Tónleikar meistarans

Einar Ingvi Magnússon's profile photo Í dag eru tónleikar vorsins. Stormurinn syngur í öspinni og vindurinn stjórnar bakröddum birkisins undir kór fiðruðu músíkantanna á trjágreinum víðisins. Symfónía lífsins er í hámarki. Samspilið eingöngu á færi fremsta tónsmiðs og hljóðfæraleikara. Ein feilnóta myndi raska hinu stórfenglega meistaraverki. Hin mikla harmónía er í algleymingi. Annað en algert jafnvægi er óhugsandi, ógerlegt, eins og allt gangi fullkomlega og óaðfinnanlega eftir settum lögum og reglum. Og það gerir það.

Mér er hugsað til hljóðfæranna og hvernig blástur listamannanna kemur hljóðbylgjunum á hreyfingu. Hljóðfærið er ekki virkt eitt og sér án kraftarins og skilyrðið fyrir fallegu tónverki er tónlistarmaðurinn, hljóðfærið og lögmál nótnanna.

Á heimili mínu er aldagamalt orgel. Til að ég geti spilað á það, verð ég að stíga fótstigin til að fylla loftbelginn lofti, sem ég hleypi síðan út með því að þrýsta á nóturnar á nótnaborðinu eftir settum reglum. Þá berst það um hljóðpípur, svo úr verður yndislegt samspil helgrar tónlistar, Guði mínum til dýrðar.

Mikilvægt samspil má einnig heimfæra upp á samfélag manna. Sérhver feilnóta kemur af stað ójafnvægi og sundrung. En með því að leyfa tónsmiði himnanna, andanum helga, að leika á strengi okkar, eftir lögum og reglum lífsins og himnanna heima, verður úr óaðfinnanleg samfélagsins symfónía, tónverk aldanna, eilíf þjóð, - Guðs fólk.

Dásamlegt er að hlusta á andann heilaga leika á hljóðfæri sín í samfélagi trúaðra og fá að taka þátt í tónleikum hins mikla stjórnanda, listskapanda og mannvinar.

Einar Ingvi Magnússon.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 17
 • Sl. sólarhring: 17
 • Sl. viku: 749
 • Frá upphafi: 469973

Annað

 • Innlit í dag: 15
 • Innlit sl. viku: 671
 • Gestir í dag: 15
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband