Náttúruvernd / lífsvernd

Nú dynja á Íslendingum fréttir um hótanir frá Paul Watson, leiðangurstjóra Sea Shepherd-samtakanna, þar sem hann lýsir yfir nánast árás á íslensk hvalveiðiskip. Ég tel nú að Íslendingar hafi staðið sig nokkuð vel í hvalveiðimálunum, þau hafa verið undir góðu eftirliti. En það er annað vandamál í samfélagi okkar sem þarf að beina meira augum manna að.

Þegar upp kemur umræða um náttúru og lífsverndarmál, sem fólk berst oft fyrir af miklum eldmóði, verður manni óneitanlega oft hugsað til allra verðandi þjóðfélagsþegna, sem eytt er hér á landi, svo og um allan heim. Fáir láta frá sér heyra þegar kemur að "lífs-rétti mannsbarnsins". Hvernig ætli standi á því? Maður gæti haldið að fólki finnist mannsbarnið ómerkilegra en öll önnur afkvæmi, sem á jörðina fæðast, og þess vegna eigi það sér svona sárafáa málsvara. Meira að segja heyrir maður kirkjunnar menn nánast aldrei nefna á nafn allar fóstureyðingarnar, þeir virðast alveg blindir fyrir þeim málum !

Í raun er það ótrúlegt hvað lítið heyrist frá prestum, þeir virðast farnir útaf sporinu í ýmsum málum (það er ekki aðeins í giftingarmálum samkynhneigðra sem þeir eru orðnir utan vegar).

Þó er sagt skýrt og greinilega í Biblíunni, Heilagi ritningu, að maðurinn sé æðstur alls þess sem skapað var á jörðinni, "skapaður í Guðs mynd !" Og manninum var síðan ætlað að vera ráðsmaður Guðs á jörðu. Hvenær skyldi fólk gera sér þetta ljóst? - og fara nú að bera meiri virðingu fyrir afkvæmi mannsins! Að þingmenn jafnframt afnemi þessi lög, sem hafa orðið þess valdandi að yfir 22 þúsund fóstureyðingar hafa verið framkvæmdar hér á landi frá árinu 1975.

En sú lagasetning varð þá að veruleika vegna þrýstings frá "Rauðsokkuhreyfingunni", sem var mjög vinstrisinnuð í stjórnmálum. Í dag eru að öllum líkindum allmargar úr þeirri hreyfingu farnar yfir "móðuna miklu" og þar af leiðandi búnar að fá sína einkunn fyrir frammistöðu sína á jörðinni.

Því það kemur nefnilega að prófinu úr skóla lífsins, það getum við alveg verið viss um !

K4


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 17
 • Sl. sólarhring: 18
 • Sl. viku: 749
 • Frá upphafi: 469973

Annað

 • Innlit í dag: 15
 • Innlit sl. viku: 671
 • Gestir í dag: 15
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband