Færsluflokkur: Ferðalög
Mánudagur, 19. mars 2018
Sjálfkeyrandi bíll getur drepið fólk
Það er margt að varast og ekkert sjálfgefið að leyfa eigi sjálfkeyrandi bíla, sízt ef þeir eru nánast hljóðlausir rafmagnsbílar.
"Ákveðið hefur verið hætta tilraunum með notkun sjálfkeyrandi bíla fyrirtækisins Uber í borgunum Tempe, Pittsburgh, Toronto og San Francisco.
Þetta er í fyrsta sinn sem sjálfkeyrandi bíll keyrir á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lætur lífið." (mbl.is)
J.
![]() |
Sjálfkeyrandi bíll drepur vegfaranda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 20.3.2018 kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. október 2017
SVEFNGENGLAR ÍSLANDS par excellence?
Íslenzkur prestur í Noregi, Áslaug Hauksdóttir, upplýsir á Facebók að ekkert vegabréfaeftirlit er með aðkomu fólks hingað frá Noregi. Það er varasamt ástand, eins og Evrópa er orðin. Í Noregi eru yfir 120.000 múslimar og í Svíþjóð allt að 600,000 (um 6% landsmanna) í allt talið. Í framhaldi á Facebókar-þræðinum upplýsir önnur kona, að á Kastrup er engin vegabréfaskoðun til Íslands.
Stjórnvöld hér neituðu sér um daginn um það, sem Danir og Norðmenn nýttu sér hins vegar réttinn til, þ.e. til framlengingar undanþágu til vegabréfaskoðunar á Schengen-svæðinu.
Eru Bjarni Ben. og Guðlaugur Þór þá SVEFNGENGLAR ÍSLANDS par excellence? (Merkilegt annars, að svona háttsettir menn eru oft kallaðir Vôtre Excellence).
Munið, að keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn!
Er vert að gera Ísland að þeim veikasta hlekki? Tryggir það bezt öryggi íslenzkra borgara, sem og annarra hér?
Jón Valur Jensson.
![]() |
Fjöldi ólöglegra innflytjenda „öryggisógn“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10. maí 2017
Aðalatriðin
Í erli hversdagsins og annríki sumar- og vetrarfría, oft á fjarlægri sólarströnd, gleymast oft aðalatriði mannlífsins.
Um þau stendur ýmislegt í heilögum ritningum, sem því miður er ekki fjölyrt um nú á dögum og fáir gefa gaum að.
Um þessi aðalatriði ritar m.a. sálmaskáldið eftirfarandi: "Miskunn Drottins við þá er óttast hann, varir frá eilífð til eilífðar og réttlæti hans nær til barnabarnanna, þeirra er varðveita sáttmála hans og muna að breyta eftir boðum hans." (Sálmur 103:17-18)
Prédikarinn segir: "Óttastu Guð og haltu hans boðorð, því að það á hver maður að gjöra." (Prédikarinn 12:13)
Að framfylgja leiðsögn Heilagrar Ritningar er svo mikilvægt, að sálmaritarinn kallar þá sæla, sem það gjöra.
"Sælir eru þeir, sem breyta grandvarlega, þeir er fram ganga í lögmáli Drottins." (Sálmur 119:1) Ég vildi að við öll gætum tekið undir orð hans örlítið seinna í sama sálmi: "Ég vil gæta laga þinna, þá munt þú alls ekki yfirgefa mig." (Sálmur 119:8)
Dásamlegt loforð í orði Guðs. Megi það veitast okkur öllum, sem þráum að sjá vilja Guðs í framkvæmd hér á jörð.
Einar Ingvi Magnússon.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 5. apríl 2016
Herrann reis upp dauðum frá
Við skulum fagna því að vor er í lofti, fuglar syngja í görðum og sólargangurinn lengist með hverjum degi. Páskar eru nýliðnir, en við göngum áfram í upprisutrúnni, og þá má minna á falleg vers sem Torfi heitinn Ólafsson snaraði úr þýzku á íslenzku, við fallegt lag. Þau hefjast og enda á þessu fyrra versi hér, en að auki kemur þjóðarfuglinn okkar við sögu í 4. erindinu og það haft hér með:
Um veröld hljóma heyra má: hallelúja, hallelúja,
því Herrann reis upp dauðum frá, hallelúja, hallelúja.
Og fuglar syngja sætum hreim, hallelúja, hallelúja,
og svo mun lóan koma heim, hallelúja, hallelúja.
jvj
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. febrúar 2016
Auðlindagjald af náttúruauðlindinni?
Styrmir Gunnarsson ræðir, út frá auðlindagjaldi í sjávarútvegi, að það sé "líka ástæða til að leggja á auðlindagjald vegna nýtingar fallvatna og varma í iðrum jarðar."
En hví ekki af notkun ferðaþjónustunnar á náttúru landsins? Af hverju á að ganga hart að þeim sem nota sjávarauðlindina til að byggja upp störf til lands og sjávar og afla arðs af annars vannýttri auðlind, ef náttúruskoðun er gerð algerlega skattfrjáls fyrir (væntanlega) milljónir útlendinga og gróðaaðila í þessari grein? Er það vegna þess, að náttúruskoðun leggi alls engar byrðar á ríkissjóð? Er ekki þvert á móti staðreyndin sú, að hún gerir m.a. þessar kröfur til samfélagsins:
- um síaukið viðhald og umbætur á þjóðvegakerfinu,
- um leiðbeiningar, vegvísa, göngustíga, öryggisráðstafanir og viðvörunarkerfi á útsýnisstöðum og gönguleiðum í náttúrunni,
- um sívaxandi álag á björgunarsveitir og almannavarnir vegna ferðamanna sem villast, slasast eða komast í ógöngur?
Þetta er m.a. augljóst af banaslysi sem varð í Víkurfjöru við Mýrdal í gær (sjá viðfestan fréttartengil). Ein aðalfrétt Rúv í dag var sú, að lögreglan í Vík telur fulla þörf á að ráða 10 nýja lögreglumenn í umdæmið og á 200 milljón króna framlagi til löggæzlu þar úr ríkissjóði.
Augljóst ætti að vera, að við þurfum að fara vandlega yfir öll þessi mál okkar. Og s.k. "náttúrupassi" á alla aðkomna ferðamenn til Íslands blasir ekki endilega við sem snilldarlausn eða hið eina réttláta, enda eru margir hingað komnir vegna ráðstefna, tónleika, náms, vinaheimsókna o.fl. án þess að fara nokkurn tímann úr þéttbýlinu.
Náttúruauðlindagjald gæti hins vegar átt betur við um skattheimtu á ferðaþjónustufyrirtæki, m.a. vegna reksturs langferðabifreiða, hópferða og sérferða á jökla og fjöll, auk greiðastaða við mestu náttúruperlur og annarrar arðbærrar starfsemi sem eykur ágang á ferðamannastaði.
Þetta er a.m.k. hugmynd sem þarf að ræða.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Stóð á steini þegar aldan tók hann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 2. desember 2015
Hræðilegt slys
Það er hrollvekjandi að sjá svona alvöru-árekstur á myndbandi sem hér sést á viðfestri frétt á Mbl.is. Þetta var í hálkutíð 24. nóv. sl. á Ljósavatnsskarði. Skyndilega gerast slysin; hraðakstur veldur því, að þau verða jafnvel óumflýjanleg. Á myndbandinu virðist hraði bílanna hafa verið of mikill, sérstaklega þess sem á móti kom, en tiltölulega viðráðanleg meiðsl Daniels, ökumanns hinnar bifreiðarinnar, gætu bent til, að hraði hans hafi verið minni. Þó er vinkona hans enn á sjúkrahúsinu á Akureyri og hefur gengizt undir tvær aðgerðir. Ekkert þeirra er sagt í lífshættu, og Daniel, sem birti þetta skelfilega myndband, var útskrifaður af sjúkrahúsinu á Akureyri í gær. Ökumaður hins bílsins var sendur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og hefur verið til aðhlynningar á Landspítalanum að undanförnu, segir í frétt Mbl.is.
En óskaplega var sorglegt að heyra kveinstafi vinkonu Daniels á myndbandinu. Væntanlega hefur hugsun hans verið sú, að birting þess gæti orðið til að hjálpa einhverjum til að lenda aldrei á ævinni í sömu aðstæðum -- og jafnvel orðið til þess að bjarga mannslífum. Við Íslendingar megum þá kannski vera honum þakklátastir allra, eftir allt saman, að hafa birt þessa skelfingarfullu viðvörun.
Aldrei verður það of oft brýnt fyrir mönnum, að fjallvegir Íslands -- og fleiri vegir -- geta orðið eins og illviðráðanlegt skautasvell, þegar bíll fer einu sinni í smá-snúning frá stefnu sinni. Ævinlega ætti, án þess að bremsa, að hægja vel á ferð, áður en menn mæta öðrum bíl við aðstæður eins og þær sem sjást á myndbandinu, þótt landið sjálft líti fallega út í friðsemd og ró óbyggðanna.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Birti myndband af árekstrinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. ágúst 2015
Hress Ómar Ragnarsson
Framsýnn er Ómar, hagsýnn, góður að kynna nýjungar: nú rafhjólin og kosti þeirra. Frá Akureyri komst hann til Reykjavíkur á 115 krónum! Með sjö rafgeyma komst hann lengra án hleðslu en öðrum hefur tekizt.
- Hraðast fór hann á 90 km/klst. en hann sér fyrir sér að farartæki framtíðarinnar skipti rafgeymum út líkt og nú er gert með gaskúta. (Mbl.is)
Myndbandið með fréttinni er inspírerandi og nánast heillandi. Hér er verið að benda á ferðamáta sem vonandi á eftir að leysa af hólmi margan einkabílinn (með einum í), eins og við sjáum þá svo marga í bílalestum á morgnana og í lok vinnudags.
Gaman er einnig að sjá hvernig Ómar heldur sér öflugum með 33 sekúndna hlaupi á morgnana, úr kjallara og upp á fimmtu hæð!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Á 90 km hraða á reiðhjólinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 4. ágúst 2015
Í léttum anda og þó í alvöru ... og falleg sveitarkirkja undir regnboga
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 18. júlí 2015
Vigdís Hauksdóttir með þarfar tillögur um skattheimtu ferðamennsku og úrbætur fyrir þurfandi ferðamenn
Mörg ferðaþjónustufyrirtæki þurfa ekki að greiða virðisaukaskatt í dag og önnur eru í lægra skattþrepi. Vigdís ... telur að afnema þurfi ívilnanir ferðaþjónustufyrirtækja, svo sem undanþágur frá virðisaukaskatti til afþreyingarfyrirtækja. (Ruv.is)
Þetta eru tímabærar tillögur frá hinum hugvitssama formanni fjárlaganefndar.
- Í dag eru fólksflutingar undanþegnir virðisaukaskatti og einnig afþreyingarfyrirtæki sem bjóða upp á köfun, hvalaskoðun og ýmis fleiri.
- „Já við erum líka að tala um heilsulindir, Bláa lónið og jarðböðin við Mývatn. Við erum að tala um ívilnanir fyrir bílaleigur ... (Ruv.is)
Hún nefndi það líka, að lág eða engin gjöld á ferðaþjónustuna hefðu átt að ýta undir vöxt þeirrar greinar, en nú væri hún komin á fullt og engin þörf á ívilnunum lengur. Þetta kann þó að vekja áhyggjur:
- Hún sagði í viðtali á Vísi í dag að hún villdi hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu úr ellefu prósentum upp í tuttugu og fjögur: „Já ég tel bara að það sé orðið tímabært, sérstaklega í ljósi stefnu ríkisstjórnarinnar að einfalda skattkerfið“
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, gerir bæði að taka undir með Vigdísi og vara kannski við of stóru stökki, sem geti spillt fyrir á ferðamarkaðnum. Hann telur ...
- að breytinga sé þörf og hann segir tímabært að ferðaþjónustan skili því sama og önnur atvinnustarfsemi. Hann segir að það þurfi samt að skoða hvaða afleiðingar það hafi á markaðinn að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. (Ruv.is)
Þá nefnir Vigdís undanþágu frá tollum og vörugjöldum fyrir bílaleigur sem hún telur að megi afnema. (Mbl.is)
Laukrétt athugað. Þetta eru stórgróðafyrirtæki, og þarna má ná inn einhverjum tekjum, vel að merkja til að koma hér upp sómasamlegum þjónustustöðum (með salernis- og hreinlætisaðstöðu) sem falla vel inn í landslag okkar og náttúru.
Líka má taka fram, að í miðborg Reykjavíkur vantar tilfinnanlega hið gamla "Bankastræti núll" -- almenningssalerni með eftirlitsmanni, en bara með enn myndarlegri hætti en þau tvö, sem þarna voru neðarlega í götunni. Hvaða mannvitsbrekkan var það annars, sem lét loka þessari þjónustu? Var hún ekki nógu fín í nágrenni Stjórnarráðshússins?
En undirritaður mælir sem sé fremur með en móti tillögum Vigdísar, en sjálfsagt er að ræða þær hér í athugasemdum (félagar í Kristnum stjórnmálasamtökum sem aðrir). Raunar virðist efra skattstigið í viðisaukaskatti of hátt, á það mætti setja 20% hámarksþak. Ef við leggjum þennan skatt á ýmsa ferðaþjónustu, þar sem menn hafa náð inn hröðum ofurgróða og mikið kæmi inn í heild í ríkiskassann, þá býðst hér góð aðstaða og tækifæri til að lækka efri mörk hans; það gæti jafnvel stuðlað að betri heimtum, t.d. frá iðnaðarmönnum, ýmsum fyrirtækjum o.fl.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Vilja afnema undanþágur og ívilnanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 28. mars 2014
Landkynning sem er farin að ganga af sjálfri sér
Undurfallegar myndir af náttúru Íslands, fallvötnum og fossum, hrjóstrugum berangri, hraunum og grængresi í óbyggðum landsins, ásamt norðurljósunum, má líta á tveimur myndböndum sem fylgja hér Mbl.is-frétt. Ferðamannalandið Ísland er orðið staðreynd, um ein milljón manns heimsækir landið í ár og eins gott að við verðum reiðubúin að taka á móti þeim!
Ótal tækifæri bjóðast, og norðurljósin eru farin að draga svo að, að vetrarferðir hafa margfaldazt hingað, og hér er líka falleg frétt af pari sem trúlofaði sig undir glitrandi norðurljósum.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Bónorð undir glitrandi norðurljósum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Kristinn þjóðarflokk !
Nýjustu færslur
- Þess vegna
- Bann við umskurði drengja gæti leitt til ofsókna gegn gyðingum
- Dómsdagsfréttir
- Eru NATO-þjóðir að láta toga sig á asnaeyrum um meinta efnavo...
- Skáldið George Herbert mælti:
- Tollasamningur um landbúnaðarvörur við ESB er Íslendingum óha...
- Af Guðna Má Henningssyni og Händel
- Frábær heimildarmynd um Martin Luther King Jr.
- Gegn "líflátsstefnunni"
- Þetta er dagurinn sem Drottinn hefur gjört
- Sigur lífsins
- Andleg hungursneyð
- Er Mahmud Abbas ekki með öllum mjalla? Og hann er víst "mun h...
- Sjálfkeyrandi bíll getur drepið fólk
- Nú brást yfirlýsingagjörnum Óttari geðlækni bogalistin og ekk...
Færsluflokkar
- Alræðisstefnur
- Andleg mál; Biblíutextar
- Áfengis- og fíkniefnamál
- Álver, stóriðja
- Bandaríkin
- Biblíutextar
- Bloggar
- Borgarmálefni
- Bretland (UK)
- Bækur
- Downs-heilkenni
- Dýravernd
- Dægurmál
- ESB
- Eva S. Einarsdóttir: pistlar, greinar, hugvekjur
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fiskveiðar, útvegsmál
- Fíkniefnaneyzla og -varnir
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Fólksfækkunarvandi
- Fullveldi og sjálfstæði þjóðar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hryðjuverk og öfgastefnur
- Icesave-málið
- Innflytjendamál
- Ísrael, Gyðingar, Mið-Austurlönd, islam
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kommúnismi, sósíalismi, Marxismi
- Konur, kvennabarátta, kvenréttindi
- Kristnir Íslendingar
- Kvikmyndir
- Kynhneigðamál
- Landbúnaður, jarðamál
- Lífstíll
- Líknardráp eða líknandi meðferð?
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Miðaldasaga og kristni
- Nazismi, fasismi, Þriðja ríkið
- Norræn málefni
- Ófæddir, lífsvernd
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Samtökin, skipulag, félagslífið
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Spilling, hugsanleg spilling
- Spil og leikir
- Staðgöngumæðrun
- Stjórnarskrármál
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Sveitarstjórnarmál
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Uppeldis- og fjölskyldumál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Varnarmál og hernaður
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Vændi
- Þróunaraðstoð, 3. heimurinn
Tenglar
Mikilvæg fréttamálefni
- Stjórnarskrármálið, fréttaknippi Mbl.is
- Vín í verzlanir? (fréttaknippi)
- Staðgöngumæðrun, fréttaknippi Mbl.is
- Afglæpavæðing vændis, fréttaknippi Mbl.is
- Viðskiptaþvinganir v. Krímskaga? Fréttaknippi Mbl.is
- Umsókn um ESB, fréttaknippi á Mbl.is Um Össurarumsóknina og framgang málsins
- Fréttaknippi um Icesave Hér má sjá margar Icesave-fréttir á Mbl.is, og um sumar þeirra höfum við bloggað á Krist.bloggi
- Knippi á Mbl.is um Reykjavíkurflugvöll Þarna má finna ýmsar fréttir Mbl.is um málið, þær nýjustu efst á síðunni
Áhugavert um kristna stjórnmálaflokka
- Kristnir stjórnmálaflokkar í 36 löndum Evrópu - en ekki hér? Hugleiðingar um hvort kristinn flokkur sé tímabær hér sem víðar, með svörum gegn gagnrýni
- Kristnir stjórnmálaflokkar í Evrópu Þetta er langur listi, litríkur og fróðlegur!
Lífsverndarmál
- Fyrstu vikur lífsins Rekur þroskaferil mannslífs í móðurkviði (með mynd)
Yfirlit fyrri greina:
- 15.10.200920.11.2009 Þriðja yfirlitið um greinar á Krist.blog.is
- 19.5. 200914.10. 2009 2. greinayfirlitið á Krist.blog.is
- 9.3. 200715.4. 2009 Yfirlit pistla á Krist.blog.is frá upphafi 2007 til vors 2009
Bloggvinir
-
Guðmundur Pálsson
-
Jón Valur Jensson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Hafsteinn V Eðvarðsson
-
Ólafur Þórisson
-
Snorri Óskarsson
-
Steindór Sigursteinsson
-
Arnar Styr Björnsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Lífsréttur
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Aida.
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Aðalbjörn Leifsson
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Baldur Hermannsson
-
Benedikta E
-
Bergur Thorberg
-
Bjarni Kjartansson
-
Björn Heiðdal
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Böðvar Ingi Guðbjartsson
-
Davíð Örn Sveinbjörnsson
-
Dóra litla
-
Elvar Atli Konráðsson
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Eygló Hjaltalín
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
-
Helga Ingadóttir
-
Guðmundur Júlíusson
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Haraldur Hansson
-
Guðni Karl Harðarson
-
Guðni Már Henningsson
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Haraldur Baldursson
-
Helena Leifsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Jónsson
-
Högni Jóhann Sigurjónsson
-
Hörður Finnbogason
-
Janus Hafsteinn Engilbertsson
-
Ingibjörg
-
Ingvar Leví Gunnarsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Sigurjónsson
-
Jeremía
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
-
Karl V. Matthíasson
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Kristján Björnsson
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Mofi
-
Ragnar Kristján Gestsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Páll Vilhjálmsson
-
Ragnar Geir Brynjólfsson
-
Ragnhildur Kolka
-
Ruth
-
Rödd í óbyggð, kristilegt félag
-
Samtök Fullveldissinna
-
Sigríður Laufey Einarsdóttir
-
Sigurlaug B. Gröndal
-
Sigurður G. Tómasson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Sverrir Halldórsson
-
Theódór Norðkvist
-
Tryggvi Hjaltason
-
Unifer
-
Árni þór
-
Ívar Pálsson
-
Ólafur Jóhannsson
-
Ómar Ragnarsson
-
Úlfar Þór Birgisson Aspar
-
Þormar Helgi Ingimarsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórdís Ragnheiður Malmquist
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Jóhann Hauksson
-
Þórður Guðmundsson
-
Óskar Sigurðsson
-
Tómas
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Óttar Felix Hauksson
-
Júlíus Björnsson
-
Kristinn Ásgrímsson
-
Gestur Halldórsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Heimssýn
-
S. Einar Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Birna M
-
Snorri Magnússon
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Jón Ríkharðsson
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Högni Hilmisson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir
-
Nonni
-
Tímanna Tákn
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
-
Samstaða þjóðar
-
Bleika Eldingin
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Lárusson
-
Bjarni Harðarson
-
Ómar Gíslason
-
Haraldur Haraldsson
-
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n
-
Örn Ægir Reynisson
-
Barði Bárðarson
-
Birgir Viðar Halldórsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Gunnar Heiðarsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Hörður Sigurðsson Diego
-
Kristinn D Gissurarson
-
Birgir Þór Júlíusson
-
Vera
-
Jónas Pétur Hreinsson
-
Páll Þorvaldsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Jón Valur Jensson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Kristinn Eysteinsson
-
K listi Skagafjarðar
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Halldór Þormar Halldórsson
-
Valdimar Samúelsson
-
Íslenska þjóðfylkingin
-
Eyjólfur Jónsson
Eldri færslur
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 3
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 454
- Frá upphafi: 413139
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 383
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar