Orkumál: Afleiðingar nýfrjálshyggju, gegn félagslegum gildum

 

Almenningur þarf ekki þrjú ólík fyrirtæki til að kveikja ljósin heima hjá sér. Hann var sáttur með gamla fyrirkomulagið, þegar almenningur tók höndum saman við að sækja orku í fallvötn og heitt vatn í borholur og réð svo fólk til að framkvæma þetta og reka.

Með nýfrjálshyggjunni upp úr 1980 var hætt að horfa til félagslegra gilda atvinnureksturs. Opinberu fyrirtækjunum var breytt svo þau færu að hegða sér eins og einkafyrirtæki. Í stað þess að nota niðurgreiðslu á stofnkostnaði til að lækka verð var svigrúmið notað til að taka ný lán til nýrra framkvæmda og leitað var að nýjum kaupendum að orkunni. Hitaveita Reykjavíkur borar ekki eftir heitu vatni til að leiða í hús til upphitunar heldur til að virkja svo hægt sé að selja álveri eða silicon-verksmiðju uppi í Hvalfirði rafmagn.

Þegar búið var að breyta hinum félagslegu fyrirtækjum svo þau hugsa og starfa eins og kapítalísk fyrirtæki, voru sum þeirra seld.

Til að ýta fyrirtækjunum enn lengra frá samfélagslegu hlutverki sínu, var innleidd orkustefna Evrópusambandsins, sem gengur út á að markaðsvæða orkuframleiðslu, -sölu og -dreifingu. Settar voru kvaðir á gömlu orkufyrirtækin, sem almenningur byggði upp á síðustu öld, um að þau skiptu sér upp í ólík fyrirtæki. Evrópusambandið þolir ekki stofnanir almennings, hefur enga trú á því fyrirbrigði, heldur vill aðeins kapítalísk fyrirtæki á markaði.

Áhrif orkustefnu Evrópusambandsins var taumlaus sóun á fjármunum og fókusað á að kljúfa gömlu orkufyrirtækin upp í smærri fyrirtæki, sem almenningur hefur ekki einu sinni nennt að leggja á minnið hvað heita. Míla? Orka náttúrunnar? Orkusalan? Þessi fyrirtæki ráða sér forstjóra og markaðsstjóra til að byggja upp ímynd, reyna að sanna tilgang sinn og fá almenning til að skilja mikilvægi sitt. Sem þrátt fyrir endalausar sjónvarpsauglýsingar hefur ekki gengið.
 
Steindór Sigursteinsson

mbl.is Telja tekjur standa undir tengingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. apríl 2019

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Maí 2019
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 4
 • Sl. sólarhring: 16
 • Sl. viku: 308
 • Frá upphafi: 458017

Annað

 • Innlit í dag: 4
 • Innlit sl. viku: 263
 • Gestir í dag: 4
 • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband