Á Stefánsmessu frumvotts

Kristindómurinn kom ekki í heiminn án fórna, og enn er fórnađ blóđi kristinna manna (80% ofsóttra trúađra manna eru kristnir, sjá hér), einkum í Miđ-Austurlöndum og Afríku. Í messutextum ţessa dags er minnzt Stefáns frumvotts, sem sagt er frá í Postulasögunni. Hér eru ţeir textar í heild (ađrir liđir messunnar eru predikun, iđrunar-, miskunnar- og blessunarbćnir, gloria, agnus Dei, Sanctus, trúarjátning, Fađirvoriđ, bćnir vegna fórnargjafanna og altarisţjónustu og sálmasöngur, m.a. Nóttin var sú ágćt ein og Hljóđa nótt, heilaga nótt).

Inngönguvers:

Himins hliđ lukust upp fyrir sćlum Stefáni, hinum fyrsta međal píslarvottanna, sigri krýndur fagnar hann á himnum.

Safnbćn:

Vér biđjum ţig, Drottinn, hjálpa oss ađ breyta eftir honum sem vér nú heiđrum, svo ađ vér lćrum ađ elska óvini vora, ţví ađ í dag minnumst vér fćđingar ţess, sem einnig bađ fyrir ofsóknurum sínum. Fyrir Drottin vor Jesúm Krist, son ţinn, sem međ ţér lifir og ríkir í einingu Heilags Anda, Guđ um aldir alda. (Svar: Amen.)

Fyrri ritningarlestur: kafli í Postulasögunni (6.8-10; 7.54-59):

Stefán var fullur af náđ og krafti og gerđi undur og tákn mikil međal fólksins. Ţá komu til nokkrir menn úr svonefndri Leysingjasamkundu. Ţeir voru frá Kýrene og Alexandríu, en ađrir frá Kilikíu og Asíu, og tóku ađ ţrátta viđ Stefán. En ţeir gátu ekki stađiđ gegn visku ţeirri og anda sem hann talađi af. 

Ţegar ţeir heyrđu ţetta, trylltust ţeir og gnístu tönnum gegn honum.

En hann horfđi til himins, fullur af Heilögum Anda og leit dýrđ Guđs og Jesúm standa til hćgri handar Guđi og sagđi: „Ég sé himnana opna og Mannssoninn standa til hćgri handar Guđi.“

Ţá ćptu ţeir hástöfum, héldu fyrir eyrun og réđust ađ honum, allir sem einn mađur. Ţeir hröktu hann út úr borginni og tóku ađ grýta hann. En vottarnir lögđu yfirhafnir sínar ađ fótum ungum manni er Sál hét.

Ţannig grýttu ţeir Stefán. En hann ákallađi Drottin og sagđi: „Drottinn Jesú, međtak ţú anda minn.“ Síđan féll hann á kné og hrópađi hárri röddu: „Drottinn, lát ţá ekki gjalda ţessarar syndar.“ Ţegar hann hafđi ţetta mćlt, sofnađi hann.

Orđ Drottins. (Svar: Ţökk sé Guđi.)

Sálmastef (Sálm.31.3, 4, 6, 16-17):

Lesari: Í ţínar hendur fel ég anda minn, Drottinn.

Svar: Í ţínar hendur fel ég anda minn, Drottinn.

Ver mér verndarbjarg, vígi mér til hjálpar, ţví ađ ţú ert bjarg mitt og vígi, og sakir nafns ţíns munt ţú leiđa mig og stjórna mér. (Svar.)

Í ţínar hendur fel ég anda minn,ţú frelsar mig, Drottinn, ţú trúfasti Guđ. Ég vil gleđjast og fagna yfir trúfesti ţinni, ţví ađ ţú hefur litiđ á eymd mína. (Svar.)

Í ţinni hendi eru stundir mínar, frelsa mig af hendi óvina minna og ofsćkjenda. Lát ásjónu ţína lýsa yfir ţjón ţinn, hjálpa mér sakir elsku ţinnar. (Svar.)

Guđspjallsvers (Matt.10.17-22):

[Á ţeim tímum sagđi Jesús viđ postua sína:] Variđ yđur á mönnunum. Ţeir munu draga yđur fyrir dómstóla og húđstrýkja yđur í samkundum sínum. Ţér munuđ leiddir fyrir landshöfđingja og konunga mín vegna, ţeim og heiđingjunum til vitnisburđar. En ţá er menn draga yđur fyrir rétt, skuluđ ţér ekki hafa áhyggjur af ţví hvernig eđa hvađ ţér eigiđ ađ tala. Yđur verđur gefiđ á sömu stundu hvađ segja skal.

Ţér eruđ ekki ţeir sem tala, heldur talar andi föđur yđar, hann talar í yđur. Bróđir mun selja bróđur í dauđa og fađir barn sitt. Börn munu rísa gegn foreldrum og valda ţeim dauđa. Og ţér munuđu hatađir af öllum vegna nafns míns. En sá, sem stađfastur er allt til enda, mun hólpinn verđa.

Orđ Drottins. (Svar: Ţökk sé Guđi.)

Bćn yfir fórnargjöfunum:

Veit ţú, Drottinn, viđtöku fórnargjöfum vorum, er vér minnumst hátíđlega Stefáns píslarvotts. Fyrir Krist, Drottin vorn. (Svar: Amen.)

Vers viđ bergingu (Post.7.58):

Ţeir grýttu Stefán, en hann ákallađi Drottin og sagđi: Međtak ţú anda minn.

Bćn eftir bergingu:

Vér ţökkum ţér, Drottinn, ađ ţú eykur á jarteiknir miskunnsemdar ţinnar: Ţú frelsar oss međ fćđingu Sonar ţíns og gleđur oss međ minningunni um Stefán frumvott. Fyrir Krist, Drottin vorn. (Svar: Amen.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 17
 • Sl. sólarhring: 17
 • Sl. viku: 749
 • Frá upphafi: 469973

Annađ

 • Innlit í dag: 15
 • Innlit sl. viku: 671
 • Gestir í dag: 15
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband