Fćrsluflokkur: Menning og listir

Jón Sigurđsson forseti um jólahátíđina og forsögu hennar

"Miklar umrćđur hafa veriđ um ţađ, hvenćr Krists fćđ­íng­ardagur sé rétt settur, og var ţađ fyrst á síđara hluta fjórđu aldar (um 370), ađ ţađ var almennt ákveđiđ ađ setja hann 25. December. Á Norđurlöndum vildi ţađ svo heppilega til, ađ menn héldu eina stćrstu hátíđ um sama leyti, ţegar sólin fór fyrst ađ koma í ljós á ný og dagana tók ađ lengja, og kölluđu ţessa hátíđ jól. Sumir segja, ađ ţađ nafn sé dregiđ af Jólni, sem var eitt af heitum Óđins, en ţađ er líklega ímynduđ tilgáta. Ţegar jólin voru orđin hátíđ í kristninni, ţá varđ áttundi dagurinn eptir einnig einnig hátíđlegur, og svo er eptir hverja meiri­háttar hátíđ í katólsku kirkjunni, ađ hver hefir sinn áttadag eđa octava (áttund), sem heyrir hátíđinni til, og er einn af ţeim dögum, sem mest eru tignađir. Ţessi siđur er upphaflega frá Gyđíngum kominn, ţví stćrstu hátíđir ţeirra, ţrjár á ári, stóđu í átta daga; ţá voru samfelldar helgar milli jóla og áttadags eđa nýjárs, og ţegar svo stóđ á, sem var ţegar jóladaginn fyrsta bar upp á mánudag, ţá voru sem menn kölluđu brandajól, ţví allir dagar vikunnar voru helgidagar. Eptir siđaskiptin var jólahelgin stytt, og voru fyrst fjórir helgidagar, en nú eru orđnir tveir, og ţegar Jón meistari Vídalín var biskup voru ţrír haldnir. Á brandajólum voru ţá fjórir samfelldir helgir dagar á sjálfum jólunum, tveir á nýjárinu og tveir á ţrettánda."

Úr grein Jóns forseta: Almanak, árstíđir og merkidagar, í Almanaki Ţjóđvinafélagsins 1878, bls. 51 (greinin öll bls. 49-63). Ekki er ţar getiđ sérstaklega, ađ Jón var höfundurinn, en hann var sá, sem gaf ritiđ út, skv. forsíđu ţess, og í Almanakinu 1886 segir Guđmundur Ţorláksson fullum fetum um jól: "Um hátíđ ţessa hefur Jón Sigurđsson talađ í Almanaki Ţjóđvinafélagsins 1878 (51. bls.), og hef jeg ekki miklu viđ ţađ ađ bćta" (og bćtir ţó nokkru viđ ţar).


mbl.is Innihald og hjartalag skiptir öllu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Virkilega falleg BBC-umfjöllun um Fćreyjar og baráttu Fćreyinga til ađ viđhalda tungu sinni og menningu

Endilega skođiđ ţessa nokkurra mínútna umfjöllun á BBC-vefn­um um granna okk­ar í land­suđri. Danir reyndu ađ halda fćr­eysk­unni frá kirkj­um og skól­um, rétt eins og Norđ­menn fengu Biblí­una ađeins á dönsku. Ţeim mun mark­verđari voru Nýja­testa­ment­is-út­gáf­ur for­föđ­ur okkar Jóns bisk­ups Ara­sonar (sem fyrst­ur flutti prent­verk inn í landiđ og lét prenta Fjóra guđ­spjalla­menn), Odds lög­manns Gott­skálks­sonar (sem ţýddi allt Nýja testa­mentiđ) og Guđ­brands biskups Ţor­láks­son­ar, en sá síđast­nefndi gaf út alla Biblí­una 1584 (ađ hluta til í sinni ţýđ­ingu), löngu áđur en margar ađrar Evrópu­ţjóđir gerđu ţađ sama.

En í ţessu BBC-fréttarefni er m.a. rćtt viđ Jóhannes Paturs­son, kirkju­bónda í Kirkjubć, ţar sem ćtt hans hefur búiđ í 17 kyn­slóđir. Og viđ sjáum og heyr­um líflega, menn­ingar­lega hluti í ţessari samantekt, auk umrćđu um varđ­veizlu tungu­málsins (og ţar er líka vikiđ ađ okkur Íslendingum).

Ţetta BBC-myndband á eftir ađ auka ferđamannastraum til Fćreyja!

Jón Valur Jensson.


2. brandaraskammtur frá félaga okkar Vopna-Rósu

Hjónin ákváđu ađ fara í sólar­landa­ferđ. Svo illa stóđ á ađ konan komst ekki fyrr en nokkr­um dögum seinna svo eigin­mađur­inn fór á undan. Ţegar hann er kom­inn á hót­el­iđ tekur hann upp far­tölvuna og skrifar tölvu­póst til konu sinnar.

Ekki vildi betur til en svo ađ hann misritađi einn staf í póstfanginu og lenti pósturinn ţví óvart hjá nýorđ­inni ekkju er fyrr um daginn hafđi jarđađ manninn sinn. Blessuđ konan var rétt ađ jafna sig eftir athöfnina, opnađi tölvu­póstinn sinn til ađ líta eftir samúđarkveđjum, er viđ henni blasti bréfiđ.

Ţegar sonur ekkjunnar kom heim stuttu seinna, lá hún í yfirliđi fyrir framan tölvuna og stóđ eftir­farandi ritađ yfir skjáinn:

Til: Konunnar sem varđ eftir.
Frá: Manninum sem fór á undan.
Efni: Er kominn á áfangastađ.

Elskan, er kominn á stađinn heill á húfi. Er einnig búinn ađ kynna mér allar ađstćđur og gera allt klárt fyrir komu ţína á morgun. Óska ţér góđrar ferđar og bíđ ţín međ óţreyju.
Ástarkveđjur, ţinn ástkćri eiginmađur.
P.S. Hrćđilega er heitt hérna niđurfrá.

--------------------ooOoo--------------------

Bloggvinur - rosaadalsteinsdottir Rósa Ađalsteinsdóttir

Einu sinni var mađur sem fór til lćknis af ţví ađ ţađ óx froskur upp úr hausnum á honum.
Lćknirinn spurđi: - Og hvernig byrjađi ţetta?
Ţá heyrđist í frosknum: - Ţetta byrjađi međ bólu á rassinum!

--------------------ooOoo--------------------

 

Ef hundurinn stendur bakdyramegin og geltir og konan
viđ ađaldyrnar og kallar, hvoru hleypir ţú fyrst inn?
Hundinum ađ sjálfsögđu, hann ţagnar um leiđ og hann kemur inn!

--------------------ooOoo--------------------

 

Katrín og Bjarni Ben. voru á gangi í átt ađ Stjórnarráđinu, ţegar ţau gengu framhjá gamalli konu sem burđađist međ tvo trođfulla innkaupapoka af mat og átti greinilega í hinu mesta basli.

Ţau sáu ađ ţetta gengi ekki og ákváđu ţví ađ hjálpa gömlu konunni — svo ţau lćkkuđu ellilífeyrinn um helming, svo ađ hún ćtti bara fyrir einum poka af mat í einu!

--------------------ooOoo--------------------

 

Ég stytti mér leiđ í gćrkvöldi og gekk í gegnum kirkjugarđ. Tvćr unglingsstúlkur spurđu mig hvort ţćr mćttu labba viđ hliđina á mér ţar sem ţćr vćru svo myrkfćlnar og hálf-hrćddar. "Sjálfsagt," sagđi ég og bćtti viđ: "Ég var sjálfur myrkfćlinn ţegar ég var á lífi." Aníta Hinriksdóttir hefđi veriđ stolt af ţeim hrađa sem ţćr náđu ţegar ţćr hlupu í burtu.

--------------------ooOoo--------------------

 

Eftirlitsmyndavélin flassađi, ţetta skildi hann ekki ţar sem hrađinn var undir löglegum hrađa og ţví ekki sáttur. Hann snéri viđ og ók aftur hćgar, enn flassađi vélin á hann. Hann hugsar međ sér ađ ţessi myndavél sé biluđ en snýr viđ í 3ja sinn og ekur lúshćgt fram hjá en vélin flassar í 3ja skipiđ. Ađ viku liđinni kemur kćra til hans í pósti og hljóđar upp á ţrisvar sinnum sekt fyrir ađ nota ekki öryggisbelti!

--------------------ooOoo--------------------

 

Lćknirinn: "Mađurinn ţinn ţarf hvíld og friđ. Hér eru nokkrar svefntöflur."
Eiginkona: "Ţegar ég gef honum töflurnar á ég....ađ..."
Lćknirinn: "NEI NEI Ţćr eru fyrir ţig."

 

Mynd frá Emma Sigurgeirsdóttir Vídó.

Hér er snjáldurskinnan (Facebók) hennar Rósuhttps://www.facebook.com/riorosin


Af Guđna Má Henningssyni og Händel

Ţađ er engin ástćđa fyrir útvarpsmanninn Guđna Má ađ "hafna Händel"! Hér getur hann hlustađ á orgelkoncerta hans, suma mjög fjörlega, og ţjónađ hlustendum sínum enn betur en jafnvel áđur. Händel er, ekkert síđur en Mozart og Beethoven, yndislegt tónskáld, eins og ófróđir geta kynnzt á vefslóđinni sem hér var gefin -- og hér fyrir neđan!

Og kannski getur Guđni Már bara hćtt viđ ađ flytjast úr landi og lifađ á ţví ađ hlusta á Händel daga og nćtur héđan í frá!

Og ţótt trúarlegur tónn sé líka í tónsmíđum Händels, er ţar sannarlega tónn gleđinnar, gefandi og upphefjandi fyrir sálina. Sumir óupplýstir ímynda sér, ađ orgeliđ sé ţunglamalega hátíđlegt, en ţví fer fjarri í höndum Händels, og skćrir og fagrir tónar ţess heyrast líka hér.

Uppáhaldsorgelkoncert minn, ađ mig minnir sá fimmti, sá líflegasti hjá Händel, hefst ţegar u.ţ.b. 54 mín. og 40 sek. eru liđnar af ţessari upptöku og er í nokkrum ţáttum, öllum fallegum. Annar ţátturinn, fljótt er á hann líđur, reynist einstaklega yndislegur. En einhvers stađar á ég ţennan orgelkoncert á plötu í jafnvel enn fjörlegri gerđ.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hefur bara hafnađ Händel
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Góđ kvikmynd úr baráttulífi trúarinnar

Falleg var kvikmyndin ţýzka sem sýnd var í Sjónvarpinu í kvöld, um Maríu, kaţólska fermingarstúlku. Ţađ er sannarlega gott, ađ andstćđan viđ líf, ţar sem leitađ er eftir uppfyllingu eigingjarnra hvata, fái líka ađ sjást á skjánum. Um ţessa mynd vćri svo margt hćgt ađ segja, en vel var hún gerđ og kom sífellt á óvart.

jvj


Ljóđskáld og fiđlari fara um landiđ

Feđginin eru samrýnd. Hér bregđa ţau á leik eftir hlaup.

Ljóđskáldiđ Eyţór Árna­son og Sól­veig Vaka fiđluleikari, dóttir hans, fá fína aug­lýsingu um tónleikaferđ sína í Mbl. í gćr og á Mbl.is, en 28/8-8/9 eru ţau međ 11 ljóđa­tónleika og athyglis­vert ađ ţeir verđa allir í kirkjum, hringinn í kringum landiđ.

Ţetta leiđir hugann ađ ţví, ađ í kirkjuhúsum landsins, bćđi safnađarheimilum og kirkjunum sjálfum, fer fram geysimikiđ menningarstarf í hverri einustu viku, ekki ađeins kórastarf viđ messuhald, heldur alls kyns listviđburđir, myndlistar­sýningar, eins og ég sá í Grensáskirkju, ţegar sonur minn var ađ spila ţar um daginn ásamt tveimur félögum sínum, öll á leiđ á píanónámskeiđ í Portúgal, ţví ađ ţar á göngunum var listmálari líka ađ kynna myndir sínar.

Vanmetiđ hefur veriđ, hve mikiđ félags- og fundastarf fer fram í kirkjulegu húsnćđi, m.a. fyrir AA-samtökin, tómstunda- og föndurstarf aldrađra og mömmumorgnar ađ auki, auk margs annars.

En góđa ferđ um landsbyggđina, Eyţór og Sólveig Vaka! Ţiđ hafiđ byrjađ vel á góđum stađ bćnamanna í gćrkvöldi: Strandarkirkju í Selvogi.

Eins og ţeir vita, sem komiđ hafa ađ Strönd, ríkir ţar sérstakt og í raun magnađ andrúmsloft í ţessari sveit sem áđur hafđi sitt mannlíf, en síđan fluttust allir á mölina eđa eitthvert annađ. Ţví var um ţetta ort:

 

Strandarkirkja

 

Ferđamenn á stjákli í kringum kirkjuna

sem lyftir sér björt yfir eyđilegt svćđi

eins og minnisvarđi um liđna trú

sem ţó lifir og sannar sig í reynd

í ţessari algeru auđn

-- rödd hrópandans í eyđimörkinni.

JVJ: Sumarljóđ 1991, s. 35.


mbl.is Síđsumarshressing eftir heyskapinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"Börn skrifa Guđi" (úr bókunum báđum)

Kćri Guđ, pabbi minn er ofsalega klár. Hann getur kannski hjálpađ ţér. - Kalli

Kćri Guđ, kannski hefđu Kain og Abel ekki drepiđ hvor annan svona mikiđ, ef ţeir hefđu haft sérherbergi. Ţetta gengur ágćtlega hjá mér og bróđur mínum. - Beggi

Góđi Guđ, hvers vegna er sunnudagaskólinn á sunnudögum? Ég hélt ađ ţá ćttum viđ ađ hvíla okkur. - Tryggvi

Kćri Guđ. Á grímuballinu ćtla ég ađ vera í djöfla búningi. Er ţađ í lagi ţín vegna? - Magga

Kćri Guđ. Ertu í alvörunni ósýnilegur, eđa ertu bara ađ stríđa okkur? - Lilja Ósk.

Tekiđ úr tveimur útgáfum ţessara vinsćlu safnrita, 1982 og 2002.

Ţýđandi fyrri bókarinnar var sr. Önundur Björnsson, og Tákn gat út.

Ţýđandi ţeirrar seinni var sr. Hreinn Hákonarson; Skálholtsútgáfan gaf út.

Báđar bćkurnar voru teknar saman af sama fólkinu erlendis.


Ómögulegt bölv

Fólk notar tungumáliđ sitt stundum í miklu hugs­unar­leysi. Ţađ á til dćmis viđ, ţegar menn brúka kjaft og upp­nefna annađ fólk međ dýra­nöfn­um. Ţeir eiga til ađ kalla ađrar mann­eskjur hunda, svín, beljur og ţorsk­hausa. Ţó halda ţeir uppá hund­ana sína, labba stoltir međ ţá úti, morgna og kvöld. Ţeir hafa reykt svína­kjöt á borđum á stór­hátíđum, borđa ham­borgara međ góđri lyst og elska ađ fá sér fisk annađ slagiđ.

Nei, blessuđ dýrin eiga ekki skiliđ svona munn­söfnuđ, enda óviđ­eig­andi mjög.

Önnur grófari uppnefni notar fólk ţegar ţađ líkir öđrum mann­eskjum viđ kynfćri manna og kvenna. Ţađ er mér einnig óskiljan­legt, ţar sem ţau ţjóna göfugum tilgangi til viđhalds mannkyninu, auk ţess sem allt eđlilegt fólk nýtur ţess ađ nota kynfćri sín viđ samfarir og önnur ástaratlot.

Margir, sem hefur skilist ţessi misnotkun orđa til uppnefnis og bölvunar, hafa átt erfitt međ ađ hreyta ónotum í ađra, ef svo ber undir, og standa bćđi gáttađir og orđlausir, ţegar ekkert tiltćkt bölv virđist vera til brúks lengur. Sem betur fer. Megi fleiri átta sig á ţessari orđamisnotkun.

Einar Ingvi Magnússon.


Vitnisburđur Chris de Burgh

Hann er snillingur í ótal lögum sínum,* en hér tekur hann sig til međ sérstakan bođskap sem kann ađ reynast endurleysandi, ef eftir er fariđ. Og hvern bendir hann á til hjálpar annan en Krist? Áheyr­enda­hópurinn er kannski óvenjulegur, en ţađ breytir engu og bara gott ađ sjá ţann ţarna í dagsbirtunni á útivelli í stađ margra hans tónleika í hálf-myrkvuđum tónleikahöllum.

* Lady in Red; High on Emotion; Sailing Away; Africa, etc.

JVJ.


Hefur fjölmenningarstefnan mistekizt?

Niđurstađa skođanakönnunar um ţessa spurn­ingu á vef Útvarps Sögu er sláandi. 91,39 prósent svöruđu JÁ, en 4,51 prósent NEI. 4,1 prósent voru hlut­laus. Könn­unin stóđ yfir einn sólar­hring, til há­degis í dag.

Ţetta sýnir greini­lega tak­mark­ađa hrifningu Íslend­inga af fjöl­menn­ingar­stefnunni.

En ćtli Sjö­flokkurinn og Alţingi skelli ekki skollaeyrum viđ slíkum röddum hins valda­lausa almenn­ings (nema á fjögurra ára fresti)?

En "takmörkuđ hrifning" er hér "under­state­ment" og nánast feluorđ um stađ­reyndir. Gríđarleg mót­stađa almennings birtist í ţessari afgerandi eindregnu niđur­stöđu. Úrslit nýlegra kosninga í Banda­ríkjunum og Bretlandi ćttu ađ kenna stjórnmála­mönnum hér ađ hundsa ekki endalaust álit og óskir almennings.

Jón Valur Jensson.


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband