Lagning sæstrengs til Englands mundi hækka raforkuverð hér á landi


Mikill þrýstingur er nú á íslensk stjórn­völd að koma orku­dreif­ingu okkar á hend­ur undir­stofn­unar Evrópu­sam­bands­ins. Ástæða er til að veita stjórn­völdum fullt að­hald að ekki verði farið út í lagn­ingu sæ­strengs milli Íslands og Bret­lands né að ESB-lög­gjöf verði látin ráða hér um orku­mál. En það gæti haft hrika­legar afleiðingar fyrir orku­verð til almennings. Auk þess þyrfti að byggja fleiri virkjanir ef farið væri út í raforku­tengingu milli landanna tveggja. Þarf engum blöðum um það að fletta að eyðilegging á fallegum náttúruperlum með aukinn ferðamannastraum til landsins í huga og dálæti landans á fegurð íslenskrar náttúru mundi vart falla í góðan jarðveg hjá landsmönnum.

Styrkja þyrfti íslenska dreifikerfið ef það á að geta sinnt raforkuflutningi að hugsanlegum landtökustað sæstrengs. En staðsetning landtökustaðarins mundi hafa þarna einhver áhrif. Að vísu þarfnast dreifikerfið nú þegar mikilla úrbóta víða um landið en þarna væri verið að tala um miklar framkvæmdir og dýrar. Ekki síst ef byggja þarf fleiri virkjanir ef farið væri út í raforkutengingu milli landanna tveggja. Arðsemi Landsvirkjunar mundi ef til vill batna með tilkomu sæstrengs svo fremi sem lagning og fjármögnun sæstrengs gengur upp og að áhætta af verkefninu sé á erlendum fjárfestum og fyrirtækjum en ekki á ríkissjóði.

Þrátt fyrir sterkar vísbendingar um ábata af lagningu sæstrengs til Englands, þá geta verkefninu fylgt aðrir áhrifaþættir sem gætu haft neikvæð áhrif á innlenda neytendur. Vegna stærðarmismunar á löndunum tveimur og hlutfalls heildar-raforkuflutnings sæstrengs af heildar-raforkunotkun beggja landanna væri líklegt að innlent raforkuverð mundi þokast nær því sem er í Englandi. "Raforkuverð er lágt á Íslandi í samanburði við önnur Evrópulönd og var t.d. um 45% lægra en í öðrum löndum Evrópusambandsins árið 2012" (Hörður Árnason, 2013).

Það er því nokkuð ljóst að neytendur muni bera þarna skarðan hlut frá borði. Ef sæstrengur verður lagður myndi heildsöluverð raforku hækka að öllu óbreyttu. 

Steindór Sigursteinsson


mbl.is Vinni orkustefnu fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. maí 2018

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Apríl 2019
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (25.4.): 2
 • Sl. sólarhring: 108
 • Sl. viku: 730
 • Frá upphafi: 453879

Annað

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 639
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband