Stuđlum ekki ađ óförum í áfengismálum unga fólksins!

Jón Valur Jensson  Áfengisfrumvarpiđ er rćtt á fullu í Alţingi. Píratar sýna sig ađ vera sveimhugar í málinu. Frumvarpsmenn taka ekkert tillit til norrćnnar reynslu: búiđ er ađ prófa ţetta ţar, reynslan SLĆM fyrir unga fólkiđ. Ćtla ráđandi öfl ađ gera ţađ fyrir gróđafyrirtćki ađ gefa áfengissölu "frjálsa"? Ţvert á móti á ađ hugsa hér um ţjóđarhag og umfram allt ađ gćta heilsufars ungmenna. Ţađ gerist ekki međ auđveldu ađgengi ađ áfengi í matvörubúđum.

Í Svíţjóđ var ţessi frjálsari sala leyfđ, en ţeir hćttu aftur viđ ţađ, ţegar ţeir sáu, ađ hún stuđlađi ađ mikilli áfengisneyzlu ungmenna. Ţeir lćrđu af reynslunni -- er íslenzkum ţingmönnum ţađ ofviđa?

Í Danmörku er ţessi sala leyfđ í matvörubúđum, og ţar er mikiđ áfengisvandamál unglinga, mest á Norđurlöndunum. 16 ára geta ţeir jafnvel keypt bjór í búđum. Viđ getum bara ímyndađ okkur, hvernig ţetta yrđi hér! 

WHO, heilbrigđisstofnun Sameinuđu ţjóđnna, upplýsir, ađ lýđheilsa manna í áfengismálum sé bezt á Norđurlöndunum -- nema í Danmörku! Ćtlum viđ svo ađ elta Dani í ţessu?!

Kristin stjórnmálasamtök eru eindregiđ andvíg ţessu lagafrumvarpi.

Ţađ er ljótur vitnisburđur um pólitískt ástand, ađ stjórnmálamenn leggist hundflatir fyrir gróđaöflunum. Ríkissjóđur hefur haft góđar tekjur af áfengissölu, og ţađ nýtist samfélaginu, en álagning á bjór verđur ekki 18%, heldur miklu nćr 80%, ef stórverzlanir komast í ţetta. Til hvers ađ fćra einkagróđamönnum hagnađinn? Svo yrđi reynt ađ stugga burt ríkisverzlununum til ađ minnka samkeppni, ţótt ţćr yrđu leyfđar framan af.

Ennfremur má huga hér ađ áhrifum á vísitöluna; vart yrđi áfengi aftengt henni viđ umskipti af ţessu tagi. Ćtlum viđ ţá ađ borga meira af vísitölutryggđum íbúđalánum okkar, vegna ţess ađ einkafyrirtćki eru međ meiri álagningu?!

Burt međ ţetta frumvarp af Alţingi ţegar í stađ!

Sjá hér einnig fyrri greinar, eftir undirritađan og Maríu Magnúsdóttur:

Reynt ađ spilla fyrir forvarnastarfi - auđhyggjan í sinni verstu mynd

Áfengisdrykkja er sérlega óholl hinum ungu

Jón Valur Jensson.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband