Rússnesk-orţódox dómkirkja

Ekki telja Rússar eftir sér ađ byggja fagrar kirkjur og endurreisa ţćr sem bolsévisminn braut niđur. Ţessi er í borginni Izhevsk, í Udmurtien-lýđveldinu austur viđ Úralfjöll:

File:Svyato Mihailovsky Cathedral Izhevsk Russia Richard Bartz-edit.jpg

Ţetta er dómkirkja heilags Mikjáls (Svyato Mihailovsky), sem byggđ var af vopnaframleiđendum ţar snemma á 20. öld, en var eyđilögđ af bolsévíkum eftir byltinguna. Hún var endurbyggđ í upprunalegri mynd áriđ 2007.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ţetta ekki óhóflegt í ljósi ţess ađ ţetta litla land er ţađ vanţróađ ađ t.d. međalaldur losar rétt um 35 ár? Vćri ekki nćr ađ hyggja betur ađ innviđum heilbrigđiskerfisins áđur en fariđ er út í ađ smíđa svona skrautsprírur?

Gísli B. 14.12.2010 kl. 13:00

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka ţér innleggiđ, Gisli. Og hér er tćkifćri til ađ geta ţess, sem gleymdist, ađ mínir stafir áttu ađ vera undir ţessum örpistli.

Ekki hygg ég ađ Rússar líti á ţetta sem einberar "skrautspírur", sínar fögru kirkjur, heldur sem tilbeiđslustađi og til bođunar fagnađarerindisins og fyrir samfélag hinna trúuđu, uppbyggingar ţeirra í Andanum, frćđslu og rótfestingar ţeirra í kristnu siđferđi.

Flestar munu kirkjur ţeirra af einfaldara tagi, en ađ svo mikil höfuđkirkja (dómkirkja) sé reist í borg međ u.ţ.b. tvöfalda íbúatölu á viđ allt Ísland, á ekki ađ ţurfa ađ koma neinum á óvart.

Ţađ er rétt hjá ţér, ađ međalaldur í Udmurt eđa Udmurtíu er 35,8 ár (en í Rússneska sambandinu öllu: 38,5 ár, ţar af karlmanna: 35,3 ár og kvenna: 41,7 ár (, 2010-áćtlun, HÉR!)). Ţetta fólk vill samt hafa sín Guđshús og menningarhús líka af ýmsu tagi.

Ţađ er oft talađ um "bruđl" í kirkjubyggingum, og vissulega getur sú gagnrýni stundum átt rétt á sér. Bara á nýliđnum degi var frétt á DV-vefnum undir fyrirsögninni KIRKJA Í VANDA: 20 MILLJÓNA KRÓNA SALERNI, en ţar segir m.a.:

"Íbúar Fáskrúđsfjarđar eru hneykslađir yfir gífurlegum fjárútlátum vegna byggingar viđ Kolfreyjustađarkirkju, en í kirkjunni er ekki messuskylda. Samkvćmt heimildarmanni DV mun ţađ hafa veriđ fyrrverandi sóknarprestur í Kolfreyjustađarkirkjusókn, Ţórey Guđmundsdóttir, sem ţótti nauđsynlegt ađ salernisađstađa vćri í kirkjunni, en ţegar kirkjan var byggđ áriđ 1878 var ekki gert ráđ fyrir slíkri ađstöđu.

Var ţví ákveđiđ ađ ráđast í framkvćmdir á 50 fermetra byggingu sem átti ađ kosta ađ hámarki 10,1 milljónir króna. Endanlegur kostnađur reyndist vera um 20,1 milljónir. [...]

Samkvćmt heimildarmanni DV er núverandi fjárhagsstađa Kolfreyjukirkjusóknar mjög slćm og er sóknin í raun gjaldţrota. Mikil andstađa var viđ gerđ byggingarinnar á Fáskrúđsfirđi en samt sem áđur var ráđist í framkvćmdir ..."

Mynd af húsinu fylgir fréttinni í DV.

En ţetta er íslenzkt bruđl, í takt viđ viđ annađ slíkt í dómsmálaráđuneyti okkar fyrir um áratug!

Togstreitu milli fjárframlaga til kirkna og til fátćkramála verđur oft vart. En rétt eins og menn geta eytt fé sínu til áhugamála, félagasamtaka, íţróttaiđkunar, menningarmála og uppbyggingar á slíkum vettvangi – oft jafnvel af skattfé allra, ţannig er ekkert fremur hćgt ađ amast viđ frjálsum framlögum manna til byggingar dómkirkju eins og ţessarar í Izhevsk. Kirkjuhúsin eru til ţess ađ halda utan um hina trúuđu og iđkun trúar, ţar nćrist hún, tjáir sig og byggist upp. Í lok hverrar messu í mörgum kirkjum á Englandi segir presturinn: "Go in peace to love and serve the Lord." Ţetta gera kristnir menn međ ţví ađ nćra trú sína í bćn og međ ţví ađ ţjóna náunganum. Ţannig er engin mótsögn í raun milli Guđsdýrkunar og náungakćrleika, heldur miklu fremur lífrćnt samband í mjög mörgum tilvikum. Kristnir menn hafa gefiđ mikiđ af sér til líknarstarfa, og ţarf ekki annađ en horfa til spítala landsins, Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar og til ýmissa annarra líknarmálefna, s.s. SÁÁ, til ađ sjá merkin um ávexti starfs sem byggđist á kristnum gildum og innblćstri.

Međ góđri kveđju,

Jón Valur Jensson, 15.12.2010 kl. 01:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (19.1.): 25
 • Sl. sólarhring: 26
 • Sl. viku: 209
 • Frá upphafi: 445169

Annađ

 • Innlit í dag: 15
 • Innlit sl. viku: 163
 • Gestir í dag: 15
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband