Hér er pláss fyrir kristinn flokk međ göfug markmiđ

Ef ţađ er rúm fyrir Alţýđufylkingu kommúnista í pólitísku litrófi Íslands, ţá hlýtur ađ vera pláss fyrir kristinn stjórnmálaflokk hér eins og í nánast öllum löndum Evrópu og víđa um heim. Kommúnisminn hafđi lengri tíma en nazisminn til ađ dreifa blóđslóđ sinni um veröldina og varđ ţví afkastameiri í ţví efni, enda sannkölluđ ofbeldis- og blóđstefna; má undarlegt heita, ađ menn blygđist sín ekki fyrir ađ kenna sig viđ ţá stefnu. Ólíkt helstefnum 20. aldar taka kristnir flokkar öndverđa stefnu; ţađ sannar reynslan.

Enn telja sumir kommúnismann hafa haft göfug markmiđ, og eflaust hafđi hann ţađ í hugum margra framan af. Framkvćmdin varđ öll önnur, og svo hlaut raunar ađ fara, ţegar teknar voru upp siđlausar leiđir eđa gróf ofbeldistćki, međ blóđsúthellingum (jafnvel blásaklausra), til ađ ná völdum og halda ţeim, andstćtt ţeirri meginreglu kristinnar siđfrćđi, ađ tilgangurinn, jafnvel góđur, helgi aldrei ósiđleg međul (Róm. 3.8).

En blóđgjöf stjórnmálamanna í Blóđbankanum í dag er hins vegar tilvalin til ađ minna á nauđsyn blóđgjafar og tilvist ţessa eina banka landsins sem aldrei má verđa gjaldţrota!

Á vefsíđu undirritađs (dálkinum til vinstri, all-ofarlega) hefur í fáeina mánuđi stađiđ yfir skođanakönnun, ţar sem spurt er: "Er ţörf á kristnum stjórnmálaflokki á Íslandi eins og á öllum hinum Norđurlöndunum?" 127 hafa svarađ, ţar af níu (7,1%) sem taka ekki afstöđu, nei segja 67,7% (86 manns), en JÁ 25,2% (32 af 127). Ţetta er nćgilegur áhugi til ađ geta kallazt umtalsverđur, samanboriđ viđ t.d. 0,0% stuđning viđ Alţýđufylkinguna í umfangsmiklum skođanakönnunum.

Vilji einhver benda á, ađ yfirgnćfandi meirihluti telji ekki ţörf á kristnum flokki hér, ţá skal honum sömuleiđis bent á, ađ enginn íslenzkur stjórnmálaflokkur hefur nokkurn tímann haft meirihlutafylgi á landsvísu. Vafalítiđ hafa ýmsir fylgjendur flokka, sem kristinn flokkur vćri líklegur til ađ ná atkvćđum frá, tekiđ ţátt í ţessari könnun međ ţađ í huga ađ beita sér gegn ţví, og ţađ sama á viđ um róttćka vinstri menn og trúleysingja, sem er uppsigađ viđ kristin áhrif í menntakerfi okkar og stjórnmálum.

Ţađ er sjálfsagt ađ upplýsa um ţađ hér, ađ Kristin stjórnmálasamtök hafa á fundi sínum sl. laugardag tekiđ ákvörđun um frambođ til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík á nćsta ári. Allir, sem áhuga hafa á stuđningi eđa ţátttöku, eru hér međ bođnir velkomnir, karlar sem konur, ungir sem eldri.

Sjá einnig: Kristnir stjórnmálaflokkar í Evrópu

og: Kristnir stjórnmálaflokkar í 36 löndum Evrópu – en ekki hér?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Mikill stuđningur viđ Blóđflokkinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 18
 • Sl. sólarhring: 18
 • Sl. viku: 750
 • Frá upphafi: 469974

Annađ

 • Innlit í dag: 16
 • Innlit sl. viku: 672
 • Gestir í dag: 16
 • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband