Hver skuldar hverjum hvađ? Er kristilegt ađ seilast eftir fé okkar?

Hollenzk ţingkona segir: "samningnum er ekki hćgt ađ hverfa frá". Ćtli hún ţekki í raun til Icesave-málsins? Icesave III var ekki einu sinni endanlega undirritađur ađ sögn Lárusar Blöndal.

Elly Blanksma er kannski ekkert smá-blönk, getur veriđ ađ ţađ sé ţađ sem knýr hana til ađ segja: „Kristilegi demókrataflokkurinn lítur svo á ađ međ einum eđa öđrum hćtti verđi ađ greiđa skuldina. Ef ekki munum viđ sjást í réttarsal.“ Ćtli hún viti í hvađa réttarsal hún er ađ stefna?

Og um hvađa "skuld" er hún ađ tala? Hver skuldar hverjum hvađ? Ekki skuldum viđ á ţessum bć hollenzkum fjárhćttuspilurum neitt vegna ţeirra bankareikninga, enda vantar ţá ekki neitt, fengu allt sitt greitt upp í topp og međ hávöxtum sínum fram á hinztu stund bankans. Og ţađ er heldur engin bein leiđ úr buddunni okkar yfir í hollenzka ríkissjóđinn, en ţrátt fyrir ađ DNB, ţá í hlutverki sem tryggingasjóđur Hollands, hafi borgađ ţeim út, eru fjárgćzlumenn hollenzka ríkisins ađ ćtlast til ţess ađ viđ skattgreiđendur förum ađ borga ţeim ... og ţađ međan Björgólfur Thór Björgólfsson gengur enn laus sem einn af ríkustu mönnum heims!

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Sjáumst í réttarsalnum“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

 1. NEI
 2. NEI
 3. Endurtakiđ eftir ţörfum.

Guđmundur Ásgeirsson, 12.4.2011 kl. 00:07

2 Smámynd: Óskar

Jón Valur Jensson ţú varst einn ţeirra sem hélst ţví statt og stöđugt fram ađ Bretar og Hollendingar mundu ekki ţora í malssókn útaf ţessu.   Hvađ ćtli " VIĐ SJÁUMST Í RÉTTARSALNUM ŢÝĐI"?  Er ekki kominn tími til ađ láta af lýđskruminu og horfast í augu viđ ţann veruleika ađ stefna ykkar sem plötuđu ţjöđina til ađ kjósa Nei var misheppnuđ?  Fyrsta "loforđ" ykkar ţegar falliđ, BogH ŢORA í réttarsalinn... ertu hissa?

Óskar, 12.4.2011 kl. 01:04

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig vćri ađ ţiđ senduđ dömunni bréf og skýrđuđ út fyrir henni málavöxtu. Hún virđist algerlega cluless um ţetta allt eymingja konan, enda kannski ekki ađ undra međ svona smámál eins og ţetta er ţarna.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2011 kl. 01:46

4 Smámynd: Sandy

Svona tal og hótanir eins og hollenska ţingkonan viđhefur er óţolandi ćsingur og getur skađađ málstađ okkar mikiđ. Ég auglýsi eftir ríkisstjórn Íslands og viđbrögđum hennar í erlendum fjölmiđlum. Ég hef unniđ á nokkrum vinnustöđum um ćvina og minnist ţess ekki ađ mér hafi leifst ađ taka tvö ár í ađ lćra ţau störf sem ég átti ađ inna af hendi.

Sandy, 12.4.2011 kl. 07:26

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kćrar ţakkir, Guđmundur, Jón Steinar og Sandy, fyrir innlegg ykkar.

Óskar, ţú lćtur hér sem ég hafi notađ ţađ sem einhver meginrök í málinu, ađ Bretar og Hollendingar ţori ekki í mál viđ okkur. Rök mín voru fjölmörg og fyrst og fremst ţau, ađ engin lagarök voru fyrir greiđsluskyldu ríkissjóđs Icesave, skv. lögspekingum okkar og t.d. skv. hinni stórmerku skýrslu Mishcon de Reya-lögfrćđistofunnar, sem ţinn pólitíski vinur Össur Skarphéđinsson stakk undir stól, ţótt alvarlegustu lög hafi bannađ slíkt athćfi. Viđ íslenzkir skattborgarar áttum ekki ađ borga neitt, skv. tilskipunarákvćđi Evrópubandalagsins, 94/19/EC, sem sýnir og sannar sakleysi íslenzka ríkisins og ţjóđarinnar í Icesave-málinu, og viđ megum ekki einu sinni borga fyrir Icesave, skv. norskum prófessor í ţjóđréttarfrćđi, auk ţess sem stjírnarskráin bannar ţetta (sbr. m.a. H É R ).

Ţetta eru meginrök máls, en viđ bćtist, ađ samninganefndir okkar brutu á okkur, hvađ varđar ýmis önnur réttindi okkar almennt og í málinu sérstaklega: 1) samţykktu ađ láta Tryggingasjóđ innstćđueigenda og fjárfesta (TIF) greiđa Bretum og Hollendingum í pundum og evrum ţrátt fyrir skýr ákvćđi laga um sjóđinn, ađ hann megi ćvinlega greiđa í ísl. krónum, án tillits til ţess, í hvađa gjaldmiđli hafi veriđ stofnađ til innistćđnanna; 2) samţykktu ađ láta TIF (og ţó ríkiđ umfram allt!!!) greiđa [fyrst 5,5% vexti í Icesave-I- og II-samningi, síđan] 3,3% vexti skv. Icesave-III-samningi, ţ.e.a.s. ţrefalt of háa vexti skv. EES-jafnrćđisreglum, 3) samţykktu ađ láta veđsetja ríkiseignir fyrir öllu saman, međ áhćttu allt ađ 670 milljarđa kr. virđi! – sjá um allt ţetta grein mína í Morgunblađinu 9. apríl sl.: Ólögmćtir vextir á Icesave-kröfum – og allar eignir ríkisins undir?, en komist menn ekki inn á gagnasafn Morgunblađsins, er stóran hluta hennar ađ finna hér á bloggi mínu: Bretar brjóta gegn reglum EES um mismunun - vextirnir ţrefalt of háir!

Ég og margir ađrir hafa látiđ ţau orđ falla, ađ tregđa eđa ađgerđarleysi Breta og Hollendinga gagnvart ţví ađ fara í dómsmál bendi til ţess, ađ ţeir vilji ţađ ekki. Ţađ kann m.a. ađ koma til af ţví, ađ 1) ţeir telji, ađ ţeir myndu tapa málinu, í samrćmi viđ ESB-löggjöf, 2) ţeir vilji ekki, ađ ábyrgđ ţeirra eigin tryggingakerfis komi ţar í ljós, ţ.e. ađ Icesave-reikningarnir voru í raun tryggđir í brezka tryggingarsjóđnum FSCS, jafnvel međ miklu hćrri tryggingu en TIF veitti, og ađ ţeim bar ađ standa viđ ţá tryggingu, án endurgreiđslu frá TIF, ţegar TIF reyndist (eđa reynist) ekki geta borgađ meira en 20 milljarđa af ţví, sem á vantar ţegar stór hluti innistćđu-andvirđisins hefur veriđ borgađur út úr ţrotabúinu, 3) ţeir vilji ekki, ađ ábyrgđ ţeirra eigin fjármálaeftirlits komi ţar til skođunar, međ ţeim áhrifum ađ dreifa ábyrgđ á mun fleiri ađila en ţessum erlendu kröfugerđar-ríkisstjórnum er sýnt um ađ viđurkenna ađ eigi a.m.k. jafnmikla ábyrgđ á ţví, sem úrskeiđis fór, eins og okkar eigin Fjármálaeftirlit, 4) ESB-menn í Brussel vilji fyrir engan mun, ađ ábyrgđ ţeirra sjálfra komi betur fram í dagsljósiđ, vegna ónógrar leiđsagnar um innistćđuábyrgđir og einnig vegna endurskođunarstađla, sem ESB tók upp og lét okkur taka upp, en ţeir voru afar međvirkir í ţví ađ spana hér upp óábyrga starfsemi stórfyrirtćkja og banka og búa hér til falskt bóluhagkerfi (sbr. hér: Alţjóđlegu endurskođunarskrifstofu-risarnir bera ţunga ábyrgđ á kerfislćgri orsök fjármálabólunnar sem sprakk, hér jafnvel fremur en erlendis – og: Endurskođunarskrifstofur og nýir stađlar ţeirra á ábyrgđ ESB ollu hruninu; Íslendingar saklausir).

Óskar talađi hér um "lýđskrum" af minni hálfu; ţau orđ falla um sjálf sig, og hann ćtti nú ađ líta í spegil, sá mađur, eđa hvađ blasir viđ hér í ţessum pistli hans um helgina: Mjög brýnt ađ ţessi landeyđa drulli sér frá Bessastöđum og helst í ađra heimsálfu, grein (ef grein skyldi kalla) sem byrjar svona: "Enginn einn mađur hefur valdiđ ţjóđinni viđlíka skađa og Ólafur Ragnar Grímsson nema ef vera skildi Davíđ Oddsson."– Stafsetningarvillan, sem enn stendur nokkrum dögum seinna í ţessari setningu, er til marks um ţađ, hve vel ţessi Óskar er upplýstur, en ţeir eru raunar oft stórtćkastir í orđum, sem minnst ţekkja til mála, og í samrćmi viđ ţađ eru ályktanir ţeirra. Grein Óskars út í gegn er hneykslanleg árás á ţjóđhöfđingja okkar og undarlegt ađ hún fái ađ hanga uppi á Moggabloggi.

Formćlingar Óskars yfir Davíđ og Ólafi Ragnari eru vitaskuld órökstuddar međ öllu, og af umrćđunni á eftir pistli hans er ljóst, ađ ţessi strákslegu skćtingsskrif fara mjög fyrir brjóstiđ á lesendum hans.

Svo nćgir ađ nefna, ađ ákvörđun forsetans ađ senda Icesave-II í ţjóđaratkvćđi mun sennilega hafa sparađ okkur hundruđ milljarđa króna – og borgađ fyrir fram fyrir allar framtíđar-ţjóđaratkvćđagreiđslur í leiđinni! – og seinna málsskot hans til ţjóđarinnar, í febrúar nćstliđnum, mun einnig reynast okkur happadrjúgt. Honum sé heiđur fyrir unnin verk og vel rökstudd. Glćsileg hefur einnig sókn hans veriđ fyrir ţjóđina, strax í fyrradag á fréttamannafundinum á Bessastöđum og í viđtali viđ Bloomberg-fréttaveituna.

Jón Valur Jensson, 12.4.2011 kl. 11:32

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aths.: Fyrsti tengillinn (í 3.-4. línu míns langa innleggs) átti ađ vera svona orđađur: " engin lagarök voru fyrir greiđsluskyldu ríkissjóđs vegna Icesave, skv. lögspekingum okkar" ...

Jón Valur Jensson, 12.4.2011 kl. 15:12

8 Smámynd: Elle_

Ekki vantar fáfrćđina eđa grimmdina í suma breska og hollenska pólitíkusa.  Ná bara ađ standa jafnfćtis ţeim íslensku og verstu.

Elle_, 12.4.2011 kl. 19:48

9 Smámynd: Elle_

Og ég vil líka minna á ađ mest af öllu kom forsetinn í veg fyrir ólýsanlega niđurlćgingu íslensks almennings ţegar hann skrifađi ekki undir kúgunarsamninginn.  Níđurlćgingu sem Óskar ađ ofan og JÁMENN viđ ICESAVE skilja víst ekki yfirleitt.  Ţađ er rannsóknarefni hvernig ţau hugsa. 

Elle_, 12.4.2011 kl. 23:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 1
 • Sl. sólarhring: 21
 • Sl. viku: 594
 • Frá upphafi: 471614

Annađ

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 499
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband