Áramótaslys að sumarlagi

Þessi frétt á Mb.is endaði á því að vera eins giftudrjúg og verða mátti miðað við hættulegar aðstæðurnar. Þær komu vissulega til af tækni mannsins - og hirðuleysi annarra um leið - en bótin á meininu var líka tækni mannsins að þakka, góðu heilbrigðiskerfi sem á endanum lánaðist að lækna það sár og fjarlægja þann aðskotahlut, sem sextán ára Hafnfirðingurinn Atli Viðar fekk í sig á ógnarhraða þegar hann var að slá grasflötina með nútíma-græju af góðri gerð.

En tæknilega fullkomnir hlutir koma ekki endilega í veg fyrir slys, og það er auðvelt að hugsa sér, að Atli Viðar hefði getað fengið bútinn úr stjörnuljósinu í slagæð á hálsi, í auga eða varir. Að fá hann í hættuminni stað í hálsinum var því lán í óláni eða Guðs mildi, menn líta misjöfnum augum á það.

Þetta á að minna okkur á að sýna hirðusemi, en henni er einmitt mjög ábótavant víða um áramótin. Þá gerast oft meiri og minni slys, þótt flestir reyni að vera viðbúnir, en það er heldur mikið af því illa, að það leynist í grasinu og verði þar öðrum til ama og þrauta.

Til hamingju, Atli Viðar, að sleppa svona vel að lokum!

JVJ. 


mbl.is „Frekar glaður að vera ennþá á lífi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 18
 • Sl. sólarhring: 18
 • Sl. viku: 750
 • Frá upphafi: 469974

Annað

 • Innlit í dag: 16
 • Innlit sl. viku: 672
 • Gestir í dag: 16
 • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband