Kynlausa hjúskaparfrumvarpinu hafnað, 1. grein: Ofurflýtir og samráðsleysi einkennir vinnubrögð flutningsmanna frumvarpsins

Hér verða birtar nokkrar greinar um umsagnir um frumvarp, sem meirihluti virkra kristinna manna hlýtur að hafna. Í þeim ágætu umsögnum frá alvarlega þenkjandi söfnuðum og leiðtogum, sem bárust Alþingi, er meðal annars áberandi hin einarða gagnrýni á, að frestur til umsagnar hafi verið allt of skammur. Skoðið hvað sagt er þar um þetta (allar leturbreytingar eru undirritaðs, JVJ):

Prestur Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu í Reykjavík, Vörður Leví Traustason:

 • Það fyrsta sem virðist blasa við er hversu mikill hraði er á málinu, það finnst okkur miður. Samkynhneigðir hafa nú þegar jöfn réttindi á við gagnkynhneigða í nær öllu sem kemur að hjúskaparrétti, það eina sem skilur á milli eru viss rótgroin hugtök. Við getum því ekki séð að málið þurfi að keyra í gegn á slíkum hraða, sérstaklega ekki þegar um svo víðtækar breytingar á svo viðamiklu sviði er að ræða. [...]
 • Það sem hér er til umfjöllunar er skilningurinn á fjölskyldunni, sem hefur í vestrænni hugsun hingað til verið álitin hornsteinn samfélagsins. Þegar slíkir grundvallarþættir skulu endurskoðaðir og endurskilgreindir er mikið tilefni til að vanda vel til verka og fara að engu óðslega. [...]
 • Við hvetjum því þingheim til að hægja á ferðinni, leita frekara samráðs, opna fyrir meiri umræður um innihald laganna áður en lengra er haldið. 

Andlegt þjóðarráð Baháía á Íslandi segir í mjög athyglisverðri umsögn sinni (sem fjallað verður um hér síðar, en aðeins stutt tilvitnun tekin þaðan nú):

 • Andlegt þjóðarráð Bahá'ía á Íslandi þakkar tölvupóst nefndarinnar [allsherjarnefndar Alþingis] frá 26. apríl sl. þar sem óskað er umsagnar okkar um frumvarp til hjúskaparlaga, 485. mál. Ráðið er þakklátt fyrir að fá tækifæri til umsagnar um málið þótt frestur til að skila umsögninni sé bagalega – og raunar sérkennilega skammur.

María Ágústsdóttir þjóðkirkjuprestur:

 • [...] Samskipti rikisvalds og kristinna kirkna virðast fara versnandi. Sem formaður Samstarfsnefndar kristinna trúélaga á Íslandi leyfi ég mér að gera athugasemd við að ekki var haft samráð við trúfélögin á fyrra stigi málsins þar sem ljóst má vera að langflest kristin trúfélög og einnig flest önnur trúarbrögð vilja standa vörð um hefðbundinn skilning hjónabandsins sem sáttmála karls og konu um fjölskyldu- og heimilislíf. Minni ég og á að íslenska Þjóðkirkjan ber ábyrgð gagnvart þeirri fjöldahreyfingu sem hún tilheyrir og nær langt út fyrir löggjafarvald hins háa Alþingis.
Af hverju allur þessi ofurflýtir? Af hverju ekkert samráð? Verðskuldar ekki hjónabandið vandaða, vel unna löggjöf? Er þingmönnum ósýnt um að vinna að þessu með trúfélögum landsins? Eða eru þeir strax orðnir hræddir um að missa stólana eða þingmeirihlutann? Hvers vegna ber frumvarpið allt merki ofurróttækni, sem viðgengst vart í nokkrum löggjafarþingum heims? Átti ofurflýtirinn að koma í veg fyrir nauðsynlega umræðu? Verðskuldar ekki hjónabandið betri meðferð en þá að vera umbylt í skyndi til þess að unnt sé að leiða byltinguna í lög á einhverjum sérstökum hátíðisdegi samkynhneigðra, 27. júní? (á það stefnir frumvarpið berum orðum!). Eiga duttlungar þeirra, sem bera fram slíka ósk, að ráða löggjöf um hornstein samfélagsins, fjölskylduna og hjónabandið?
 
Jón Valur Jensson. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Gagnlegar athugasemdir sem koma þarna fram - sem allar byggja á því að frumvarpið gengur gróflega gegn Guðs-Orði - Hverjir eru það sem vilja taka þátt í slíku ?

Hraðinn á málsmeðferðinni er að hætti forsætisráðherra - kúga í gegn það ómögulega.

Benedikta E, 21.5.2010 kl. 10:28

2 Smámynd: Elle_

Pólitíkin í þessu volaða landi hlýtur að vera eitt það alversta og grófasta sem fyrirfinnst í hinum vestræna heimi.  Halda þeir sig enn vera að sýna heiminum hvað við séum rosalega klár og á undan í öllu og líka í mannréttindum, þó við séum það alls ekki???   Og með því að vaða áfram án allrar rökræðu og samráðs í blindþoku?  Þannig vinna heimskir menn, jú líka ofvirkir.  

Elle_, 21.5.2010 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annað

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband