Siðbótar er þörf

Á þessum siðferðis- og guðstrúar-upplausnartímum í þjóðfélagi vors samtíma ættu forsvarsmenn stjórnmála að hrópa lögmál Guðs af húsþökum í staðinn fyrir að þrasa í þingsölum.

Rithöfundar okkar mættu höggva þau í stein í staðinn fyrir að semja reyfara fyrir hégóma mannanna.Siðbótar er nú þörf á Íslandi, þó fyrr hefði verið, svo komandi kynslóðir megi búa við himneskt stjórnarfar og njóta allra þeirra fyrirheita, sem Guð hefur lofað þeim, sem halda boðorð hans.

Í helgum ritningum kristinna manna segir: "Miskunn Guðs við þá, er óttast hann, varir frá eilífð til eilífðar og réttlæti hans nær til barnabarna þeirra er varðveita sáttmála hans og muna að breyta eftir boðum hans." (Sálmarnir 103:17-18)

Þetta er kannski sá besti arfur, sem við kristnir menn getum lofað afkomendum okkar að njóta um framtíð alla.

Einar Ingvi Magnússon.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"að hrópa lögmál Guðs af húsþökum í staðinn fyrir að þrasa í þingsölum."

Já, því það mundi leysa allt saman.....

Stefán Sverrir 13.4.2012 kl. 23:02

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heyr, heyr Einar. 

Við þurfum breytt hugarfar frá því sem nú er, við þurfum að taka upp gömlu góðu gildin, gildin sem byggja upp von og trú, gildin sem eru okkur til blessunar og uppörfunar, gildin sem gefa líf, frið og heilbrygði, en hrekja burtu mannvonsku, biturð, hatur, ofsa og eigingirni.

Í Jeremía 6.kafla 16.versi segir: "Svo mælti Drottinn: Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld.  En þeir sögðu: Vér viljum ekki fara hana."

Þetta orð á við í dag, það eru allt of margir sem skella skollaeyrunum við Orði Guðs og vilja ekkert við það kannast og óskapast síðan yfir því hvað allt er ömurlegt.

Jesaja skrifa í 30.kaflanum 18.versi: "En Drottinn bíður þess að geta miskunnað yður og heldur kyrru fyrir, uns hann getur líknað yður. Því að Drottinn er Guð réttlætis. Sælir eru allir þeir, sem á hann vona."

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.4.2012 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 17
 • Sl. sólarhring: 18
 • Sl. viku: 749
 • Frá upphafi: 469973

Annað

 • Innlit í dag: 15
 • Innlit sl. viku: 671
 • Gestir í dag: 15
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband