Hin 850 ára dómkirkja Notre Dame brennur

Skelfilegt er að sjá Notre Dame-dómkirkjuna á eynni á Signu í ljósum logum. Óviðráðanleg eyðing. Stærsti turn henn­ar og þakið eru nú hrun­in eins og sést í beinni út­send­ingu sjón­varps­stöðva, hér á mynd­bandi.

BBC hef­ur eft­ir tals­manni kirkj­unn­ar að öll bygg­ing­in sé að brenna. „Það verður ekk­ert eft­ir,“ sagði hann.

Hræðilegt!

En nokkrum klst. seinna er sú frétt komin, að burðarveggir kirkjunnar og turnarnir tveir hafi staðizt álagið, rósagluggarnir frægu hafi bjargazt, en einhver eldur enn við kórinn.

 

Slökkviliðsbíl­ar hafa sést þjóta í gegn­um borg­ina í átt að Ile de la Cite þar sem Notre Dame stend­ur. Þá hef­ur lög­regl­an í París hvatt íbúa borg­ar­inn­ar á Twitter til að forðast svæðið til að auðvelda megi aðgengi slökkviliðs og hjálp­ar­sveita og búið er að rýma svæðið næst kirkj­unni. (Mbl.is)

 

Notre Dame í ljósum logum

Notre Dame var ein fegursta og tilkomumesta dómkirkja heims. Vonandi verður hún endurreist, en viðbúið, að þarna hafi orðið gersamlega óbætanlegt tjón í steindum gluggum, listmunum og helgiskrínum, málverkum frá mörgum öldum o.s.frv., en vonandi hefur björgunarliði tekizt að bjarga einhverju út, áður en eldhafið varð óviðráðanlegt -- og það í dymbilviku, daginn eftir pálmasunnudag, nokkrum dögum fyrir páska.

Og í þessa kirkju hefur undirritaður vitaskuld komið eins og hundruð milljóna annarra gesta í Parísarborg.

Jón Valur Jenssson.

PS. Af vef BBC:

 1. Firefighters "trying to save artwork"

  Firefighters at the scene have told Reuters news agency that all efforts are now being directed at saving artwork in the cathedral and preventing the collapse of its northern tower.

   
 2. "Millions met Jesus there" - Welby (erkibiskup í Kantaraborg)

  Archbishop of Canterbury
   
  ✔@JustinWelby
   
   Tonight we pray for the firefighters tackling the tragic #NotreDame [smellið á þetta] fire - and for everyone in France and beyond who watches and weeps for this beautiful, sacred place where millions have met with Jesus Christ. Nous sommes avec vous.

mbl.is Notre Dame í ljósum logum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. apríl 2019

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Maí 2019
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 6
 • Sl. sólarhring: 16
 • Sl. viku: 310
 • Frá upphafi: 458019

Annað

 • Innlit í dag: 6
 • Innlit sl. viku: 265
 • Gestir í dag: 6
 • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband