Kyngreining á fóstrum

Í Fréttablaðinu 17. maí var sagt frá sérstakri rannsóknaraðferð til að kyngreina fóstur strax við sex vikur með blóðprufu. Blóðdropi úr móðurinni er settur á kort, sem hægt er að panta af netinu. Prófið kallast "Bleikt eða blátt", kortið er síðan sent til sölufyrirtækisins, sem rannsakar blóðið og sendir niðurstöður til baka.

Að sjálfsögðu liggur fyrir strax við getnaðinn hvort fóstrið verður drengur eða stúlka. Og hraðinn í fóstursköpuninni er geysimikill á fyrstu vikunum, og fyrir löngu er vitað að t.d. hjartsláttur er byrjaður og blóðrás strax við lok 3. viku. Fullskapað er fóstrið við 12 vikur, en eftir það er tími vaxtar. 

Þess vegna finnst manni ótrúleg fáviska, sem fólk lætur stundum út úr sér í umræðunni á Útvarpi Sögu þegar það segir að fóstrið sé einungis bara blóðköggull á fyrstu vikunum og því sé ekkert við það að athuga þó það sér hreinsað út úr legi konunnar. Þessari vitleysu virðist haldið að ungum konum og konum almennt ! Manni finnst hreint einkennilegt hvað fólk vill auglýsa sig mikla heimskingja !!!

Það væri ágætt fyrir fólk sem hugsar svona að spyrja sig að því hvernig það telji sig sjálft hafa orðið til ! - Það er búið að lífláta margan góðan Íslendinginn í þessum hamförum sem hafa gengið yfir land vort í þessum efnum á undanförnum þremur áratugum, sem eru afleiðingar af ákvörðun og lögum sem Alþingi setti 1975.

Ég hef minnst á það áður að það væri fróðlegt að vita "hvað margir þingmenn vildu taka það embætti að sér að eyða verðandi þjóðfélagsþegnum?"

En flott væri ef íslenskar konur risu upp úr öskustónni eins og stundum er sagt, og breyttu hugsunarhætti sínum gagnvart lífsrétti fóstursins. Og gæfu þar með öðrum þjóðum fordæmi um virðingu fyrir lífinu, með því verða fyrstar til að virða rétt fóstursins til að lifa ! Konur mundu ekki sjá eftir því, vegna þess að þær losna þá við minninguna og það sár sem allatíð býr innra með þeirri konu, sem farið hefur í fóstureyðingu. Það er ekki horfið þó fóstrinu hafi verið eytt ! Það skráist í hið óendanlega langtímaminni eða dulvitund manneskjunnar og fylgir viðkomandi síðan allt lífið á enda !  

K 4


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 1
 • Sl. sólarhring: 21
 • Sl. viku: 594
 • Frá upphafi: 471614

Annað

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 499
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband