Nefbeinslausir frambjóðendur vilja ryðjast inn á fagsvið læknavísindanna vegna ófaglegs, ytri þrýstings!

Það er ótrúlegt hvernig kosningastuð verður til þess að freista margra flokka og fólks með þingmanninn í maganum til að láta undan þrýstingi og lofa upp í ermina að lítt skoðuðu máli, jafnvel um blóðgjöf. Þvert gegn faglegu áliti lækna og smitsjúkdómafræðinga og starfsliðs Blóðbankans á Íslandi rétt eins og í nánast öllum löndum heims er skyndilega, ef eitthvað er að marka frétt frá Samtökunum 78, kominn "consensus" meðal pólitískra framboða um að afnema bann við blóðtöku frá samkynhneigðum, á sama tíma og því banni er þó viðhaldið frá nokkrum öðrum hópum eins og vændisfólki.

Þetta bann snýst ekki um afstöðu til samkynhneigðra, heldur sjúkdómavörn fyrir fólk, sem þarf á blóðgjöf að halda. Hér er fyrst og fremst um heilbrigðismál og faglegt viðfangsefni að ræða, og þannig er um það fjallað í nágrannalöndum okkar, ekki í pólitískum málstofum. Við eigum ekki að skera okkur úr í þessu efni frá öðrum vestrænum ríkjum, enda gæti það haft áhrif á samgang og samvinnu okkar í forvarna- og lækningamálum við nágrannalönd okkar.

Stjórnmálamenn eiga ekki í vanþekkingu sinni að vera með fingurna í faglegum ákvörðunum lækna. Samt leyfa talsmenn þessara framboða sér ótrúlegar yfirlýsingar (leturbr. jvj):

 • Í svari Vinstri grænna segir meðal annars „Það skýtur skökku við að Blóðbankinn vísi karlmönnum sem hafa mök við aðra karlmenn varanlega frá sem blóðgjöfum, hvort sem þeir stundi ábyrgt kynlíf eða áhættusamt.“ Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á stefnu flokksins sem hafnar „hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki t.d. eftir [...] kynhneigð“. Björt framtíð, Dögun, Húmanistaflokkurinn, Hægri grænir, Lýðræðisvaktin, Píratar, Regnboginn, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn taka í sama streng. Samfylkingin ályktaði meðal annars um málið á landsfundi flokksins, en í skriflegu svari sínu til Samtakanna ’78 líkir Húmanistaflokkurinn banninu við nornaveiðar. 

Þetta er náttúrlega mál fyrir Læknafélag Íslands og Blóðbankann að taka á. Við höfum þurft að þola nóg af ábyrgðarleysi frá stjórnmálaflokkunum hingað til, að þeir bæti ekki gráu ofan á svart með því að taka áhættu fyrir heilsu fólks vegna staðfestuleysis yfirvalda gegn ágengum þrýstihópum. Stjórnmálamenn verða að gera sér grein fyrir því, að þar með gætu þeir verið að baka sér bótaskyldu.

Sjá einnig þessa grein hér:  Nei er svarið 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Mismunun og leifar liðinnar tíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að þú sért að misskjilja svar VG.

Þegar sagt er "hvort sem þeir stundi ábyrgt kynlíf eða áhættusamt" tel ég að átt sé við að varnaglinn er ekki settur við þá sem stunda óábyrgt kynlíf eða kynlíf með mörgum aðilum.

Breyta mætti reglunni á þann veg að blóðgjafar megi ekki gefa blóð hafi þeir stundað óábyrgt kynlíf síðustu 6 mánuði fyrir blóðgjöf, óháð kyni bólfélaga.

Of langt er seilst núna að útiloka þá karlmenn sem hafa einhverntímann stundað kynlíf með öðrum karlmanni punktur, líkt og reglan er nú.

Þó að karlmaður hafi stundað kynlíf með öðrum karlmanni á einhverjum tíma er ekki tekið tillit til þess nú hvort einhver ár geta verið liðin síðan, og allar skimanir og kynsjúkdómapróf frá þeim tíma verið neikvæð.

Því er verið að benda á "nornaveiðar" að útilokaður sé sá hópur karlmanna sem einhverntímann hafi sofið hjá öðrum, burtséð frá tíma og sjúkrasögu.

Eyjólfur 25.4.2013 kl. 18:58

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakaðu, Eyjólfur, að þetta svar þitt birtist ekki fyrr en nú; undirritaður hefur tvær leiðir til að skoða hér innlegg og notaði aðra einungis og sá þetta ekki þar ásamt öðrum pósti, en nú sá ég það í stjórnkerfi þessarar bloggsíðu.

Gera má ráð fyrir, að læknum eða starfsmönnum Blóðbankans þyki þeim mikil ábyrgð ætluð að úrskurða um það eftir frásögn viðkomandi, hvort hann hafi stundað ábyrgt kynlíf eður ei.

Svo ertu þarna (í 3. og 2. síðasta málslið) að tala líka um menn, sem kannski eru ekki óbreytanlega eða einhæft samkynhneigðir, heldur hafa kannski átt stutt slíkt tímabil eða hliðarspor.

Lokaklausa þín virðist ekki óskynsamlega rökstudd, en gengur fram hjá þeirri staðreynd, að tillagan, sem reynt er að vinna fylgi meðal pólitíkusa (af öllum mönnum!), gengur ekki út á að finna slík gömul tilfelli manna, sem verið hafa nánast óvirkir kynferðislega um alllanga hríð (a.m.k. með eigin kyni), heldur snýst hún um það, að samkynhneigðum karlmönnum almennt verði gefin einhver meint réttindi og beinlínis tilkall til að fá að gefa öðrum blóð.

Slík tillaga stríðir gegn faglegum forvarnasjónarmiðum blóðbanka. Ef við hugsum þetta mál í kjölinn, þá hygg ég, að hvorugur okkar hafi í sjálfu sér neinn sérstakan "rétt" til að gefa öðrum blóð, heldur hafi læknar þeirra eða gæzlumenn heilsu þeirra þá skyldu að taka því aðeins við blóði fyrir þeirra hönd, að það sé talið öruggt og ekki áhættusamt fyrir heilsu þeirra.

Jón Valur Jensson, 26.4.2013 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 17
 • Sl. sólarhring: 18
 • Sl. viku: 749
 • Frá upphafi: 469973

Annað

 • Innlit í dag: 15
 • Innlit sl. viku: 671
 • Gestir í dag: 15
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband