TIL HINS HÁA ALŢINGIS (um ţriđja orkupakkann)

Kristin stjórnmálasamtök lýsa yfir fullri andstöđu sinni viđ ţings­álykt­unar­tillögu um ţriđja orku­pakka ESB og tvö tengd laga­frum­vörp. Viđ skorum á Alţingi ađ fella ţetta, en ella á for­seta Íslands ađ setja hnef­ann í borđiđ gagn­vart ţessum tillögum öllum og ađ skrifa ekki undir ţings­álykt­unar­tillöguna, sbr. 16. gr. stjórnarskrárinnar:

"Lög og mikilvćgar stjórnar­ráđstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráđi,"

og 17. gr.: 

"Ráđherrafundi skal halda um nýmćli í lögum og um mikilvćg stjórnarmálefni,"

og 19. greinina: "Undirskrift forseta lýđveldisins undir löggjafarmál eđa stjórnarerindi veitir ţeim gildi, er ráđherra ritar undir ţau međ honum."

Augljóslega vćri ţingsályktun um svo stórt mál sem ţriđja orkupakkann "mikilvćg stjórnarráđstöfun" og "mikilvćgt stjórnarmálefni / stjórnarerindi" skv. ţessum ţremur stjórnarskrárgreinum og mćtti ţví EKKI fara fram hjá ađkomu forseta Íslands. Hann ćtti ţá ađ gera ţađ heyrinkunnugt, ađ hann vilji ekki stađfesta ţá ţingsályktunartillögu, sem svo stór hluti ţjóđarinnar (um eđa yfir 80%) er andvígur og ađ hann synji ţessu ţví samţykkis og vilji ađ ţjóđin fái ađ greiđa atkvćđi um ţađ. Alţingi getur einnig ákveđiđ sjálft ađ leggja ţetta mál í ţjóđaratkvćđi.

Viđ höfnum ţví, ađ nokkur nauđsyn sé til ađ samţykkja ţennan orkupakka Evrópusambandsins, teljum fánýt ţau rök ađ hann breyti litlu eđa engu (enda mćtti ţá vel salta ţađ mál ađ eilífu niđur í tunnu), viđ trúum ekki orđum ráđherra um ađ fyrirvari hans međ orkumála-kommissar ESB hafi eitthvert varanlegt gildi, tökum frekar mark á sérfróđum en ráđherranum, m.a. á orđum Bjarna Jónssonar rafmagnsverkfrćđings, sem hefur ţaulkannađ allt lagaverk ESB í kringum ţessi mál, og á Tómasi Inga Olrich, fv. sendiherra Íslands í París, sem ritar m.a. í Mbl. 27. ţ.m.:

"Ţađ er mikill barnaskapur ađ ímynda sér ađ íslensk stjórnvöld hafi fullt forrćđi á tengingu landsins viđ orkumarkađ ESB/EES ef ţess er hvergi getiđ í formlegum undanţágum og einungis vitnađ í pólitískar yfirlýsingar utanríkisráđherra Íslands og framkvćmdastjóra orkumála innan framkvćmda­stjórnar ESB.

Yfirlýsingar ţessara embćttismanna eru ekki á nokkurn hátt lagalega skuldbindandi."

Fari svo, ađ sćstrengur verđi lagđur, einn eđa fleiri, er hćtt viđ ađ margir bćndur láti reisa á jörđum sínum vindmyllu-aflver, sem valda myndu mikilli sjónmengun í náttúru landsins. Ţá vita nú flestir af áhćttunni á dýrtíđ í orkuverđi, međ slćmum áhrifum fyrir heimilin og fyrir atvinnuástand hér, ţegar fariđ vćri ađ selja mikiđ af raforkunni sem hráefni úr landi.

Ţađ eru mörg önnur rök sem mćla gegn ţriđja orkupakkanum fyrir Ísland, áhćttan er í raun gríđarleg, sem ráđherrar geta ekki einu sinni ábyrgzt ađ taka ábyrgđ á, og ţar ađ auki eru augljós hagsmuna­tengsl bćđi utanríkis­ráđherrans og konu hans í orkumálunum* og náfrćnda Bjarna fjármála­ráđherra, sem á ţriđjung í einu orku­fyrirtćkinu, sem nú getur stefnt ađ stórum ávinningi, ef sćstrengur verđur lagđur og raforkuverđ hćkkar mjög verulega (og ţađ er EKKI hćgt ađ útiloka međ neinum óstađfestum "fyrir­vörum"), og einn helzti talsmađur orkupakkans er Björn Bjarnson, fv. ráđ­herra, sem á sjálfur tengdason sem er á kafi í fjárfestingaráformum vegna sćstrengs.

Ţađ er vel skiljanlegt, ađ yfirgnćf­andi meirihluti ţeirra, sem hafa tjáđ sig um ţriđja orkupakkann í skođana­könnunum, er andvígur ţessari ţingsályktun­ar­tillögu. Ađ flokkarnir tveir, Samfylking og Viđreisn, sem helzt vilja ESB-lög yfir land okkar, eru eindregiđ fylgjandi 3. orkupakkanum, mćlir sízt međ ţessum pakka fyrir íslenzka ţjóđ.

* Sbr. samantekt hér: ´Hagsmunatengsl Valhallar­forystunnar í orkupakka­máli? Já, svo sannarlega!´ = https://ionvalurjensson.blog.is/blog/ionvalurjensson/entry/2234052/

F.h. Kristinna stjórnmálasamtaka, Jón Valur Jensson, Sigurđur Ragnarsson, Guđmundur Pálsson lćknir, María Magnúsdóttir, Rósa Ađalsteinsdóttir, Sverrir Bernhöft, Steindór Sigursteinsson.

Kristin stjórnmálasamtök, stofnuđ 2007, eru nú 24 manna málfundafélag sem heldur uppi vefnum Krist.blog.is.

Ţetta var umsögn samtakanna til Alţingis, dags. 30. apríl 2019.


mbl.is „Bersýnilega málţóf“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 21. maí 2019

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 17
 • Sl. sólarhring: 17
 • Sl. viku: 749
 • Frá upphafi: 469973

Annađ

 • Innlit í dag: 15
 • Innlit sl. viku: 671
 • Gestir í dag: 15
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband