Orður og titlar úrelt þing?

Til þess skal engin afstaða tekin hér. Ljóst er, að skammtímavera frú Agnesar á biskupsstóli er ekki ástæðan til þess að forsetinn sæmdi hans stórkrossi Fálkaorðunnar í dag, heldur hitt, að þetta sæmi tign hennar og fullt samræmi verði í veizlusölum ríkisins við aðra orðuhafa. Ennfremur undirstrikar þetta náin tengsl ríkisins við kristinn sið í rúm 1000 ár og við hina lúthersk-evangelísku kirkjudeild í rúm 450 ár.

Hér virðist hafa verið um einstaka orðuveitingu að ræða, ekki í hóp með öðrum. En það var fallegt að sjá myndarlega og glaða fjölskyldu Agnesar á mynd með Mbl.is-fréttinni um þetta.

Ennfremur er hún ekkert að státa af heiðrinum, heldur segir í athafna-anda frá verkum sínum mörgum fram undan, þ. á m. vígslu kynsystur sinnar, lífsverndarsinnans Sólveigar Láru Guðmundsdóttur, til að taka við embætti vígsubiskups á Hólum, og frá þátttökunni í 5. innsetningu okkar sigursæla forseta.

En starfið er margt ... og hér má ekki gleymast hið hjóðlátara starf kristninnar. Því gleymir Agnes, barn Guðs, ekki, það vitum við af góðum vitnisburðum vestan úr Bolungarvík og víðar að.

En hlutverk biskups er meira en prestanna, honum ber að vera hirðir trúaðra og leiðbeinandi þjónn kenningarinnar, þeirrar sem er frá upphafi kristindómsins. Á því hefur á stundum orðið misbrestur, og það gerðist á síðasta biskupstímabili. Því miður stóð séra Agnes þar ekki nógu föst fyrir. Nú er bara að vona, að hún efli þjónustuna við kristna kenningu og láti enga villuvinda blása sér neitt annað í brjóst.

"En hann, sem þorir ekki að segja sannleikann og vara við, hann er enginn hirðir," sagði prestur einn í predikun út frá ritningartextum (m.a. Spádómsbók Jeremía) næstliðinn sunnudag.

Það, sem hér hefur verið ritað um kenninguna, leiðsögnina og hirðisstarfið, skilst betur þegar menn lesa að auki þá grein, sem birtist hér á Jónsmessu í sumar: Agnes M. Sigurðardóttir sett inn í embætti sem biskup Íslands.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Biskup sæmdur stórkrossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri Jón Valur og samherji í flestu nema kannski trúmálum

  "í upphafi var orðið"

Titlar, tildur og prjál getur það fært leitandi sál leika eða lærða nær guðdómnum?

 Burtséð frá því, óska ég frú Agnesi og kristinni kirkju alls velfarnaðar. 

Sigurður Þórðarson, 24.7.2012 kl. 23:52

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir þitt álit og innleggið, félagi !

Jón Valur Jensson, 26.7.2012 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 1
 • Sl. sólarhring: 21
 • Sl. viku: 594
 • Frá upphafi: 471614

Annað

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 499
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband