Fermingarbörn verða fyrir aðkasti og áróðri

"Ég hef fyrir mér dæmi um það að fermingarbörn hafi orðið fyrir aðkasti og áróðri. Þetta hef ég heyrt bæði frá prestum og fjölskyldum fermingarbarna. Ég undrast það í rauninni að þrátt fyrir þetta haldi þau og fjölskyldur þeirra tryggð við þessa hefð," segir Karl Sigurbjörnsson, biskup, þegar hann er spurður út í ummæli í páskaprédikun sinni í Dómkirkjunni.

Þetta er upphaf fréttar í Morgunblaðinu í dag, bls. 14: Biskup segir fermingarbörn verða fyrir aðkasti, og eru menn hér með hvattir til að lesa hana! --jvj.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við þurfum í rauninni ekki að undrast orð biskups. Páll postuli sagði: "Allir þeir, sem lifa vilja guðrækilega í samfélagi við Krist Jesú, munu ofsóttir verða." (2. Tímóteusarbréf 3:12) Hann segir í bréfi sínu: "Vita skaltu, að á síðustu dögum munu mennirnir verða vanheilagir, elskandi munaðarlífið meira en Guð." (2. Tímóteusarbréf 3:1-5) En hann sagði einnig: "Prédika þú orðið, gef þig að því í tíma og ótíma. Vanda um, ávíta, áminn með öllu langlyndi og fræðslu. Því að þann tíma mun að bera, er menn þola ekki hina heilnæmu kenning, heldur hópa að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum til þess að heyra það, sem kitlar eyrun. Þrit munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og hverfa að ævintýrum." (2. Tímóteusarbréf 4:2-4) Því miður er það svo, að börn á fermingaraldri á Íslandi hafa mörg hver margsinnis lesið Harry Potter en hafa látið Nýja-Testamentið sitt rykfalla, ólesið og fyrirlitið. Það er sorgleg staðreynd fyrir trúaða í landi, sem kallast kristið. En það þarf engum síðari daga heilögum, þ.e. kristnum mönnum, að koma á óvart. Né heldur kemur það ástarföður himinhæða í opna skjöldu. Hann sá þetta allt fyrir, enda stendur það í Heilagri Ritningu, opinskátt öllum þeim sem vilja sjá.

Einar Ingvi Magnússon 12.4.2012 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 18
 • Sl. sólarhring: 18
 • Sl. viku: 750
 • Frá upphafi: 469974

Annað

 • Innlit í dag: 16
 • Innlit sl. viku: 672
 • Gestir í dag: 16
 • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband