Yfirgnæfandi andstaða við opnun spilavíta á Íslandi

Það er ánægjulegt að 63,7% Íslendinga eru andvíg rekstri spilavíta á Íslandi, þar af 39,5% mjög, en 24,2% frekar andvíg skv. MMR-könnun. Konur eru allnokkru andvígari þessu en karlmenn, og fólk yfir þrítugu andvígara en yngra fólk, eins og lesa má í frétt Mbl.is, sjá tengil hér fyrir neðan. Kristin stjórnmálasamtök hafa lýst eindreginni andstöðu sinn við, að opnuð verði spilavíti á Íslandi.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Flestir andvígir spilavítum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Andstæða við spilavíti er hættuleg því slík pólitisk staða er kommúnisk

Alexander Kristófer Gústafsson, 25.2.2010 kl. 16:51

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er eins illa rökstuttt hjá þér og hugsanlegt er, Alexander.

En ef þú ert að höfða til 'kommúnisma' í einfaldri sameignar-merkingu, þá er svolítið til í því hjá þér, að afstaðan gegn spilavítum byggist m.a. á því, að þeir, sem ánetjast þeim eða leggja þar mikið undir, eru í ófáum tilvikum að taka verulega fjárhagsáhættu fyrir fjölskyldu sína. Ekki sízt þess vegna er ósiðlegt – a.m.k. fyrir fjölda manns – að standa í slíkri tómstundaiðju.

Það er sömuleiðis ósiðlegt fyrir landstjórnendur að leggja slíkar freistingargildrur fyrir almenna borgara, þ.e.a.s. með því að lögleyfa slíka óþarfa starfsemi.

Þar að auki þrífst iðulega margvísleg óskyld glæpastarfsemi kringum spilavíti.

Jón Valur Jensson, 25.2.2010 kl. 23:12

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og vitaskuld er ekkert "hættulegt" að taka tillit til þessara staðreynda.

Jón Valur Jensson, 25.2.2010 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 17
 • Sl. sólarhring: 18
 • Sl. viku: 749
 • Frá upphafi: 469973

Annað

 • Innlit í dag: 15
 • Innlit sl. viku: 671
 • Gestir í dag: 15
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband