsins Rekur þroskaferil mannslífs í móðurkviði (með mynd)
Yfirlit fyrri greina:
- 15.10.200920.11.2009 Þriðja yfirlitið um greinar á Krist.blog.is
- 19.5. 200914.10. 2009 2. greinayfirlitið á Krist.blog.is
- 9.3. 200715.4. 2009 Yfirlit pistla á Krist.blog.is frá upphafi 2007 til vors 2009
Bloggvinir
-
Guðmundur Pálsson
-
Jón Valur Jensson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Hafsteinn V Eðvarðsson
-
Ólafur Þórisson
-
Snorri Óskarsson
-
Steindór Sigursteinsson
-
Arnar Styr Björnsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Lífsréttur
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Aida.
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Aðalbjörn Leifsson
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Baldur Hermannsson
-
Benedikta E
-
Bergur Thorberg
-
Bjarni Kjartansson
-
Björn Heiðdal
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Böðvar Ingi Guðbjartsson
-
Davíð Örn Sveinbjörnsson
-
Dóra litla
-
Elvar Atli Konráðsson
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Eygló Hjaltalín
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
-
G.Helga Ingadóttir
-
Guðmundur Júlíusson
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Haraldur Hansson
-
Guðni Karl Harðarson
-
Guðni Már Henningsson
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Haraldur Baldursson
-
Helena Leifsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Jónsson
-
Högni Jóhann Sigurjónsson
-
Hörður Finnbogason
-
Janus Hafsteinn Engilbertsson
-
Ingibjörg
-
Ingvar Leví Gunnarsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Sigurjónsson
-
Jeremía
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
-
Karl V. Matthíasson
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Kristján Björnsson
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Mofi
-
Ragnar Kristján Gestsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Páll Vilhjálmsson
-
Ragnar Geir Brynjólfsson
-
Ragnhildur Kolka
-
Ruth
-
Rödd í óbyggð, kristilegt félag
-
Samtök Fullveldissinna
-
Sigríður Laufey Einarsdóttir
-
Sigurlaug B. Gröndal
-
Sigurður G. Tómasson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Sverrir Halldórsson
-
Theódór Norðkvist
-
Tryggvi Hjaltason
-
Unifer
-
Árni þór
-
Ívar Pálsson
-
Ólafur Jóhannsson
-
Ómar Ragnarsson
-
Úlfar Þór Birgisson Aspar
-
Þormar Helgi Ingimarsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórdís Ragnheiður Malmquist
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Jóhann Hauksson
-
Þórður Guðmundsson
-
Óskar Sigurðsson
-
Tómas
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Óttar Felix Hauksson
-
Júlíus Björnsson
-
Kristinn Ásgrímsson
-
Gestur Halldórsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Heimssýn
-
S. Einar Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Birna M
-
Snorri Magnússon
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Jón Ríkharðsson
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Högni Hilmisson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir
-
Nonni
-
Tímanna Tákn
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
-
Samstaða þjóðar
-
Bleika Eldingin
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Lárusson
-
Bjarni Harðarson
-
Ómar Gíslason
-
Haraldur Haraldsson
-
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n
-
Örn Ægir Reynisson
-
Barði Bárðarson
-
Birgir Viðar Halldórsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Gunnar Heiðarsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Hörður Sigurðsson Diego
-
Kristinn D Gissurarson
-
Birgir Þór Júlíusson
-
Vera
-
Jónas Pétur Hreinsson
-
Páll Þorvaldsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Jón Valur Jensson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Kristinn Eysteinsson
-
K listi Skagafjarðar
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Halldór Þormar Halldórsson
-
Valdimar Samúelsson
-
Íslenska þjóðfylkingin
-
Ásgrímur Hartmannsson
-
Eyjólfur Jónsson
-
Gunnlaugur I.
Eldri færslur
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.12.): 1
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 594
- Frá upphafi: 471614
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 499
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar