Nauðsynlegt er að lögreglan hér á landi sé vel til þess búin að takast á við hryðjuverkaógn

Ekki er nema tæplega einn mánuður liðinn frá hryðjuverkaárásunum í París þegar mál sem rannsakað er sem hryðjuverk á sér stað í Lundúnum. Það var um kl. 19 í gærkvöldi að maður lagði til atlögu í Leytone-lestarstöðinni í Austur-Lundúnum vopnaður hnífi. Særði hann þrjá, og er einn maður alvarlega særður. Hrópaði hann: “Þetta er fyrir Sýrland!” á meðan hann stakk fólkið. Maðurinn lagði á flótta eftir árásina en óeinkennisklæddur lögreglumaður náði að yfirbuga hann með rafbyssu.

Augljóst er að árásarmaðurinn hefur þarna verið að hefna loftárása Breta í Sýrlandi gegn Islamska ríkinu, ISIS. En herþotur Breta hófu loft­árás­ir í Sýr­landi 3. desember, aðeins nokkr­um klukku­stund­um eft­ir að breska þingið samþykkti að taka þátt í loft­árás­um á búðir Rík­is íslams í Sýr­landi.

Árásarmaðurinn í Leytone-lestarstöðinni var aðeins vopnaður hnífi en náði að særa þrjá, en hefði hæglega getað drepið eða sært fleiri ef snarræði óeinkennisklædda lögreglumannsins hefði ekki komið til. Rafbyssa nægði í þessu tilviki til að yfirbuga árásarmanninn.

Sýnir þetta hversu mikilvæg öryggisgæsla lögreglu er vegna hugsanlegrar hryðjuverkaógnar er í löndum Evrópu, en öryggisgæsla hefur verið efld mjög í Frakklandi og Bretlandi og fleiri löndum í Evrópu eftir hryðjuverkin í París 6. nóvember.

Það er ástæða fyrir vestrænar þjóðir að vera vel á varðbergi hvað varðar hryðjuverkaógn, ekki síst þegar höfð er í huga skotárásin sem var s.l. Miðvikudag í San Bern­ar­dino í Kaliforníu.

Árásin í gær í Leytone-lestarstöðinni undirstrikar að mínu mati mikilvægi góðrar löggæslu í Evrópu sem og hér á landi, þar sem lögregla sé vel í stakk búin til að mæta hryðjuverkaógn.

Steindór Sigursteinsson.


mbl.is Þrír særðir eftir stunguárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

London, Júní 2011.  Í tilefni af engu sérstöku:

http://3.bp.blogspot.com/-BuRS3dtKy8Q/Tl1JmJzbDkI/AAAAAAAABFI/PIjUl-vq_Ow/s1600/DSC02742.JPG

Ásgrímur Hartmannsson, 6.12.2015 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annað

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband