Í kirkjum geymdu bolsévikkar hey og ýmislegt drasl

Maríus litli færeyski, 9 ára, skaut Andra á flandri og félögum ref fyrir rass í rússneskri söguþekkingu þegar hann uppýsti þá, ófróða, um að byltingarmenn í Rússlandi hefðu notað kirkjur undir hey. Þetta er staðreynd. Mörgum tugum þúsunda kirkna var lokað eftir byltinguna í Rússlandi. Sumar voru eyðilagðar, aðrar notaðar sem geymslur undir ýmislegt, grófa hluti eins og vélar og birgðir, m.a. hey, en einnig var það til, að þær væru gerðar að guðleysissöfnum. Þó var það ekki svo, að öllum væri lokað fyrir trúuðum, enda þótti gott að þykjast út á við gagnvart gestum til Moskvu o.fl. borga.

Almennt er almenningur á Íslandi illa upplýstur um þessi mál í Sovétríkjunum, meðan þau voru og hétu (þ.e. um ófrelsi kirkjunnar og ofsóknir gegn kristnum mönnum), og af því afsakast Andri á flandrinu. En í Færeyjum stendur kristin menning betur af sér, með tilheyrandi upplýsingu, enda eru tvær af þremur landsins útvarpsstöðvum kristilegar.

Í þætti Andra á flandrinu var svo viðtal við Jens á Rana, samherja bræðraflokks okkar, félaganna í Kristnum stjórnmálasamtökum, en við áttum fund með Jens, þegar hann var hér fulltrúi lands síns og flokks á Norræna þinginu fyrir nokkrum árum. Hittum við þá við sama tækifæri fulltrúa Dana, Svía og Finna.

Smá-pistill verður hér á morgun vegna viðtals Andra við Jens á Rana og eftirmála konunnar, sem var þulur í þættinum. Hér er þátturinn í kvöld:

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Maí 2019
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 3
 • Sl. sólarhring: 16
 • Sl. viku: 307
 • Frá upphafi: 458016

Annað

 • Innlit í dag: 3
 • Innlit sl. viku: 262
 • Gestir í dag: 3
 • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband