Eftir hneykslanlegt fórnartal Sigmundar Davíđs: Ţjóđkirkjan hefur ekkert umbođ til ađ láta skera niđur sóknargjöld

 1. Hún hefur ekki til ţess umbođ annarra trúfélaga sem ţarfnast félagsgjaldanna miklu fremur en Ţjóđkirkja međ ríkislaunađa presta.
 2. Hún hefur ekki til ţess umbođ frá Kirkjuţingi.

Sigmundur Davíđ svarar út og suđur í Sjónvarpi međ tilvísunum í einhvern meintan vilja Ţjóđkirkjunnar til ađ fćra fórn vegna efnahagskreppunnar. Hvar kom sá vilji fram? Hvenćr og hvar í ósköp­unum kom sá vilji biskups eđa fulltrúa Ţjóđ­kirkjunnar fram? Hvar og hvernig var samiđ um ţađ? Og vćri ţađ mál Ţjóđ­kirkj­unnar einnar ađ láta snuđa önnur trúfélög landsins um lögbođin félags­gjöld ţeirra?

Vitađ er, ađ Ţjóđkirkjan hefur liđiđ ţrengingar vegna stórfelldrar skerđingar ţessara sóknargjalda; ţurft hefur ađ draga úr ţjónustu og segja upp starfsmönnum kirkna (en vitaskuld ekki prestum né biskupum, enda á ríkis-ofurlaunum). 

Vitađ er, ađ fjöldi sókna er orđinn yfirskuldsettur vegna ţessarar skerđingar lögbođinna gjalda.

Og hvađ gerđi ríkiskerfiđ sjálft til ađ draga saman seglin og minnka eyđslu ríkisstofnana í viđlíka mćli? Ríkisstjórn og Alţingi höfđu öll ráđ til ađ skerđa tekjur Ríkisútvarpsins (sem nú eru hátt á 4. milljarđ; ofan á bćtast auglýsingatekjur), en ţađ var ekki gert. Ríkisútvarpiđ virđist heilög kýr allra ríkisstjórna – eđa kannski skođađ sem gullkálfur, sem launa muni atlćtiđ?

Var ţađ ekki svo í raun og veru, ađ ráđamenn gengu eins og franskir byltingarmenn ađ sjóđum kirkjunnar og sóttu sér ţar gull í hnefa í stađ ţess ađ draga úr eyđslu eigin ráđuneyta og stofnana?

Ţjóđkirkjan er EKKI ríkisstofnun, ef einhver skyldi hafa gleymt sér í ţessu efni. Og hin trúfélögin hafa sín sóknargjöld sem sína lífćđ fyrir safnađarstarfsemi, byggingu kirkna, laun starfsmanna og ţar međ talinna forstöđumanna og presta, ólíkt Ţjóđkirkjunni. Hafi yfirmenn Ţjóđkirkjunnar gert eitthvert laumu-samkomulag viđ ríkisvaldiđ um skerđingu sóknargjalda, ţá eru ţađ svik viđ önnur trúfélög, sem voru í miklu meiri ţörf fyrir ţessi félagsgjöld sín og eru enn verr leikin en Ţjóđkirkjan vegna um 43–44 prósentna skerđingar ţeirra á nokkrum árum.

Hér verđa allar stađreyndir ađ koma fram um ţetta alvarlega mál. Og skjall forsćtisráđherra til biskups og ţjóđkirkjunnar er sannarlega enginn alvöru-hallelújasöngur.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Framlög og sóknargjöld tvennt ólík
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn - Cacoethes scribendi

Hárrétt hjá ţér kćri Jón Valur. Ţjíđkirkjan hefur ekkert leyfi til ađ ákveđa fyrir önnur trúfélög međ afslátt á lögbođnum sóknargjöldum, enda er hún ađ rćđa mest sín eigin sóknargjöld. Hitt er annađ ađ önnur trúfélög njóta stćrđar ţjíđkirkjunnar og ţungans í kröfum hennar á hedur ríkinu ađ skila ránsfengnum.

Hér er innlegg um sóknargjöldin sem ég hef sett inn á öđrum vettvangi :

Andstćđingar kristni hafa rangt fyrir sér eins og um ţađ bil alltaf ţegar ţeir taka fyrir umrćđu er varđar trúfélög. Ţađ virđist vera meinloka í ţeim ađ geta aldrei látiđ trúfélög njóta sannmćlis.

Stađreyndin er auđvitađ sú ađ ţessi félagsgjöld eru felld inn í skattheimtu, en ekki sem almennur skattur, samanber Lög um sóknargjöld og fleira,  og ţví ólögmćtt af síđustu ríkisstjórn ađ skerđa ţetta félagsgjald til trúfélaga og lífsskođunarfélaga.

 

Í ţessu sambandi megum viđ ekki gleyma ađ síđasta ríkisstjórn skar međ ólögmćtum hćtti margsinnis á stjórnartíđ sinni niđur sóknargjöld til trúfélaga um marga tugi prósenta og hirti til annarra óskyldra verkefna ţá aura sem af voru skornir. Innheimtumönnum ber auđvitađ lögum samkvćmt ađ skila ţví sem ţeir taka ađ sér ađ innheimta og ţar međ er ráđstöfun sem ţessi klárt lögbrot og varđar í raun sektum og fangelsisvist ef venjulegur mađur dytti í hug ađ gera slíka óhćfu.

 

Á ţennan hátt svelti síđasta ríkisstjorn alla starfsemi trúfélaga ţannig ađ mjög víđa ramba sóknir ţjóđkirkjunnar og trúfélög ýms á barmi gjaldţrots ţrátt fyrir ađ hafa skoriđ niđur starfsemi og útgjöld sín til mótvćgis á ţessu quadrennium horribilis sem ţessi skelfingarstjórn stóđ yfir. 

Vel ađ merkja ţá leyfđi ríkisstjórn ţessi sér slíkar ađgerđir ţegar venjulegt fólk ţurfti verulega á kirkju sinni ađ halda sem aldrei fyrr. Alţjóđlegt bankahrun var nýgengiđ yfir heimsbyggđina međ tilheyrandi vandamálum og gengisfelling krónunnar varđ enn meiri hjá okkur íslendingum vegna alls kyns glćfra útrásarböđla ţjóđarinnar um langt skeiđ. 

Viđ ţessar ađstćđur varđ margt heimiliđ örbirgđ ađ bráđ og leitađi til sálusorgara síns um bćđi andlega og fjárhagslega ađstođ. Sem fyrr segir er öll sálusorgun án endurgjalds hjá ţjóđkirkjunni. Hitt er annađ ađ fjármagn til ađ geta ađstođađ einstaklinga í neyđ, sem átti jafnvel ekki fyrir mat handa börnum sínum hluta mánađarins vegna mikilla útgjalda ţar sem nauđţurftir höfđu hćkkađ í verđi og veđlán heimilanna rokiđ upp úr öllu valdi međ tiheyrandi auknum útgjöldum, var auđvitađ af skornum skammti eftir slíkan ólögmćtan niđurskurđ. 

Sama átti viđ um verđtryggđa leigu ţeirra sem á leigumarkađi voru. Sjóđir kirkjunnar eru fljótir ađ verđa ţurrausnir viđ slíkar ađstćđur. Ég veit um presta sem gáfu úr eigin veski viđ erfiđ tilfelli sem ţau sem ég nefndi ţví ţađ er vitaskuld ekki auđvelt ađ ţurfa ađ snúa grátbólginni einstćđri móđur, sem ekki á til ađ kaupa matvćli handa ungviđi sínu, á braut allslausri úr slíkri bónarför. Ţađ er eitt ađ eiga erfitt, en erfiđ og níđţung eru ţau skref fyrir móđur í slíkum ađstćđum ađ fara til prestsins síns og óska eftir slíkri ađstođ og fáar gera slikt fyrr en öll önnur sund eru ţeim lokuđ.


Ţannig lét ríkisstjórnin greipar sópa um veski trúfélaga sem hver annar innbrotsţjófur ađ nćturlagi ţannig ađ eftir stóđ ekki nema um 56-57% af ţví félagsgjaldi sem trúfélög áttu međ réttu ađ fá.

Ţetta er ríflegur niđurskurđur hvernig sem á hann er litiđ - og kolólöglegur. 


Ef félagar í Vantrú hefđu tekiđ ađ sér ađ innheimta ţetta fyrir trú- og lífsskođunarfélög ţess lands fyrir 5 árum síđan og hefđu haldiđ eftir ţessum fjármunum fyrir sig sjálfa ţá sćtu ţeir á Litla Hrauni međal annarra glćpamanna ţjóđarinnar. Hvar sitja fyrrum forsćtis- og fjármálaráđherra sem stálu ţessum fjármunum međ fulltingi meirihluta síns á Alţingi ? 

Í makindum í stofu sinni á međan flest trúfélög landsins eru annađ hvort ţegar orđin gjaldţrota eđa ramba á barmi gjaldţrots af völdum ţessara óţokkahjúa Jóhönnu og Steingríms J. .

Ég mun hér í sparnađrskyni á tíma mínum setja hér inn hluta úr upprifjun sr. Gísla Jónassonar prófasts á ţessu málefni :

„ Í ţessu sambandi skal ţađ rifjađ upp ađ ţegar undirritađur hóf störf sem sóknarprestur í Vík í Mýrdal áriđ 1982 tíđkađist ţađ enn ađ gjaldkeri sóknarnefndar gekk fyrir hvers manns dyr til ađ innheimta sóknargjaldiđ. Ég gekkst ţess vegna fljótlega fyrir ţví ađ semja viđ sýslumanninn, sem á ţeim tíma var innheimtumađur opinberra gjalda, um ađ hann annađist ţessa innheimtu svipađ og gjaldheimtan í Reykjavík gerđi ţá fyrir söfnuđina í höfuđborginni. 
Á ţessum tíma vissu allir hverjum ţessar tekjur tilheyrđu.

Ţegar stađgreiđsla skatta var tekin upp vildi ríkisvaldiđ útrýma öllum „nefsköttum“. Ţví var kirkjunni og öđrum trúfélögum gert ţađ tilbođ, ađ ríkiđ skyldi taka ađ sér ađ innheimta og síđan skila sóknargjöldum til réttra ađila, sem tiltekiđ hlutfall af tekjuskatti. 

Var ţađ fyrirkomulag síđan fest í lög međ gildandi lögum um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987.
Í greinargerđ međ frumvarpi til ţeirra laga segir ađ ţađ meginsjónarmiđ hafi veriđ haft viđ tillögugerđina ađ trúfélögin haldi tekjustofnum sínum óskertum, miđađ viđ ţađ sem ţau hafi áđur haft. Jafnframt sé mikilvćgt ađ reglur sem settar verđi tryggi stöđugleika á tekjustofnum ţeirra. 

Ţá segir í greinargerđinni ađ kostir ţeirrar leiđar, sem valin var viđ ađ reikna út og skipta umrćddum gjöldum, séu einkum ţeir ađ hún sé einföld í framkvćmd, hún tryggi til frambúđar stöđugleika á umrćddum tekjustofnum og fylgi tekjubreytingum. Ţetta auđveldi trúfélögunum ađ áćtla tekjur sínar og byggja fjárhagsáćtlanir á ţeim.“

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.1.2015 kl. 23:57

2 Smámynd: Snorri Hansson

Ég er trúlaus en börnin mín báđu um ađ fermast og ţađ var  auđsótt mál. Ég  hef mćtt í giftingar ţeirra hvers af öđru. Bara alveg sjálfsagt.

Međ ţessum yfirlýsingum er ég ađ skjóta á ţann litla hóp „ trúlausra“ sem telja sig hafa einhver sérstök réttindi um sérstaka međferđ barna ţeirra gagnvart trúarkennslu.

 Ţvílíkt kjaftćđi!  Viđ höfum alls engar sérţarfir og ég skora á fólk og presta ađ láta ţađ ekki eftir ţeim.

Ţađ er ekki okkar túlausra ađ hrćra í trúarlífi landsmanna ţó ekki.

Ef  forsćtisráđherra vill gera upp viđ Kirkjuna ţá gerir hann ţađ og skipting ríkis og kirkju er ţađ stórt mál ađ ţađ verđur varla á nćstunni.

Snorri Hansson, 4.1.2015 kl. 02:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 1
 • Sl. sólarhring: 21
 • Sl. viku: 594
 • Frá upphafi: 471614

Annađ

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 499
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband