Mörg ófædd börn missa lífið vegna þrýstings aðstandenda og ástvina hinnar þunguðu konu

Half þjóðin situr sennilega límd við skjáinn að horfa á Borgen, Höllina – frábærlega vel gerða þætti um danskt stórnmálalíf.

Unga sjónvarpsfréttakonan vekur örugglega samúð manna og aðdáun fyrir frammistöðu í starfi. Bágt átti hún í þessum þætti – var orðin ólétt eftir Ole heitinn, kvæntan vin hennar, fjölmiðlafulltrúa eins stjórnmálaflokksins. Gamli kærastinn hennar – "núverandi" fjölmiðjafulltrúi á ný hjá Nyborg, sem situr í völtu sæti forsætisráðherra – brást henni við fréttina um þungunina. Það gerði móðir hennar einnig þrátt fyrir meinta kristni sína! Eiginkona Ole bætti ekki um betur. Þó var unga konan fús og viljug til að eiga þetta barn ástar sinnar, með manninum sem hún hafði elskað, – allt þar til hún fann sig án stuðnings, hlýju og skilnings.

Það sáu allir, að ekki leið henni vel eftir á. Við eigum að styðja okkar fólk, hvar sem við lendum í þessum aðstæðum að geta talað með gildum lífsins, ekki á móti þeim.

Þetta var mjög trúverðugur þáttur, einnig í umfjöllun þessa máls. Og ekki var það fátækt, húsnæðisekla eða veraldleg neyð, sem gerði út af við líf hins 11 vikna lífs í móðurkviði, heldur skortur á kærleika hjá þeim, sem á reyndi, hvort styddu hana eða leyfðu henni að minnsta kosti að fara sínu fram að taka fagnandi á móti sínu barni.

Líkt er ástatt í mörgum tilfellum í þessum málum hér á landi. Lækar hafa látið þau orð falla, að það sé frekar fátæka fiskvinnslustúlkan úti á landi, sem ákveður að eignast sitt barn, heldur en dóttir vel stæðra foreldra á höfuðborgarsvæðinu, dóttir í framhaldsskólanámi, sem þau vilja enga "truflun" á ...

Vandinn er í raun andlegur og siðferðislegur. Þegar persónulegan stuðning skortir, er það svo á stundum einungis haldreipi trúarinnar, sem gefur sumum konum þá vörn og stoð og það traust, sem þær þurfa á að halda gegn þrýstingi efnishyggju og kærleiksleysis.

Þess vegna skyldi enginn vanmeta það, að ýmsir vinni af trúarlegum hvötum að virðingu fyrir lífi hinna ófæddu. Hitt skal heldur ekki vanmeta, að vegna trúarlegrar innsýnar og hvatningar leita þeir sér líka meiri upplýsinga, af læknisfræði- og vísindalegu tagi, um líf hinna ófæddu, heldur en ella. Þau rök duga ein til að sýna flestum fram á staðreyndir máls, en aðeins ef þeir gefa sig að þeim – leyfa sér þann munað, sem ætti í raun að vera skylda þeirra, að kynna sér að gagni.

Trú og skynsemi fallast hér í faðma eins og í ótal mörgum öðrum málum – hvort syður annað, eins og við líka, sem fjölskyldufólk og vinir, eigum að gera fyrir þungaðar stúlkur og konur í vanda. Dauðinn er dýrkeypt "lausn" á málum.

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 1
 • Sl. sólarhring: 21
 • Sl. viku: 594
 • Frá upphafi: 471614

Annað

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 499
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband