Stjórnlagaráđ er ólöglegt

Lögleysa er ţetta stjórnlagaráđ:

 1. Til stendur ađ skipa ţađ fólki, sem fekk tilkynningu um, ađ kjörbréf ţess til stjórnlagaţings voru ógilt eftir hćstaréttarúrskurđ um ólögmćti kosningarinnar!
 2. Í gildi eru lög um stjórnlagaţing; ţau hafa EKKI veriđ afnumin! Ţar var tekin stefna á stjórnlagaţing, ekki stjórnlagaráđ. Yrđi kosningin gölluđ, átti Hćstiréttur Íslands ađ úrskurđa um máliđ. Hann hefur ţegar gert ţađ. Eftir ţann úrskurđ bar ađ efna til nýrra kosninga, í samrćmi viđ almenn kosningalög, sem lögin um stjórnlagaţing vísa til. Ţađ var ekki gert. Stjórnarflokkarnir og sér í lagi einn ţingflokkur stjórnarandstöđu, Hreyfingin, stóđu ađ ţví ađ brjóta hér lögin.
 3. Ţetta var gert međ einfaldri ţingsályktunartillögu, sem hefur minna gildi en lög!
 4. Réttur er brotinn á ţeim, sem náđu ekki kosningu; ţeir eiga heimtingu á endurtekningu kosninganna međ réttum hćtti, og ţegar munu hafa komiđ fram kćrur sem leita viđurkenningar á ţeim rétti.
 5. Dr. Ţráinn Eggertsson prófessor sagđi í stuttri grein eftirfarandi um val stjórnvalda á mönnum í stjórnlagaráđ, međ hliđsjón af fregnum um, ađ ýmsir treystu sér ekki til ađ taka ţeirri skipan í ráđiđ, ţar sem hún vćri byggđ á svo hćpnum eđa ólögmćtum forsendum: "Ţessi ađferđ ađ velja fulltrúa í stjórnlagaráđ hefur afleiđingar sem í hagfrćđi nefnist hrakval (á ensku: adverse selection). Hrakval lýsir sér í ţví ţegar menn óafvitandi velja bjagađ safn einstaklinga međ eiginleika sem ganga ţvert á markmiđiđ sem stefnt er ađ. Í ţessu tilviki veljast ţeir einir í stjórnlagaráđ sem taka ekki mark á dómi hćstaréttar um ógildingu kosningar til stjórnlagaţings. Međ öđrum orđum: Ţeir einir eru valdir til ađ semja nýja stjórnarskrá sem taka ekki mark á stjórnarskrá lýđveldisins."
 6. Sigurđur Líndal prófessor sagđi um máliđ í blađagrein 17. ţ.m.: "Ákvörđun Hćstaréttar verđur ekki hnekkt og međ lagasetningu sinni fól Alţingi ćđsta handhafa dómsvaldsins endanlegt úrskurđarvald. Ákvörđun Hćstaréttar er ţví í reynd hćstaréttardómur eđa ađ minnsta kosti ígildi slíks dóms.

  Nú liggur fyrir ţingsályktun um ađ skipa 25 manna stjórnlagaráđ og binda skipun ţeirra og varamanna viđ ţá sem hlutu kosningu til stjórnlagaţings eđa međ öđrum orđum binda kjöriđ viđ hóp manna sem hlutu ógilda kosningu og eru ţví umbođslausir.

  Međ ţessu er Alţingi í reynd ađ fella ákvörđun Hćstaréttar úr gildi og ganga inn á sviđ dómsvaldsins.

  Jafnframt virđir Alţingi ekki ţrískiptingu ríkisvaldsins og brýtur ţannig gegn stjórnarskránni, eđa ađ minnsta kosti sniđgengur hana. Um leiđ ómerkir ţingiđ eigin ákvörđun um ađ fela Hćstarétti endanlegt ákvörđunarvald."

mbl.is Stjórnlagaráđ samţykkt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđni Karl Harđarson

Og eitt skil ég ekki! Hvernig á ţetta ráđ ađ geta lagt fram frumvarp til laga eins og ţeir eiga ađ gera?

Hvađ gefur alţingi rétt til ađ veita einhverju ráđi ţennan rétt, frekar en ţingi sem ćtti ađ öllu ađ hafa réttinn til ađ bera fram frumvarp til laga?

Guđni Karl Harđarson, 25.3.2011 kl. 11:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Júní 2019
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.6.): 26
 • Sl. sólarhring: 55
 • Sl. viku: 995
 • Frá upphafi: 459700

Annađ

 • Innlit í dag: 24
 • Innlit sl. viku: 858
 • Gestir í dag: 23
 • IP-tölur í dag: 22

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband