Afar gróf mannréttindabrot viðgangast enn í Kína. Virðum mannslíf ófæddra!

Allt er gott um það að segja, að forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, heimsæki Auschwitz-útrýmingarbúðirnar og tali um harmleik mannkyns, en það sama á við um margt í sögu kínversks kommúnisma. Hrikaleg var þessi frétt: Krefst refsingar fyrir barsmíðar. Þar segir (í Mbl. í gær, bls. 26) af mannréttindabaráttu fertugs, blinds manns, sem nú er hundeltur af kínverskum stjórnvöldum og kona hans og fjölskylda hans ofsótt, með hrottalegum barsmíðum, af því að hann kom upp um hrikaleg mannréttindabrot á kínverskum konum og börnum þeirra. Fyrir vikið var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi, en er þó enn ofsóttur.

Í fréttinni segir m.a. (leturbr. hér):

 • "Chen Guangcheng er einkum þekktur fyrir að afhjúpa mannréttindabrot embættismanna í Shandong sem þvinguðu a.m.k. 7.000 konur til að fara í ófrjósemisaðgerð eða í fóstureyðingu eftir allt að átta mánaða meðgöngu, í því skyni að tryggja að lög um eitt barn á fjölskyldu væru virt. Afhjúpunin vakti mikla athygli víða um heim og bandaríska tímaritið Time taldi Chen á meðal hundrað áhrifamestu manna í heiminum árið 2006 vegna baráttu hans gegn mannréttindabrotum í Kína ...
 • Chen varð fyrst þekktur í júní 2005 þegar hann hóf hópmálsókn og sakaði embættismenn í borginni Linyi í Shandong um að hafa neytt konur til að fara í ófrjósemisaðgerð eða í fóstureyðingu seint á meðgöngu, meðal annars með barsmíðum og árásum á heimili þeirra. Uppljóstrunin varð til þess að Chen og fjölskyldu hans var haldið í stofufangelsi í hálft ár."

Þessi sami mannréttindafrömuður, Chen Guangcheng, hefur nú nafngreint "nokkra embættismenn og lögregluþjóna sem hann sakar um að hafa misþyrmt fjölskyldunni," og hann skorar á engan annan en Wen Jiabao forsætisráðherra að láta refsa þeim.

Hvatninguna um að virða mannslíf ófæddra þurfa stjórnvöld og læknar hér á landi einnig að taka til sín!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Heimsótti Auschwitz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 17
 • Sl. sólarhring: 18
 • Sl. viku: 749
 • Frá upphafi: 469973

Annað

 • Innlit í dag: 15
 • Innlit sl. viku: 671
 • Gestir í dag: 15
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband