Vafasöm uppfærsla Sjónvarpsins á fæðingu Jesú Krists

í þættinum í gærkvöldi kom undirrituðum afkáralega fyrir sjónir. Lítil virðing virtist manni í slíku fólgin, tilgangurinn vandséður. Gamanmál eða helgistund? eða ætlunin að draga úr virðingu hins heilaga? Rautt nef á leikara gefur ekki grænt ljós á hvað sem er í Sjónvarpinu fyrir alla landsmenn í aðdraganda jóla!

Börn og unglingar virðast þó ekki hafa séð neitt háðslegt við þáttinn, og kannski var hann slík hugsun fjarri honum. Vonandi, skulum við segja.

Ekki var ástandið skárra hjá Fréttablaðinu með skopmynd þess frá fyrra degi. Við þá mynd Halldórs á leiðarasíðu blaðsins 17. desember tengdi undirritaður á Facebók með þessum orðum: Er þetta opinber skoðun Fréttablaðsins á því, sem kristin kirkja hefur að bjóða? Þar var presturinn á myndinni látinn segja við jólasveininn: "Ég trúi þessu ekki!! Viltu frekar alvöru jólagjöf frá platjólasveini heldur en platjólagjöf frá alvöru presti?!" En það, sem stóð á bókinni, sem presturinn hélt á, var: "FRIÐUR Á JÖRÐ OG EILÍFT LÍF". – Kannski var þessu ætlað að vera "bara fyndið", en var ekki um leið verið að læða trúleysis-árás á það sem kristindómurinn hefur að gefa? Þessu var líka slegið upp sem stærðar-mynd á leiðarasíðunni.

Í athugasemd sagði Facebókarvinur: "Mér finnst þetta ekki fyndin mynd," og undirritaður svaraði: "Sammála – ég lít á hana sem skot á kristna trú eða sem gælur við þann hluta lesendahóps Frbl. sem hefur þörf fyrir að niðra kristinni trú." Enn einn kom þá með þessa athugasemd:

 • "Auðvitað er þetta skot á kristna trú og ekkert annað, aularnir geta leyft sér þetta og fá eflaust einhverja fullnægju út úr því en ef hið sama yrði gert gagnvart islam eða spámanninum þá yrði allt vitlaust ..."

Þurfa þessir fjölmiðlar ekki að taka sér tak?

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Maí 2019
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 4
 • Sl. sólarhring: 16
 • Sl. viku: 308
 • Frá upphafi: 458017

Annað

 • Innlit í dag: 4
 • Innlit sl. viku: 263
 • Gestir í dag: 4
 • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband