Vaxandi andstađa viđ ESB

Ánćgjuleg er áframhaldandi og vaxandi andstađa viđ "ađ Ísland gangi í Evrópusambandiđ," eins og í ljós kemur í nýrri könnun MMR.

 • Af ţeim sem tóku afstöđu sögđust 24,2% hlynnt ţví ađ Ísland gangi í Evrópusambandiđ nú, boriđ saman viđ 25% í síđustu mćlingu (15-20 janúar 2013). Af ţeim sem tóku afstöđu sögđust 63,3% vera andvíg ţví ađ Ísland gengi í Evrópusambandiđ nú, boriđ saman viđ 62,7% í janúar.

Ţarna er eindreginn meirihlutinn alveg sammála okkur í Kristnum stjórnmálasamtökum. Slíkt er hins vegar flćkjustig stóru flokkanna í eigin málamiđlunum, ađ hin algera, fortakslausa andstađa viđ ESB-inntök birtist helzt í stefnu ţriggja smárra stjórnmálasamtaka: Hćgri grćnna, Alţýđufylkingarinnar (Ţorvaldar Ţorvaldssonar trésmiđs, Vésteins Valgarđssonar o.fl., á yzt á vinstri kanti) og Kristinna stjórnmálasamtaka. Af Fjór- og Fimmflokknum er ţađ helzt Framsóknarflokkurinn sem stendur hér í lappirnar og vill ekki sjá Evrópusambandiđ, en mćtti ţó tala enn afdráttarlausar og hafa t.d. ţá sömu reglu og Kristin stjórnmálasamtök, ađ í frambođi á vegum ţeirra komi ekki annađ til greina en ađ frambjóđendur séu einarđir og skuldbundnir í stuđningi viđ fullveldiđ og andstöđu viđ allt tal um ESB-"ađildar"-umsókn.

Athyglisverđ er andstađa hinna ungu viđ ESB: "af ţeim sem tilheyrđu yngsta aldurshópnum (18-29 ára) voru 15,6% hlynnt inngöngu Íslands í ESB, á aldrinum 30-49 ára voru 23,2% hlynnt inngöngu og í elsta aldurshópnum (50-67 ára) voru 33,2% hlynnt inngöngu Íslands í ESB." -- Greinilega mun ekki blása byrlegar fyrir ţessu stórveldabandalagi hér á landi á nćstu áratugum!

 

En niđurstađan í ţessari könnun, ţessi vaxandi andstađa viđ ESB, er eins og niđurstađan úr reynsluvísindum: Ţjóđin sér, ađ Evrópusambandiđ hefur beitt okkur rangindum í tveimur miklum hagsmunamálum fyrir íslenzkt samfélag: í Icesave-málinu og makríldeilunni. Fráleitt vćri ađ treysta slíku stórveldabandalagi fyrir ţjóđarhagsmunum okkar, enda vćrum viđ veikasti ađilinn allra, ef viđ vćrum í ESB, međ langminnsta atkvćđavćgi -- og ţađ í okkar sjávarútvegsmálum -- í hinu löggefandi ráđherraráđi ESB: 0,06%, enda erum viđ ekki nema rúml. 3/4 af stćrđ langminnstu ţjóđarinnar ţar nú, Möltubúa.

Jón Valur Jensson.


mbl.is 63,3% andvíg inngöngu í ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Des. 2017
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

 • 11282531 1589495121310922 376275531 o
 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (12.12.): 0
 • Sl. sólarhring: 10
 • Sl. viku: 485
 • Frá upphafi: 399775

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 384
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband